Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
31
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Chrysler 160 '71
til sölu. Má greiðast með
2 — 5 ára skuldabréfi.
Sími 22086.
Bronco 1974
Rauður — hvitur, 6 str.
beinsk. Ágæt klæðning —
fallegur Bronco. Skipti eða
skuldabréf 3ja til 5 ára
möguleg.
Aðal Bílasalan, Skúlag. 40,
s. 15014 — 19181.
Arinhleðsla —
Skrautsteinahleðsla
Uppl. i sima 84736.
Viðskiptavinir
Vinsamlegast vitjið viðgerða
sem allra fyrst. Afsláttur af
vörum til áramóta.
Magnús Benjamínsson og
c/o, Veltusundi 3.
er fluttur að Ármúla 28, simi
37033. Kaupi allan brota-
málm langhæsta verði. Stað-
greiðsla.
Rafvirkjar
Raflagnaverkstæði til sölu
ásamt aðstöðu og öllum
nauðsynlegum áhöldum og
tækjum. Er í öruggu leigu-
húsnæði. Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir 10. des. merkt
,.R:2663 \
Ódýrir náttkjólar á börn og
fullorðna. Verð frá kr. 700.-.
Elizubúðin, Skipholti 5.
Pelsinn auglýsir
Pelsar i miklu úrvali. Góðir
greiðsluskilmálar. Hlý og
falleg jólagjöf sem vermir.
Pelsinn Njálsgötu 14, sími
20160.
□ EDDA 59761277 —1
□ EDDA 59761277 = 2
I.O.O.F. á = 1581 288'/2 =
j.f.
I.O.O.F. Rb. 4
1 261 2 78 V2 Jólav.
Kvenfélagið Aldan
Jólafundurinn verður mið-
vikudaginn 8. des. kl. 8.30
að Hverfisgötu 21.
Sýndar verða jólaskreytingar
o.fl. frá Blóm og Ávöxtum.
Kvennadeild Flug-
björgunarsveitarinnar
Jólafundurinn verður haldinn
miðvikudaginn 8. des. kl.
20:30. Söngur, upplestur og
fleira til skemmtunar. Selt
verður jólaskraut. Munið eftir
jólapökkunum. Tekið með
ykkur gesti.
Stjórnin.
KFUK Reykjavík
Hólmfríður Pétursdóttir, hús-
mæðrakennari spjallar við
okkur um jólaundirbúning.
Vitnisburður. Allar konur vel-
komnar. Stjórnin.
haldinn miðvikudaginn 8.
des. kl. 20.30. í anddyri
Breiðholtsskóla. Fjölbreytt
dagskrá: Fjölmennum.
Stiórnin.
Farfugladeild
Reykjavfkur
i ai i uyiai
Komið og skemmtið ykkur að
Laufásvegi 41, föstudaginn
10. des. kl. 8.30. Farfuglar.
SIMAR, 11798 og 19533.
Myndasýning
(Eyvakvöld verður í Lindar
bæ niðri, miðvikudaginn
8. des. kl. 20.30.
Bergþóra Sigurðardóttir,
læknir sýnir.
Ferðafélag íslands.
Jólafundur
Kvenfélags Breiðholts verður
Nýtt lif
Sérstakar vakningasamkom-
ur halda áfram í kvöld kl.
20.30 í sjálfstæðishúsinu
Hafnarfirði, Ron Coady,
biskup frá USA talar og biður
fyrir sjúkum.
Allir velkomnir.
Jólafundur Félags ein-
stæðra foreldra
verður i Átthagasal Hótel
Sögu, sunnudaginn 12. des
og hefst kl. 3 e.h. Börn og
gestir félagsmanna velkomin.
Skemmtiatriði, happdrætti
og fleira. Nefndin.
Kvenfélag
Háteigssóknar
Fundur í Sjómannaskólanum
þriðjudaginn 7. desember kl.
20:30. Þóroddur Guð-
mundsson skáld les upp.
Séra Arngrimur Jónsson
sóknarprestur flytur hugleið-
ingu. Nýjar félagskonur
velkomnar. Stjórnin.
Filadelfia
Almennur biblíulestur í kvöld
kl. 20.30 Guðmundur
Markússon.
— Bókmenntir
Framhald af bls. 12.
okkur einnig nokkuð um tilgang
hans: „Ljóðið mitt er óður til lífs-
ins“. Ljóðið samnefnt bókinni er
aðeins þrjár lfnur:
Kartöflugrösin hafa fallið og bros pollanna
við golunni
eru stirðnuð á vörum
Það er viðkvæmni og hlýja í
ljóðum Péturs önundar Andrés-
sonar, enginn tilbúinn hávaði.
Sálarangist nefnist ljóð i bók
Baldurs Garðarssonar tlti á þekju
(útg. höf. 1976):
Friðurinn I sál mér I gær,
gleðin f sái minni! gær,
reíkar nú einn um
eyðimörk óttans,
án vonar.
Og strfðið heldur áfram.
Birtur er texti úr söngleiknum
Geðklaufir „sem sýndur hefur
verið víða við fádræmar undir-
tektir". Þar segist skáldið ekki
vera sá „sem að þið haldið að ég
sé“ vegna þess að „ég er úti á
þekju, / já ég er alveg út’á
þekju“. Það er stráksleg gaman-
semi viða í (Jti á þekju sem bland-
ast stundum pólitískri alvöru.
Aftur á móti er gamansemin stór-
karlalegri i Mér datt það f hug
eftir Jónas Friðgeir (útg. höf.
1976). Jónas er ísfirskur höfund-
ur og yrkir mikið um ofneyslu
áfengis, skaðsemi reykinga og svo
að sjálfsögðu ástar. „Hér var mesti
höfðinginn", yrkir hann um
Davíðshús á Akureyri, en í ljóð-
inu Gamla frystihúsið er annað
uppi á teningnum:
Húsið þykir stórt,
reimt er þar.
Flaksast gluggat jöld
teygjast tuskurnar.
Fýla ferleg er
föst f nösum mér.
Ofbýður þér
— pestin hér?
Á einum stað er sagt frá þvf
hvað gerist á Vestfjörðum þegar
sjónvarpssendirinn i Stykkis-
hólmi bilar: „Kalt vatn rennur
niður bakið / hjartað er að
springa — áhorfandinn lamast".
Þessar bækur og margar fleiri
eru til vitnis um viðleitni ungra
manna að gefa út eftir sig bækur.
Vonandi segja þær lika nokkuð
um vaxandi áhuga á ljóðum meðal
ungs fólks.
— Svína-
inflúenza . . .
Framhald á bls. 16.
ráðstöfunum yfirleitt, hvort
ekki sé nóg að treysta á fúkalyf
við fylgisóttum flensunnar,
lungnabólgu og því um liku.
Fúkalyf voru óþekkt árið 1918
og er efalaust, að mannfall
hefði orðið langtum minna en í
rauninni, ef þeirra hefði notið
við. En það hefði orðið mikið
mannfall þrátt fyrir þau.
Flest dauðsföll I flensu verða
af gerlalungnabólgu. Má þvi oft
bjarga mönnum með fúkalyfj-
um. En menn geta lika látizt af
veirulungnabólgu ellegar báð-
um saman. Fúkalyf duga ekki
við veirum. Það hamla ekki
gegn veirulungnabólgu eða
,,blandaðri“. 1 faraldrinum
1957 og einnig 1968 var til
kappnóg af fúkalyfjum. Samt
létust mörg þúsund manna.
Hins vegar mætti spyrja,
hvort allsherjarbólusetning
kæmi að meira gagni en fúka-
lyf, ef faraldur brytist út. Þeir,
sem eru gegn bólusetningarráð-
um yfirvaldanna telja hana
ekki mundu koma að meira
gagni. Þeir halda margir, að
faraldur brjótist út snemma
vetrar og verði þá alls ekki búið
að bólusetja alla landsmenn.
Aðrir telja svo, að næsti flensu-
faraldur verði ekki af svína-
veiru, en einhverri spónnýrri
veiru, sem enn sé ófundin.
Fari væntanlegur faraldur
eftir þeim, sem á undan eru
gengnir hefst hann seint i
haust eða vetur. Um það leyti
ætti að verða búið að bólusetja
flestalla þá, sem það vilja.
Komi faraldur upp seinna á
árinu 1977 en búizt var við
verða margir ennþá vel undir
hann búnir. Mótefni er venju-
lega öflugast þremur vikum eða
mánuði eftir bólusetningu, en
það getur þó haldizt nægilegt í
nokkra mánuði enn, jafnvel eitt
ár; er þetta einstaklingsbundið.
Þá mótbáru, að næsti flensu-
faraldur verði e.t.v. ekki af
svínaveiru, er örðugra að
hrekja. Það er reyndar ekki
hægt. Og þvi verður ekki neitað
að allsherjarbólusetningin er
nokkuð áhættusamt fyrirtæki.
Bandarisk heilbirgðisyfirvöld
telja, að smitsóttin í Dixvirki
hafi ekki verið einangruð
uppákoma, heldur fyrirboði til
varnaðar, og verði nú að taka
eitthvað til bragðs. Það boðar
oftast stórfaraldur, er
meginbreytingar verða i flensu-
veirum. Og allsherjarbólu-
setning er gæfulegasta ráðið,
sem fram hefur komið, að því
er yfirvöldin segja.
Betra bóluefni
Þá er komið að bóluefninu
sjálfu. Væru bóluefni talin
alveg skaðlaus gæti enginn haft
neitt að athuga við allsherjar-
bólusetningu. Því miður eru
ýmsir gallar á bóluefnum.
Þegar þau komu til sögunnar,
upp úr 1940, ollu þau oft sjúk-
dómum; það var af ýmiss konar
óhreindindum i þeim. Annar
ókostur er sá, að bóluefni dugir
ekki lengi og þarf því stundum
að bólusetja oftar en einu sinni.
Nú er bóluefni orðið hreinna og
öflugra og fylgja því færri
aukaáhrif en áður. Hefur það
jafnvel batnað til muna á fáein-
um árum. Samt er nytsemi þess
og öryggi enn umdeilt (Sumir
telja það duga svo, að nemi
60%, aðrir allt að 90%). Er það
þó hið bezta, sem þekkist.
Flensubóluefni er öflugast sé
það gefið manni einum mánuði
til hálfu ári áður, en hann færi
í sig veiru — og svo fremi, sem
sami stofn er í bóluefni og
faraldri. Vonast vísindamenn,
sem meðmæltir eru allsherjar-
bólusetningu, til þess að þetta
fari saman, ef kemur til
faraldurs núna.
Algengustu aukaáhrif bólu-
setningar við flensu eru sárindi
f handlegg, lítill hiti, svimi og
höfuðverkur. Fáeinir, sérstak-
lega þó börn, fá mikinn hita.
Stundum fylgir krampi þeim
hita, einkum i smábörnum.
En fyrir utan þetta ótta.-t
sumir, að mistök verði í fram
leiðslu bóluefnis vegna þess,
hve mjög yfirvöid hraða bólu-
setningarherferðinni. Þessi ótti
er ekki ástæðulaus. 1 maí síðast
liðnum komst upp, að lyfja-
framleiðendur nokkrir, Parke,
Davis & Co, voru búnir að koma
sér upp tveimur milljónum
skammta af röngu bóluefni. . ..
Annmarkan
Heilbirgðisyfirvöld telja
ekki, að bóluéfnið verði að
verra, þótt framleiðslunni sé
hraðað nokkuð. Strangt eftirlit
verði haft með henni. Og það
hefur komið í ljós, að fáar
fullorðnir verða fyrir nokkrum
óþægindum af svínaflensuefn-
inu. Athugaðir voru 4000 menn
eldri en 24.ára. Einungis 1.9%
þeirra fengu hita, það var allt
og sumt. Þá kom og á daginn, að
bóluefnið dugir vel í fullorðn-
um. Bætist þeim mótefni, sem
eitthvað höfðu fyrir, og
mótefnisframleiðsla eykst í
þeim, sem lítið eða ekkert
höfðu. Samkvæmt þessum próf-
um var talið, að bóluefnið dygði
að 70—80% við svínaflensu í
fullorðnum. Dálítið annað er
um menn á aldrinum 18—24
ára. I þeim hrifur skammtur,
sem hefur þolanlega aukaáhrif,
ekki nema að 50% eða um það
bil. Getur þvi þurft að bólusetja
þá oftar en einu sinni.
Þess var getið áðan, að
skammtar þeir, sem reyndir
voru í vor eð leið, hefðu ekki
verið taldir öruggir unglingum
yngra en 18 ára. Reyndir hafa
verið misstórir skammtar og
tvær bólusetningar, en þegar
þetta er ritað vita menn ekki
hvað verður úr þeim tilraunum.
Hins vegar má minna hér á
ýmislegt, sem hafa þarf í huga,
um bólusetningu barna. Það
varð sýnt i fyrstu prófum, að
aukaáhrif eru mun algengari í
börnum og unglingum en
fullorðnu fólki, og jafnframt
öflugri. Einkum er þó yngri
börnum en fimm ára hætt. Hef-
ur komið til álita að bólusetja
þau alls ekki, þótt allir aðrir
yrðu bólusettir. Þó kæmi til
mála, að heimilislæknar
ákvæðu þetta, hver fyrir sina
sjúklinga.
Annað skal og minnt á. Flest
börn og unglingar, 1—13 ára
gömul, sleppa vel frá flensum.
En kornabörnum og börnum
höldnum ýmisum sjúkdómum,
hjartveiki til dæmis, kann að
vera lifshætta búin af flensu.
Þessi börn fá liklega blandað
bóluefni, bæði við svínaflens-
unni og Victoriaflensunni.
Ekki var athugað sérstaklega
um þungaðar konur í bóluefnis-
prófunum. Vmsar rannsóknir
benda til þess, að þunguðum
konum sé mjög hætt við flensu-
smiti í faraldri og einnig við
fylgikvillum flensu. 1 spænsku
veikinni 1918 varð óvenjumikið
um fósturlát. Þó virðist, af
nýrri tilraunum, að verðandi
mæðrum og fóstrum þeirra sé
ekki hættara en öðrum í flensu-
faraldri. Ekki virðist flensu-
bóluefni heldur hafa óvanaleg
áhraf á ófriskar konur og þar eð
dauð veira er notuð í bóluefnið
við svínaflensunni, kemst hún
ekki gegnum legkökuna og get-
ur þvi ekki skaðað fóstrið.
Dálitill hiti getur hlotizt af
bólusetningunni, en ekki er
talið, að hann geti orðið nærri
jafnmikill og hitinn af flens-
unni sjálfri.
Framleiðendur
smeykir
Hér hefur verið tíðrætt um
allsherjar bólusetningu. En það
verður ekkert af allsherjar-
bólusetningu, nema fram-
leiðendur bóluefnis fái
tryggingu gegn hugsanlegum
málaferlum af hendi bólu-
settra, sem telja sig hafa beðið
eitthvert tjón af efninu. Þess
háttar klögumál eru alsiða í
Bandaríkjunum. Læknar eiga
þau t.d. alltaf yfir höfði sér. Og
nú eru framleiðendur bóluefnis
smeykir. Fyrirhuguð bólu-
setning verður hin mesta, sem
um getur. Þvi gætu sprottið af
henni málaferli í stærri stíl en
nokkurn tima fyrr. Trygginga-
félög neita að tryggja framleið-
endur við hugsanlegum kær-
um. En framleiðendur neita
fyrir sitt leyti að selja yfirvöld-
um bóluefni, nema þeir fái
tryggangu. Voru allir þessir
aðilar að reyna að semja ein-
hvers konar sátt I málinu þegar
við vissum siðast til.
Verði samkomulag um þetta
hlýtur það að auka mjög allan
kostnað' af bólusetningunni.
Mikið af því fé, sem upphaflega
var veitt til varnanna, er þegar
farið í kaup á bóluefni og til-
raunir með það. Einungis lítill
hlutur er eftir til þess að dreifa
efninu Og telja margir, að mun
meira þurfi. En þessu fé verður
veitt til hinna ýmsu fylkja og á
að heita styrkur. Yfirvöld í
fylkjunum sjá svo um fram-
kvæmdir hver hjá sér.
Á skömmum tima þarf að
bölusetja fleiri en nokkurn
tíma áður. Því verður bóluefnið
að vera sem allra víðast á boð-
stólum. Verða menn bólusettir
sér að kostnaðarlausu í skólum,
sjúkrahúsum, og hælum ýmiss
konar, einnig í stórfyrirtækjum
og öðrum stöðum þar, sem
margir koma. Þá verður
heimilislæknum fengið bólu-
efni ókeypis, en aftur á móti
mega þeir taka greiðslu fyrir
bólusetninguna. Það ætti þó að
verða hóflegt gjald víðast hvar.
Að hrökkva eða stökkva
Það er örðugt að gefa mönn-
um góð ráð til varnar i þessu
máli. Enginn veit, hvar svína-
flensan kemur upp næst;
reyndar veit enginn hvort
nokkuð meira verður úr henni.
Ekki er víst, hve bóluefnið dug-
ið langt. Af prófum virðist, að
það dugi flestum mönnum eldri
en 24 ára og helmingi þeirra.
sem eru 18—24 ára. Bezt dugir
það þeim, sem þegar hafa í sér
mótefni. Því eldri, sem menn
eru þeim mun meira mótefni
ættu þeir að hafa. Og auka-
áhrif, hita eða vöðvaeymsli t.d.,
má laga með verkjatöflum.
Þeir, sem vilja biða átekta
geta sloppið við óþarfa bólu-
setningu — en þeir geta líka
staðið uppi berskjaldaðir, ef
flerisa brýzt út.
Þeir, sem hafa ofnæmi við
eggjum, eiga úr vöndu að ráða.
Bóluefnið við flensunni er
ræktað i frjóvguðum eggjum,
og þvi getur hlotizt asthma, út-
brot og jafnvel lost af bólu-
setningu. Ættu menn að leita
ráða læknis, ef þeir telja sig
hafa ofnæmi við eggjum.
Öfriskar konur ættu einnig að
leita ráða læknis. Ennfremur
þeir, sem fá háan hita; þeir
ættu ekki að neyta hitastillandi
lyfja nema að læknisráði.
Læknar ættu lika að vera með i
ráðum um bólusetningu barna
og unglinga, og skilyrðislaust
ættu þeir að ráða bólusetningu
barna yngri en fimm ára.
Fólk eldra en 65 ára, hjarta-
sjúklingar, þeir sem nefndir
voru I upphafi, ættu ekki að
þurfa að hugsa sig um tvisvar.
Bólusetning tryggir því bæði
við Victoriaflensunni og
hugsanlegum svinaflensu-
faraldri. Bandarísku
heilbirgðisyfirvöldin vilja láta
gefa þessu fólki bóluefni af A-
flensustofnunum tveimur en
auk þess efni af B-stofni; ætti
það þá að verða svo vel varið
sem unnt er.
— Við höfum . . .
Framhald af bls. 14.
sögnum, allt jákvætt, en skugga-
hliðarnar vandlega faldar.
En hvernig sem ég velti þesstKH
viðskiptaháttum fyrir mér
aldrei fundið neitt jákvætt viðjlá,
hvorki fjárhagslega né siöftmði-
lega. Og það segi ég satt að 4ÍNMit
hefði það verið ánægjulegra. «ð
vita vin minn, forstjóra AM,
sinna öðrum verkefnum en þwffi
að taka negluna úr þjóðarsktil-
unni með þeim afleiðingum að
fjöldi manna hlýtur að standa í
þrotlausum austri ef koma á í veg
fyrir kafsiglingu.