Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
13
ÁSGEIRSSON skrifar um TÓNEIST
V andað og f agurt
Ólafur Jóhann Sigurðsson:
AÐ LAUFBERJUM OG
BRUNNUM.145 bls.
Bókaútg. menningarsj. Rvk
1976.
LJÖÐ þessi eru að langmestu
leyti náttúrulýsingar; eða þá ná-
tengd náttúrunni með einu eða
öðru móti. Átta, níu arka bók með
ljóðum um læki, hliðar og fjöll —
hver nennir að lesa sllkt nú á
dögum? En ætli beri ekki að lesa
fleira út úr þessum ljóðum en það
sem beinlínis ræðst af orðanna
grófri merkingu? Náttúran er
þarna höfð :ð einni allsherjar við-
miðun Inn i náttúrulýsingar sínar
fellir skáldið skoðanir sínar á til-
verunni — lffi og dauða. Náttúran
er fyrir löngu búin að öðlast svo
margs konar tákngildi í kveðskap
að með því að styðjast við
óteljandi tilbrigði hennar er í
rauninni hægt að segja hvað sem
er. Einkum hefur vatnið verið
tíðnotað sem tákn. „Allt
streymir" sagði forn spekingur.
Talað erum „straum tímans" og
„nið aldanna“ og hvort tveggja
minnir á rennsli vatns. Vatnið er
lífgjafi I náttúrunni og þar með
auðvitað í mannlífinu. Og „lauf-
ferjur" og „brunnar" væru ekki
til án vatns. Ölafur Jóhann ann
náttúrunni, eygir í henni hinstu
rök. Þegar betur er að gáð má líka
lesa út úr þessum ljóðum lífs-
speki bæði í eiginlegum og af-
stæðum skilningi. 1 senn eru
þetta saknaðar- og fagnaðarljóð,
óður til gróandi lífs en um leið
tregaljóð vegna fallvaltleika þess.
Fengir þú að koma heitir eitt
ljóðið í bókinni, alls ekki hið
liprasta, þó ef til vill hið minnis-
stæðasta. Það er endurminninga-
ljóð, bernskuminning: Börn koma
Ölafur Jóhann Sigurðsson.
að krapabólginni á I fylgd með
kennara sfnum. Hann klæðir sig
úr skóm og sokkum og ber börnan
yfir ána. Sfðan hefst kennslan
með töfrum þeim sem hún hefur f
för með sér mitt f fábreytileik
sveitalffsins. Að lokum fer skáld-
ið út í aðra sálma, tekur að hug-
leiða nálægð dauðans og notar
minninguna um ána og
kennarann sem dæmisögu. Önnur
á bfður framundan, sú sem eftir-
mælahöfundar nefna gjarnan
„móðuna miklu“, og skáldið óskar
sér að ferðin yfir hana mætti
ganga jafnslysalaust og ferð sú
sem segir frá fyrr f kvæðinu:
Fengir þú að koma
og ferja mig yfir,
yrði mér rðrra
þegar rökkvar hjá straumum.
Þetta Ijóð er kannski ekki að
stofni til trúarlegt en felur þó f
sér sama kjarna og mörg trúarljóð
þar sem lff og dauði eru rauði
þráðurinn. Maður hugsar sér
dauðann sem á, fjörð, haf eða
eitthað þvf um lfkt og bindur von
sfna við að hann nái landi hinum
megin. Fáir hafa vist orðað þetta
betur f ljóð en Einar H. Kvaran
sem spurði beint: „... en er
nokkuð hinum megin?“
Svipuðu máli gegnir um Vísur
úr veiðiferð i þessari bók nema
hvað þær eru úthvefari skáld-
skapur en megnið af bókinni,
dýpra á hinu afstæða, en féla þó f
sér óeiginlega skírskotun ef ég
skil rétt.
1 Dagur kveður er orðið „elfur“
lfka viðhaft í . óeiginlegum
skilningi. Kvæðið hefst á þessa
leið:
Bládimm elfur
ókunnrarnætur
streymir nótt
yfir regnvott kjarrið.
Sfðan er haldið áfram f sama
dúr. Fyrir koma orðin „dalur",
„skógur", „lauf“, „hylur“ og svo
framvegis, Kvæðið er sex erindi
og endar svona:
Dökknar hún ódum,
dýpkar hún og kólnar.
Sönglaus, strenglaus
stefnir hún að hjarta
Hver er sú bládimma elfur
ókunnrar nætur sem stefnir að
hjarta? Áin sem rennur með
sveitinni, þar sem skáldið ólst
upp?
Jú, vafalaust man Ölafur
Jóhann eftir Soginu þegar hann
tekur sér f munn orðið „elfur".
En hér er það hvorka Sogað né
nein önnur elfur sem streymir
yfir regnvott kjarrið, heldur elfur
tímans eða lífsins og dauðans eða
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Ifðandinnar eða hvað á að kalla
það, og stefnir að hjarta, hnítur
við hjarta. Og er ekki einu sinni
vatnselfur (slfk á rennur ekki
yfir kjarr) heldur elfur myrkurs
og nætur.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að hér er endurútgáfa á
ferðinni, tveim bókum steypt
saman í eina; þeim sem færðu
höfundi Norðurlandaverðlaun
fyrstum íslendinga.
Þeir sem á sfnum tfma lásu
sögur Ólafs Jóhanns um leið og
þær komu út — og dáðu — hefðu
þá óskað honum slikra verðlauna
öðrum höfundum fremur.
Smásögur hans, þar með talin Lit-
brigði jarðarinnar, eru verk sem
risa undir hvaða viðurkenningu
sem er. Að höfundurinn skyldi
svo á endanum hljóta sfna mestu
viðurkenningu fyrir kveðskap —
það hefði mann sist af öllu
grunað.
Kannski á síðari timi eftir að
lesa meira út úr þessum ljóðum
en skammsýn nútfð. Bágt á ég þó
með að trúa að þau verði nokkurn
tima tekin fram yfir sögur Ólafs
Jóhanns. Til þes skortir þau að
mfnum dómi frumleika öðru
fremur. Vandvirkni skortir
skáldið ekki, hvorki í kvæðagerð
sinni né sagnaritun. Hins vegar
eru yrkisefni þessara kvæða
hvorki ný né heldur meðferð
þeirra: tákn, skirskotanir, orða-
val, bragarhættir — allt er þetta
þekkt frá ljóðum eldri skálda,
margt aftan frá þýskri nftjándu
aldar rómantík. Ennfremur þykja
mér ljóðin of eintóna, of lfk hvert
öðru að efni og orðavali, sömu
sjónarhornin ávallt höfð að
viðmiðun, svipuð mótff og
svipaðar niðurstöður.
Náttúran gegnir í sögum Ólafs
Jóhanns sfnu ákveðna hlutverki,
hvergi veigalitlu, en þó ekki svo
viðamiklu að mannlífið komist
ekki að. Sama má að nokkru leyti
segja um þessi kvæði. En i þau
vantar hinn margbreytilega sam-
leik sem gerir sögurnar að slikum
ágætisverkum sem þær i raun og
veru eru.
Hér bregður að vísu fyrir marg-
vfslegum litbrigðum jarðar,
náttúran skartar sínu fegursta,
ekki vantar að því sé öllu lystilega
lýst. En litbrigði tilfinninganna
vantar á móti þeim megin er allt
með einhæfara móti, mun ein-
hæfara, lffið lfður f mynd lækjar
eða áar sem svo fellur f hyl
dauðans — með sffelldri endur-
tekningu.
Þó svo að Ólafur Jóhann fengi
Norðurlandaverðlaun fyrir þessi
kvæði trúi ég varla öðru en veru-
leg hliðsjón hafi verið höfð af
sögum hans. Þetta er vandaður og
fagur kveðskapur en tæpast
neinar heimsbókmenntir.
Úti í lygnum
lónunum er ýmis-
legt hægt að sjá
Þorvaldur Sæmundsson:
Bjartir dagar.
Teikningar, og kápa:
Þórhildur Jónsdóttir.
Utgefandi: Höfundurinn.
Reykjavfk 1975
NÝLEGA er komin út bók sem
nefnist Bjartir dagar. Höfundur-
inn Þorvaldur Sæmundsson hefur
áður sent frá sér bókina Strönd
bernskunnar og er seinni bókin
að nokkru leyti framhald þeirrar
fyrri. Bókin segir frá æskudögum
drengs sem elst upp f sjávarþorpi
á fyrstu tugum aldarinnar. Þótt
höfundur taka það fram að
frásögnin sé engan veginn
sjálfsævisaga dylst það ekki
lesandanum að umhverfi og atvik
í sögunni eru svo vandlega leidd
fyrir sjónir honum, að sá einn
getur sem lifað hefur og hrærst f
slfku umhverfi og slegið sjálfur
alla þá stengi minninganna sem
híjóma f sögunni. Náttúru-
lýsingar eru höfundi hugleiknar.
Og hvergi fer drengurinn svo um
Þorvaldur Sæmundsson
Bókmenntlr
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
þorpið sitt og nágrenni þess að
höfundur lýsi ekki umhverfinu af
stakri vandvirkni.
— Rétt við dælina er stór, sér-
kennilegur klettur, sem heitir
Grásteinn. Sumir ætla, að hann sé
álfakirkja. Efst á honum er grasi
vaxin þúfa, sem orðin er hvanna-
græn, enda hafa fuglarnir veitt
henni ríkulegan áburð —
Höfundur kemur víða við i at-
hafnalífi og leikjum er
sjávarþorp þessara fyrstu áratug-
ar aldarinnar getur boðið
athugulum dreng sem elst upp við
kjör barnmargrar fjölskyldu.
Lffsbaráttan er oft hörð, en hún
er ekki háð af vonleysi og beiskju
f fjölskyldu þessa drengs.
Lffsgleði og samheldni fjöl-
skyldunnar er vel lýst í athöfnum
fremur en með beinum orðum.
Höfundur ritar vandað mál, en
hann ritar lfka erfitt mál þeim
sem ekki skilur gömul fslensk orð.
— Sinugrá mýrin og móskuleg
heiðin breyta um lit —
Einnig notar hann hvert tæki-
færi til að koma að fróðleik frá
löngu liðnum árum, um flest það
sem ungur drengur getur komist f
kynni við á þeim tímum, ef hann
er athugull og skyggn á umhverfi
sitt.
Það er hverjum hollt að lesa
þessa bók. Hún er rituð á mjög
vönduðu máli og listrænir kaflar
fyrirfinnast víða i henni.
Skemmtilegar þykja mér
myndirnar og frágangur er
ágætur.
HMV
Sjónvarpstæki
HIS MASTER’S VOICE sjónvarpstæki eru heimsþekkt gæðavara
meðáratugs reynslu á íslenskum markaði.
Fást með 20” og 24”skjá. Fást einnig víða um land.
Góð greiðslukjör.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670