Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 Skúli Oskarsson — var að venju iðinn vað að setja met Sjö íslandsmet í kraftlyftingum MEISTARAMÓT Reykjavlkur I kraftlyftingum var haldið f lyftingahúsinu í Laugardal á sunnudaginn. Þátttakendur voru 11. Sett voru 7 ný tslands- met, Helgi Jónsson KR f öllum greinum 100 kg flokksins, Ólaf- ur Sigurgeirsson KR f rétt- stöðulyftu léttþungavigtar, Skúli Óskarsson ÍA f hné- beygju léttþungavigtar og loks Gústaf Agnarsson KR í hné- beygju yfirþungavigtar. Urslit urðu þessi í einstökum flokkum: Fremsta talan sýnir árangur úr hnébeygju, næsta tala árangur í bekkpressu, síð- an er það árangurinn í rétt- stöðulyftu og loks samanlagður árangur: Millivigt: Már Vilhjálmsson Á 170 + 105 + 210 = 485 kg 2. Hörður Magnússon KR 122,5 + 77,5 + 147,5 = 347,5 kg Léttþungavigt: Ólafur Sigurgeirsson KR 210 + 167,5 + 237,5 = 610 kg Gestur: Skúli Öskarsson UIÁ 260 + 120 + 250 = 630 kg Milliþungavigt: Magnús Öskarsson Á 200 + 120 + 230 = 550 kg Snorri Agnarsson KR 180 + 90 + 215 = 485 kg Stefán Hallgrímsson 150 + 120 + 195 = 465 kg 100 kg flokkur: Helgi Jónsson KR 235 + 160 + 245 = 640 kg Þungavigt: Björn Hrafnsson KR 190 +110 + 220 = 520 kg Yf irþungavigt (110 kg og Þyngri) Gústaf Agnarsson KR 270 + 160 + 280 = 710 kg Nú verður hlé á kraftlyfting- unum í bili hjá lyftingamönn- um okkar og næsta stórmót, ís- landsmótið, verður væntaniega ekki fyrr í mái næsta vor. Rogers fer heim ÞAÐ hefur nú verið ákveðið að Jimmy Rogers fari til Bandarfkj- anna 12. desember og eru allar Ifkur á þvf að hann komi ekki aftur og er það vissulega mjög slæmt fyrir Ármenningana að missa hann þvf hann hefur verið einn af beztu mönnum liðsins og leikur þess að miklu leyti byggst upp á honum. Ástæðan fyrir brottför Rogers er aðallega sú að ekki hefur tekist að útvega honum vinnu og er hann þvf illa staddur fjárhags- lega, en einnig mun hann eiga von á barrti með konu sinni, sem bfður hans þar vestra og hefur það að sjálfsögðu haft mikil áhrif á þessa ákvörðun hans. H.G. RAFN VIGGOSSON FORMAÐUR BSÍ ÁRSÞING Badmintonsambands ís- lands fór fram um helgina, og var þá kjörinn nýr formaður sambandsins I stað Karl Maack, sem verið hefur formaður þess að undanförnu, en gaf nú ekki kost á sér til endurkjörs. Tveir voru í framboði, þeir Sigurður Ágúst Jensson og Rafn Viggósson. Var Rafn kjörinn formaður, hlaut 14 atkvæði, en Sigurður Ágúst Jensson hlaut 11 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir. Aðrir i stjórn sambandsins voru kjörnir þeir Steinar Petersen, Walter Lenz, Ragnar Haraldsson og Þorsteinn Þórðarson og í varastjórn Hallgrímur Árnason, Axel Ammen- drup og Jónas Þ. Þórisson. Hinn nýkjörni formaður sambands- ins, Rafn Viggósson, sagði í viðtali við Morgunblaðið, að helzta málið sem tekið hefði verið fyrir á þinginu hefðu verið nýjar reglur um deildakeppni í badminton. Hefði verið ákveðið að fjölga liðum í 1. deild úr fjórum í sex, og ennfremur væri stefnt að þvi að leikin yrði tvöföld umferð i 2. deild. — Af þvi getur tæpast orðið í vétur, þar sem talið er að keppnin þurfi að byrja i september til þess að slíkt sé fram- kvæmanlegt, sagði Rafn Mörg önnur mál komu fyrir þingið og má meðal þeirra nefna umræður um Norðurlandamótið i Reykjavík, unglingamálin, þjálfaramál og fl GUÐJON TIL HAMBURGER? MORGUNBLAÐIÐ fregnaði i gær, að Guðjón Magnússon, fyrrum leik- maður Víkings og Vals. myndi hefja keppni með vestur-þýzka handknatt- leiksliðinu Hamburger Sv um ára- mótin. Guðjón hefur leikið með Lugi í Svíþjóð í haust, en ætlar nú að skipta yfir til Þýzkalands. Með Ham- burger Sv leikur fyrrum félagi Guð- jóns hjá Víkingi, Einar Magnússon, og er liðið í 2. deild sem stendur og hefur gengið fremur illa i vetur. Ekki tókst Mbl. að ná tali af Guðjóni i gær, til að fá þetta staðfest. Þreyta pressuliðsmanna gaf landsliðinu sigur PRESSULIÐIÐ var á góðri leið með að vinna landsliðið í fyrrakvöld, en þreyta leikmanna gerði það að verkum að landsliðið seig framúr á sfðustu mfnútum leiksins og vann 25:22. Staðan var orðin 20:17 fyrir pressuna þegar þreytan fór að segja til sfn og landsliðið gerð 8 mörk gegn 2 síðustu mfnúturnar. Sjálfsagt eru landsliðsmennirnir f betri æfingu en þeir sem skipuðu pressuliðið, en það sem þó gerði gæfumun- inn var að f pressuliðið vantaði 2 þeirra leikmanna, sem boðaðir höfðu verið, og voru þvf aðeins átta útileikmenn f pressuliðinu. Það voru vinstrihandarskytturnar Guðmundur' Sveinsson og Hörður Sigmars- son, sem forfölluðust og munar um minna en bá tvo. Landsliðið verður ekki dæmt af þeim tveimur pressuieikjum, sem fram hafa farið undanfarið, en talsvert virðist vanta á að liðið sé orðið gott. Hraðaupphlaupin eru þó orðin hættulegt vopn hjá lið- inu, en varnarleikur liðsins er götóttur og leikkerfin ekki nægi- lega mótuð. Enn er þó ekki kom- inn tími til að gagnrýna lands- liðið. Ekki er langt siðan æfingar byrjuðu af alvöru og liðið mótast fyrst og fremst í hörðum lands- leikjum, en ekki í pressuleikjum, sem landsliðsmennirnir hafa e.t.v. misjafnan áhuga á. Pressuliðið hafði forystu framan af fyrri hálfleiknum og var munurinn mestur 9:5. Þá fór að síga á ógæfuhliðina vegna þreytu, og Þorbjörn og Viðar gerðu 9 mörg gegn fjórum. 1 hálf- ieik var staðan jöfn, 13:13. Síðari hálfleikurinn hófst síðan með því að pressuliðið tók á ný forystuna, en þreytan sagði til sin í lokin ejns og áður sagði og landsliðið vann 25:22. t pressuliðinu áttu að þessu sinni langbeztan leik Jón Pétur Jónsson, sem var mjög ógnandi og gerði marga fallega hluti i leikn- um, og Hilmar Björnsson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari, sem var mjög virkur og ógnandi með snerpu sinni og útsjónarsemi. Bjarni Jónsson og Trausti Björgvin Björgvinsson svffur inn á Ifnuna framhjá Árna og Trausta og skorar framhjá Kristjáni ný- liða f landsliðinu. (ljósm. R AX). 23 r liði í lands- liðinu EINN nyliði varður I Islenzka landsliSinu sam haldur utan á morgun. miSvikudag, til lands- leikja viS Austur-ÞjóSverja og Dani. Er sá Kristján Sigmunds- son. markvörSur úr Þrótti. Ella er liSiS óbreytt frá þvl sem veriS hefur f tveimur leikjum viS pressuliSíS aS undanfömu. VerSur þaS þannig skipaS: MARKVERÐIR: Ólafur Benediktsson. Val Gunnar Einarsson, Haukum Kristján Sigmundsson, Þrótti AÐRIR LEIKMENN: Jón Karlsson, Val Bjami GuSmundsson, Val Þorbjöm GuSmundsson. Val Geir Hallsteinsson, FH ViSar Slmonarson, FH Þórarinn Ragnarsson. FH Björgvin Björgvinsson, Vfkingi Viggó Sigurðsson. Vfkingi Ólafur Einarsson, Vfkingi Þorbergur Aðalsteinsson. Vlkingi Ágúst Svavarsson. ÍR. Fyrsti leikur landsliDsins I utan- ferðinni verBur viS Austur- ÞjóSverja á fimmtudag og siSan verSur annar leikur viS þé á föstudag. LandsliSiS heldur sfðan til Danmerkur og leikur viB Dani á sunnudag og á mánudagskvöld verBur siBan æfingaleikur viB SjálandsúrvaliS Frá Danmörku halda Valsmennimir i landsliSinu siBan til Moskvu ásamt fálögum sinum til seinni leiks sins viB MAI f Evrópiibikarkeppni bikarhafa. en aBrir landsliBsmenn halda heim á leiB. Þeim gefst þó ekki mikill timi til hvfldar, þar sem danska landsliBiB kemur hingaS og leikur hór þrjá landsleiki. A8 sögn Birgis Björnssonar. formanns landsliSsnefndar HSÍ, er enn ekki ákveBiB hvort allir þeir leikir verBa f Reykjavlk. ÁformaB hafBi veriB aB einn leik- urinn — sá siBasti — færi fram I Vestmannaeyjum, og hefur HSf mikinn áhuga á þvi. svo og Vest- mannaeyingar. Getur veriB aB leikstaBurinn verBi ekki valinn fyrr en á siBustu stundu. Birgir Bjömsson sagBi aB ekki yrBi af þvi aB Janus Cerwinski landsliBsþjálfari færi til SviþjóBar frá Kaupmannahöfn til þess aB fylgjast meB þeim Ólafi Jónssyni og Axel Axelssyni f leik þeirra meB Dankersen gegn sænska liB- inu Heim f Evrópubikarkppninni. SagBi Birgir aB landsliBsþjátfar- inn teldi sig engan tima geta misst frá landsleikjaundirbún- ingnum. Porgrimsson stoðu einnig vel fyrir sínu og þá sérstaklega i vörninni. í heild verður ekk. annað sagt en pressan hafi komist vel frá leiknum undir stjórn Ingólfs Óskarssonar, sem brá á leik í lokin og lét aðeins 5 menn leika i vörninni, en sendi Sigur- berg fram fyrir miðju og þar var hann tilbúinn til að fá langa send- ingu fram ef landsliðið missti knöttinn. Af landsliðsmönnunum bar mest á Viðari og . Þorbjörn Guðmundson lék nú sinn bezta leik með landsliðinu. Aðrir leik- menn geta allir mun betur, nema þá Ólafur Benediktsson siðustu mínútur leiksins. MÖRK PRESSULIÐSINS: Jón Pétur Jónsson 7, Bjarni Jónsson 4, Hilmar Björnsson 3, Sigurberg- ur Sigsteinsson 3, Árni Indriða- son 2, Trausti Þorgrimsson, Þor- geir Haraldsson og Steindór Gunnarsson 1 hver. MÖRK LANDSLIÐSINS: Viðar Símonarson 9, Þorbjörn Guðmundsson 5, Geir Hallsteins- son 3, Ólafur Einarsson 3, Björg- vin Björgvinsson 3, Jón Karlsson 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.