Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri: Skipun í stjóm SKtRR eðlileg í alla staði Borgarstjóri: Bygging Byggung til fyrirmyndar BYGGING félagsins Byggung varð umræðuefni á fundi borgarstjórnar 2. des. Kom þar fátt nýtt fram sem ekki hafði komið fram áður. Sigurjón Pétursson sagði úthlutun lóðar- innar til Byggung hafa verið pólitíska. Nú stæði fyrir dyrum að innrétta þrjár íbúðir á fyrstu hæð hússins þar sem hefði átt að koma félagsleg þjónusta. Borgarstjóri sagði að bygging þessi væri til fyrirmyndar eins og komið hefði fram í fréttum. Fólkið hefði sjálft óskað eftir innréttingu Ibúðanna. Birgir ís- leifur Gunnarsson sagði að leyfisveiting sem þessi fyrir innréttingu íbúðanna væri ekki einsdæmi. Björgvin Guðmunds- son sagði byggingin væri reyndar til sóma. Hann hefði hins vegar þá skoðun að úthluta ætti lóðum til byggingasam- vinnufélaga. Kvaðst hann ekk- ert hafa á móti innréttingum á þrem ibúðum til viðbótar. Tengibraut milli Stekkjar- bakka og Reykjanesbrautar? BORGARFULLTRTJAR Alþýðubandalagsins lögðu fram tillögu þess efnis á síðasta fundi borgarstjórnar, að gerð yrði bráðabirgðatenging milli Stekkjarbakka og Reykjanes- brautar. Litlar umræður urðu um málið en Sigurjón Péturs- son sagði að nokkurt vandamál verði að komast af nýgerðri braut upp I Breiðholt III inn á Reykjanesbraut. Og geti það orðið erfið leið I snjó og hálku. Giskaði Sigurjón á, að kostnað- ur við gerð fyrrnefndrar tengi- brautar yrði um 2.5—3 millj. Borgarstjóri Birgir Isleifur Gunnarsson sagði að sér fyndist sjálfsagt að athuga þetta mál og lagði hann til að málinu yrði vísað til borgarráðs. Markús örn Antonsson tók undir orð borgarstjóra en gerði viðaukatillögu þess efnis að bætt yrði lýsing á veginum upp I Breiðholt. Var síðan samþykkt að vísa þessu til borgarráðs. FRÁ BORGARSTJÓRN TALSVERÐAR deilur urðu um Skýrsluvélar ríkisins og Reykja- víkurborgar á fundi borgarstjórn- ar 2. des. Ástæðan var, að tveir fulltrúar borgarinnar I stjórn SKYRR höfðu óskað eftir að hætta þar. En ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og formað- ur stjórnar SKÝRR sendi borgar- ráði bréf þess efnis að óæskilegt væri að báðir fulltrúar borgarinn- ar hættu samtímis. Umræddir fulltrúar voru Hjörleifur Hjör- leifsson og Helgi V. Jónsson. Síðan sendi Helgi inn bréf þar sem hann afturkallar afsögn sína. Á fundi borgarráðs 23. nóv. lét borgarstjóri Birgir Isleifur Gunnarsson bóka „Borgarráð fellst á afstöðu Helga V. Jóns- sonar og samþykkir jafnframt að tilnefna Hauk Pálmason í stjórn SKYRR I stað Hjörleifs." Borgarfulltrúi Sigurjón Péturs- son (Abl) kvaddi sér hljóðs um þetta efni á fundinum. Kom þar fram I máli hans að hann hafði lagt til að Áki Jónsson yrði val- inn. Sagðist hann telja rétt ef báðir fulltrúar borgarinnar hættu ætti minnihlutinn að fá annan fulltrúann. Sagðist hann hafa stungið upp á þessu, en þá hefði verið pantað bréf úr fjármála- ráðuneytinu af borgarstjóra þess efnis að nauðsynlegt væra að annar fulltrúi borgarinnar sæti áfram. Sagði Sigurjón að borgar- stjóri hefði með þessu sniðgengið rétt minnihluta borgarráðs til að öðlast réttláta hlutdeild í stjórn SKYRR. Sagðist Sigurjón mót- mæla harðlega þessari grófu árás á lýðræðislegan rétt minnihlut- ans. Sigurjón sagði að SKYRR hefðu vaxið hrikalega I kostnaði undanfarin ár. Hann sagðist halda að full ástæða væri til að kanna hvernig fyrirtækið SKÝRR starfaði. Borgarstjóri Birgir Isleifur Gunnarsson (S) sagði að þótt ágreiningur hefði orðið um málið I borgarráði lægju rökin fyrir endanlegri ákvörðun I augum uppi. SKÝRR væru þjónustufyrir- tæki fyrir borg og ríki. Það fyrir- komulag að I stjórn SKYRR sitji menn sem gjörþekki þau fyrir- tæki sem þjónað er af SKÝRR er fullkomlega eðlilegt. Borgarstjóri sagði það hreinustu rangtúlkun að hér væru brotnar lýðræðisregl- ur. Hér væri verið að skipa menn I trúnaðarstöður sem nauðsynlega þyrfti að vega vel og meta hverju sinni. Sagði Birgir Isleifur það hreinustu fjarstæðu af borgar- fulltrúa Sigurjóni Péturssyni að reyna að halda því fram að hann (borgarstjóri) panti bréf úr ráðu- neyti eftir eigin geðþótta. Birgir Isleifur Gunnarsson sagðist ekki stjórna gjörðum ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins eða ann- arra starfsmanna þar. Að halda slíku fram væri óskiljanleg vit- leysa. Mótmælti hann því slíkum ásökunum harðlega. Varðandi uppástungu Alþýðubandalagsins um skipan fulltrúa I stjórn SKYRR sagðist borgarstjóri vilja geta tvenns: 1) umræddur maður hefði hvergi komið nærri starf- semi borgarínnar og því algjör- lega ókunnugur henni og 2) að hann væri nátengdur þvi fyrir- tæki sem hvað mesta samkeppni hefði við IBM. Borgarstjóri gat þess, að nokkuð hefði verið gagn- rýnt að SKYRR skipti eingöngu við IBM. Taldi hann viðskipti IBM og SKYRR fullkomlega eðli- leg I alla staði. Nefndi hann sem dæmi að ekkert einsdæmi væri að IBM véiar væru notaðar I tölvuút- reikningi, Samband ísl. sam- vinnufélaga hefði ekki fyrir löngu fengið IBM samstæðu og ennfremur Reiknistofa bank- anna. Um hækkun á kostnaði við rekstur SKÝRR sagði borgarstjóri að sífellt væri verið að auka tölvu- þjónustu og taka meira til vinnslu og þvl væri eðlilegt að kostnaóur hækkaði, meiri þjónusta og vinnsla kallaði oft á aukabúnað. Skipan málaí stjórn SKÝRR væri eðlileg, I alla staði og vísaði hann gagnrýni Sigurjóns Péturssonar á bug. Borgarstjóri sagði að best væri að allir borgarfulltrúar ættu jafnan aðgang að fulltrúum borgarinnar I stjórn SKYRR. Þar væri því embættismaður borgar- innar lausnin. Hins mesta jafn- vægis yrði að gæta I skipan stjórna. Sigurjón Pétursson tók aftur til máls og minntist á hvort óeðlilegt væri að fulltrúi borgar- STRÆTISVAGNAR Reykjavikur eru sá þáttur! starfsemi borgarínnar sem hinn almenni borgari verður mest var við dag hvern árið um kring Þeirra starf- semi er oft nokkuð umdeild Umræður spunnust um þá á fundi borgarstjórnar 2 desember síðastl'iðinn Upphaf málsins var reyndar bókun sem Leifur Karlsson fulltrúi Framsóknarflokksins i stjórn SVR lét gera á fundí stjórnar- innar 3 nóv i bókun Leifs kemur m a fram ábending I þá átt, að stjórnarfyrir- komulag SVR sé að þróast i óeðlilega átt T.a.m segir Leifur að keypt hafi verið dráttarbifreið án þess að samráð hafi verið haft við stjórn SVR. þetta gerðist árið 1975 Ennfremur segir i bókun Leifs að hann „átelji harðlega" að ráðinn hafi verið tæknifræðingur til SVR án vitundar stjórnarinnar og án auglýsingar Þá segir að starfsmenn SVR hafi hannað nýja akstursleið (14) um Seljahverfi án samstarfs við stjórn- ina Enn segir að vetraráætlun hafi verið afgreidd í flýti á stjórnarfundi ennfremur segir Leifur nokkuð frá öryggisútbúnaði vagnana i vetrarfærð- inni Alfreð Þorsteinsson (S) las upp gagnrýni Leifs Karlssonar og sagði að hún hefði verið væg Sjálfur sagðist Alfreð myndu hafa tekið miklu harðar á málunum því til þess hefði verið full ástæða Sveinn Björnsson (S) stjórnarformaður SVR svaraði og sagði að þessar umræður sem hér væru hafnar í borgarstjórn væru þriðji þáttur í sjónleik sem hafizt hefði 3 nóvember með bókun Leifs Karlssonar Varðandi bókun Leifs kvaðst hann vilja segja; að kaupin á dráttarbifreiðinni hafi verið borin undir hann sem stjórnarformann og hefði hann samþykkt það umsvifa- laust þvi bifreiðin hefðí aðeins kostað Birgir Isleifur Gunnarsson. innar I stjórn SKYRR væri frá öðru fyrirtæki en SKÝRR skipti við, — sagði hann það eðlilegt að fulltrúinn væri þá maður sem ef til vill væri frá öðru fyrirtæki, allavega væri sá möguleiki fyrir hendi. Davfð Oddsson (S) sagði að Sigurjón hefði sagt rekstrar- kostnað aukast si og æ. En menn yrðu bara að gera sér grein fyrir að tölvutækni fleygði geysiört fram. Þá sagði Davíð það mjög athyglisvert og raunar I fyrsta skipti sem hann heyrði fulltrúa Alþýðubandalagsins segja að kostur væri ef fulltrúinn um- ræddi væri starfsmaður auð- hrings. Þetta væri nýlunda hjá Alþýðubandalagsmönnum. Aðrir sem til máls tóku I þessum um- ræðum voru Markús örn Antons- son (S), Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl), Björgvin Guðmundsson (A) og Albert Guðmundsson (S), en hann sagðist vilja að við slitum samstarfi við SKÝRR og stofn- uðum okkar eigin tölvufyrirtæki. Sem sjá má urðu umræður snarp- ar á köflum. 1.5 millj en ný bifreið hefði kostað tæpar 6 milljónir Þarna hefði þvi for- stjóri SVR sýnt frábæra útsjónarsemi Sveinn sagði ennfremur að ef binda ætti hendur forstjóra og starfsmanna SVR svo i sjálfsagðri ákvarðanatöku. sem hér væri um að ræða teldi hann það vísa leið til að drepa niður frum- kvæði og ábyrgð þessara manna, í máli Sveins kom fram að umrædd bifreið er fimm ára gömul mjólkurbif reið, og tilgangur kaupanna var að eignast eigin verkstæðisbil til hifinga og ýmissa þess konar starfa hjá SVR og ekki sist til dráttar á biluðum vögn- um Áður voru notaðir gamlir strætis- vagnar til þessa og vart gætu menn verið ósammála um að slikt skapaði slysahættu Varðandi ráðningu tækni- fræðings sagði Sveinn að eftir að hann fór að kynnast starfsskipulagi SVR hefði hann gert sér grein fyrir þvl að mikil þörf væri á rekstrartæknifræðingi til starfa þar Enn brýnna hefði þetta orðið er 2—3 menn SVR hurfu frá störfum á árinu 19 75 vegna aldurs og veikinda ,.$vo nú á miðju ári 1976 frétti ég af ungum rekstrartæknifræð- ingi I atvinnuleit Var mér kunnugt um að honum bauðst starf á 2—3 stöð- um." sagði Sveinn Hann hefði því beitt sér fyrir því að maðurinn yrði lausráðinn til næstu áramóta frá ágúst- byrjun Sagðist Sveinn hafa metið stöðu þá sem upp kom þannig. að þó þetta væri gagnrýnivert væri það enn gagnrýníverðara ef hann hefði látið tækifæri það sem þarna bauðst ganga sér úr greipum. Um hönnun aksturs- leiðar 14. sagði Sveinn það misskiln- ing hjá Leifi Karlssyni að starfsmenn SVR þyrftu eitthvert sér umboð að hanna nýjar leiðir Þvert á móti væri það skylda þeirra eftir því sem þörf og reynsla krefðist Sveinn sagði að ef stjórnarmenn bæru ekki traust til þaul- reyndra starfsmanna i þessu efni, væri vandséð hvernig leysa ætti verkefni sem þessi Ennfremur væri óraunhæft hvað sem samþykktir segðu að stjórn SVR hanni leiðarkerfi. því til þesS hefði venjuleg stjórn engin skilyrði, þekk- ingu eða reynslu Um vetraráætlun sagði Sveinn að hún hefði verið tilbúin aðeins tveim vikum fyrir gildistöku og orsökin væri mannfæð Sagðist Sveinn ekki skilja sleggjudóma Leifs Karls- sonar um vetraráætlunina þvi á stjórnarfundi SVR i haust hefði hann látið bóka að hann væri að mestu samþykkur vetraráætluninni utan þess að hann teldi þjónustu við Selhrygg og leið 12 alls ófullnægjandi Um út- búnað í vetrarakstri sagði Sveinn að engín einhlit lausn lægi fyrir, rætt hefði verið við gatnamálayfirvöld og lögregluyfírvöld Snjómynstur þau sem nú væru á hjólbörðum SVR væru með því sem best hefði reynst Nú væri hins vegar ætlunin að leggja áherslu á hálkueyðingu i vetur og leita álits bif- reiðaeftirlits, gatnamáladeildar og umferðarnefndar á útbúnaði I vetrar- akstri Sveinn sagði að Leifur Karlsson hefði sagt i niðurlagi bókunnar sinnar að SVR væri rekið meira og minna sem einkafyrirtæki örfárra embættismanna. þetta væri óljós aðdróttun og kaldrana- legar kveðjur til forstjóra SVR sem hefði varið 25 árum ævi sinnar i uppbyggingu almenningsvagnaþjón- ustu höf uðborgarinnar Siðan sagði Sveinh að fullyrða mætti að sá dugnaður og frumkvæði sem forstjóri SVR og menn hans hefðu sýnt I störf- um sínum, verðskuldi ekki þá fram- komu af hálfu stjórnarmanna SVR sem Leifur Karlsson virtist telja sér sam- boðna Sveinn greindi frá þvl að fjöl- margir útlendingar hefðu sagt sér bæði fyrr og síðar að þjónusta SVR við borgarbúa væri tiltölulega góð miðað við nágrannalöndín. Hér væri t.d. far- gjöld aðeins Vt af þvi sem væri I Noregi. Að lokum sagði stjórnarformaður SVR að hversu vel sem stjórnarmenn SVR væru af Guði gerðir yrði þeim æði erfitt að afgreiða öll þau mál sem nú færu um hendur forystumanna i starfs- liði SVR Mikið af þvi sem fram kom i máli Sveins Björnssonar hafði einnig komið fram I mótbókun við bókun Leifs Þorbjöm Broddason (Abl) sagði að málflutningur stjórnarformanns SVR snerti hvergi nærri kjarna máls- ins Harin kvaðst i aðalatriðum geta tekið undir gagnrýni Leifs Karlssonar sem væri bæði efmsleg og formleg En um umræddan starfskraft sagðist Þor- björn ekki hafa ástæðu til annars en að telja hann góðan eða ekki hefði hann sjálfur orðið var við neitt það sem benti til að starfsmaðurínn væri ekki hæfur til starfsins Siðan sagði Þorbjörn að þó stjórnarfundir SVR yrðu virkari þýddi það alls ekki að forystumenn I starfsliði SVR væru þar með orðnar lyddur, þvi væri fjarri Alfreð Þor- steinsson sagði það hafa komið fram í mótbókun Leifs Karlssonar við bókun Sveins að öllum væri Ijóst notagildi umræddrar bifreiðar Ennfremur hefði þar sagt að ekki hefði verið þörf á ráðningu starfsmannsins, heldur gilti um þessi tvö atriði hvernig staðið hefði verið að málum Gagnrýni á hönnun nýrrar leiðar nr. 14 ætti fullan rétt á sér og sleggjudómatal formanns stjórnar SVR breytti engu um skoðun Leifs Karlssonar á gerð vetraráætlunar. Alfreð sagði það alrangt að hér væri á ferðinni sjónleikur sem hann ætti þátt í eða leikstýrði Endurtók Alfreð siðan að ef hann hefði setið I stjórn SVR hefði hann tekið miklu harðar á málunum Að lokum sagði hann að Sveinn Björnsson hefði hvergi nærri hrakið málflutning Leifs Karlssonar Sveinn Björnsson tók aftur til máls og sagði að slfellt væri veriS að reyna að sannfæra sig að engin persónuleg gagnrýni væri í sig og forystumenn I starfsliði SVR. Vildi hann af þvi til- Framhald á bls. 28 Sveinn Björnsson. Sveinn Björnsson um SVR: Frumkvæði og ábyrgð embættis- manna drepin niður — ef binda á hendur þeirra um sjálfsagðar ákvarðanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.