Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
39
Minning:
Bjarni Valdimars-
son verzlunarmaður
Fæddur 8.12. 1919
Dáinn 29.12. 1976.
Bjarni Valdimarsson verzlunar-
maður fæddist hér í Reykjavík og
eru foreldrar hans Valdimar Sig-
urðsson, sem í fjöldamörg ár
starfaði hér við leikhúsin, fyrst
við Iðnó og síðan Þjóðleikhúsið,
og kona hans Ágústa Bjarna-
dóttir.
Bjarni var elstur fjögurra
systkina, sem öll lifa bróður sinn.
Svo sem títt var á uppvaxtarárum
Bjarna naut hann ekki langrar
skólagöngu, heldur byrjaði
snemma að vinna fyrir sér. Þó
gekk hann í kvöldskóla að loknu
barnaskólanámi, sem KFUM rak
á þeim árum. I þeim skóla var
kennt ýmislegt sem hagnýtt þótti
í sambandi við verzlunarstörf.
Kunni Bjarni vel að meta þá
kennslu sem hann fékk í kvöld-
skólanum og heyrði ég hann oft
minnast á veru sina þar.
Þegar Bjarni var 15 ára gamall
hóf hann störf hjá verzlun Jes
Siemsens og þar starfaði hann
áfram hjá nýjum eigendum, eftir
að verzlunin hlaut nafn Jóns
Hjartarsonar. Þegar ég kynntist
Bjarna fyrst um 1940 var hann
innanbúðar í þessari verzlun Jóns
Hjartarsonar í Hafnarstræti.
Bjarni var vel meðalmaður á hæð
og samsvaraði sér vel. Hann var
duglegur og fjörmikill afgreiðslu-
maður sem orð fór af fyrir lipurð
og kurteisi.
Þá tók Bjarni mjög virkan þátt í
skátahreyfingunni og hafði gert
það frá barnsaldri. Ekki er ég
kunnugur hans starfi þar umfram
að vita að allan sinn aldur studdi
hann þessa hreyfingu og tók í
henni virkan þátt. Sótti hann í
þetta starf gleði og ánægju sem af
því fæst að veita góðu málefni lið,
auk þess sem hann átti marga vini
og kunningja í skátahreyfing-
unni.
Verzlunarstörf urðu ævistarf
Bjarna. Hann vann við matvöru-
verzlun bæði sem afgreiðslumað-
ur og verzlunarstjóri hjá 4 fyrir-
tækjum.
Það voru aðeins stutt tímabil
sem hann vann við önnur störf,
en um skeið vann hann í bygg-
ingarvinnu og nokkurn tíma var
hann til sjós á farskipum.
Verzlunarstörf vann Bjarni hjá
Jóni Hjartarsyni, Arna Jóni Kron
og Sláturfélagi Suðurlands. Allt
voru þetta verzlanir upp á gamla
mátann, sem nú eru að hverfa.
Matvörukaupmaðurinn á horninu
sem þekkti sina viðskiptavini og
sem viðskiptavinirnir þekktu. Þvf
var það gjarnan sem börnin voru
send í „Bjarnabúð" þó svo að eig-
andinn væri allt annar, þá var það
Bjarni sem börnin þekktu og
fólkið treysti. Nú er þessi per-
sónulega verslun sem Bjarni
starfaði við alla sína tíð að hverfa
og í staðinn koma annars konar
verzlanir.
Bjarni átti því láni að fagna að
vera heilsuhraustur og varð því
sjaldan misdægurt. Því var það
óvænt sem dauða hans bar að en
Bjarni varð bráðkvaddur aðfara-
nótt 29. nóvember. Hafði Bjarni
gengið að vinnu sinni að venju og
ekki haft orð á að neitt amaði að
sér. Ekki efa ég samt að Bjarni
hafi getað sagt þá eins og svo oft
áður og sem er kjörorð skáta-
hreyfingarinnar: Ávallt viðbúinn.
Með Bjarna er horfinn góður
drengur sem vann trúverðugur
sitt ævistarf í hjarta okkar bæjar
og margir munu nú sakna.
Bjarni giftist eftirlifandi konu
sinni, Áslaugu Helgadóttur hár-
greiðslukonu 18. okt. 1942 hinni
ágætustu konu sem bjó honum og
börnum þeirra gott heimili, en
lengst bjuggu þau að Njálsgötu 52
eða rösk 30 ár. Synir þeirra,
Birgir, Skúli og Bjarni Már, eru
nú uppkomnir og hafa stofnað
eigin heimili en dóttirin Ingi-
gerður sem er yngst, er enn í
heimahúsum.
Ég sendi ekkju Bjarna, börnum
og öldruðum foreldrum innilegar
samúðarkveðjur.
Hannes Pálsson
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast f síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera i sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
línubili.
EDITH MOLLER —
MINNINGARORÐ
Edith Möller, sem til moldar er
borin í dag, var fædd I Danmörku
19. nóvember 1907. Foreldrar
hennar, frú Kirsten og Valdemar
Poulsen, fluttust til Islands, er
Edith var á öðru ári, tóku sér
bólfestu í Reykjavfk og bjuggu
þar æ siðan. Valdemar Poulsen
stofnaði járnvöruverzlun, sem
hann rak til dauðadags. Hann var
stórhuga athafnamaður og reisti á
sínum tíma stórhýsið nr. 29 við
Klapparstig.
2. júní 1934 giftist Edith
Jóhanni G. Möller frá Sauðár-
króki, syni Jöhanns G. Möllers
kaupmánns þar og konu hans Þor-
bjargar, dóttur síra Pálma
Þóroddssonar. Jóhann var skrif-
stofustjóri Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og siðar forstjóri
Tóbakseinkasölu rikisins, mikill
hæfileika- og hugsjónamaður,
sem lézt fyrir aldur fram árið
1955, 48 ára að aldri.
Þau Edith og Jóhann Möller
áttu son einan barna, alnafna
föður síns. Jóhann yngri var
mikill efnismaður, lauk stúdents-
prófi á Akureyri 1957 og hóf
háskólanám i læknisfræði. Hann
var heitbundinn ágætri stúlku,
Guðnýju Einarsdóttur Þorvalds-
sonar skólastjóra, og átti brúð-
kaup þeirra að standa 23. april
1958, á tuttugu og eins árs
afmælasdegi Jóhanns.
Rétt fyrir páska, 29. marz 1958,
lagði Jóhann af stað i flugvél
ásamt þrem skólabrðrum sínum
og var ferðinni heitið til
Akureyrar. En flugvélinni
hlekktist á og komst enginn
þeirra f jögurra félaga lifs af.
Þeim harmi þarf ekki að lýsa,
sem kveðinn var að móður
Jóhanns og unnustu. En Edith tók
miklu ástfóstri við Jóhönnu
sonardóttur sina, sem var tveggja
mánaða gömul, þegar faðir
hennar féll frá, og bjó Jóhanna
hjá ömmu sinni siðustu árin.
Guðný, móðir Jóhönnu, reyndist
Edith trygg og trú hjálparhella
ásamt manni sinum Páli Ásgeirs-
syni.
En þótt ástvinamissir og
vanheilsa hin siðari ár mæddu
mjög á Edith Möller, þá var hún á
marga lund gæfumanneskja. Hún
ólst upp hjá ágætum foreldrum og
naut umhyggju og ástríkis eigin-
manns og sonar, meðan þeirra
naut við. Marga vini og kunningja
átti hún, sem kunni vel að meta
mannkosti hennar. Edith var
glaðvær, sagði skemmtilega frá og
hafði næmt auga og eyra fyrir því
sem skoplegt var.
Ættingjar og vinir minnast
hennar með hlýjum hug.
Gunnar Thoroddsen
JÓN AUÐUNS
Uf og
UFSVIDHORF
iöRÍSt
Séra Jón Auðuns, frjálshyggju-
maður í trúmálum, orðsnjall í
ræðu sem riti, rekur hér æviþráð
sinn.Hann segir frá uppvaxtar- og
námsárum, afstöðu til guðfræði-
kenninga, kynnum af skáldumog
menntamönnum og öðru stór-
brotnu fólki og hversdagsmann-
eskjum, sem mótuðu lífsviðhorf
hans og skoðanir.
E4ÐIR/I1INN
SKIPSTJÓRINN
Fjórtán þættir um fiskimenn
og farmenn, skráðir af börnum
þeirra. Þeir voru kjarnakarlar,
þessir skipstjórar, allir þjóðkunnir
menn, virtir og dáðir fyrir kraft og
dugnað, farsælir í störfum og
urðu flestir þjóðsagnapersónur
þegar í lifanda lífi. - Ósvikin og
saltmenguð sjómannabók.
Fagur óður um móðurást og
makalausa umhyggju, gagnmerk
saga stórbrotinnar og andlega
sterkrar og mikilhæfrar alþýðu-
konu, saga mikilla andstæðna og
harðrar en heillandi lífsbaráttu,
þar sem togaðist á skáldskapur og
veruleiki, því Guðrún Oddsdóttir
vareiginkona skáldbóndans Guð-
mundar á Sandi.
Jóhannes fer hér höndum um
sjóferðaminningar ólafs Tómas-
sonar stýrimanns frá þeirri kvöld-
stund að hann fer barn að aldri í
sína fyrstu sjóferð á Mótor Hans
og til þeirrar morgunstundar að
þýzkur kafbátur sökkti Dettifossi
undir honum í lok síðari heims-
styrjaldar. - Hérerlistilegfrásögn
og skráð af snilld.
ÍSIUt KIIS
MOL.DINNI
GLITRAR
CULtJÐ
WMxMM' wnskMi J- «0*.
Opinskáar og tæpitungulausar
sögur úrfórumævintýramannsins
og frásagnarsnillingsins Sigurðar
Haralz, mannsins sem skrifaði
Emigranta og Lassaróna. Fjöldi
landskunnra manna kemur við
sögu, m.a. Brandur i Ríkinu,
Sigurður íTóbakinu, Þorgrímurí
Laugarnesi og þúsundþjalasmið-
urinn Ingvar fsdal.
Einn allra mesti fjallagarpur og
ævintýramaður heims segir frá
mannraunum og hættum. Bók
hans er skrifuð af geislandi fjöri
og leiftrandi lífsgleði og um alla
frásögnina leikur hugljúfur og
heillandi ævintýrablær, tær og
ferskur eins og fjallaloftið. - Þetta
er kjörbók allra, sem unna fjall-
göngum og ferðalögum.