Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 ERLENT Mótmæli í Stokkhólmi Stokkhólmi, 6. desember. Reuter. SÆNSKIR verkamenn fóru I fyrsta skipti f mótmælagöngu um götur Stokkhólms um helgina síðan á árunum eftir 1930. Launa- samningar renna út í árslok. Mótmælt var tillögum formanns vinnuveitendasambandsins um fækkun veikindadaga, lengri vinnuviku á annatímum og af- námi tveggja opinberra fridaga. Park gerir breytingar á stjórninni Tanaka sigraði þrátt fyrir hneykslismálin Tokyo, 6. desember. AP. KAKUEI Tanaka fyrrverandi forsætisráðherra var endur- kjörinn með yfirgnævandi meirihluta atkvæða I japönsku þingkosningunum þótt hann verði leiddur fyrir rétt I næsta mánuði, ákærður fyrir mútu- þægni. Tanaka sagði af sér embætti forsætisráðherra f desember 1974 vegna fjármálahneykslis og var handtekinn f júlf f sam- bandi við Lockheed- mútuhneykslið. Hann sagði sig úr Frjálsiynda demókrata- flokknum eftir handtökuna og bauð sig fram sem óháður. Fyrir kosingarnar spáði Tanaka því að hann fengi 100.000 atkvæði í kjördæmi sínu, Niigata, en hann fékk 168.522 atkvæði, heldur minna en í síðustu kosningum en þrisvar sinnum fleiri atkvæði en hættulegasti andstæðingur hans. Tanaka vildi ekkert segja um úrslitin en skrifaði í vasa- Tanaka klút farþega sem hann ferð- aðist með f lest og bað hann um eiginhandaráritun kvæði sem hljóðar þannig: Arnar í fjöllun- um/renna um stund undir föllnu laufi/og verða haf að lokum. Sigur Tanaka kom Japönum yfirleitt ekki á óvart. Þótt hann hafi almenningsálitið á móti sér f landinu sem heild samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann mikilla vinsælda meðal kjós- enda sinna sem er ihaldssamt sveitafólk. Kjósendur hans telja sig standa í þakkarskuld við hann vegna vegaviðgerða og brúarsmíði og fleiri umbóta, sem hann hefur beitt sér fyrir. Tanaka neitaði að ræða Lock- heed-málið, í kosningabarátt- unni en sagði þegar einhver greip fram í fyrir honum á kosningafundi og minnti hann á það: „Lestu blöðin, þau birta fréttir um málið á hvejum degi.“ Tanaka var handtekinn vegna ákæru um að hafa þegið 1,7 milljón dollara í mútur og brotið japönsk gjaldeyrislög. Hann var handtekinn fyrir mútur fyrir kosningarnar 1948, en sigraði þá einnig. Hann var fundinn sekur, en dómnum var hnekkt þegar hann áfrýjaði honum. Hann varð forsætisráð- herra 1972. París, 6. desember. Reuter. Endurskipulagning Gaullista- flokksins hefur endurvakið tog- streitu Valery Giscard dEstaings forseta og Jacques Chriacs fyrr- verandi forsætisráðherra og er talin hafa veikt stöðu forsetans. Gamla nafnið á flokknum var lagt niður og samþykkt að endur- skipuleggja hann undir heitinu „Rassemblement pour la repu- blique" (Lýðveldishreyfingin). Chirac var kjörinn leiðtogi Novikov látinn Moskvu, 6. desember. Reuter. YFIRMAÐUR sovézka flughers- ins f sfðari heimsstyrjöldinni, Alexander Novikov marskálkur, lézt f gær, 76 ára að aldri. Þúsundir manna sátu stofnfund hinna nýja samtaka Gaullista f Parfs á sunnudag. Ap-simamynd. Andófsmenn sæta áreitni Moskvu, 6. desember. Reuter. MÓTMÆLASTÖÐU pólitfskra andófsmanna á einni aðalgötu Moskvu lauk með áflogum f gær- kvöldi og friðarverðlaunahafinn Andrei Sakharov kennir leynilög- reglunni KGB um það sem gerð- ist. Múgur manns stjakaði dr. Sakharov og fámennum hópi stuðningsmanna hans frá minnis- merki um skáldið Alexander Pushkin á Gorkystræti þar sem andófsmenn hafa safnazt saman f 10 ár á stjórnarskrárdeginum 5. desember. Sakharov sagði blaðamönnum að hann teldi að allt að 100 manns í mannfjöldanum hefðu verið starfsmenn KGB eða farið eftir skipunum leynilögreglunnar. „Svona nokkuð getur ekki gerzt án samþykkis háttsettra manna. Ég tel þetta hafa verið ögrun til þess ætlaða að láta líta út fyrir að andófsmenn hafi truflað lög og reglu,“ sagði Sakharov. Annar leiðtogi andófsmanna, Pyotr Grigorenko fyrrverandi hershöfðingi, sagði að engin af- skipti hefðu verið höfð af mót- mælastöðu hans og annarra and- ófsmanna. Hann sagði að um 25 manns hefðu í fyrsta skipti mót- mælt með þessum hætti við Push- kin-styttuna í Leníngrad án þess að dregið hefði til tíðinda. Tilgangurinn er að sýna sam- stöðu með andófsmönnum í fang- elsum sem þátttakendurnir kalla samvizkufanga. Sakharovtelur að 100—200 andófsmenn eða stuðn- ingsmenn þeirra hafi mætt í Gorky-stræti. Fyrri mótmælaað- gerðir af þessu tagi hafa farið fraðsamlega fram nema 1972. George Krimsky, fréttamaður AP, var tekinn til yfirhreyslu í sambapdi við mótmælin og þegar hann var látinn laus komst hann að raun um að tveir af hjólbörð- um bifreiðar hans höfðu verið skornir í sundur. Seoul S-Kóreu 6. desember Reuler. PARK Chung-hee forseti S-Kóreu hefur samþykkt lausnarbeiðni yfirmanns leyniþjónustu landsins og gert 5 breytingar á rfkisstjórn sinni. Engin opinber skýring hef- ur verið gefin á lausnarbeiðni Shins Chuks-soos, sem verið hefur yfirmaður leyniþjónust- unnar i 3 ár og lengi einn af nánustu samstarfsmönnum for- setans, en talið víst að hneykslið í sambandi við starfsemi sendiráðs S-Kóreu í Washington sé ástæðan, en grunur leikur á að sendiráðið hafi frá 1970 greitt um 11 milljón dollara til þingmanna sem fram- lög í kosningasjóði eða gjafir. 1. sendiráðsritari S-Kóreu í Washington hefur beðizt hælis sem pólitískur flóttamaður og vinnur með bandarísku alrikislög- reglunni að lausn málsins. Tveir ráðherrar sögðu af feér nú í vikunni, annar vegna veikinda og voru þá þær helztar breytingar gerðar, að San-duk dómsmálaráð- herra var gerður að menntamála- ráðherra og Lee Sun-joong ríkis- saksóknari gerður að dómsmála- ráðherra. Keisararíki í Mið-Afríku Ndjamena, 6. desember. Reuter. LVST var yfir stofnun keisararík- is I Mið-Afrfkulýðveldinu um helgina og Sallah Bokassa forseti hylltur sem fyrsti keisari þess. Utvarpsstöðin Rödd Mið-Afrfku sagði að landið yrði hér eftir kall- að Keisararfki Mið-Afríku og breytingin væri staðfest 1 nýrri stjórnarskrá sem hefði verið sam- þykkt á aukaþingi eina stjórn- málaflokksins, Mesan Renove. „Lengi lifi Bokassa fyrsti, keisari Mið-Afrfku,“ sagði útvarpið. Keisaranafnbót Bokassa var samþykkt með lófaklappa á íþróttaleikvangi höfuðborgarinn- ar Bangui að viðstöddum Mobutu Zaireforseta sem er í heimsókn. Bokassa verður keisari til lifstfð- ar og sem fyrr yfirmaður hersins. Nýi keisarinn er einn litríkasti þjóðhöfðingi Afriku. Hann er 54 ára gamall og komst til valda þeg- ar hann steypti David Dacko af stóli í byltingu 1966. Dacko hafði verið forseti siðan Frakkar veittu landinu sjálfstæði 1960. Reynt var að ráða Bikassa að dögum í febrúar þegar sprengju var kastað að honum á Bangui- flugvelli en hann sakaði ekki. Seinna voru átta dæmdir til dauða. I sfðasta mánuði fór hann til Kína. Maðurinn sem er orðinn eini keisari Afríku barðist í liði Frjálsra Frakka i sfðari heims- styrjöldinni og seinna í Indókína þar sem hann náði höfuðsmanns- tign. Chírac flokksins eða forseti en ekki aðal- ritari eins og fyrri leiðtogar hans hafa verið kallaðir. Hann er nú valdamesti leiðtogi gaullista síð- an Charles de Gaulle lézt. Chirac lýsti því yfir að flokkur- inn setti sér það takmark að sigra vinstriflokkana i kosningunum 1978, einn og óstuddur ef nauð- synlegt reyndist. Verkfall prentara varð til þess að endurskipulagningin vakti minni athygli en ella. Verkfallið var boðað þegar stjórn Giscards skipaði, lögreglu að fjarlægja prentara úr prentsmiðju sem þeir hafa haft á sinu valdi í tæp tvö ár. Stuðningsmenn Chriacs saka Framhald á bls. 28 Bjargað- ist úr eldi á hóteli Genf, 6. desember. Reuter EINN æðsti yfirmaður skæruliðahers blökku- manna í Rhódesiu, Rex Nhongo, komst með naumindum lifs af I dular- fullum eldsvoða á hóteli hans íGenf í dag. Eldurinn kom upp fyrir utan hótelherbergi Nhongo á sjöundu hæð og grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Nhongo varð eldsins var og bjargaði sér með þvi að hlaupa i gegnum eld- hafið fyrir utan herbergið. Mestu skemmdirnar i eldsvoðunum urðu i her- bergi Nhongos. Einnig urðu miklar skemmdir á ganginum fyrir utan og i lyftu skammt frá her- berginu. Æsingur greip um sig meðal um 100 gesta á hótelinu en engan sakaði alvarlega. Nhongo er fulltrúi i sendinefnd Robert Mugabe á Rhódesiu- ráðstefnunni. Mugabe var á næstu hæð fyrir ofan og sakaði ekki. Gaullistar fylkja sér um Chirac

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.