Morgunblaðið - 07.12.1976, Side 14

Morgunblaðið - 07.12.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 Arndís Björnsdóttir, B.A.: Höfum við efni á þessu? Þórður Jóns- son, Látrum: „Einhvers- staðar verða vonðar kinri- nraðvera” „Einhversstaöar verða vondar kindur að vera“... Svo er haft eftir skessunni í Látrabjargi, er Guðmundur góði vildi hana þaðan brott reka, en hún var sögð hafa skorið vaðina fyrir sigmönnum þar svo slys hlutust af. Hún fékk þó að vera áfram í bjarginu á ákveðnum stað, með ákveðnum skilyrðum því hún hafði svo marga á fram- færi sínu, eða eða 3.027.456 munna. Hliðstætt má segja um nútima skessuna „Mengun". Einhvers- staðar verður hún að vera með sín álver o.fl., en fær hún það? Mikið er rætt og ritað um álver við Eyjafjörð, en því virðist held- ur illa tekið af flestum og finnst mér það láta að líkum, því þar er búsældarlegt og gróið milli fjalls og fjöru. I slíkum gróðurreitum á álver ekki að vera að mínu mati, og skessan „Mengun" brottræk með allt sitt dót. En hvers vegna að troða álveri uppá Eyfirðinga, því ekki að bjóða okkur á Vestfirðingum það á okkar auðnir? Einn kjörinn staður fyrir álver í minni sveit, Rauðasandshreppi, innanvert við Patreksfjörð vestanverðan. Hafnarskilyrði fyrir stórskipaaf- greiðslu eru mjög góð frá náttúr- unnar hendi, enda völdu Bretar staðinn fyrir meir en 60 árum, sem útflutningshöfn fyrr kol þeg- ar kolavinnsla hófst í Stálfjalli. En skammt var komið kolavinnsl- unni, þegar heimsstyrjöld brauzt út,- námamenn kallaðir heim og hafnarmannvirki aldrei gerð, en hafnarstæðið og staðarvalið stendur. Innsiglin er mjög góð og hrein, aðdýpi 20—30 faðmar svo- til fast upp að fjörukambinum. Betra getur það varla verið. Landið þarna er tilvalið fyrir nokkra byggð, svo þarna gæti sem bezt rúmast álver og sements- verksmiðja. Vatn mun vera nægjanlegt, steypuefni við hend- ina. FlugvöIIur í hæfilegri fjar- lægð, byggðakjarni V- Barðastraandarsýslu, Patreks- fjörður, sömuleiðis við höndina, með skólum, læknisþjónustu, og allskonar þjónustu. Raforka fyrir álverið er ekki fyrir hendi án virkjunar, en fall- vötn til raforkuframleiðslu virðist ekki skorta hér vestra aðeins að velja það sem við á. Búskapur með búsetu, á öllum jörðum við Patreksfjörð norðan- verðan er búin að vera, og ekki líkur til að hann verði tekinn upp aftur. Sama er að segja á suður- strönd fjarðarins útað Hvalskeri, en þar er nokkurt bú. Uppistaðan í heyskap þess býlis er þó orðin melur úr Sandodda, sem reynist mjög gott fóður. Þar sem búskapur er að leggj- ast niður á strandlengjunni beggja vegna fjarðarins við hann innanverðan þar sem álver ætti að standa, mundi ekki umtals- verður nytjagróður vera í hættu vegna mengunar. Mengun sjávar þótt einhver yrði, mundi heldur ekki verða svo hættuleg. Drag- nótin sá um að eyða öllum fiski úr firðinum fyrir innan Sandodda á nokkrum árum, svo þar hefir verið dauður sjór síðan. Blöndun sjávar er þarna nokkuð mikil og ör, einkum um stórstreymi, svo þótt einhver mengun væri frá álveri hér, sem reikna má með, þá mundi tjón af henni ekki verða slíkt sem hún gæti orðið af álveri í gróðurvinjum Eyjafjarðar til lands og sjávar. Vindar við Patreksfjörð mundu hagstæðir, stendur míklu oftast inn eða út fjörðinn, og uppstreymi verulegt, Þórður Jónsson. svo mjög sjaldan mundi vera kyrrstætt loft yfir verksmiðju- svæðinu. Byggðaröskun verður hvar sem slikur stórrekstur væri hafinn í fámenni, en er það ekki það, sem við þurfum hér á Vestfjörðum, og nú á þann veg að fólki fjölgi veru- lega. Fólksfjöldinn er búinn að hjakka svo lengi í sama farinu, sjávarþorpin eru á sama tugnum árum eða áratugum saman, en stöðug fækkun i flestum sveitum. Vafalítið mundu fleiri staðir hér vestra vera tiltækir frá náttúrunnar hendi til þess að reisa á þeim álver, eða annan stór- rekstur, ef fólkið heima í héraði og ráðamenn þjóðarinnar væru því fylgjandi. Nú er bezt að taka það fram, að ég er ekki að bjóða þetta land út undir álver, til þess hef ég ekkert umboð. En mér finnst, að það sé svo mikið í húfi þegar á að setja upp álver eða annan stórrekstur í okkar fámenna og harðbýla landi, að ekki megi að neinu flana. Skoða þarf alla kosti sem fyrir hendi eru, vega þá og meta frá þjóðhagslegu sjónarmiði fyrst og fremst, og þar næst frá héraðs- legu sjónarmiði. Það vona ég að verði gert. Mér skilst að það sé þetta héraðslega sjónarmið sem ekki vill álver við Eyjafjörð. Það munu flestir landsmenn skilja og fagna, því allir eigum við íslendingar landið saman, auðlegð þess og fátækt, kosti þess og galla, fegurð þess og ljótleik. Enginn á þvf að láta sér á sama standa hvernig þessi sameign okkar er með- höndluð, þvf það langt erum við komin í samfélagslegum þroska, að öll sameiginlega tökum við afleiðingunum. Látrum 2/11 76. í æsku minni á Eskifirði var engin brú yfir Eskifjarðará. Þá kom það oft fyrir að við drengirn- ir á Hlíðarenda vorum fengnir til að ferja ferðamenn yfir fjörðinn. Þótti okkur mikill fengur að slíku. Eitt sinn ferjuðum við tvo menn. Hrintum við báti á flot og tókum til áranna. Þegar stutt var komið tókum við eftir að sjór óx í bátnum. Höfðum við gleymt að láta negluna í neglugatið. Vildum við bæta úr þessu en ferðamenn- irnir tóku að ausa og er við innt- um þá eftir hvort ekki væri rétt að setja negluna í svöruðu þeir: „Það er stakasti óþarfi. Við höf- um nægan tíma til að ausa.“ Þessi minning kom upp í huga minn er ég las í Mbl. viðtal við ágætan vin minn, forstjöra ATVR, um „hagnaðinn" af sölu- varningi þess fyrirtækis. Þar kemur það fram sem svo oft er klifað á að þessi sala haldi ríkis- sjóði á floti og ekki er litið til þeirra sem standa í austrinurn. Það er talað um að ríkissjóður megi ekki við að missa af þessum tekjum þótt hann verði að gjalda margfalt meira fyrir afleiðingar þær sem af neyslu varnings þessa UNDANFARNAR vikur hefur athygli alþjóðar beinzt meir en oft áður að kjarabaráttu ríkis- starfsmanna og er þar skemmst að minnast verkfalls sjónvarps- manna og aðgerða kennara á ýms- um skólastigum. Sitt sýnist hverj- um í þessum málum sem öðrum, en það er næsta öruggt, að meðan ríkisstarfsmenn ekki njóta samningsréttar á borð við aðra launþega, er reynt af hálfu rikis- valdsins að knýja þá til að ganga að lakari kjörum en aðra launþega og slíkt fær vart staðizt til lengdar. Það á ekki að verða keppikefli ráðamanna, að halda launum ríkisstarfsmanna lægri en á almennum vinnumarkaði, því að það mun hafa í för með sér, að ekki ráðast hæfir menn þang- að. Nú er einnig svo komið, að menn hugsa sig tvisvar um, áður en þeir ráða sig í stöðu hjá ríkinu — og réttindin miklu, sem ríkisstarfsmenn ku hafa, færu að tilheyra liðinni tlð. En hvað sem um réttinda- og kjarbaráttu rlkisstarfsmanna má segja og deila um, er það ljóst, að sífellt er deilt harðvítugar um skiptingu þjóðarkökunnar. Prósentuhækkanir launa I því formi, sem verið hefur, hafa reynzt harla lítil hækkun, þvi að þeim hefur jafnan fylgt stór- hækkanir á allri vöru og þjónustu. Það þarf að koma til stóraukning á kaupmætti laun- anna, ef þeim ófriði á að linna, sem nú ríkir á öllum sviðum at- vinnullfsins. Þá vaknar óhjákvæmilega spurningin: Hvernig má vera, að Island er orðið sllkt láglaunasvæði, sem raun ber vitni? Þar kemur margt til, en sem dæmi má nefna: 1. óeðlilega háir beinir skattar af nauðþurftatekjum 2. óeðlilega háir tollar og gjöld af innfluttum vörum Sennilega er erfitt fyrir leik- menn að reyna að lýsa þessum vanda, hvað þá leysa hann, en þó langar mig til að drepa á örfá atriði, sem mér sýnast verð umhugsunar. Sú stefna, að halda dagvinnu- kaupi jafn lágu og hérlendis, hef- ur haft þau áhrif, að menn telja langan vinnudag sjálfsagðan og þeir eru margir, sem ekki hafa ljósa hugmynd um föst dagvinnu- laun sln, heldur er það tækifærin til eftirvinnu, sem menn binda stafa. Á það ~,á líka líta að þetta eru um 9% af heildartekjum rík- issjóðs. Hagur hans skánaði kannski eitthvað ef þau 20% eða meira sem eru hrein útgjöld vegna sölu og neyslu áfengis hyrfu. 1 fjárlagafrumvapi fyrir yfir- standið ár er gert ráð fyrir á ÁTVR skili hreinum tekjum, svo langt sem það orðalag nær, alls 6 milljörðum. Eru það 10% af heildartekjum þessa árs. Ég hefi verið að reyna að gera mér svo- litia grein fyrir til hvers þessir milljarðar fara og sjást þá betur þessi „hagkvæmu" viðskipti. 1. Innkaupsverð er ekki langt frá því að vera 1.10 milljarðar. 2. Það er ekki ofmikið að telja að 40% af kostnaði vegna dóms- mála sé af völdum áfengisneyslu, svo löggæsla, hæli, fangelsi o.s.frv. Yrði það þá 1.17 milljarð- ar. 3. Af kostnaði vóð lækna, sjúkrahús, heilsugæslu, lyf og annað væri ekki langt frá að reikna 1.20 milljarða. 4. Kostnaður sveitarfélaga vegna fátækraframfæris og ýmiss konar aðstoðar vegna drykkju- aðalvonir við. Þvi hlýtur að fylgja, að menn hafa ekki fullt starfsþrek til sinnar föstu vinnu og leiða eðlilega af þvl lélegri afköst. Það er einnig staðreynd, þótt reynt sé að fullyrða annað af hálfu stjórnspekinga hérlendis, að við greiðum afar háa skatta af nauðþurftatekjum. Persónu- frádráttur (eða persónuafsláttur) er afar lítill og þyrfti að stórhækka miðað við þá verð- bólgu, sem við lifum við. Svo er að geta atriðis, sem allt of oft gleymist, en það eru hinir óbeinu skattar, sem við greiðum. I Evrópu þekkjast vart tollar á vör- um, en hér á landi, þar sem flest- Arndfs Björnsdóttir, B.A. ar vörur eru innfluttar, er algengt, að tollar af nauðsynja- vörum nemi allt að 80%, ofan á það kemur síðgn 18% vörugjald — síðan kemur 20% söluskattur, og valda þessir liðir samtals dálaglegri hækkun á verði vör- unnar. Siðan er ritað mikið og rætt um milliliðagróða og þar er jafnvel látið að þvi liggja, að kaupmenn og allir þeir, sem nálægt verzlun og viðskiptum koma, séu allt að því glæpahyski. Hvergi I Evrópu og sennilega þótt víðar væri leitað, er þó jafn illa búið að verzlun og hér á íslandi; en þessum hugsunarhætti, hefur verið lætt inn hjá almenningi og illt er að reka út draugana, eins og menn vita. Að vissu leyti má og segja, að stjórnvöld hafi stutt skapar mun tæpast vera minni en 2.50 milljarðar. 5. Tjón vátryggingafélaga vegna ölvunar við akstur mætti reikna 0.30 milljarða. 6. Tjón vegna glataðra vinnu- daga er erfitt að reikna en myndi að dómi þeirra sem gerst vita vart undir 0.90 milljörðum. 7. Tjón af völdum innbrota og skemmdarstarfsemi 0.15 milljarð- ar. 8. Greiðslur Tryggingastofnun- ar ríkisins til öryrkja af völdum áfengis minnst 0.10 milljarðar. 9. Eyðilögð llf. Fjöldi fólks að gefast upp á lífinu vegna áfengis- neyslu. Þetta er ókleift að reikna því að ekki er hægt að miða við Árni Helgason. þessa skoðun um glæpalýð frjálsra viðskipta, og er það lævis- leg stjórnkænska til að leyna þeirri staðreynd, hver hinn raun- verulegi milliliður er. Ef við hugleiðum, hvernig tollar og álög rikisins hafa enn frekar þrúgandi áhrif á þjóðlifið, kemur einkum tvennt I ljós: 1. Hinn almenni launþegi greið- ir glfurlegan hluta sinna ráðstöf- unartekna (þ.e. eftir skatta og útsvör) til rlkisins; sbr. nýlegar upplýsingar um, að 1$ I bíl kostar 600 — 2. Innlendur iðnaður hefur frá upphafi átt afar örðugt uppdrátt- ar, þar sem það hefur viðgengizt, að iðnfyrirtæki hafa þurft að greiða háa tolla af vélum og hráefnum og verið oft og tíðum gert þannig næstum ókleift að starfa á raunhæfum grundvelli. Ótalmargt fleira væri hægt að minnast á, en það væri sennilega efni I heila bók. En víst er, að okkar stjórnmálamenn þurfa að verða mun hæfari til starfa en nú er og ekki er hægt að þola, að atkvæðasnap einstakra (þing)manna skuli valda milljarðaútgjöldum, sem ríkis- valdið verður svo að ná af þegnunum með einhverju móti. — Einnig er illþolandi, að mikl- um hluta þingtima skuli varið til persónulegra deilna meðal þing- manna og ráðherra-karpi, sem sæmir ekki siðmenntuðu fólki. Sem dæmi um heimskulega að- gerð, sem samþykkt er og fram- kvæmd án þess að hinn almenni borgari geti skilið hagkvæmni hennar né heldur getu hins fjár- vana Islenzka rlkis til hennar, væri þá til dæmis smíði Borgar- fjarðarbrúar, sem kosta mun milljarða og hefur afar hæpið notagildi fyrir þjóðina almennt I hlutfalli við kostnað — og er greinilega byggð á ósk ráðherra um óbrotgjarnan minnisvarða. Hvers vegna er lika rekin sú land- búnaðarstefna, að við ekki ein- asta gefum kjötið okkar úr landi, heldur borgum líka með þvl? Venjan er sú, að fyrirtæki er tek- ið til gjaldþrotaskipta, ef það ber sig ekki til lengdar, en landbúnað- ur á íslandi er orðinn heilög kýr, sem ráðamenn þora ekki að blaka vió. En ef við höfum ekki ráð á að borga fólkinu I landinu mannsæmandi laun, höfum við Framhald á bls. 29 kroppþunga. Jafnvel byrði þjóð- félagsins verður ekki metin til peninga. 10. Þrjár til fjórar þúsundir manna eru örkumla og ósjál'f- bjarga drykkjusjúklingar og það tjón sem þeir valda þjóðfélaginu, fjölskyldum slnum og sjálfum sér er ómælanlegt. Tölulið 9 og 10 læt ég hverjum hugsandi manni eftir að meta. En að þeim slepptum, — sem eru þó aðalatriði þessa máls, — verður útkoman 7.42 milljarðar. Og upp I þetta fær rikissjóður og aðrir aðil- ar 6 milljarða. Góð viðskipti það! Þaó þætti ekki sérstaklega góð verslun á öðrum sviðum. Er þó því sleppt að rýrnun þjóðarfram- leiðslu vegna áfengisneyslu er tal- in nema 10% bæði I Bandaríkjun- um og Sovétrlkjunum og er hún lfklegalitlu minni hér. Við getum lika talið þau and- legu verðmæti sem áfengið eyði- leggur. Alls staðar þar sem það kemur nærri kallar það fram hið lágkúrulegasta I mannlegu eðli. Sorinn fylgir því. Lygi, blekking- ar, svik og trúnaðarbrot verða aldrei á neina vog mældar. Það kemur líka fram I viðtalinu að auka þurfi útbreiðslu þessatöframeðals fyrir þjóðina. Það þurfi að benda meira á léttu vínin. Kannski eiga drykkjuvenj- ur Frakka að verða fyrirmyndin? Hvergi rætt um að þurfi að setja hömlur á þessa vitleysu. Fjölmiðlar slá svo þessum „Srangri" upp með stórum fyrir- Framhald á bls. 31 Árni Helgason: „Við höfum nægan tíma til að ausa”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.