Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 „Ágúst berhenti” Skáldsaga eftir Jónas Guðmundsson KOMIN er út hjá Leiftri bók eftir Jónas Guðmundsson, rithöfund og listmálara, og heitir bókin „Ágúst berhenti" og er önnur skáldsaga höfundar. Jónas hefur skrifað fjölmargar aðrar bækur sent frá sér smásagnasöfn, Ijóð, leikrit og sjóarasögur m.m. Ágúst berhenti er saga af morð- máli og rannsókn þess. Bóndi austan úr sveitum kemur til bæjarins til að innheimta skuldir o.fl. Sest hann síðast i félagsskap tveggja manna en virðist hverfa sporlaust. Vekur það grunsemdir þar eð bóndi hafði meðferðis mikla fjárupphæð. Lögreglurann- sókn hefst og grunur beinist fljót- lega að tveimur mönnum. Saga þessi gerist í Reykjavík og á Suðurlandi á öðrum áratug aldar- innar. Höfundur gerði sjálfur kápu- teikningu, og aðrar myndir í bók- inni. Leiftur sá um prentun og bókband en Birgir Guðbjartsson annaðist hönnun og umbrot. Bókin er 112 bls. að lengd. „Á bjargi aldanna” Ný bók eftir sr. Arelíus LEIFTUR hefur sent frá sér bók eftir sr. Árelfus Nfelsson „A Árelfus Nfelsson bjargi aldanna — armenska kirkjan". Bókin segir sögu ar- mensku kirkjunnar allt frá þvf fyrsta kirkja heimsins var byggð í dölum Araratfjalls um 300 e. Kr. og til þess er ungur armenskur prestur segir nú f musteri þjóðar- brotsins f New York: „Sjáið þetta fagra musteri okkar, hvolfbog- ana, skrautgluggana, gullið og skrautið. Hugsið ykkur tónlistina. sönginn, ritningarlesturinn, helgisiðina, bænirnar, gjafirnar, fórnarfé á fullum gulldiskum." I formála segir höfundur að fátt hafi verið ritað um armensku kirkjuna á Norðurlöndum og samt megi fullyrða að hún sé ein merkasta menningastofnun mannsandans, ekki einungis sem trúarstofnun heldur einnig í list- um vísindum og stjórnsýslu. Bókin er prentuð í Leiftri. Hún skiptist í þrjá kafla og er 193 bls. að stærð. „Eldurinn í Útey” og ný Kátu-bók BÓKAtJTGAFAN Skjaldborg á Akureyri hefur sent frá sér tvær barnabækur. Eru það „Eldurinn f Útey“ eftir Indriða tJlfsson og „Káta og Fóstbræðraiagið". „Eldurinn í Ctey“ er níunda bók Indriða Olfssonar skólastjóra á Akureyri. Á kápusíðu segir, að þetta sé viðburðarfk og skemmti- leg bók, er allir hafi ánægju af að lesa. Þar segir ennfremur m.a.: „Indriði er kominn í fremstu röð rithöfunda, sem skrifa fyrir ungu kynslóðina á Islandi, og er hann einnig einn afkastamesti rithöf- undurinn." „Káta og fóstbræðralagið“ er eftir Hildegard Diessel. Er þetta sjötta bókin um Kátu og vini hennar, sem kemur út á íslenzku Kátu-bækurnár eru fyrir yngstu lesendurnar. „Allir, sem þekkja Kátu, vita að það gerist eitthvað þar sem hún er stödd. Það sannað- ist líka á gamlárskvöld, en þá fær Káta skemmtilega hugmynd sem fullorðnir hafa skki síður gaman af“, segir á kápusíðu. Þýðandi bókarinnar er Magnús Kristins- son. „Örninn er setztur” Ný bók frá Leiftri „ÖRNINN er seztur“ heitir bók eftir Jack Higgings sem komin er út hjá Bókáútgáfunni Leiftri. Á kápusíðu segir að bókin hafi verið metsölubók í Bandarikjunum og höfundur staðhæfi að efnið sé að miklu leyti sannsögulet. Greint er frá því með hvaða hætti þýzkir nasistar reyndu að ræna Chur- chill forsætisráðherra Breta á stríðsárunum. Ætlun Hitlers var að láta leyniþjónustu sína ræna forsætisráðherranum brezka eða myrða hann. Hinn 6. nóvember 1943 fékk Himmler dulmálsskeyti til Berlínar þar sem í stóð að örninn væri seztur. Merkti það af fámenn sveit þýzkra fallhlífaher- manna hefði lent heilu pog höldnu í Norfolk og væri þess aíbúin að handtaka Churchill sem ætlaði að dveljast þar á afskekktu sveitasetri yfir helgina. Bókina þýddi Öiafur Ólafsson. Hún er 358 bls. að lengd. Gerður Hjörleifsdóttir verzlunarstjóri. Efling heimilis- iðnaðar til ágóða fyrir þjóðina VERZLUNIN Heimilisiðnaður i Hafnarstræti er 25 ára um þessar mundir. 1 tilefni afmælisins var blaðamönnum boðið að skoða verzlunina, en hún hefur nú verið stækkuð verulega. Gerður Hjörleifsdótt- ir verzlunarstjóri hafða á fund- inum orð fyrir aðstandendum verzlunarinnar. „Heimilisiðnaður er hluti af starfsemi . Heimilisiðnaðar- félags íslands og var búðin upp- haflega rekin í samvinnu við Ferðaskrifstofu rikisins, eða í fimm ár. Nú eru verzlanirnar tvær, hér f Hafnarstræti og á Laufásvegi 2. Heimilisiðnaðar- féiagið hefur það að markmiði að efla heimilisiðnað i landinu, t.d. með því að gangast fyrir námskeiðum, sem Sigríður Halldórsdóttir ráðunautur hef- ur annast. Liður í stafinu er einnig útgáfa tímaritsins Hug- ur og hönd, en 11. árgangur þess er einmitt að koma út um þessar mundir.“ Verzlunin í Hafnarstræti leggur efalaust sitt af mörkum í kynningu og eflingu heimilis- iðnaðar. Þar er ekki aðeins á boðstólnum innlendur iðnaður, heldur einnig frá Norðurlönd- unum, einkum úr tré og gleri. Norræna deildin byrjaði fyrir 3 árum að sögn Gerðar og var í fystu aðeins selt vefjargarn, en nú hefur þessi deild vaxið til muna og býður m.a. upp á glæsilegan finnskan tízkufatn- að. Norræna deildin er nú öll á neðri hæðinni ásamt íslenzkum listmunum, en ullarvaran er uppi á loftinu. „Þetta er orðin mikil breyt- ing frá því ég byrjaði, sagði Sigrún Stefánsdóttir úr stjórn félagsins, en hún var fyrsti verzlunarstjóri Heimilis- HUGUR OG HÖND 1976 Hið glæsilega tímarit Heimilis- iðnaðarfélagsins. iðnaðar. “En mesta breytingin er þó hversu áhuginn hefur aukizt og úrvalið meira og gæð- in betri. Áhuginn hefur stór- aukizt á náttúruefnum, ekki sízt hjá unga fólkinu." Aðrir í stjórn eru Stefán Jónsson arki- tekt, Sigríður Halldórsdóttir og Arnheiður Jónsdóttir. Að sögn Stefáns eru nú um 300 meðlim- ir í félaginu og eru þar af um 10% karlmenn. Athygli vekur, hversu vöru- valið er vandað, enda telur verzlunarstjórinn, Gerður Hjörleifsdóttir, það skyldu verzlunarinnar að hafa forystu hvað snertir gæði. „Það er að því bæði menningarlegur og fjárhagslegur ágóði fyrir þjóð- ina, að heimilisiðnaður sé efld- ur I landinu,“ sagði hún. Það var Guðrún Jónsdóttir arkitekt Teiknistofunni Höfói sem hannaði innréttingu verzlunarinnar en Tréver h.f. smíðaði, lýsingu annaðizt Ást- valdur Jónsson rafvirkja- meistari. „Bókagerðarmenn’ ’ Ný bók með æviágripum bókagerðarmanna FYRIR nokkru kom á markaðinn Bókin „Bókagerðarmenn". 1 henni eru saman komin æviágrip og ættartölur manna I löggiltum iðngreinum bókagerðar hér á landi. Bókin skiptist f fjóra kafla; Bókbindarar, Prentarar, Offset- prentarar og Prentmyndasmiðir. Hverjum kafla fylgir formáli og frásögn af þróun hverrar iðn- greinar ásamt skrá um iðnaðar- menn, nema og aðstoðarfólk allt frá upphafi prentlistar á tslandi til ársloka 1972. (Jtgefendur bók- arinnar eru Bókbindarafélag ts- lands, Hið fslenzka prentarafélag og Graffska sveinafélagið. Prentaratal kom út á árunum 1953—4 undir ritstjórn Ara Gísla- sonar. Prentarar munu fýrst hafa hugað að endurútgáfu þess árið 1966, en það mun hafa verið um 1970 að þeirri hugmynd skaut upp í Prentarafélaginu, að bóka- gerðarmenn sameinuðust um þessa útgáfu. Bókbindarar höfðu þá hafið útgáfu bókbindaratals 1965, sem þeir nefndu Drög að bókbindaratali, og voru komnar út tvær arkir um þetta leyti. Hafizt var handa um söfnun upplýsinga meðal offsetprentara og prentmyndasmiða, afla þurfti heimilda um sögu iðngreinanna og fyrirtækja I þeim frá upphafi. Margir hafa lagt hönd á plóginn við útgáfu bókarinnar, enda ótrú- lega mikil vinna fólgin I saman- tekt sem þessari. Fróðleik af ýmsu tagi hefur verið bjargað frá glötun, þar sem margir þeir er sögðu frá eru ekki lengur í tölu lifenda. Bókin, sem er 612 blaðsíður og prýdd miklum fjölda mynda, er unnin í Prentsmiðjunni Odda og Sveinabókbandinu. Dreifing fer fram frá skrifstofu Hins islenzka prentarafélags, Hverfisgötu 21, Reykjavík. Þakkarorð Séra Jón Þorvarðsson hefur beðið blaðið fyrir eftirfarandi þakkarorð: Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug á sjötugsafmæli mínu 10. f.m. Sér- stakar þakkir færi ég sóknar- nefnd og kvenfélagi Háteigssókn- ar fyrir veglegar gjafir og þá vin- semd að halda okkur hjónum virðulegt samsæti á Hótel Sögu á afmælisdegi mínum. Þátttakendum öllum þakka ég ógleymanlega ánægjustund. Jón Þorvarðsson „Anna” Ný bók frá Leiftri „ANNA“ heitir bók frá Leiftri eftir David Reed og þýðingu gerði Hersteinn Pálsson. Á kápu segir svo: „Anna er ein átakanlegasta ástarsaga okkar daga, .. .saga um fagra unga konu sem bilar á geðs- munum og ræður sér loks bana.. .En Anna er ekki skáld- verk. Hvert atriði sem fjallar um fortíð önnu og lokabaráttu henn- ar getur ekki endað nema á einn veg.. .þessi bók sem skrifuð er af eiginmanni önnu er saga um til- raun: Anna, gift kona og tveggja barna móðir, sem hefur oft látið bugast andlega, var hvött af lækni sínum til að berjast við geðveiki sína I stað þess að leggjast á sjúkrahús.. .Og þetta er sagan af þeirri kvöl ábyrgðarinnar, sem leggst á alla umhverfis hana, sem sjá hvað henni líður og vilja ekki bregðast henni.“ Bókin er 230 bls. að lengd. Þrjár myndskreytt- ar barnabækur KOMNAR eru út þrjár mynd- skreyttar barnabækur, þar sem efnið er sótt I Biblíuna. Bækurnar eru: Maður, sem var skírður, Zakkeus yfirtollheimtumaður og Sakaría og Elísabet. Bækurnar eru gefnar út af ka- þólsku kirkjunni á Islandi með leyfi hollenzka biblíufélagsins, sem er útgefandi bókanna í Hol- landi ásamt Kaþólska bibliufélag- inu I Boxtel. Prentun bókanna hafa St. Franciskusystur í Stykkishólmi annast. Yfirlýsing frá Sjónvarpinu BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi yfirlýsing frá Sjónvarpinu: Sjónvarpið vill að gefnu tilefni taka fram eftirfarandi: 1. „Palli“ eða „Páll Vilhjálms- son“, sem verið hefur vinsæll í barnatíma Sjónvarpsins, „Stund- inni okkar“, nú á annað ár, hefur ekki gefið út og ætlar ekki að gefa út neina hljómplötu. 2. Mynd af honum hefur verið tekin í óleyfi til að skreyta plötu- umslag, sem honum er alveg óvið- komandi. 3. I stórum blaðaauglýsingum hefur verið sagt: „Palli er kominn á plötu... já, og á kassettu." Þetta er ekki rétt. „Palli“ er í Sjónvarp- inu og hvergi annars staðar. 4. Margir aðilar hafa átt þátt I að skapa persónu „Palla", og sá maður, sem nú vill eigna sér hann, á þar ekkert frumkvæði. Hann er aðeins einn af þremur, sem hafa léð ,,Palla“ rödd sína, og hvorki hinn fyrsti né siðasti þeirra. 5. Sjónvarpið telur það alger- lega óviðeigandi, að vinsældir „Palla“ séu gerðar að féþúfu með þeim hætti, sem fyrrnefnd plötu- útgáfa stefnir að. 3. desember 1976.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.