Morgunblaðið - 07.12.1976, Síða 28

Morgunblaðið - 07.12.1976, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 — Pétur Sigurðsson Framhald af bls. 3 kvennafélaginu Framsókn til stjórnar ASI um dagvistunar- heimili barna vilja undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri við 33. þing ASI. Hér á íslandi hefur lítilli at- hygli verið beint að dagvistun fyrir aldrað fólk nema á allra slðustu tímum. Er slík starf- semi þó vel þekkt meðal ná- grannaþjóða okkar og að nokkru hefur starfsemi þessi verið tekin upp i hinum stærri sveitarfélögum hér á landi. Er þetta starf þó takmarkað við fáar klukkustundir á viku hverri, og er frekar I formi tóm- stundaafþreyingar en þess sem hugsað er með hinum eiginlegu dagvistunarheimilum. Nú er i byggingu i Hafnar- firði á vegum samtaka sjó- manna auk dvalarheimilis, full- komið dagvistunarheimili fyrir aldrað fólk. Er til ætlast að það sjálft eða með aðstoð ættingja og vina Verði flutt þangað að morgni og er og verji deginum þar. Það mun fá alla þjónustu bæði læknis- og hjúkrunarhjálp alls konar, böð, mat og hvíldar- aðstöðu ásamt matarpakka til að taka heim með sér að kvöldi. Einnig er fyrirhugað að fylgj- ast með hinum öldruðu ef um veikindi þeirra er að ræða, senda þeim mat og sjá fyrir annarri nauðsynlegri þjónustu. Þingið telur að slík þjónusta sé brýn i hinum stærri sem smærri sveitarfélögum og muni að nokkru létta á hinni miklu þörf, sem nú ríkir á dvalar- og hjúkrunarheimilum aldraðra. Um leið og þingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að stuðla að framgangi þessa náls styður það eindregið að horfið verði til hins fyrra ráðs, að ríkissjóður styðji þau sveitarfélög með fjárframlögum, sem í byggingu dvalar- og hjúkrunarheimila ráðst.“ Sjómannadagurinn hefur um langt árabii átt góðan aðgang að þeim lífeyrissjóðum, sem aðild- arfélög þeirra innan samtak- anna byggðu upp. Nú hafa þess- ir sjóðir um langt tímabil lánað til uppbyggingar fyrsta full- komna dagvistunarheimilis fyr- ir aldraða hér á landi, auk enn fleiri ibúða fyrir aldrað fólk og eftirlaunaþega. Þá var mér ásamt öðrum þingfulltrúa, Gunnari Má frá Hellissandi, falið að vinna upp tillögur um örýggismál sjó- manna og voru þær allar sam- þykktar, enda tiltölulega auð- velt fyrir mig, því mér var falið að semja þær fyrir síðasta Sjó- mannasambandsþing." Margar leiðir til úrbðta fyrir láglaunafólk ,,Hver er hugur þinn að loknu þessu miðstjórnarkjöri?" ,,Min einlæg ósk er sú að ný- kjörinni stjórn takist að ná fram launa- og hagsmunabótum fyrir þá sem verst standa að vígi í þjóófélaginu í dag og ég tel persónulega að það megi gera það á margan hátt, en allra sízt með skoðunum fulltrúa síð- asta ASÍ-þings eins og Bjarn- friður frá Akranesi og Sigfinns frá Neskaupstað, sem telja að ein aðalleiðin sé sú að fella núverandi ríkisstjórn. Þessir fulltrúar vilja bása niður fólkið í landinu eftir pólitískum skoð- unum og þeir vilja aðeins taka tillit til þeirra sem fylgja þeim í pólitísku vafstri. Slík vinnu- brögð eru á kostnað hagsmuna alls þorra launþega í landinu, sem varðar meira um framgang mála til heilla, en forpokuð pólitísk sjónarmið. Verkalýðs- hreyfingunni verður ekki til lengdar hagur að fulltrúum sem eru svo yfirmáta uppteknir af sjálfum sér að þeir geta ekkert tillit tekið til sjónarmiða annarra. Persónulega vil ég biðja þetta fólk að minnast síð- ustu vinstri stjórnar, fram- kvæmda hennar og tillagna þegar hún hrökklaðist frá við lítinn orðstýr. Sjálfur mun ég áfram vinna að hagsmunum þeirra sem brýnasta þörf hafa fyrir það f okkar þjóðfélagi. Þessu mun ég vinna að innan Sjálfstæðis- flokksins, innan míns stéttar- félags, Sjómannafélags Reykja- víkur, og innan annarra hags- munasamtaka sem þar um geta ráðið. Tökum strikið til sóknar Þótt brimað hafi á okkur lýð- ræðissinna i verkalýðshreyfing- unna þá eru hinir fjölmörgu sjálfstæðismenn í launþega- hreyfingunni sammála um að hopa hvergi, heldur taka strikió til sóknar, því við vitum eins og allur þorri landsmanna að með málefnalegri og skynsam- legri baráttu okkar og vinnu- brögðum, náum við mest- um árangri til heilla laun- þegum landsins. Víð gerum okkur grein fyrir þvi að fólk þessa lands situr við sama borð þótt deila megi um skipt- ingu lífsgæðanna og við gerum okkur einnig grein fyrir því að það er enginn „pólitiskur aðall“ sem getur útilokað sjónarmið varðandi líf fólksins í landinu." ______t , _____—á-j- — Einar Framhald af bls. 48 og ýmsa háttsetta embættis- menn. Einar sagði að rætt hefði verið fyrst og fremst um haf- réttarmál. I öðru lagi var all- mikið rætt um málefni Atlants- hafsbandalagsins og í þriðja lagi um samskipti austurs og vesturs, og í því sambandi bæði um Helsinkiráðstefnuna og samþykktina, sem þar var gerð, svo og um Belgrad, fund Brez- nevs og Titós og ennfremur um Vinarráðstefnuna, þar sem æðstu menn EFTA munu hitt- ast til að samræma sjónarmið sin. Þegar báðir aðilar höfðu gert þessum málefnum skil, rædd- um við nokkuð um tvíhliða sam- skipti íslendinga og Frakka. „Ég minntist þess, hvað Frakk- ar hefðu gert hér á sínum tíma, þegar þeir veiddu hér við strendur, byggðu spitala og annað slíkt, sem er liðin tíð. Þeir leggja mjög mikla áherzlu á það við okkur eins og að ég held allar þjóðir, að franska sé kennd og lærð. Leggja þeir mikið upp úr því að franska sé alþjóðamál. Eru þeir mjög fúsir til þess að standa straum af kostnaði við kennsluna og leggja sitt af mörkum til þess að franska haldi hér velli." Einar Ágústsson sagðist hafa gert grein fyrir því á hvern hátt tungumálakennslu væri háttað i skólakerfinu hér á landi. Einar Agústsson kvað við- ræðurnar hafa staðið um það bil 5 klukkustundir. Með utan- ríkisráðherra Frakka var for- stöðumaður stjórnmáladelldar utanríkisráðuneytisins franska, forstjóri þeirrar deildar sem fjallar um landbúnað og sjávar- útveg og fleiri embættismenn. Síðan var móttaka hjá sendi- herra Islands, Einari Benediktssyni og komu þangað ýmsir framámenn. Á laugardag var hálfopinber heimsókn, farið til Versala og lauk heimsókninni síðan á laugardagskvöld. sumar og þá tekið á móti 110 þúsund lestum af loðnu. — Við reyndum að fara eins hátt og við framast gátum i leigu- tilboðum, en ekkert gekk, sagði Vilhjálmur. Afurðaverðmæti loðnunnar, sem Norglobal tók á móti í fyrra, var yfir 500 milljónir króna, en ef miðað er við núverandi afurða- verð, væri það um 1000 milljónir króna. Vilhjálmur sagði, að Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefði frá upphafi stuðlað að leigu skipsins og án hans aðstoðar hefði aldrei tekist að fá Norglobal leigt á sinum tima. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Kristján Ragnarsson for- mann Landssambands ísl. útvegs- manna og spurði hann hvaða áhrif það hefði á veiðar loðnuflot- ans að Norglobal kæmi ekki til landsins í vetur. „Við það að Norglobal kemur ekki til íslands í vetur, tel ég að 60—70 þúsund tonna veiði tapist, þvi það loðnumagn sem skipið hefur tekið á móti hefur eingöngu verið viðbótarveiði hjá skipunum. Þetta mun hafa mjög slæm áhrif á veiðimöguleika loðnuflot- ans, þar sem ekkert hefur verið gert i landi til að auka afköst verksmiðjanna þar. Og þetta hef- ur ekki sízt slæm áhrif núna, þar sem fleiri skip munu leggja stund á loðnuveiðar en áður, vegna hækkandi afurðaverðs," sagði Kristján. — ASf Framhald af bls. 2 1 hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár og störf þeirra utan heimilis verða stöðugt mikil- vægari bæði fyrir fjárhag heimilisins og atvinnulífið. Það er brýnt að félagsleg þjónusta, svo sem dagvistunaraðstaða, verði aukin, þannig að bæði hjónin geti starfað utan heimilis ef þau óska þess.“ ... — Hola 10 Framhald af bls. 48 verði hætt, þar sem ekki er unnt að bora við Kröflu i vetrarveðrum. Er ekki unnt að treysta því að ♦íð verði það góð á þessu svæði. Næsta sumar verður svo að nýju tekið til við boranir og verður þá ákveðið hvar næst verður stungið niður i ljósi þess árangurs, sem boranirnar í sumar hafa gefið — sagði Jakob Björnsson. — Sölu- samningur Framhald af bls. 48 ísl. fiskmjölsframleiðenda og í samvinnu við nokkra helztu út- flytjendur fiskmjöls eins og fyrri mjölsamningar við Sovétríkin. Heildarverðmæti samningsins er um 1300 milljónir króna. — Mjólkin Framhald af bls. 48 þegar hafa þegar fengið sam- kvæmt kjarasamningum. Sam- kvæmt útreikningum Fram- leiðsluráðsins er meðaltals- hækkun mjólkurinnar og mjólkurvaranna 5 til 7%. Nýmjólk á 2ja lítra fernum, sem kostaði 138 krónur fernan, kostar nú 148 krónur og hækkar um 7,2%. Mjólk i litrapökkum hækkar hlutfallslega meira, kostaði 69 krónur pakkinn og fer upp I 75 krónur, hækkun 8,7%. Rjómi I kvarthyrnum kostaði 163 krónur en kostar nú 172 krónur hækkun 5,5%. Skyr kostaði 154 krónur hvert kíló en kostar nú 163 krónur, hækkun 5,8%. Mjólkurbússmjör, 1. flokkur, kostaði 1.012 krónur hvert kíló en kostar nú 1.092 krónur, hækkun 7,9%. 45% ostur kostaði 903 krón- ur, en kostar nú 952 krónur, hækkun 5,4%. — Löggæzlu- málið Framhald af bls. 2 hlut dómsmálaráðuneytisins í málinu, en bæjarstjórn skrifaði því ítarlegt bréf 5. febrúar síðast- liðinn og var bæjarfógetanum að sjálfsögðu sent afrit af því. Þar var mælzt m.a. til þess að rækileg endurskoðun færi fram á starfs- svæði lögreglu H :fnarfjarðar. Lögregluliðið væri álitið allt of fámennt með hliðsjón af þeirri gífurlegu fólksfjölgun, sem orðið hefði á svæðinu. Garðar Sigur- geirsson sagði: „Svæðið er allt of stórt og sundurslitið, spannar yfir sveitarfélög eins og Hafnarfjörð, Seltjarnarnes, Mosfellshrepp, Kjósarhrepp og Kjalarneshrepp. Þetta telur bæjarstjórnin að sé úrelt skipting höfuðborgarsvæðis- ins i löggæzlusvæði. Dómsmála- ráðuneytið svaraði þessum til- mælum með bréfi dagsettu 25. maí siðastliðinn að höfðu samráði við bæjarfógeta. Þar var litlu svarað um endurskipulagningu löggæzlunnar á svæðinu, en bent var á þá fjölgun, sem yrði að gera i liði lögreglu Hafnarfjarðar til þess að verða við óskum bæjar- stjórnarinnar um lögregluvarð- stöð eða talstöðvarbila. Jafnframt var bæjarstjórninni tilkynnt að fjárveitinganefnd Alþingis hefði ákveðið að fækka lögreglumönn- um um einn i lögreglu Hafnar- fjarðar og einnig tilkynnt að ekki yrði hægt að staðsetja talstöðvar- bíl I Garðabæ í náinni framtíð og þvi síður að koma þar upp lög- regluvarðstofu. Engu að síður var I bréfinu lofað, að reynt yrði að bæta löggæzlu I bænum eftir því sem fjárveitingar heimiluðu og i samráði við bæjarfógeta. Þykir mér slæmt að honum skuli ekki vera þetta kunnugt." — Alþingi Framhald af bls. 20 tvennt vekti undrun sina við þessa umræðu. Fyrra væri fjar- vera dómsmálaráðherra við um- ræðuna og það siðara hversu um- fjöllun Svövu Jakobsdóttur um afbrotamálin almennt hefði verað á lágu plani. Þá vakta Friðjón athygli á að ekki mætti um of slita í sundur hina almennu lögreglu og rannsóknarlögreglu. Taldi Friðjón frumvörpin horfa til bóta og vildi veita þeim brautargengi. Svava Jakobsdóttir (Abl.) sagði að sér hefði þótt vænt um að heyra þau orð Sighvats Björgvinssonar að alþýðuflokks- menn vildu að allir væru jafnir fyrir lögun, en bætti þvi við að sér hefði fundist Alþýðuflokkurinn að undanförnu helst hafa líkst fimmhöfða lögfræðingi. Ellert B. Schram (S) tók sið- astur til máls við þessa umræðu og sagði að þessar umræður hefðu borið með sér eins og rétt væri, að sumir nefndarmenn hefðu engu viljað breyta en aðrir hefðu helst viljað breyta fleiru, en það hefði verið niðurstaða nefndarinnar að breyta sem fæstu. Ellert staðfesti að fulltrúar lagadeildarinnar hefðu bent á að vel mætti fara þá leið, sem seinni breytingartillaga Svövu Jakobsdóttur gerði ráð ^fyrir en þá þyrfti að athuga ýmis- legt fleira. Ræddi Ellert að síð- ustu almennt um afbrotamál og minnti á að við lifðum á timum velferðarþjóðfélags, sem bæði hefði sína kosti og galla. Atkvæðagreiðslu um frumvörp- in var frestað. — Vopnabann Framhald af bls. 1. takmark bandarískrar utanríkis- stefnu í Miðausturlöndum. Hann vill ekki útiloka að Henry Kiss- inger fráfarandi utanrikisráð- herra verði falin verkefni í Mið- austurlöndum. Vance álitur mikilvægt að bjarga Salt-viðræðunum um tak- mörkun gereyðingarvopna úr ógöngum. Hann segir að banda- lagsþjóðir Bandaríkjanna megi ekki halda að bandariska stjórnin telji sættir við óvini skipta meira máli en samskipti við vinaþjóðir. Hann sagði að Rússar yrðu að gera ljóst hvað þeir ættu við meó slökun spennu. — Áhyggjur Framhald af bls. 1. þegar miklu meiri en þyrfti, ef aðeins væri hugsað um varnir. Evrópuhópurinn innan NATO var settur á laggirnar fyrir 8 ár- um til þess að auka varnarsam- starf meðal Evrópuþjóða innan bandalagsins. P’rakkar eru þeir einu, sem ekki eiga fulltrúa í hópnum. Þá segja ráóherrarnir að nauðsynlegt sé fyrir Evrópuríkin að auka framlög sín til varnar- mála NATO, þar sem sterkar sam- eiginlegar varnir vestrænna ríkja séu grundvöllur tilrauna vestur- veldanna til að draga úr spennu á alþjóðavettvangi. Heimildir í aðalstöðvum NATO í Brtlssel hermdu að ráðherrarnir hefðu rætt leiðir til að reyna að fá Frakka til að breyta afstöðu sinni varðandi viðræður við Banda- rikjamenn um vopnakaup, en Frakkar vilja að Evrópuþjóðirnar ræði fyrst innbyrðis um kaup og sölu vopna hvert frá öðru áður en rætt verði við Bandaríkjamenn. — Palestínuríki Framhald af bls. 1. um samskipti Palestínu við Jór- daníu. Sadat sagði að Bandaríkja- menn hefðu nú öll spilin á hend- inni, en að Israelsmenn væru ekki tilbúnir til að semja frið vegna þess að stjórn Rabins væri veik og Rabin væri hræddur við frið. Arafat sagði í viðtali við Time I fyrsta sinn að þvi er talið er, að hann gæti fallist á að Palestínu- riki yrði stofnað við hlið Israels. I viðtalinu sagði hann: „Við erum tilbúnir að stofna sjálfstætt ríki á hverju því landsvæði, sem okkur tekst að frelsa, eða Israelar draga sig frá.“ Er hann var spurður hvort hann ætti við að hann myndi samþykkja rikisstofnun á Vesturbakka Jórdan og Gaza- svæðinu sagði hann: „Ég fer eftir ályktun þjóðarráðs Palestinu frá 1974, þar sem samþykkt var, að stofna ríki á svæði, sem við gæt- um frelsað frá ísrael eða Israelar færu á brott frá, það liggur alveg ljóst fyrir.“ — Ónóg vernd Framha'ld af bls. 21 þátt I skipulagi slíkra rannsókna. Komið verði á alhliða læknisskoðun a.m.k. einu sinni á ári. Vinnutímastyttingin sem sett var i lög 1971 verði gerð virk með þvi að samið verði um enn frekari tak- markanir á yfirvinnu, lengri lágmarkshvfld. Að kennt verði i skól- um áður en nemendur fara út i at- vinnulff ið hvers virði heilsa og vinnu- umhverfi er hverjum manni. — Gaullistar Framhald af bls.46 Giscardsinna að hafa æst til verk- fallsins. Christian Beullec verka- málaráðherra kvað lögregluað- gerðirnar rökrétt framhald á fjöggurra daga dómsúrskurði um að prentararnir skyldu fjarlægð- ir. Chirac skoraði á um 50.000 stuðningsmenn sína sem sóttu flokksþingið að grípa ekki til mót- mælaaðgerða að þinginu loknu. Hann sagði að þeir yrðu að sýna að þeir létu ekki ögranir hafa áhrif á sig. — Fiskveiði- nefnd Framhald af bls. 1. sagði í dag að ljóst væri að ábyrgð nefndarinnar í • sam- bandi við verndun fiskstofna myndi minnka verulega með 200 milna útfærslunum, en að hún myndi líklega halda áfram að fylgjast með ástandi fisk- stofna á miðum utan 200 míln- anna. Þjóðirnar sjálfar munu nú taka við eftirliti með fisk- stofnunum, möskvastærðum, veiðitímum og veiðiskipum. — Frumkvæði... Framhald af bls. 32. efni aðeins benda á þá gagnrýni þar sem sagt væri „að embættismenn SVR reki fyrirtækið sem um einka- fyrirtæki væri að ræða". Sveinn sagði að ef menn gætu ekki skilið að þarna væri um persónulega gagnrýni að ræða væri hæpið að menn töluðu hér sama tungumál Það sem fram- kvæmt hefði verið væri látið hljóma eins og framin hefði verið glæpur. Að lokum sagði Sveinn að hann hefði samþykkt hin hagstæðu kaup á bifreiðinni með þvi trausti að sam- starfsmenn sinir i stjórn SVR sæju einnig hversu hagkvæm kaupin væru. Þá kom fram að um næstu áramót munu væntanlega verða komnar fjarskiptastöðvar I alla vagna SVR og mun það auka öryggi til muna. Sigurjón Pétursson (Abl) tók siðast- ur til jpáls og sagði að gagnrýni Leifs Karlssonar hefði að mörgu leyti verið réttmæt þó kannski hefði hann sagt um of þegar hann sagði að fyrirtækið SVR væri rekið eins og einkafyrirtæki — Norglobal Framhald af bls. 48

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.