Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
JÓHANN HJÁLMARSSON, ERLENDUR JÓNSSON og JENNA JENSDÓTTIR skrifa um BÆKUR — JÓN
Myndskreyt-
ing eftir
Alfreð Flóka.
(Jr bók Ólafs
Gunnarssonar:
Upprisunni
eða Undan
ryklokinu.
Hliðin tvö
Ólafur Gunnarsson:
UPPRISAN
EÐA UNDAN RYKLOKINU.
Flóki myndskreytti.
Eigin útgáfa 1976.
ÓLAFUR Gunnarsson er í hópi
þeirra ungu skálda sem vert er að
veita sérstaka athygli. Fyrir
nokkru birti hann eftir sig Ijóð í
Lesbók Morgunblaðsins tengd
minnangu Þorsteins Erlingssonar,
hljóðlát ljóð og öguð, en í þeim
var galdur einfaldra orða. Uppris-
an eða Undan ryklokinu er
annars eðlis en ljóðin um Þor-
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
stein. Flest ljóðin í bókinni eru
prósaljóð, draumkenndur
súrrealískur blær einkennir þau.
Því má ef til vill halda fram
með nokkrum rétti að sú leið sem
Ólafur Gunnarsson kýs að fara í
skáldskap sínum hafi oft verið
farin áður. Það er algengt að
prósaljóð séu ort undir merkjum
súrrealisma, ekki síst vegna
áhrifa frönsku meistaranna sem
gerðu þessa bókmenntagrein
hvað eftirminnilegasta. Ólafur
Gunnarsson á sér þó persónuleg-
an tón sem á eftr að dýpka ef mér
skjátlast ekki. Ljóð 2 er þannig:
um að lita ,,upp i landið“ sem er
ekki smekklegt. Auk þess held ég
að síðasta setningin sé óþörf.
Aðfinnslur eins og þessar eiga
held ég rétt á sér á fleiri stöðum í
Upprisunni eða Undan ryklokinu.
Málfarslegar brotalamir og skort-
ur á fágun benda til þess að Ólaf-
ur Gunnarsson hafi flýtt sér of
hratt þegar hann tók saman þessa
bók. En í prósaljóðunum eru
myndir og setningar þar sem
skáldinu tekst að laða fram það
andrúmsloft sem hann stefnir að.
Ég nefni sem dæmi ljóð 7 sem
hefst á þessum orðum: ,,í
dimmum matsal I skipi á hafi úti
situr fjölskylda við veisluborð.
Einn drengurinn er dáinn. Samt
situr hann þarna.“
Ljóð 3 og 8 eru ekki prósaljóð.
Fyrra ljóðið er agaðra og
heppnast því betur, en ekki fer
vel á því að blanda saman ljóðum
og prósaljóðum í samfelldu verki,
að minnsta kosti ekki í verki af
þessu tagi.En það sem gildir í
heild um Upprisuna eða Undan
ryklokinu er þó .neira virði en
það sem miður tekst. Bókin sýnir
okku ungt skáld á þroskabraut.
Myndir Alfreðs Flóka falla vel
að verkinu og lýsa næmum
skilningi á því. Fæstar þeirra eru
í þeim markvissa stíl sem ein-
kennir last Flóka. Ef á að leita
hliðstæðu þeirra er hana helst að
finna í myndum frá tímabili sem
virðist liðið í list hans. Myndir við
6. og 8. ljóð eru engu að siður
I f jörunni er sandurinn sólgulur og alda rls eflir
endilangri slröndlnni. Ég horfl til hægri og sé
Dyrhólaey. Þaó brýtur I opinu. Ég stend I
hvftri birtu og úr birtunni hljómar rödd: Kjár-
sjóóurinn býr I fljótinu, farðu gegnum hliðin tvö.
6g llt upp I landið og sé fljótið streyma I grænni
vfðáttu. A bakka fljótsins standa tvö steinhlið
reist úr tilhöggnum björgum. Það er himfnn I
þessum hliðum. Vlðátta græn og birta hvlt.
Dul ævintýrisins er í þessu
Ijóði, dálítið rómantísk mynd af
fjársjóði i fljóti og tveimur
hliðum. Ljóðið hefði notið sín
betur ef skáldið hefói ekki talað
dæmi um myndskreytingu sem er
sjaldgæf í islenskum bókum, í
senn vegna myndrænna eigin-
leika og þess stuðnings sem hún
veitir textanum.
Skáldverk
eða
varnarrit?
Hilmar Jónsson:
HUNDABYLTINGIN.
Skáldsaga. 94. bls. Bókmennta-
klúbbur Suðurnesja. 1976.
„Sprenghlægileg ádeila í ætt við
Þórberg og Gröndal," segir í
kápuauglýsingu með þessari bók.
Samlíking með Hilmari og Þór-
bergi finn ég ekki. Hitt má vera
að greina megi hliðstæður með
þessari sögu annars vegar og ýms-
um hugdettum i ritum Gröndals
hins vegar, t,d, í Heljarslóðaror-
ustu. Gröndal gat farið úr einu i
annað. En sá er einmitt háttur
Hilmars i þessari bók. I Heljar-
slóðarorustu skýtur óvænt upp
nöfnum manna sem Gröndal
hafði sárnað við. Hundabyltingin
byggist mikið á nöfnum þekktra
núlifandi íslendinga. Ég er þó
ekki að segja að þau séu öll tekin
upp í bókina viðkomandi persón-
um til háðungar, hreint ekki; tel
meira að segja óliklegt að Hilmar
hafi eldað grátt silfur við þá alla.
Hugsanlegt er líka að höfundur |
vilji með þessu auka áhrifagildi
sögu sinnar — það er að segja að
taka eitthvað alþekkt og
raunverulegt og tengja það síðan
við fjarstæðu. En hins má líka
minnast að Hilmar hefur stund-
um talið sig rangindum beittan og
þá hafið upp raust sína sjálíum
sér til varnar. „Skáldsaga“ er
teygjanlegt hugtak nú á tlmum.
Höfundur ræður hverju sinni
hvað hann lætur prenta á titilblað
bókar sinnar. Ég hefði heldur
kallað þetta „ævintýr". Hundar
leika þarna meginhlutverk. Sá er
ævagamall háttur ævintýraskálda
að gefa dýrum mennska eigin-
leika, láta þau tala, þinga og svo
framvegis. í þessari bók eru
hundar orðnir áhrifavaldur í
íslensku þjóðfélagi, eða eru að
verða það.
Það er upphaf sögu þessarar að
höfundur, sem látinn er heita
Hilmar (eins og höfundur bók-
arinnar), vaknar morgun einn og
hefur þá vitrast söguefnið. Hann
sækir um starfslaun til að vinna
úr því. „Úthlutunarstjórar" halda
fund og taka aðrar umsóknir til
afgreiðslu en „á bréf Hilmars var
ekkert minnst". Fyrr en
„úthlutunarstjórarnir" hafa lokið
fundi og eru á leið niður stigann
að einn þeirra segir: — „Ég vissi
ekki að Hilmar væri húmoristi."
Bðkmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
Hundabyltingin er stutt skáld-
saga en viðburðarik, persónur af-
ar margar. Og sögusvið færist títt
frá einum stað til annars. Því er
nokkuð erfitt að finna í sögunni
ákveðinn kjarna eða greinilegt
stefnumið. Vera má að af eftirfar-
andi orðum, sem tekin eru upp úr
einum kaflanum, megi fara nærri
um hvað fyrir höfundi vaki:
„Villidýrinu I manninum hefur
verið sleppt lausu en hundurinn
tryggasti vinur mannsins gegnum
aldirnar skal miskunnarlaust
drepinn.“
I ritaskrá höfundar sést að
þetta er sjöunda bók hans og að
liðin eru tuttugu ár og einu betur
frá því hann kvaddi sér hljóðs
með fyrstu bók.
Sá er þetta ritar er ekki nægi-
lega hnútum kunnugur til að for-
Hilmar Jónsson
merkja I hvaða skyni menn eru
nafngreindir I sögunni, hvort það
er allt saklaust eða hvort fiskur
liggur undir steini. Segja má, með
orðum bókarinnar að Hilmar sé
húmoristi — svona á sinn hátt að
minnsta kosti. En sé litiið á þetta
sem skáldsögu einvörðungu valda
nöfn frægðarpersónanna tals-
verðum ruglingi. Hvernig kæmi
sagan fyrir sjónir þeim sem
ekkert kannaðist við þau og hefði
ekki einu sinni heyrt höfundinn
nefndan? Skildi hann púðrið í
sögunni? Eða liti þetta út sem
ruglingslegur samtíningur?
Hreinskilningslega játa ég að
ég átta mig ekki svo vel á þessari
sögu að ég treystist til að dæma
um kosti hennar og galla sem
skáldverks. Annaðhvort brestur
mig skilning á aðfeð og markmiði
höfundar eða þekking á skírskot-
un hans nema hvort tveggja sé.
Víst getur Hilmar sett samaan
haldgóðan texta. Hitt er spurning-
in hvort hann er ekki of sjálf-
hverfur, lítur í eigin barm meir
en góðu hófi gegni. Sem rithöf-
undur, er vill láta taka mark á
orðum sfnum, ætti hann að
leggjast undir feld og hugleiða þá
hlið málsins.
Ragnar Lár hefur myndskreytt
bókina skemmtilega. Gefa teikn-
ingar hans til kynna að nöfnin í
sögunni séu meira en orðin tóm.
Raunar hefðu myndir Ragnars
Lár mátt vera fleiri því auðar og
hálfauðar síður eru þarna margar
vegna tíðra kaflaskipta.
Eg ætla að gefa út ljóðabók
„ÉG ætla að gefa út ljóðabók,"
segir Sigurjón Tryggvason í bók
sinni Ljóó ’76 (útg. höf. 1976).
Hann kemst þannig að orði í ljóð-
inu Tileinkað vini mínum:
1*ú erl ordinn rádsettur.
Og ég er þvert á móti.
Þú ert giftur með eitt barn.
Og ég er konulaus, bamslaus að ég held.
Þú ætlar að fara að byggja.
Og ég leigi eitt herbergi undir súð.
Þú vinnur í bánka.
Og ég yrki Ijóð.
Sennilega ertu farinn ( hundana.
Eins og ég.
Sigurjón Tryggvason er eitt
þeirra ungu skálda sem liggur
mikið á að senda frá sér ljóðabók
þótt ekki hafi þau náð æskilegum
Bökmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
þroska. Ef útgefandi fæst ekki, þá
er gefið út á eigin kostnað. Fjöl-
ritunaraðferðin reynist fær leið
vegna þess að hún er ekki kostn-
aðarsöm. Hér verður drepið á
nokkrar slíkar bækur því að vist
eiga þessi skáld rétt á þvi eins og
aðrir bókahöfundar að minnt sé á
verk þeirra. Ég vona að mér verði
fyrirgefið að ég á bágt með að
dæma um skáldskapargildi bók-
anna, framtíðin mun ein skera úr
um hvað þessar tilraunir hafa i
för með sér.
„Skáldið drúpir höfði yfir fall-
valtleik lífsins," svo að aftur sé
vitnað til Sigurjóns Tryggvason-
ar. Þetta er algengt viðhorf í verk-
um ungra skálda og lika gamalla,
sigilt yrkisefni. I Næturfrosti
(útg. höf. 1976) birtir Pétur
önundur Andrésson ljóðið Skjöld
og talar þar um „hvíld frá raun-
sömum heimi“. Fyrsta línan segir
Framhald á bls. 31
Maraþon-söngur
AÐVENTU-SÖNGUR Félags ís-
lenzkra einsöngvara hefði get-
að orðið ánægjustund, þeim er
unna söngtónlist, ef felldur
hefði verið niður nærri helm-
ingur viðfangsefnanna, sem
voru úr öllum áttum og án
nokkurra tengsla. Ekki bætti
það úr skák að sumir upptroð-
endur voru varla undir þetta
búnir og jafnvel óhæfir, auk
þess sem orgelið er litilfjörlegt
og litbrigðafátækt, með hvellar
yfirraddir en loðnar og hljóm-
daufar undirraddir, sem erfitt
er að syngja eftir. Af fyrri
hluta efnisskrár var gamla is-
lenzka sálmalagið, Drottins
móðir milda og góða, sérlega
fallega sungið af Guðrúnu Tóm-
asdóttur, og hefði verið vel við-
eigandi að hefja tónleikana á
því lagi.
Að skaðlausu hefði mátt fella
burtu flest viðfangsefnin þar á
eftir, fram að lögunum eftir
Kódaly. Flest, því bæði er að
ísl. söngvarar hafa ekki haft
tækifæri, eða skapað sér þau,
til að þjálfa hæfni sina og það
sem meira er, ekki notið þess að
vinna með tónlistarmönnum
sem í samstarfi gætu bæði veitt
aðhald, gagnrýni og þjálfun.
Söngvari er ekki „bara“ hljóð-
færi, hann er sjálfstæður túlk-
andi, sem þarf að hafa jafn
mikla þekkingu á tónlist og
hljóðfæraleikari og auk þess að
þekkja mjög vel og kunna að
beita því hljóðfæri, sem rödd
hans er. Þannig er söngurinn
allt of gusulegur, án alls jafn-
vægis og beinlínis óhreinn, eins
og t.d. í ýmsum samsöngsatrið-
unum. Það getur verið ágætt að
tónlist sé sungin á frummáli
tónhöfundarins, svo fremi sem
söngvarinn kann að fara með
það mál, svo skaplegt sé. Það
minnir á bullsöng barna, þegar
söngfólk er að syngja eitthvað,
sem það hvorki skilur né veit
hvernig á að bera fram. Nú má
vera að allir söngvararnir hafi
skilið allt sem þeir voru að
syngja, en það er alveg áreiðan-
legt að áheyrendur höfðu f
flestum tilfellum ekki neina
möguléika til að vita um hvað
textarnir fjölluðu. Eitt annað
atriði er ástæða til að leggja
áherzlu á og það er, að fráleitt
er að syngja lag við texta, sem
hefur verið þýddur á aðra er-
lenda tungu, nema um sé að
ræða móðurmál söngvarans.
Eftir öll heimsnúmerin lauk
þessum maraþontónleikum
með íslenzkum söngverkum. Og
þó undirritaður væri orðinn
æði þreyttur á þessum misjafna
söng, þá bættu ísl. lögin upp öll
leiðindin og sannast það, að
frumflutningur og nýsköpun er
það sem íslenzkir söngvarar
ættu að leggja rækt við, því þar
er bæði tungutak og tónhugsun
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
samofið tilfinningum og
reynslu þeirra og llkindi til að
túlkun þeirra verði eitthvað
annað en tildur og tilbúningur.
Halldór. Vilhelmsson frumflutti
mjög fallegt og áhrifaríkt lag
eftir Gunnar Reyni Sveinsson,
við texta eftir Stefán frá Hvita-
dal. Halldór söng af innlifun,
sem ekki er algeng hjá ísl.
söngvurum. Vér treystum því,
sem hönd Guðs hefur skráð, er
tignarlegt lag eftir Jón Nordal,
við texta eftir Tómas Guð-
mundsson og kórinn mátti end-
urtaka lagið. Tónleikunum lauk
með tveimur lögum eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson. Til þin,
Drottinn hnatta og heima, við
texta eftir Pál Kolka, er bráð-
fallegt lag og vel samið lag.
Siðasta lagið Heyr, himna smið-
ur, við texta eftir Kolbein
Tumason, er orðið svo vinsælt
að einsdæmi er um sálmalag,
enda er lagið hrífandi.