Morgunblaðið - 07.12.1976, Side 11

Morgunblaðið - 07.12.1976, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 11 t tilefni að 60 ára afmæli Alþýðusambands tslands stendur nú fyrir Sögu- sýning verkalýðshreyf- ingarinnar í húsa- kynnum Listasafns ASl að Laugarvegi 31. Það er Sögusafn verka- lýðshreyfingarinnar, sem starfar í tengslum við Menningar- og fræðslu- samband alþýðu (MFA) og verkalýðsflokkarnir Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, sem skipað hafa fulltrú : í sýn- ingarnefnd. Sýningin bregður upp svipmynd- um úr baráttusögu alþýðusamtakanna, ljós- myndir eru úr atvinnulíf- inu, einkum þær, sem sýna verkmenningu fyrri ára. Þá eru á sýningunni myndir sem lýsa híbýla- háttum alþýðufólks fyrr og nú og útgáfustarfsemi verkalýðssamtaka og flokka er gerð skil. Þá hafa ýmis verkalýðsfélög léð merka safngripi og sögulegar heimildir til sýningar, auk fána og kröfuborða alls konar. I sýningarnefndinni áttu sæti þeir Helgi Skúli Kjartansson, Hjörleifur Sigurðsson, Ólafur R. Einarsson og Stefan Ögmundsson Sýningin er opin alla daga frá kl. 16 — 22 í sýningarsal Listasafns alþýðu, til 12. desember. Sögusýning verkalýðshreyfingar Litið yfir sýningarsal Ein Ijósmyndanna á sýningunni. Ljóð Jóns frá Ljárskógum Úrval Steinþórs Gestssonar á Hæli ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér bókina Ljóð Jóns frá Ljárskógum. Er hér um að ræða ríflegt úrval úr Ijóðum hans gert af Steinþóri Gests- syni á Hæli en Steinþór var eins og kuhnugt er einn af félögum Jóns í MA kvartettinum ásamt þeim Þorgeiri Gestssyni og Jakob Hafstein. Jón lézt aðeins 31 árs að aldri og hafði þá sent frá sér tvær Ijóðabækur, sem seldust upp mjög fljótt En sum Ijóða hans eru eigi að siður enn á flestra vörum Steinþór .Gestsson ritar formála fyrir Ijóðunum, þar sem hann gerir grem fyrir ævi Jóns og skáldskap Þar segir m a ... í verkum hans er að finna kvæði sem skipa honum á bekk með góðskáldum okkar, og ég hygg að Ijóð hans verði lesin og lærð af ungum sem öldnum í þeim er að finna lofsöng skáldsins til fegurðarinnar og gleð- innar Á erfiðum stundum kveður hann sig í sátt við lifið og dauðann " Ljóð Jóns frá Ljárskógum er 122 bls að stærð, alls 40 Ijóð Bókin er Drentuð i OHHa KUGGSJÁ Hafði Madelein eitrað matinn, eða hafði spennan sem ríkti á óðalinu eftir árásirnar aukið á grunsemdir Falcons? Theresa Charles fer hér á kostum, þessi bók hennar er ein sú mest spenn- andi sem við höfum gefið út. Örlögin börðu vissulega að dyr- um, þegar Shefford læknir flutti sjúklinginn dularfulla heim á heimili sitt. Og það voru margar spurningar sem leituðu á huga Önnu Shefford: Hvers vegna hafði Sir John einmitt valið hana? Hvers vegna vildi hann einmitt kvænast henni,fátækri, umkomu- lausri læknisdóttur, forsjá þriggja yngri systkina? Rauðu ástarsögumar Hugljúf og fögur, en um fram allt spennandi ástarsaga bóndans unga, hans Andrésar, barátta milli heitrar og æsandi ástar hinn- .ar tælandi Margrétar og dýpri en svalari ástar Hildar, hinrarlyndis- föstu og ljúfu heimasætu stór- býlisins. Heillandi sænsk herra- garðssaga. Nunnan unga var hin eina, sem möguleika hafði á að bjarga lífi særða flugmannsins, sem svo óvænt hafnaði í vörzlu systranna. En slíkt var dauðasök, því ungi flugmaðurinn var úr óvinahern- um og þjóðverjarnir voru strangir. - Óvenjuleg og æsispennandi ástarsaga. Sex ungar stúlkur, sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir vonbrigðum í ástamálum og eru fullar haturs í garð karlmanna almennt, taka eyðibýli á leigu og stofna Karlhataraklúbbinn. ...En þær fengu fljótlega ástæðu til að sjá eftir að hafa tekið þessa ákvörðun....

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.