Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 VETRARHARKA OG 31 LEIK FRESTAÐ SNJÓKOMA og frost gerðu það að verkum, að fresta varð 31 deildarleik f Englandi og Skotlandi á laugardaginn. Er þetta versta ástand I þessum efnum sfðan árið 1973. Þannig fóru aðeins fram 5 af 11 leikjum 1. deildar f Englandi og f Skotlandi varð að fresta öllum leikjum í úrvalsdeildinni. En þótt leikirnir í 1. deildinni ensku hafi aðeins orðið fimm, buðu þeir á merkileg úrslit og mýgrút marka, eða 23 mörk. Og iangmerkilegustu úrslitin voru sigur Ipswich yfir Liverpool en með þessum sigri Ipswich minnkaði forysta Liverpooi f toppi 1. deildar niður f eitt stig og þar sem Ipswich hefur leikið einum leik færra í deildinni, er staða liðsins raunar betra en Liverpool. Leikmenn flestra ensku liðanna áttu náðugan dag á laugardaginn. Þeir frægu kappar sem sjást á þessari mynd, Best og Bobby Moore meðal þeirra, voru þó á ferðinni svo um munaði. Áhorfendur á Portman Road, leikvelli Ipswich, voru með flesta móti, 35.082. Og þeir fengu að sjá æsandi leik, fullt af skemmtileg- um augnablikum en aðeins eitt mark. Ipswich hóf fljótt mikla sókn að marki Liverpool og aðeins stórleikur Ray Clemence í mark- inu hjá Liverpool kom í veg fyrir að Trevor Whymark skoraði fyrir Ipswich á fyrstu mínútunum. En þetta átti eftir að breytast, Kevin Beattie, bezti varnarmaður Ipswich, meiddist illa svo að lítið gagn varð að honum í fyrri hálf- leik. Þetta olli því að Liverpool sótti mun meira í fyrri hálfleikn- um án þess þó að uppskera mark. 1 upphafi seinni hálfleiks tók Beáttie stöðu sína á vellinum og Ipswich varð aftur sterkari aðil- inn. Brian Talbot hafði nærri skorað með góðu skoti, en Clem- ence varði, bakvörður Liverpool, Ray Jones bjargaði á línu eftír að Allan Hunter hafði skotið að marki og Beattie átti skalla naum- lega framhjá. Menn voru farnir að búast við markalausu jafntefli þegar mark- ið kom 15 mínútum fyrir leikslok. Clive Woods tók hornspyrnu, Emelyn Hughes skallaði frá marki, Trevor Whymark skallaði til baka að markinu og þar stökk Paul Mariner hærra en varnar- mann Liverpool og skallaði knött- inn í netið við gífurleg fagnarlæti áhorfenda. Ipswich keypti Marin- er nýlega frá Plymouth fyrir háa upphæð og virðist hann ætla að verða peninganna virði. Á Higbury í Lundúnum lék Malcholm McDonald aðalhlut- verkið, þegar Arsenal sigraði Newcastle 5:3 í eldfjörugum Ieik. Var reyndar tími til þess kominn að McDonald sýndi hvað í honum býr, en hann hefur sýnt frekar slaka leiki frá því að Arsenal keypti hann frá Newcastle í sum- ar fyrir 330 þúsund pund. Og þeg- ar McDonald komst loksins á skrið, voru það gömlu félagarnir hjá Newcastie, sem urðu fyrir barðinu á honum. Reyndar var það Newcastle sem varð fyrri til að skora, Micky Burns skoraði með hörkuskoti af vítateig á 15. mínútu. En Trevor Ross jafnaði metin á 24. mínútu og fjórum mínútum síðan komst Arsenal yf- ir með frábæru skallamarki McDonald. Og áður en blásið var til leikhlés, hafði Frank Stapleton tekizt að auka forskot Arsenal í 3:1 þegar hann lenti í mikilli bar- áttu um boltann við Mahony markvörð Newcastle og hafði bet- ur í þeirri viðureign. i seinni hálfleik hélst sami æs- ingurinn, McDonald bætti við fjórða markinu á 65 mínútu, Alan Gowling breytti stöðunni 4:2 á 70. mínútu og Burns í 4:3 á 71. mín- útu. En tveimur mínútum fyrir leikslok innsiglaði McDonald sig- ur Arsenal með sínu þriðja marki og var það skorað með skalla. Áhorfendur voru 34.053 og voru þeir ekki sviknir af þessum leik. I Leicester sáust ótrúlegar tölur á markatöflunni í lok leiks heima- liðsins og Birmingham. Birming- ham sigraði 6:2, eftir að hafa haft yfir 4:0 í hálfleik. Hejta liðsins í þessum leik var miðherjinn Kenny Burns, sem skoraði þrjú mörk. Leicester átti ekkert svar við stórgóðum leik Birmingham í fyrri hálfleik. Gary Emmanuel skoraði stórglæsilegt mark á 20 mínútu eftir að hafa fengið knött- ínn frá Trevor Francis og tveimur minútum síðar var Francis sjálfur á ferðinni með gott mark. Á 33. mínútu var röðin komin að Kenny Burns, hann skoraði þá með skalla og fjórða markið gerði hann einnig, en það kom á 37. mínútu. Bakvörður Leicester, Dennis Rofa, skoraði sjálfsmark á 55. mínútu og á þeirri 65. skoraði Kenny Burns sitt þriðja mark og staðan var orðin ótrúleg, 0:6. En leikmenn Leicester, sem væntan- lega vilja gleyma þessum leik sem allra fyrst, bættu aðeins stöðuna með mörkum Steve Kember á 71. mínútu og Frank Worthington á þriðju mínútu veikindatímans (injury time). Áhorfendur voru 20.388 og yfirgáfu margir þeirra völlinn löngu fyrir leikslok en áhangendur Birmingham sungu sig hása af hrinfingu, enda sjald- gæft að lið þeirra standi sig svona vel á útivelli. Middlesbrough vann sinn fyrsta útisigur á keppnistímabilinu og hann var á kostnað West Ham, sem gengur erfiðlega um þessar mundir. Eina mark leiksins gerði Phil Boersma. Þá gengur Derby fátt í haginn sem stendur. Liðið hafði tvívegis yfirhöndina gegn Manchester City í Manchester. Fyrst skoraði Leighton James fyr- ir Derby, Brian Kidd jafnaði met- in en James kom Derby aftur yfir og þannig var staðan 8 mínútum fyrir leikslok. En þá tókst Kidd að jafna aftur og á lokamínútunum skoraði Denis Tuert sigurmark Manchester City, sem þar með komst upp í 4. sætið í deildinni. 1 2. deild urðu þau úrslit merki- legust, að toppliðið Chelsea tapaði en önnur lið í toppbaráttunni héldu sínu. Miðlandaliðin Wolverhamton og Nottingham Forest halda áfram að hlaða mörkunum og hafa nú skorað flest mörk í 1. og 2. deild það sem af er, 41 og 38 mörk. 1. DEILD Hcima Uti Stig Liverpool 17 7 1 0 19:4 4 2 3 9:8 25 Ipswich Town 16 6 3 0 21:6 4 í 2 11:9 24 Newcastle United 17 6 3 0 17:7 2 3 3 12:13 22 Manchester City 16 5 3 1 13:8 2 4 1 8:5 21 Aston Villa 16 6 1 1 25:10 2 2 4 6:10 19 Arsenal 16 5 2 1 18:8 3 1 4 13:18 19 Leicester City 18 2 5 2 14:15 2 5 2 6:10 18 Birmingham City 17 4 2 1 12:5 3 I 6 14:17 17 Leeds United 16 2 5 1 12:11 3 2 3 10:9 17 Middlesbrough 16 6 0 2 7:4 1 3 4 3:11 17 West Browich Albion 16 5 2 1 18:5 1 2 5 5:16 16 Everton 16 4 2 2 13:9 2 2 4 12:17 16 Stoke City 16 6 1 0 10:3 0 3 6 2:13 16 Coventry City 15 4 2 3 14:11 1 3 2 5:7 15 Manchester United ‘ 15 1 3 3 11:13 3 3 2 12:11 14 Queens Park Rangers 16 5 1 2 13:9 0 3 5 7:14 14 Norwich City 17 3 2 3 8:10 1 3 5 8:15 13 Derby County 15 3 3 1 15:7 0 3 5 6:16 12 Bristol City 16 2 3 3 10:8 2 1 5 5:11 12 Tottenham Hotspur 16 3 3 3 8:8 1 0 6 12:26 11 Sunderland 16 1 2 4 4:8 i : J 5 9:17 9 West Ham United 17 2 2 5 9:14 í 1 6 8:18 9 2. DEILD L Heima (jti Stig Chelsea 17 7 1 0 18:10 4 2 2 11:11 25 Blackpool 18 5 1 3 14:10 4 4 1 15:9 24 Bolton Wanderes 16 7 0 1 16:7 3 2 3 12:12 22 Wolverhamton Wanderes 17 5 1 3 23:11 3 4 1 18:11 21 Nottingham Forest 17 6 2 1 30:14 2 3 3 8:7 21 Sheffield United 17 4 5 0 12:6 2 2 4 8:14 19 Oldham Athletic 17 6 1 2 25:14 1 3 4 11:17 18 Charlton Athletic 17 6 1 2 25:14 1 3 4 11:17 18 Blackburn Rovers 17 5 1 2 12:5 3 1 5 6:17 18 Luton Town 17 4 2 2 12:10 3 1 5 15:16 17 Milwall 15 5 1 2 16:6 2 1 4 8:13 16 Fulham 17 4 3 2 16:10 1 3 4 11:16 16 Notts County 17 3 1 4 7:10 4 1 4 18:20 16 Hull City 15 5 2 0 16:5 0 3 5 3:14 15 Bristol Rovers 17 4 3 2 16:11 1 2 5 7:14 15 Southamton 17 4 3 2 13:11 1 3 4 10:16 14 Burnley 17 3 5 1 15:11 1 1 6 6:15 14 Cardiff City 17 3 2 4 11:15 2 2 4 10:13 14 Carlisle United 18 3 4 1 12:10 2 0 7 8:6 14 Plymouth Argyle 17 2 3 4 13:12 1 3 4 9:18 12 Hereford United 16 2 2 3 9:14 1 2 6 12:21 10 Orient 15 1 1 4 7:9 1 4 4 7:13 9 Kn atlspy rnuúrsllt ENGLAND, 1. DEILD: Arsenaí — Newcastle United 5:3 Ipswich Town — Liverpool 1:0 Leicester City—Birmingham City 2:6 Manchester City—Derby County 3:2 West Ham United — Middlesbrough 0:1 Frestað var leikjum Aston Villa/Tottenham, Everton/Norwich, Queens Park Kangers/Manchester United. Stoke/Coventry og Sunderland/West Brom- wich. Leik Bristol City og Leeds United vcr aflýst f hálfleik vegna þoku, og var staðan þá 0:0. ENGLAND 2. DEILD:lBurnley — Cardiff City 0:0 Carlisela United — Orient 1:0 Charlton Athletic — Blackburn Rovers 4:0 Fulham — Oldham Atletic 5:0 Luton Town — Blackpool 0:0 Nottingham Forest — Bristol Rovers 4:2 Sheffield United — Chelsea 1:0 Southamton — Notts County 2:1 Wolverhamton Wanderes — Plvmouth Argyle 4:0 Frestað var leikjum Hereford United/Bolton Wanderes og fluil City/Mil- vall. ENCLAND3. DEILD: Chesterfield — Bury 7:0 Cillingham — Rotherham United 1:2 Portsmouth — Preston North End 0:0 Sheffield W'ednesday — Tranmere Rovers 2:1 Shrewsbury Town — Birghton 1:0 Wrexham—OxfordUnited 1:1 Frestað var leiknum Reading/York City og leikjum Lincoln City/Crystal Palace og Northamton Town/Mansfeild Town var hætt f miðju kafi vegna slæmra vallarskilyrða, og höfðu þá bæði aðkomuliðin yfir 1:0. ENGLAND, 4. DEILD: Bournemouth—BradfordCity 1:1 Cambridge United — Stockport County 2:2 Colchester United — Darlington 4:0 Exeter City — Doncaster Rovers 0:2 Southend United — Huddersfield United 1:1 Watford — SwanseaCity 2:0 Frestað var leikjum Crewe Alexandra/Newport, Halifax/Torquay, Hartlepool/Southport, Rochdale/Barnsley, Scunthorpe/Brentford^Workington/Alders- hot. SKOTLAND, (JRVALSDEILD: öllum leikjum frestað, en það voru leikir Aberdeen/Patrick Thistle, Hibern- ian/Celtic, Kilmarnock/Hearts, Mother- well/Dundee United og Rangers/Ayr United. SKOTLAND, 1. DEILD: East Fife — Clydebank 0:6 Queens of the South—Arbroath 0:1 öðrum leikjum frestað. SKOTLAND 2. DEÍLD: öllum leikjum frestað. HOLLAND: Telstar — Utrecht 1:1 Go Ahead Eagles — Twente 1:1 Amsterdam — NAC Breda 1:0 Roda — Aja 2:3 NEC Nimjegen —Sparta 3:0 Graafschap — FC den Haag 0:3 Eindhoven — Harlem 2:1 Tveimur leikjum var frestað, leikjum Rotterdam — Venlo og AZ 67 — PSV Eindhoven. Ajax er f fyrsta sæti með 26 stig eftir 16 leiki Feyenoord er með 25 stig og einum leik minna, Roda 16 leiki og 19 stig og sömuleiðis Haarlem. rUKlUUAL■ - irnn u:v>. L.eiKur- inn var liður f undankeppni HM f knatt- spyrnu. Mörk Portúgala gerðu Chalana og Nene, en fyrir Kýpur skoraði Sty lianou. Staðan f riðlinum: Danmörk 3 2 0 1 10:2 4 Pólland 2 2 0 0 7:0 4 Portúgal 3 2 0 1 3:3 4 Kýpur 4004 2:17 0 AUSTURRlKI — MALTA 1:0 (0:0). Mark Austurrfkis skoraði Krankl. Staðan f 3. riðli: Tyrkland 2 110 5:1 3 Austurrfki 110 0 1:0 2 A-Þýzkaland 10 10 1:1 1 Malta 2 0 0 2 0:5 0 BELGlA: Beerschot —Courtrai 1:0 Lierse — FC Mailnois 1:0 Waregem —Antwerpen 2:0 Ostend — Winterslag 0:0 FC Liegeois — Beveren 1:0 Lokeren — Anderlecht 2:3 FC Brugge — Sporting Charleroi 2:0 Beringen — Standard Liege 0:1 Staðan f belgísku 1. deildinni er nú þessi: FC Brugge 13 27:10 21 Molenbeck 13 22:10 19 Anderlecht 13 30:17 17 Lierse 13 18:15 17 Standard Liege 13 15:10 17 Beerschot 13 29:20 16 Courtrai 13 17:17 15 Antwerpen 13 15:16 15 CS Brugge 13 19:21 14 Lokeren 13 16:15 12 Winterslag 13 14:14 11 Beringen 13 18:18 10 Beveren 13 10:18 10 Wagegem 13 16:22 9 Charleroi 13 10:18 9 FC Liege 13 12:23 7 Ostende 13 17:28 7 FC Malines 13 10:24 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.