Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
Láta vel af
framkomu unga
fólksins nyrðra
Æskulýðsstarfið í Dyn-
heimum, æskulýðsheimili
Akureyrarbæjar, hefur staðið
með miklum blóma í vetur, er
fj.ölbreytt og mikil þátttaka að
sögn forráðamanna hússins, en
þeir héldu fyrir skemmstu
fund með fréttamönnum til að
kynna starfsemina. Daglegur
rekstur hvflir einkum á
herðum þeirra Haralds
Hansens, framkvæmdastjóra
hússins, og Hermanns Sig-
tryggssonar, æskulýðsfulltrúa
Akureyrar. Auk þeirra skipu-
leggur stjórnarnefnd hússins
starfið, en hún er skipuð
fulltruðum skólafélaga, for-
eldrafélaga, félagssamtaka I
bænum og æskulýðsráðs.
Miklar endurbætur hafa
farið fram á húsinu í sumar og í
haust, ekki sízt á snyrtingum,
raflögnum og kyndikerfi, en
einnig hefur húsnæðið verið
stækkað nokkuð. Kostnaður á
þessu ári er orðinn um 5
milljónir króna. Ætlun forráða-
manna hússins er að leita
samninga um kaup á þeim
hluta hússins, þar sem Kassa-
gerðin er nú, til þess að auka
enn húsnæði æskulýðsheimilis-
ins og með möguleika á fjöl-
breyttara starfi. Eins og nú er
háttað, kemst varla fyrir í hús-
inu nema einn starfsþáttur í
einu, en með auknu húsnæði
mætti koma fyrir fleiri þáttum
samtímis, einkum klúbba- og
félagsstarfi. Starfsemin hófst í
ágúst og má skipta henni niður
i þessa þætti:
1. Diskótek, sem eru afar vel
þegin og fara fram
óaðfinnanlega.
2. Fundir félaga og klúbba
(Bílaklúbbur Akureyrar,
f allhlff ak I.)
3. Klúbbastarfsemi. Nú starfa
tveir leiklistarklúbbar,
byrjendur og framhaldskiúbb-
ur, ferðaklúbbur með 30 félög-
um, radíóklúbbur (30 manns),
gömludansaklúbbur (70) og
hljómplötuklúbbur (20—25
manns). Mikið líf er í klúbbum
þessum og fleiri verða stofnaðir
eftir áramót, svo sem Ijós-
mynda-, skák- og bridge-
klúbbur.
4. Barnaböll síðdegis á sunnu-
dögum.
5. Opið hús með ýmissri
dægradvöl, svo sem spilum,
tafli, músík, skrípamynda-
sýningum og heimatilbúnum
skemmtiatriðum.
6. Dansleikir hafa verið
haldnir tveir, þar sem hljóm-
sveitir hafa leikið. Reynslan af
þeim er ekki eins góð og af
diskótekum.
7. Ymisleg starfsemi önnur
svo sem bekkjarkvöld,
námskeið, lyftingar og fleira.
Forráðamenn Dynheima létu
vel af framkomu unga fólksins
yfirleitt og kváðust aldrei hafa
orðið varir við notkun fíkni-
efna annarra en áfengis, sem
alltaf væri nokkurt vandamál,
sérstaklega á dansleikjum, en
þó töldu þeir ástandið sízt vera
verra en það var fyrir nokkrum
árum.
Sv.P.
Dansinn dunar
t radioklúbb
Kennslustund f Kvöldskólanum á fsafirði.
Kvöldskólinn á ísafirði:
Nemendur á aldrin-
um frá 15 til 68 ára
Ný bindi af Kultur-
historisk Leksikon
FASTEIGNAVER" t-
Klapparstfg 16,
almar 11411 og 12811
Flúðasel
Raðhús í smíðum 2x7 5 fm. Selst
fokhelt tilbúið um áramót.
Hjarðarhagi
4ra herb. ibúð um 1 20 fm. á 4.
hæð. Ibúð i sérflokki parket á
öllum gólfum.
Bergþórugata
4ra herb. ibúð um 100 fm. á 1.
hæð. Öll nýstandsett
Hörðaland
4ra herb. ibúð um 90 fm. á 2.
hæð.
Birkimelur
3ja herb. ibúð um 96 fm. með
góðu herb. i risi. Laus strax.
Hjallabrekka
3ja herb. neðri hæð í tvíbýlishúsi
um 84 fm. Sér inngangur. Sér
hiti.
Laugarnesvegur
3ja herb íbúð á 4 hæð í fjöl-
býlishúsi Herb. i kjallara fylgir
Miðvangur
2ja berb. ibúð á 7. hæð. Þvotta-
herb. og geymsla i ibúðinni.
Laus strax.
Skerseyrarvegur
2ja herb ibúð á 1 hæð. Öll
nýstandsett með teppum Ný
raflögn. Hagstætt verð og
greiðslukjör.
Seljendur
Okkur vantar íbúðir og
hús á söluskrá. Sérstak-
lega mikil eftirspurn eftir
2ja og 3ja herb. íbúðum.
Skoðum eignirnar
samdægurs.
KVÖLDSKÓLINN á Isafirði —
fræðsla fullorðinna — er nú orð-
inn fastur liður f vetrarstarfi fs-
firðinga. Sú breyting varð á starf-
semi skólans nú f - haust, að
fræðsluráð tsafjarðar tðk við
stjórn og rekstri skólans, en hon-
um var komið á fót haustið 1974
fyrir tiistilli nokurra mennta-
skólakennara og hvfldi þungí
starfsins að mestu á herðum
Bryndísar Schram.
Starfsemin nú í haust hófst 4.
október og er með liku sniði og
undanfarna vetur. Kennt er i
bókfærslu, dönsku, ensku (3
flokkar), frönsku, spænsku,
stærðfræði (námsefni grunn-
skóla), vélritun, þýzku og
islenzku fyrir útlendinga. I
framangreinda flokka eru
innritaðir milli 110 og 120
nemendur.
Kennarar Kvöldskólans eru 10
og láta þeir mjög vel af námsgleði
nemenda, sem eru á aidrinum
15—68 ára.
Kennsla fer fram f Gagnfræða-
skólanum.
I undirbúningi eru námskeið í
meðferð og viðhaldi bifreiða,
ijósmyndun/framköllun, almenn-
um smiðum, myndlist, fundar-
stjórn/fundarsköpum, siglinga-
fræði, er veiti réttindi til stjórnar
fiskiskipum allt að 30 lestir o.fl.
Námskeið Kvöldskólans
byggjast eingöngu á fjölda þátt-
takenda og er öllum koStnaði
haldið i lágmarki. Það er von
Kvöldskólans, að takast megi að
mæta óskum bæjarbúa og næstu
nágranna hvað varðar úrval
námsgreina, en starfsemi sem
þessi á eftir að taka á sig fastara
form, þegar séð ve’-ður, hverjar
viðtökur frumvarp það um
fullorðinsfræðslu, sem nú liggur
fyrir Alþingi íslendinga, fær.
Forstöðumaður Kvöldskólans
er Lára G. Oddsdóttir.
(Fréltalilkynnlng).
MORGUNBLAÐINU hefur borist
19. bindi af Kulturhistorisk
Leksikon for nordisk middelalder
og eru í þessu bindi orð frá Trylle
til Vidisse. Fyrr í haust kom út 18.
bindi þessa mikla safnrits og í þvf
eru orð með upphafsstöfum, sem
eru næstir á undan T. Safnrit
þetta nær frá vfkingatíma til siða-
skipta og er gefið út af sérstökum
nefndum á vegum allra Norður-
landa, eins og fram kom í fréttum,
þegar hafizt var handa um þessa
umfangsmiklu útgáfu fyrir all-
mörgum árum. Bókaverzlun ísa-
foldar hefur séð um útgáfuna fyr-
ir íslands hönd, en fulltrúar Is-
lands í ritstjórn eru Jakob Bene-
diktsson, Kristján Eldjárn,
Magnús Már Lárusson, Ármann
Snævarr og Einar Óiafur Sveins-
son. Þeir Jakob Benediktsson og
Magnús Már Lárusson eru rit-
stjórar safnritsins af íslands
hálfu. I útgáfustjórn eru fulitrúar
frá ölium Norðurlöndum og fjöl-
mörg fyrirtæki og stofnanir á •öll-
um Norðurlöndum hafa stutt út-
gáfuna frá byrjun, af tslands
hálfu Menntamálaráðuneytið og
Sáttmálasjóður.
Uppflettingarrit þetta ,hefur
einnig haft að geyma ýmsar
myndir, sem eru aftast í hverju
bindi, og hafa sumar þeirra verið
frá lsiandi og að sjálfsögðu hafa
fjölmörg atriðisorð verið íslenzk,
um merkingu þeirra hafa fjallað
innlendir og erlendir vísinda-
menn. Flest þau orð, sem nefnd
eru í safnriti þessu, eru skýrð af
vísindamönnum frá öllum Norð-
urlöndum.
y
Þess má geta að 18. og 19. bind-
ið eru af svipaðri stærð, eða um
sjö hundruð blaðsíður, og á það
raunar við um öii þau bindi, sem
út eru komin fram að þessu.
Þess má að iokum geta að fyrstu
bindin af Kulturhistorisk
Leksikon eru löngu uppseid og
þegar orðin eftirsótt, enda ekki
gert ráð fyrir því, að þau verði
prentuð aftur eins og þau hafa
verið gefin út í þessu safni.
Þegar verzlunarstjóri bóka-
verzlunarinnar tsafoldar hafði
samband við biaðamann Morgun-
blaðsins, gat hann þess að eftir-
spurn væri slík eftir fyrstu bind-
unum, að verzlunin væri reiðu-
búin til þess að kaupa inn aftur
þau bindi, sem menn af einhverj-
um ástæðum vildu láta af hendi.
Kulturhistorisk Leksikon er
prentuð í Danmörku.
KULTURHISTORISK
LEKSIKON
for nordisk middelalder
„ BðKAVEKZLUN fSAPOLDAK