Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
5
Þýzku grafík-sýninguimi að ljúka
Sfðasti dagur sýningarinnar „Þýzk grafik á vorum dögum“ á
Kjarvalsstöðum er f dag. — Góð aðsókn hefur verið að sýningunni.
— Myndin er af einu verki á sýningunni.
Yfirlýsing frá for-
manni Nýalssinna
Fjárböðun
LANDBUNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
hefur nú með auglýsingu i Lög-
birtingarblaðinu fyrirskipað
sauðfjárböðun í Ketildalahreppi f
V-Barðastrandarsýslu, vegna
kláða í sauðfé á timabilinu frá 1.
nóvember til 15. marz næstkom-
andi. Tvíböðun skal fara fram á
öllu fé í Ketildala-, Tálknafjarðar-
og Suðurfjarðarhreppum. Skulu
bændur hlíta fyrirmælum bað-
stjóra og eftirlitsmanns um allt er
varðar böðun þessa.
Nokkuð er nú síðan þessa kláða
varð vart, en hér mun um svo-
kallaðan fótakláða að ræða. Hefur
þessa kláðatilfellis áður verið
getið í fréttum Morgunblaðsins.
Don Juan
í franska
bókasafninu
MORGUNBLAÐINU barst í gær
yfirlýsing frá formanni Nýals-
sinna, Kjartani Nordahl, sem er
svohljóðandi:
Vegna auglýsingar í Morgun-
blaðinu sunnudaginn 5. des s.l.
Trúnaðarmenn S.D.Í.
í hreppum landsins:
Krafizt
lokunar
Sædýra-
safnsins
I SAMBANDI við ársskýrslu for-
manns Samb. dýraverndunar-
félaga Islands, er lögð var fram á
ársfundi sambandsins á sunnu-
daginn var, var gerð grein fyrir
afskiptum sambandsins (S.D.I.)
af Sædýrasafninu við Hafnar-
fjörð. Kom þar glögglega fram að
eins og horfi, þá liggi ekki annað
fyrir en að safninu verði lokað,
svo ófullnægjandi sé aðbúnaður
dýranna. Gffurlegur kostnaður
við rekstur safnsins sé þeim sem
safnið reka algjörlega ofviða.
Lokun þess sé einasta lausnin og
með öllu óhjákvæmileg.
Gerði ársfundurinn síðan sam-
þykkt í Sædýrasafns-málinu þess
efnis, að S.D.Í. á yfirvöld að fyrir-
skipa lokun Sædýrasafnsins tafar-
laust og að þau dýr sem þar eru
verði aflífuð á mannúðlegan hátt.
Sambandsstjórnin hafði
afskipti af ýmsum fleiri málum á
árinu er vörðuðu dýravernd. For-
maður S.D.Í., Jórunn Sörensen,
skýrði frá því, að nú væri ástæða
til að vonast eftir árangri af því
starfi stjórnarinnar að S.D.I. hafi
á að skipa trúnaðarmanni i hverj-
um hreppi landsins. Hefði oddvit-
um verið skrifað og þeir beðnir að
tilnefna trúnaðarmann í hreppi
sínum til að starfa með S.D.t. og
hefðu undirtektir verið mjög góð-
ar um land allt.
A ársfundinum var gerð grein
fyrir tillögum sem S.D.Í. hefur
falið fulltrúa sínum i dýra-
verndunarnefnd ríkisins að koma
á framfæri-í sambandi við þá
endurskoðun á lögunum, sem nú
er að hefjast. Þá var og gerð grein
fyrir störfum fulltrúa S.D.Í. í
fuglafriðunarnefnd ríkisins.
A ársfundinum voru tveir
kunnir frammámenn um dýra-
verndunarmálefni og starfsemi
dýraverndunarfélaga kjörnir
heiðursfélagar S.D.I. en það eru
þeir Hilmar Norðfjörð sem um
árabil hefur verið gjaldket;i S.D.I.
og Þórður Þórðarson frá Hafnar-
firði.
Stjórn S.D.I. var endurkosin, en
í henni eiga sæti, auk formanns-
ins, Jórunnar Sörensen, Garðabæ,
Gunnar Steinsson, Reykjavik,
Ölafur Jónsson, Seltjarnarnesi,
Hilmar Norðfjörð, Reykjavík,
Gauti Hannesson, Reykjavfk,
Kristleifur Einarsson, Hafnar-
firði og Paula Sörensen, Reykja-
vik.
A VEGUM félagsins Alliance
Francais verður sýnd frönsk kvik-
mynd, Don Juan, sem gerð er eft-
ir leikriti Moliere, í franska bóka-
safninu að Laufásvegi 12, þriðju-
daginn 7. desember klukkan
20.30. Jacques Ramymond og Sig-
ucður Pálsson munu flytja inn-
gangserindi um Don Juan og tveir
nýútskrifaðir leikarar, Sigurður
Sigurjónsson og Sólveig Halldórs-
dóttir, munu leika stutta kafla úr
verkinu.
undir fyrirsögninni: NY BÓK —
um náttúrufræði himingeimsins,
ÁSTROBIOLOGI — eftir Þor-
stein Guðjónsson... og undir-
ritað. . . LlFGEISLAÚTGÁFAN,
FÉLAG NYALSSINNA. ... er
bæði rétt og skylt að taka fram
eftirfarandi:
1) Þessi bók er hvorki samin að
undirlagi né í samráði við Félag
Nýalssinna, og þvi ekki gefin út á
vegum þess.
2. Ekki ein króna hefir verið
greidd úr sjóði F.N. vegna samn-
ingu eða útgáfu þessarar bókar.
3) Utgáfufyrirtækið „Lifgeisla-
útgáfan" er ekki á vegum F.N.
4) Pósthólf það, er nefnt er i
auglýsingunni er ekki pósthólf
F.N.
5) Hvorki stjórnarfundarsam-
þykkt né félagsfundarsamþykkt
liggur fyrir um auglýsingu þessa.
Þar sem hér hefir eigi verið
farið að lögmætum félagslegum
leiðum, krefst ég þess sem
einstaklingur i félaginu (F.N.),
að undirskriftin „Félag Nýals-
sinna“ verði felld niður í frekari
auglýsingum um bök þessa.
Kjartan Norðdahl.
Fyrir nokkrum árum sýndi
Leikfélag Akureyrar Don Juan i
þýðingu Jökuls Jakobssonar, en
leikstjóri var Magnús Jónsson. Þá
má og geta þess að fyrir þremur
árum sýndi sjónvarpið leikritið og
léku þar Arnar Jónsson og Þráinn
Karlsson. I kvikmyndinni, sem
sýnd verður í kvöld leikur Michel
Piccolli Don Juan.