Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
Allsherjarnefnd um rannsóknarlögreglu ríkisins:
Starfssvæði rannsóknarlögreglunnar
nái til Stór-Reykjavíkursvæðisins
Einbeiti sér ad raunverulegum rannsóknarmálum
Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær mælti Ellert B.
Schram (S), formaður Alisherjarnefndar, fyrir nefndar-
áliti, sem nefndin hefur lagt fram vegna frumvarps um
rannsóknarlögreglu rfkisins, frumvarps um meðferð
opinberra mála og frumvarp um skipan dómsvalds f
héraði, lögreglustjórn, tollstjórn o.fl. Fram kom í máli
Ellerts að allsherjarnefnd stendur sameiginlega að áliti
nefndarinnar en einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt
til að flytja eða fylgja breytingartillögum við frumvörp-
in. Einn nefndarmanna, Svava Jakobsdóttir (Abl.)
mælti á þingfundi í gær fyrir tveim breytingartillögum,
sem hún flytur við frumvörpin og verður þeirra getið á
frásögn af ræðu hennar hér á eftir.
Komi að fullu
til framkvæmda
1. júlí 1977
Ellert B. Schram (S) sagði alls-
herjarnefnd 1iafa kosið að fjalla
um þrjú mál, frumvarp til laga
um rannsóknarlögreglu ríkisins,
frumvarp um meðferð opinberra
mála og frumvarp um skipan
dómsvalds, sameiginlega, og hefði
nefndin haldið marga fundi um
málin og meðal annars heimsótt
embætti saksóknara ríkisins og
lögreglustjórans í Reykjavík.
Ellert sagði að með þeim breyt-
ingum, sem frumvörpin kvæðu á
um, væri í raun verið að gera
byltingu á skipan dómsmála hér á
landi. Réttarfar hér færist með
þessu úr rannsóknarréttarfari í
ákæruréttarfar, en Ellert tók
fram að sporið væri þó ekki stigið
að fullu. Hann minnsti á að gegn-
um árin hefði verið fluttar fjöl-
margar tillögur um breytingar á
skipan dómsmála í þessa átt og
hefði það fyrst komið fram í til-
lögu áþinginu 1948.
Þá vek Ellert að frumvarpi um
rannsóknarlögreglu ríkisins og
sagði nefndina mæla með sam-
þykkt frumvarpsins með nokkr-
Þrír þingmenn:
10 mjólkur-
búðir starfi
áfram
ÞRlR þingmenn hafa lagt
fram á Alþingi frumvarp til
laga þess efnis að Mjólkursam-
sölunni verði skylt að reka
áfram a.m.k. 10 mjólkurbúðir
I Reykjavík og öðrum þétt-
býlisstöðum, þar sem þörfin er
mest, næstu 5 ár eða til 1.
febrúar 1982, svo fremi nægi-
lega margar afgreiðslustúlkur,
sem nú eru ráðnar, óska að
starfa áfram. Fiutningsmenn
frumvarpsins eru Svava
Jakobsdóttir (Abl.) Eyjólfur
Sigurðsson (A) og Magnús T.
Ólafsson (Sfv.)
1 greinargerð með frumvarp-
inu taka flutningsmenn fram
að það sé flutt I framhaldi af
breytingu á fyrirkomulagi
mjólkurdreifingar á svæði
Mjólkursamsölunnar í Reykja-
vík en þá var einkaréttur
Mjólkursamsölunnar og
mjólkurbúa til smásölu á
mjólkurvörum, afnuminn. 1
greinargerðinni segir að
komið sé I Ijós að til stórvand-
ræða horfi með atvinnuöryggi
fjölmargra kvenna, sem I
mjólkurbúðum starfa. Flutn-
ingsmenn leggja í greinar-
gerðinni áherslu á að þeir Ifta
ekki á þessa tillögu slna sem
tillögu um atvinnubótavinnu,
heldur kröfu um sæmilegt sið-
ferði á vinnumarkaði. Auk
þessa yrði iengri umþóttunar-
tími til hagræðis fyrir neyt-
endur, sem sjá nú sumir hverj-
ir fram á mikla óvissu I
mjólkursölumálum."
um breytingum. Sagði Ellert að
efasemdir hefðu vaknað um hvort
rétt væri að yfirstjórn
rannsóknarlögreglu rikisins væri
í höndum dómsmálaráðherra og
nokkrir málsmetandi lögfræðing-
ar og lagadeild Háskóla Islands
hefðu í álitum sínum talið óeðli-
legt að embættið lúti yfirstjórn
dómsmálaráðherra. Rannsóknar-
lögreglan eigi að starfa sjálfstætt
án afskipta eða fyrirmæla frá
pólitískum ráðherra. Ellert tók
fram að þetta sjónarmið hefði átt
sér hljómgrunn meðal sumra
nefndarmanna, en af hálfu höf-
unda frumvarpsins hefði verið
tekið fram, að þegar sagt væri að
rannsóknarlögregla ríkisins lúti
yfirstjórn dómsmálaráðherra, þá
sé eingöngu átt við hina stjórn-
sýslulegu hlið málsins og með
þennan skilning í huga gerir
nefndin ekki tillögu til breytinga
áþessari grein frumvarpsins.
Ellert sagði allsherjarnefnd
fallast á þau rök að rannsóknar-
lögregla ríkisins ætti ekki að
heyra undir eann tiltekinn
lögreglustjóra og þá ekki slst ef
verksvið rannsóknarlögreglu-
stjóra ríkisins spannar yfir mörg
umdæmi. I frumvarpi að rann-
sóknarlögreglu ríkisins er sagt að
rannsóknarlögregla rikisins hafi
með höndum lögreglurannsóknir
brotamála í Reykjavík. Þessu
leggur nefndin til að verði breytt
á þann veg að rannsóknarlögregl-
an hafi einnig með höndum rann-
sókn brotamála í Kópavogi, Sel-
tjarnarneskaupstað, Garðakaup-
stað, Hafnarfirða og Kjósarsýslu.
Sagði Ellert að Rannsóknar-
lögreglan í Reykjavík hefði á sin-
um tíma verið stofnuð, þegar
byggð I nágrenni Reykjavíkur
hefði verið óveruleg. Nú væri
hins vegar komin mikil byggð og
samfelld í nágrenni Reykjavíkur
og þegar nú væri stofnað nýtt
embætti til að hafa rannsókn
brotamála með höndum og hefur
aðsetur á þessu þéttbýlissvæði,
væri ekki rök fyrir því að, yfir-
stjórn rannsóknamála verði
áfram í höndum viðkomandi
lögreglustjóra í þessum byggðar-
lögum.
Meirihluti nefndarinnar leggur
til að starfsvettvangur rann-
sóknarlögreglu ríkisins nái einnig
til Keflavíkur og Keflavíkurflug-
valiar, en leggur það í ,vald dóms-
málaráðherra hvenær það skuli
gert. Einn nefndarmanna, Svava
Jakobsdóttir (Abl.) flytur um það
breytingartillögu að Keflavik og
Keflavíkurflugvöllur skuli strax
frá upphafi starfsemi rann-
sóknarlögreglu ríkisins falla und-
ir hennar starfsvettvang.
Fram kom i máli Ellerts að
nefndin hefði kosið að kveða
skýrar á um verkaskiptingu milli
viðkomandi lögreglustjóra og
rannsóknarlögreglu rikisins en í
-1 *-
( V-- -
greinargerð með frumvarpinu er
tekið fram að „rannsóknarlög-
reglu sé ætlað að rannsaka meiri
háttar afbrot". Sagði Ellert að
deila mætti um hvað teldust meiri
háttar brot en legði áherslu að
það væri vilji nefndarinnar að
rannsóknarlögregla geti frá upp-
hafi einbeitt sér að raunveruleg-
um rannsóknarmálum og þvi
verði öllum minni háttar brota-
málum beint til almennra lög-
reglustjóra með reglugerð, sem
dómsmálaráðherra setur.
Að siðustu sagði Ellert að
nefndin gerði tillögu um að gildis-
töku laganna yrði breytt á þann
veg að þau öðluðust gildi þegar er
þau hefðu verið samþykkt og stað-
fest en komi að fullu til fram-
kvæmda 1. júlí 1977. Sagði Ellert
að þetta væri gert þar sem nokk-
urn aðlögunartíma þyrfti til að
lögin kæmust í fulla framkvæmd
en það væri vilji nefndarinnar að
breytingar i samræmi við þessi
frumvörp kæmu til framkvæmda
sem fyrst. Nefndin leggur til að
gerðar verði nokkrar breytingar á
frumvörpum um meðferð opin-
berra mála og skipan dómsvalds
en þau frumvörp miða að því að
meira tillit sé tekið til sakborinna
Rannsóknarlögreglan nái
strax til Keflavíkur
og Keflavíkurflug-
vallar
Svava Jakobsdóttir (Abl.) tók
fram að allsherjarnefnd stæði
óskipt að nefndarálitinu en ein-
stakir nefndarmenn hefðu þó
áskilið sér rétt til að flytja breyt-
ingartillögur og svo væri með
hana. Mælti hún fyrir breytingar-
tillögu, sem hún flytur þess efnis
að rannsóknarlögregla rikisins
hafi með höndum lögreglurann-
sókn brotamála I Keflavík og á
Keflavíkurflugvelli og sagði að
ágreiningur hefði verið um þetta i
nefndinni en það væri skoðun
hennar að skilyrðislaust ætti að
fella þessa tvo staði undir starfs-
vettvang rannsóknarlögreglunnar
AIMHGI
Stjórnarfrumvarp um sauðfjárbaðanir:
Ráðherra geti veitt
undanþágu frá böð-
unarskyldunni
LANDBtJNAÐARRAÐHERRA,
Halldór E. Sigurðsson mætti á
fundi neóri deildar Alþingis i
gær fyrir stjórnarfrumvarpi um
sauðfjárbaðanir. Ráðherrann tók
fram að frumvarp sama efnis
hefði verið lagt fram á sfðasta
þingi en varð eigi útrætt þá og er
frumvarpið nú endurflutt með
nokkrum viðaukum. Halldór
sagði að frumvarpið hefði verið
samið að meginefni af milliþinga-
nefnd Búnaðarþings vegna
margra og ftrekaðra áskorana um
breytingu á löggjöfinni um bað-
anir I þá átt að létta böðunar-
skylduna.
Halldór sagði að frumvarpið
gerði ráð fyrir því að böðunar-
skyldan yrði létt með þeim hætti
að ráðherra verði heimilt að veita
undanþágu I tilteknum hólfum,
þar sem óþrif hafa ekki sést á fé
um árabil. Til að auka öryggi á að
böðunarundanþágur verði ekki til
þess að stuðla að óþrifum í sauð-
fé, er sett í frumvarpið ákvæði
um vottorðagjafir frá tilteknum
opinberum og hálfopinberum
starfsmönnum, er mæli með und-
anþáguheimild.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því,
að ekki skuli, að öllu jöfnu, baðað
fyrr en fé er komið á hús, á það að
sporna við að óbaðað og baðað fé
renni saman og um leið minnka
likur á dreifingu ó' rifa í sauðfé
frá einum bæ til annars. Gert er
ráð fyrir þvi að fjárböðun fari
fram annan hvorn vetur milli 1.
nóvember og 31. marz og þó aldrei
fyrr en lokið er haustslátrun og
aldrei fyrr en fé er komið á hús,
Halldór E. Sigurðsson
nema sérstakar aðstæður mæli
með sliku að dómi eftirlitsmanns
og yfirdýralæknir samþykki.
Felld eru niður ákvæði í núgild-
andi lögum um sérsmölun vegna
baðana.
Að síðustu tók ráðherrann fram
að meginbreytingin, sem fælist i
frumvarpinu — undanþáguheim-
ildin —, yrði að teljast réttmæt,
því hún ætti að geta sparað fjár-
eigendum fé og fyrirhöfn og sagð-
ist ráðherrann vonast til að hún
yrði fjáreigendum á landsvæðum,
sem ekki fá undanþágu frá böð-
unarskyldu, rík hvatning til að
herða sóknina og útrýma óþrifum
í fé sinu með öllu.
Fleiri tóku ekki til máls um
frumvarpið og var þvi vísað til—
annarrar umræðu og landbúnað-
arnefndar.
strax. Þvi hefði verið borið við að
langt væri milli Reykjavíkur og
Keflavíkur en ekki mætti gleyma
því að fyrst það væri nógu stutt
fyrir smyglara þá væri það varla
of langt fyrir rannsóknarlögreglu-
menn.
Þá mælti Svava fyrir breyt-
ingartillögu, sem hún flytur við
frumvarp um meðferð opinberra
mál en tillögugreinin hljóðar svo:
„Eftir ósk sökunauts skal dómari
skipa honum réttargæslumann
við rannsókn máls hjá rann-
sóknarlögreglu." Sagði Svava
fulltrúa lagadeildar Háskólans
hafa látið i ljós það álit á þessari
grein að vel kæmi til mála að haga
skipan mála á þann hátt, sem hún
kvæði á um.
Að síðustu ræddi Svavænokkuð
almennt um afbrotamál og sagði
það hættulega þróun að stjórn-
málamenn væru farnir að nota
sér þennan málaflokk til atkvæða-
söfnunar.
Höfundur frumvarpanna
fundu rétta leið
Páll Pétursson (F) sagði að sér
fyndust þau frumvörp, sem hér
hefði verið fjallað um ekki hafa
tekið miklum breytingum frá þvi
þau voru lögð fram á þinginu í
fyrra g taldi þá sem samið hefðu
frumvörpin hafa fundið rétta leið
með þeim. Hvatti hann þing-
deildarmenn efri deildar til að
afgreiða málin fyrir jól. Páll sagði
að ekki væru frumvörpin algóð og
sjálfsagt mætti ýmsu breyta.
Sagðist hann ekki geta sætt sig
við orðið sökunautur, sem mjög
væri notað i lagamáli og taldi sig
skilja betur hvernig orðið rekju-
nautur væri myndað. Tók Páll
fram að orðið sökunautur væri
notað um þann sem borinn væri
sök en orðið gæti hins vegar bent
til annars. Þá vék Páll að lokaorð-
um Svövu og sagði farisea hafa
verið uppi fyrir 2000 árum og það
kynni vel að vera að þeir væru
enn uppi.
Allir eru jafnir
fyrir lögum
Sighvatur Björgvinsson (A)
gerði fyrst að umtalsefni orð
Svövu ufn að stjórnmálamenn
væru að nota tal um afbrotamál
til atkvæðissöfnunar og sagði^tað
staðreynd að þeir, sem mest hefðu
um þessi mál fjallað hefðu ekki
verið að krefjast harðari refsinga
heldur þess að lögum væri fram-
fylgt. Og þá ekki sist að allir
landsmenn væru jafnir fyrir
lögunum. Sagðist þingmaðurinn
frekar hafa átt von á stuðningi frá
þingmönnum Alþýðubanda-
lagsins i þeirri baráttu.
Vék Sighvatur þá að nefndar-
áliti allsherjarnefndar og sagði að
nefndinni hefði verið tjáð að setn-
ing réttarfarslaga væri eitt vanda-
samasta verk í löggjafarsetningu
og frumvörp, sem þessi yrðu að
endurskoða að fenginni reynslu.
Að síðustu ræddi Sighvatur
nokkuð breytingartillögur Svövu
og sagði það hafa verið ósk dóms-
málaráðherra að það hefði verið
lagt í vald honum að ákveða hven-
ær starfsvettvangur rannsóknar-
lögreglu ríkisins næði til
Keflavíkur og Keflavíkurflugvall-
ar. Ráðherra hefði einnig lýst þvi
yfir að hann væri hlynntur þess-
ari breytingu, en hafa yrði þann
fyrirvara á að hún þyrfti nokkurn
aðlögunartima. Varðandi seinni
tillögu Svövu sagðist Sighvatur í
mögu vera sammála henni en kysi
þó frekar að fylgja orðalagi frum-
varpsins um þetta atriði.
Dömsmálaráðherra
ekki viðstaddur
umræðuna
Friðjón Þórðarson (S) sagði að
Framhald á bls. 28