Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 Rætt vid formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík „Heldur uppi stöðugu sam- bandi við íbúa hverfisins,, FÉLAG sjálfsstæðis- manna í Bakka- og Stekkjahverfi var stofn- að í janúarmánuði árið 1974 og voru stofnfélagar 264 en félögum hefur fjölgað stöðugt. Markmið félagsins er að sjálfstöðu það sama og hjá öðrum hverfafélögum sjálfs- stæðismanna, eða að beita sér fyrir þjóðlegri og viðsýnni framfara- stefnu í þjóðmálum með hagsmuni allra stétta og sameiningu þjóðarinnar fyrir augum. Félagið heldur uppi stöðugu sambandi við íbúa hverfisins. Fundir eru fastur liður í starfsemi félagsins og er skemmst að minnast fjölmenns Rœtt við Eirík Kristinsson hverfafundar með borgarstjóra. Við höfum í samvinnu við hverfa- félagið í Fella- og Hóla- hverfi gefið út blað og hlaut það nafnið Breið- hyltingur. Þannig svaraði Eiríkur Kristinsson, formaður Félags sjálfsstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi, spurningu okk- ar um markmið og starfsemi hverfafélaga sjálfsstæðis- manna í Reykjavík. — Varðandi þjóðmálin verðum við að gera okkur grein fyrir þvi að nú eru aðeins rúm tvö ár liðin frá því að vinstri stjórnin lognaðist út af og á þeim tíma hefur núverandi ríkisstjórn þurft að eyða dýr- mætum tíma og starfsorku í að leysa það stóra vandamál, sem útfærsla fiskveiðilögsögunnar var. Af þessum sökum hafa önnur mál ekki fengið eins skjóta úrlausn og vera skyldi. Þar er mér efst í huga verð- trygging lífeyrissjóðanna og breytingar á skattalögunum. Við vitum að það er stefna sjálf- stæðisflokksins að skattakerfið eigi að vera einfalt og fram- kvæmd skattamála slík að skattar komi réttlátt niður. Kröfur hins opinbera um fjár- muni úr hendi borgaranna mega aldrei verða það miklar að hætta sé á að framtak þeirra og tekjuöflunarstarfsemi fái ekki notið sín. Að þessu marki er nú stefnt með tilkomu nýrra skattalaga. — Fjöldi annara mála, hélt Eiríkur áfram, sem kalla mætti minni háttar en verða þó þung á vogarskálunum hjá einstak- lingnum þurfa einnig að fá sína lausn. Ég vil að síðustu hvetja allt sjálfstæðisfólk I landinu til Eirfkur Kristinsson að taka virkan þátt f félags- starfi Sjálfsstæðisflokksins og stuðla þannig að betri kynnum félaganna og vinna að farsællri lausn þeirra mála, sem við er að glíma. Aðeins á þann hátt verðum við það afl, sem þarf til að koma skoðunum okkar á framfæri við þá fulltrúa, sem við höfum kosið til borgar- stjórnar og Alþingis. „Ungt fólk á að marka sér eigin stefnu og berjast fyrir henni” — STJÓRNMÁLAFÉ- LAG ungs fólks hlýtur alltaf aö hafa nokkra sér- stöðu í starfi innan stjórnmálaflokks. Það er hlutverk ungs fólks í stjórnmálastarfi að marka sér sína eigin stefnu og berjast fyrir henni. Sú stefnu getur ekki alltaf verið í sam- ræmi við það sem flokks- forustan boðar hverju sinni enda væru stjórn- málasamtök ungs fólks eingöngu hópur já- bræðra sem hefði þann eina tilgang að útbreiða fyrirfram ákveðinn stórasannleik. Heimdall- ur, samtök ungs sjálf- stæðisfólks í Reykjavík gegnir þessvegna því hlutverki fyrst og fremst að móta stjórnmála- stefnu ungs fólks á Jón Magnússon grundvelli sjálfstæðis- stefnunnar og reyna að vinna þeirri stefnu fylgi jafnt utan flokksins sem innan hans. Þannig fórust Jóni Magnús- syni, formanni Heimdallar, orð er blaðið ræddi við hann um félagsstarf Heimdallar og verk- efni félagsins. — Pólitísk stefnumótun og Rœtt við Jón Magnússon, formann Heimdallar útbreiðslustarf er mikilvægasta hlutverk Heimdallar og að því vinnur félagið með starfshópa- starfi, leshringjum, ályktunum, útgáfustarfi, funda- og ráð- stefnuhaldi og ýmsu fleiru. — Innan félagsins hafa á öll- um tírnurn starfað menn sem hafa verið reiðubúnir til að berjast fyrir þeim málefnum, sem þeír hafa talið að horfðu landi og þjóð til heilla og félag- ið hefur verið óhrætt við að gera skoðanir þessara manna að sínum og barist fyrir þeim, þrátt fyrir takmarkaðar vin- sældir þeirra f upphafi. En þetta hefur valdið því að Heim- dallur hefur um langt skeið verið stærsta og öflugasta stjórnmálafélag ungs fólks á ís- landi. Lýðræðisþjóðfélagið gerir þá kröfu til borgaranna að þeir hugsi um stjórnmál og taki þátt í stjórnmálastarfi á einn eða annan hátt. Það er því nauðsyn- legt fyrir ungt fólk að kynna sér stjórnmálastefnur og þjóð- félagsmál, og taka síðan ákvörð- un um það hvaða stefnu það telur sig helst eiga samleið með. Það er síðan mikilvægt að fólk taki virkan þátt í stjórn- málastarfi, því á þann hátt ein- an getur það haft veruleg áhrif til mótunar þjóðfélagsins. Sá maður sem tekur ekki þátt í stjórnmálastarfi hlýtur að dæma sig til áhrifaleysis í þjóð- málum, hversu ákveðnar skoð- anir sem hann kann að hafa. — Stefna Heimdallar í þjóð- félagsmálum er skýr og vil ég hvetja ungt fólk til að kynna sér stefnu félagsins og taka virkan þátt í starfi þess ef það telur sig eiga samleið með þeirri stefnu sem við berjumst fyrir. Ðegar ég segi að stefna félagsins sé skýr, þá þýðir það ekki að hún sé óumbreytanleg. Stefna félagsins er mörkuð af félagsmönnum, það eru því skoðanir félagsmanna á hverj- um tíma, sem endurspeglast í ályktunum Heimdallar. Ef þú vilt hafa áhrif og koma skoðun- um þínum á framfæri áttu hvergi betri möguleika en með starfi í Heimdalli, sagði Jón að lokum. „Félögin berjast fyrir frelsi einstaklingsins ’ ’ — STARFSSVIÐ hverfa- félaga sjálfstæðisinanna er að berjast fyrir sjálf- stæðisstefnunni, frelsi einstaklingsins, fram- farastefnu í þjóðmálum og berjast gegn ríkis- geiranum, sem sífellt er að verða aðgangsharðari gegn hinum almenna borgara. Félögin halda einnig uppi stöðugu og virku sambandi Sjálf- stæðisflokksins við fólkið í hverfunum og vinna að sjálfsögðu að sem mestu Kjörfylgi Sjalfstæðís- flokksins við allar kosningar. Stjórnir félaganna koma á fram- færi ýmsum ábendingum við kjörna fulltrúa flokksins um sameiginleg hagsmunamál viðkomandi hverfis og ekki síst halda félögin uppi öflugu félagsstarfi meðal sjálfstæðisfólks. Þetta sagði Guðni Jónsson, formaður Félags sjálfsstæðis- manna i Háaleitishverfi er við ræddum við hann um markmið og verkefni hverfafélaga sjálfs- stæðismanna í Reykjavík. — Við í stjórn félagsins f Háaleitishverfi höfum á undan- förnum árum haldið ýmsa fundi um mál sem efst hafa verið á baugi hverju sinni og hafa þeir tekist vel. 1 vetur er áformað að halda fundi reglu- lega í hverjum mánuði. Ég vil geta þess að við höfum fengið til umráða fundarherbérgi í Sjálfsstæðishúsinu og kemur það til með að auðvelda okkur mjög allt félagsstarf. Rœtt við Guðna Jónsson En hvers vegna tekur fólk þátt í félagsstarfi stjórnmála- flokks? — Með þvi móti öðlast fólk betri tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótun og starf stjórn- málaflokkanna. Ég vil hvetja allt stuðningsfólk Sjálfsstæðis- flokksins til að ganga í sjálfs- stæðisfélögin og taka þar með þátt í starfi stærsta stjórnmála- flokks landsins. Við megum ekki gleyma þvi að þátttaka í stjórnmálafélögum verður sifellt þýðingarmeiri eftir þvi sem þjóðfélagið verður flókn- ara. Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn eru mikið gagnrýndir þessa daga og með það í huga er mikilvægt fyrir fólk að kynnast af eigin raun starfi stjórnmálaflokkanna og geta lagt sitt til málanna, þar sem það telur að breytinga sé þörf, sagði Guðni að lokum. „Bjartir dagar” Ný bók eftir Þorvald Sæmundsson NVKOMIN er út bókin „Bjartir dagar“ eftir Þorvald Sæmunds- son. Bókin er 131 bls. að stærð. Myndir hefur Þórhildur Jónsdótt- ir gert. Höfundur gefur sjálfur út bókina. Árið 1973 gaf Ríkisútgáfa náms- bóka út bókina Bernskunnar strönd eftir sama höfund. í henni segir frá æsku drengs, sem elst upp i litlu sjávarþorpi á þriðja áratug þessarar aldar. Brugðið er upp svipmyndum úr lífi drengs- ins, lýst leikjum og ævintýrum barnanna í þorpinu, samskiptum þeirra við náttúruna og kynnum drengsins af lífsbaráttu fullorðna fólksins. Bók þessi, Bjartir dagar, er að nokkru leyti framhald hinnar fyrri og form hennar líkt. Persónurnar eru flestar hinar sömu, og sögusviðið er litla sjávarþorpið við reginhafið breiða eins og það var á fyrstu áratugum þessarar aldar. Það skal fram tekið að frásögn þessi er alls ekki sjálfsævisaga höfundar, og persónur bókar- innar eiga sér ekki beinar fyrir- myndir í raunveruleikanum, en líta má á svipmyndir þessar sem tilraun höfundarins til leitar að liðinni æsku. Prentsmiðjan Edda hf. prentaði. Fréttablad R.K.Í. komið út RAUÐI kross tslands hefur gefið út sitt annað fréttablað á árinu, er það 16 bls. að stærð og 1 dagblaða- broti. Fjölmargar greinar og fréttir eru f blaðinu. Meðal annars eru greinar um Almannavarnir ríkisins, sagt er frá formannafundi R.K.Í., sem haldinn var 24.—26. september s.l., og sagt er frá starfsemi hinna ýmsu Rauðakrossdeilda út um land. Ritstjórar fréttablaðs R.K.Í. eru þeir Björn Þórleifsson og Jóhann- es Reykdal. Samoa í S.þ. Sameinuðu þjóðunum, 1. des. Reuter. SAMOA-eyjur fengu f dag- form- lega aðild að Sameinuðu þjóð- unum er öryggisráð þess sam- þykkti beiðni þeirra. Samoaeyja- klasinn er f Vestur-Kyrrahafi og þar búa um 152 þúsund manns. Samoaeyjar sem áður tilheyrðu Nýja Sjálandi fengu sjálfstæði árið 1962, en ákváðu þá að sækja ekki úm aðild að Sameinuðu þjóðunum og hafa ekki gert^það fyrr en nú. Samoa er 147. ríki Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.