Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 33 Markús örn Antonsson. undrun hjá unglingunum og vöknuöu hjá þeim margar spurn- ingar; svo sem „Hvað eruð þið að gera hér“, „Hvers vegna eruð þið að skipta ykkur af okkur“, „eruð þið útsendarar lögreglu, foreldra eða verslunareigenda.“ En þegar unglingarnir kynntust vinnu- • • Markús Orn Antonsson: Nýjung í æskulýðs- starfi í Breiðholti — útideild starfar meðal unglinga Á FUNDI félagsmálaráðs Reykja- víkurborgar 18. nóvember kom til umræðu starfsemi svokallaðrar útideildar í Breiðholti. Til útskýr- ingar hvað útideild er, má geta þess að hlutverk þeirra sem i henni starfa er að aðstoða ung- linga á ýmsan hátt. Blandar úti- deildin sér þá oft á tíðum meðal unglinga. Kom fram í umræðum þar að starfsemi útideildar má telja mjög athyglisverða til að koma f veg fyrir að unglingar lendi á glapstigum. Því óskaói fé- lagsmálaráð eftir fjárveitingu til áframhaldandi starfsemi á næsta ári, og var tillaga þar að lútandi frá Markúsi Erni Antonssyni sam- þykkt samhljóða. Borgarfulltrúi Markús örn Antonsson, (S) ræddi málið nokkuð á siðasta fundi borgarstjórnar. Sagði hann að starfsemi ráðsins væri fyrir- byggjandi til varnar þvi að per- sónuleg vandamál einstaklinga í samfélaginu komist á það stig að heill og hamingju þeirra sé i voða stefnt. Markús Örn sagði að nú síðustu mánuði hefði orðið nokk- uð tíðrætt um hegðunarvandamál unglinga í Reykjavík. En það væri erfitt að meta, hvort sú ólga sem nú hefði ráðið ríkjum við Tónabæ og í miðbænum væri í ætt við ærslin á miður skemmtilegum mannfögnuðum eins og gerðist á Raufarhöfn eða Seyðisfirði á síld- arárunum eða á útisamkomu við Hreðavatn, Laugarvatn, á Þing- völlum, i Þjrórsárdal og Þórs- mörk. Ósjálfrátt tækju menn tíð- indunum um Tónabæ og Hallær- isplan með vissri varúð þvi vitað væri, að margir svonefndir vandræðaunglingar liðinna ára- tuga eru meðal bestu borgara nú. Hins vegar hafa leynst veruleg erfiðleikatilfelli sem ekki er hægt að horfa framhjá. Þar sem æsku- lýðsráð heldur uppi margvfslegri starfsemi þar sem félagsleg vandamál barna og unglinga gætu komið meira áberandi í ljós en annars staðar var efnt til sam- starfs milli þess, fræðsluráðs og félagsmálastofnunar um fyrir- byggjandi starf meðal unglinga i Reykjavik. Niðurstaða samstarfs- ins varð að komið var á útideild i Breiðholti en þar hafði áður borið á óróleika. Var samþykkt að tveir menn einn frá æskulýðsráði og annar frá félagsmálaráði héldu uppi starfsemi meðal unglinga i hverfinu tvisvar í viku, kvöld og nætur. Stóð þetta yfir f sumar. Forðast hefur verið í lengstu lög að gera nokkuð það sem viðkom- andi unglingar hafa ekki sam- þykkt. Skapar þessi aðferð traust unglinganna í útideildinni en tak- markar starfsgetu hennar á stundum, þannig að ekki hefur alltaf reynst mögulegt að grfpa til þeirra aðgerða sem starfsliðið taldi þörf á. I fyrstu mátti greina, að starf- semi útideildar vakti nokkra brögðum starfsmanna útideildar- innar yfirvannst tortryggnin verulega. I dag er staðan þannig i Breiðholti III, að meirihluta ung- linga litur á útideild sem sjálf- sagðan og eðlilegan þátt I um- hverfi sfnu. Þeir leita til starfsliðs að fyrra bragði með vandamál sín og þar eru málin rædd á jafnrétt- isgrundvelli. Markús sagði að þarna væri aflað upplýsinga, leit- að aðstoðar án ihlutunaraðila sem unglingar telja sér andsnúna. Stór hluti starfsemi útideildar er tengdur vandamálum vegna neyslu áfengis. I viðræðum sem þá voru hafðar við unglinga kom oft í ljos eitthvert atriði sem leiddi til misnotkunar áfengis, svo sem atvinnuleysi, heimiliserf- iðleikar, félagsleg einangrun og skortur á áhugamálum. Tókst all oft að leysa úr vandamálunum. Áður en starfsemi útideildar hófst bar nokkuð á innbrotum og skemmdarverkum í Breiðholti III, en nú virðist hafa dregið úr þeim hvort sem það er starfsemi útideildar að þakka eður ei. Talið er að þegar á allt er litið hafi starfsemi útideilda borið árangur og má í því sambandi benda á nokkur atriði: Unglingar viður- kenndu og notfærðu sér þjónustu útideildar. Foreldrar leituðu að- stoðar útideildar og þáðu í öllum tilfellum aðstoð þegar hún var boðin að fyrra bragði. Tengsl starfsliðs við unglinga leiddi til þess að þeir sem vegna ófram- færni eða hræðslu hefðu ekki leit- að aðstoðar fyrr en i óefni var komið sneru sér til útideildar. Með starfi útideildar hefur verið sýnt fram á, að unglingarnir hafa þörf fyrir og óska eftir tengslum við fullorðna. Starfslið útideildar hefur öðlast vitneskju um ástand unglingamála sem erfitt eða ógerningur hefði verið að afla á annan hátt. Sú reynsla sem feng- ist hefur með starfrækslu úti- deildar sannar að samvinna tveggja ólikra stofnana er mögu- leg og beggja hagur. Samvinna við aðra er yfirleitt með ágætum. Markús örn Antonsson sagði að gerðar hefðu verið tillögur um að tæpum fimm milljónum verði var- ið til starfsemi útideildar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að útideild starfi að öllu jöfnu tvær nætur í viku frá kl. 21 til 04 að morgni. Borginni yrði skipt í þrjú starfs- svæði þ.e. hverfi I Tónabær, hverfi II Bústaðir og hverfi III Fellahellir. Tveir menn verði á hverju svæði í senn og ennfremur einn maður á bakvakt ef á þarf að halda. Að iokum sagði Markús að hann vonaðist til að fyrrgreind lýsing opnaði augu borgarfulltrúa fyrir þvi nýmæli og gagnsemi sem hér væri á ferðinni og hvatti hann borgarfulltrúa til að leggja mál- inu lið þegar kæmi að ákvörðun um fjárveitingu í þessu skyni. Aðrir tóku ekki til máls. VÉLA-TENGI eZ-WellenkuF 'lung Conax Planox Vulkan Doppelflex Hadeflex. SÖMIí13a(U]§]MtiJ Vesturgötu 16, sími 1 3280. Komnir aftur Þessir vinsælu sokkaskór nu aftur fáanlegir. Stærðir 1 —12 ára. f§ / ' V E R Z LUN IN GEtSiPP STRIMLAGLUGGA TJÖLD LUXAFLEX ERU: Vönduðustu strimlagluggatjöldin. Kynnið yður verö og gæði. Gerum verðtilboð yður að kostnaðarlausu. OLAFUR KR.SIGURÐSSON &Co. SUÐURLANDSBRAUT 6 s: 83215 YLURINN FRÁ OSRAM HEFUR LINAÐ ÞRAUTIR MARGRA. OSRAM vegna gæðanna Hvort sem þú þjáist af gigt eöa harösperrum — eöa þá bara löngun til sólarlanda — hefur OSRAM ráö viö verstu stingjunum! OSRAM Ultra Vitalux er lampinn, sem kemur öllum í suðrænt skap, og heldur við heilbrigðum litarhætti, jafnvel í versta skammdeginu. OSRAM Theratherm hefur reynst gigtarsjúkum vel í mörgum tilvikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.