Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
27
Þessi mynd var tekin 1 móttöku að Bessastöðum í gær, þegar forseti íslands dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra
tóku á móti biskupi íslands, herra Sigurbirni Einarssyni.
Forsetaembættió hefur
ákveðinn sess og nýtur virð-
ingar í hugum landsmanna
— Útvarpsávarp Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra
r
í gærkvöldi í tilefni af sextugsafmæli forseta Islands
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt til birtingar útvarps-
ávarp Geirs Hallgrímssonar
forsætisráðherra i gær-
kvöldi í tilefni af sextugsaf-
mæli forseta íslands. Ávarp
forsætisráðherra fer hér á
eftir:
Þegar lýðveldi var stofnað
fyrir 32 árum og landinu sett
stjórnarskrá, voru forseta Is-
lands falin í höfuðatriðum
sömu verkefni og völd og
konungur hafði áður. Þá
komu fram efasemdir um
gildi og stöðu innlends þjóð-
höfðingja og hvernig honum
mundi farnast i nábýli við
þjóð sína.
Á þessum rúmum þremur
áratugum hefur, með hléum,
endurskoðun stjórnarskrár-
innar oft verið á dagskrá, og
nú er að slíkri endurskoðun
unnið, eins og kunnugt er.
Eðlilegt er, þegar svo
stendur á, að rætt sé um
stöðu forsetaembættisins í is-
lenskri stjórnskipan og
hugsanlegar breytingar, sem
koma í þeim efnum til könn-
unar.
En ekki leikur vafi á þvi, að
forsetaembættið hefur
ákveðinn sess og nýtur virð-
ingar í hugum landsmanna.
Tekist hefur að skapa hér
starfi sjálfstæðs þjóðhöfð-
ingja grundvöll og umgerð,
jer hæfa islenskum þörfum og
skilyrðum.
Við teljum þetta fyrst og
fremst árangur af störfum
þeirra þriggja manna, sem
gegnt hafa forsetaembættinu
siðan lýðveldi var stofnað á
íslandi.
Ágreiningur hefur að visu
verið um val allra þeirra
þriggja, sem setið hafa á for-
setastóli, í byrjun, en slík
eining síðan um þá skapast,
að þeir hafa allir verið sjálf-
kjörnir eins lengi og þeir hafa
gefið kost á því.
í dag, á sextugsafmæli for-
seta íslands, dr. Kristjáns
Eldjárns, rifjum við þetta upp
til þess sérstaklega að láta í
Ijós þakklæti okkar til hans
fyrir þá reisn en látleysi, sam-
viskusemi og smekkvísi,
ásamt óbrigðulli dómgreind,
er einkennt hafa störf hans
sem forseta íslands.
Ætt og uppruni, menntun
og starfsferill hafa reynst far-
sælar forsendur fyrir starfi dr.
Kristjáns Eldjárns sem for-
seta.
Erlendum mönnum, er
hingað koma eða hitt hafa
forseta okkar erlendis, þyktr
vel við eiga, að söguþjóðin
sjálf skuli hafa virtan forn-
leifafræðing í æðsta virð-
ingarsæti. En slíkt væri ekki
orð að sönnu, ef dr. Kristján
Eldjárn kynni ekki öðrum
mönnum betur að tengja nýtt
og gamalt, túlka sögu þjóðar
sinnar svo að aflgjafi sé
henni, til átaka við verkefni
samtiðar og framtíðar. Ávörp
og ræður dr. Kristjáns Eld-
járns eru okkur eftirmínnileg-
ar, og ekki þarf að hafa mörg
orð um vísindalegt gildi og
vinsældir rita hans.
Störf forseta eru margvís-
leg og sum þeirra aðallega
formlegs eðlis en skipta þó
miklu máli fyrir þjóðina út á
við i samskiptum við aðrar
þjóðir og inn á við gagnvart
landsmönnum sjálfum.
Skyldurækni dr. Kristjáns
Eldjárns í þessum efnum hef-
ur aldrei brugðist.
Við myndun rikisstjórnar
getur forseti haft úrslitaáhrif
og völd hans verið örlagarík.
Þrjár ríkisstjórnir hafa verið
myndaðar á forsetaferli dr.
Kristjáns Eldjárns. þar af
tvær að loknum almennum
þingkosningum, þegar póli-
tískar línur voru óljósar. Ekki
minnist ég þess, að nein
gagnrýni hafi komið fram á
það hvernig forsetinn hélt þá
á málum, enda þekkja menn
ekki dr. Kristján Eldjárn að
öðru en sanngirni og rétt-
sýni Hann hefur leitt hjá sér
flokkspólitisk átök og álita-
mál og lagt áherslu á samein-
ingu þjóðarinnar, eins og for-
seta ber.
Að ýmsum störfum forseta
gengur forsetafrúin engu síð-
ur en forsetinn sjálfur. Hús-
freyjan á Bessastöðum hefur
hlutveki að gegna heima og
heiman. Frú Halldóra Eldjárn
hefur leyst það hlutverk af
hendi með þeirri prýði, að
íslendingar vilja færa forseta-
hjónunum báðum þakkir á
hátiðisdegi, fyrir mikilvæg og
farsæl störf í þágu lands og
þjóðar.
í nafni íslensku þjóðarinn-
ar vil ég flytja forseta íslands,
dr. Kristjáni Eldjár, árnaðar-
óskir í tilefni afmælisins og
honum og frú Halldóru Eld-
járn biður þjóðin heilla i störf-
v um og hamingju í einkalifi.
Alþingi
athugar
reglur
um tolla-
ákvörðun
bíla
SVO SEM komið hefur fram I
Morgunblaðinu hefur Scania-
umboðið staðið i strfði við toll-
yfirvöld, þar sem umboðið flutti
inn stóran fðlksflutingabfl með
Smyrli á mun ódýrari hátt, en
unnt var að flytja slfkan bfl inn
með fslenzkum skipafélögum.
Hefur fyrirtækinu verið gert að
greiða tolla og aðflutningsgjöld
af taxta Eimskipafélags lslands,
en ekki af þvf sannanlega greidda
verði, sem flutningur bflsins til
landsins kostaði. Þá hefur Björn
Hermansson tollstjóri og sagt f
viðtali við Mbl., að tollalög kveði
svo á, að þessi framkvæmd við
tollaákvörðun skuli viðhöfð.
Af þessu tilefni hafði Morgun-
blaðið i gær samband við formenn
viðskipta- og fjárhagsnefndir
beggja deilda Alþingis og spurði
þá, hvort nefndirnar myndu
hugsanlega skoða þessar reglur
og hvort ekki væri hér ástæða til
breytinga á framkvæmd tollalaga.
Ólafur G. Einarsson, formaður
nefndarinnar í neðri deild, kvað
það sína persónulegu skoðun, að
þessi framkvæmd væri óréttlát og
kvað hann það liggja í augum,
uppi, að þessi ákvæði þyrftu sér-
stakrar athugunar við. Þetta
atriði kvað hann verða kannað,
þegar nýtt tollalagafrumvarp yrði
lagt fram innan skamms tima.
Hann kvaðst að vísu ekki eiga von
á því að frumvarpið yrði lagt fram
í neðri deild, en nefndir beggja
deilda myndu hafa samvinnu um
svo stórt og mikið mál, sem hér
væri um að ræða.
Halldór Asgrimsson, formaður
nefndarinnar I efri deild, kvað
sjáifsagt að athuga þetta, en hann
vildi að öðru leyti ekki tjá sig um
það, þar sem hann hefði ekki haft
tækifæri til þess að kanna málið
sérstaklega. Hann kvað að öllum
likindum mörg mál myndu spila
inn í þetta, en sjálfsagt væri að
hlusta á rök og mótrök. Hann
kvað tollskrárfrumvarp nú brátt
koma til kasta þingsins.
Voru ekki
í nauðum
staddir
GREIN Jóns Þórarinssonar,
dagskrárstjóra sjónvarpsins, um
ferð hans og Helga E. Helgasonar
til Moskvu i sunnudagsblaði Mbl.
hefur að vonum vakið taisverða
athygli. En við lestur greinar-
innar vaknar og spurningan,
hvers vegna þeir félagar leituðu
ekki eftir aðstoð sendiráðs
Islands í Moskvu.
Morgunblaðið spurði Jón Þórar-
insson um þetta í gær og sagði
hann að þeir félagar hefðu ekki
haft samband við sendiráðið ein-
faldlega vegna þess, að þeir hefðu
ekki verið f nauðum staddir, þótt
brösulega hafi gengið. Þá hefðu
þeir einnig verið önnum kafnir
frá morgni til kvöld við að skoða
kvikmyndir á Teleforum-
sýningunni.