Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
Robinson undarlega fyrir sjónir
aó þetta fólk frá Norðurhöfum
skyldi hafa farið alla leið til
Galapagos, til fremur óvistlegra
eyja, að hans mati, og viljað taka
sér bólfestu þar.
Hann nefnir þarna íslending-
inn Finnsen og nú væri það fróð-
legt að vita hvort einhver sem les
þessar línur hefur hugmynd um
hver þessi Finnsen hefur verið og
hvort einhver hér veit eitthvað
meira um þetta mál.
Ö.M.“
0 Um frágang bréfa.
Velvakandi sér sig tilneyddan
að minnast örlítið á frágang
bréfa. Eru bréfritarar minntir á
að skrifa læsilega ef þeir ekki
vélrita, og Vanda frágang að öllu
leyti. Nafn og hcimilisfang verður
að fylgja, en sé það af einhverjum
ástæðum nauðsynlegt að halda
því leyndu er það að sjálfsögðu
gert. En bréf eru ekki birt nema
nafn fylgi.
0 Guðjón í
Málaranum á
Grensásvegi.
Þakklátur kaupandi:
— Nokkur orð um ágæti eins
verzlunarstjóra. Það er of oft að-
eins tínt til það sem miður fer en
þess sjaldan getið sem ánægju og
þakklæti vekur.
Þannig er mál með vexti að
maðurinn minn keypti strigavegg-
fóður í Málaranum á Grensásvegi
og vorum við búin að fá vegg-
fóðrarameistara til að setja það á.
Jæja, það kemur í ljós rautt band
og þar með viðvörun um að varan
sé gölluð, sem afgreiðslufólkinu
hefur sést yfir. Nú voru góð ráð
dýr, ég hafði engan að senda,
meistarinn mættur, verkið hafið.
En eins og flestum er kunnugt er
mjög erfitt að fá fagmenn til
verka, sérstaklega svo nærri jól-
um. Nema hvað, ég hringi í Málar-
ann og tala þar við verzlunarstjór-
ann Guðjón og sagði minar farir
ekki sléttar. En hann hafði engin
orð eða umsvif, sagði það sjálfsagt
að leiðrétta þetta og senda ógall-
aða vöru heim til mín, sem hann
kom líka með. Vil ég þakka mikið
vel fyrir elskulega framkomu
þessa manns og afgreiðslufólksins
í verzlun Málarans við Grensás-
veg.
Þakklátur kaupandi.
ScotcK
B R A N D
. . - *
TIL AÐ VÖRURNAR KOMIST TIL SKILA ÞARF
FYRSTA FLOKKS PÖKKUNAR LÍMBAND.
NOTIÐ „SCOTCH” ÞAÐ ER ÞAÐ BEZTA.
3M umboðið á íslandi.
G. Þorsteinsson & Johnson h.f.
Ármúla 1.
Sími 8 55 33.
Þessir hringdu . . .
0 H-indra fundarlaun
aö hlutum
sé skilað?
Móðir 10 ára drengs í Háagerði
43 hringdi og sagði að drengurinn
hefði fyrir nokkru síðan týnt
úrinu sínu. Hann er í Breiðagerð-
isskóla og hefur sennilega tapað
því einhvers staðar þar í grennd,
en veit þó ekki nánar um það.
Hún sagði að þau hefðu auglýst
SKAK
/ UMSJÁ MAR-
GE/RS PÉTURSSONAR
HINN aldni, ungverski stór-
meistari Lazlo Szabo varð efstur á
alþjóðlegu skákmóti sem haldið
var i austurrlska smábænum
Kapfenberg fyrir stuttu. Szabo
hlaut 8Vé vinning af 12 mögu-
legum. Næstur kom Stean,
Englandi með 8 v. og í þriðja sæti
varð rússinn Kochiev, núverandi
Evrópumeistari unglinga. í
stöðunni hér að neðan hafði
Kochiev hvítt og átti leik gegn
Maric frá Júgóslaviu:
eftir úrinu hans og einn morgun-
inn hefði maður nokkur hringt og
sagst vera með úrið og spurði
hann um fundarlaun. Móðirin
nefndi þá einhverja upphæð en
maðurinn vildi ekki segja til sín
og fór hann úr simanum þegar
heyrði hver fundarlaunin væru.
Þó hefði það ekki verið endanleg
upphæð, sagði móðirin, ég bara
nefndi einhverja tölu. En síðan
hefur ekki heyrst frá honum og
nú biður hún hann að hafa sam-
band við sig í Háagerði 43 og er
síminn 81197. Drengurinn heitir
Kristinn og má tala hvort sem er
við hann eða móður hans.
Það er vissulega undarlegt ef
rétt er að menn skili ekki hlutum
sem þeir finna nema til komi
fundarlaun, hvað þá ef á að fara
að knýja fram einhverjar upp-
hæðir. Það er ekki sízt undarlegt
þegar vitað er að í hlut á 10 ára
drengur sem hefur týnt verðmæt-
um hlut sem sárt er að missa.
Fréttir
fm
yogue
HOGNI HREKKVISI
Hvar er hinn?
Sængurfatnadur
Borddúkar
Löberar
Handk/æði
DagatöI
Jó/agjafír
ti/ heimilisprýói
DRATTHAGI BLYANTURINN
29. Hd7! Hc7 (Eftir 29 .. . Rxd7
30. exd7+ vinnur hvítur einnig
létt) 30. Hd8.M og svartur gaf því
eftir Bxd8 kemur 31. e7+.
(C PIB COHWMCIM