Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
Við erunn að skella vélinni I
hann aftur!
ég að að geta skilið þig!
— Þú getur bölvað þér upp á,
að konan mín hefur vit fyrir
tvo. *
— Já, ég hef líka alltaf sagt
að hún væri rétta konan fyrir
þig.
Prófessorinn: Stína, vitið þér
hvað hagfræði er?
Vinnukonan: Nei.
Prðfessorinn: Sjáið þér nú
til, Stfna. Það er t.d. hagfræði,
að menn hafa reiknað út að I
hvert skipti, sem ég anda frá
mér, deyr einhver maður.
Stína: Guð almáttugur. Það
er þá vissara að vera ekki nærri
prófessornum.
Drengurinn: Pabbi, hvað er
eintal?
— Það er þegar mamma þín
talar við mig.
— Hvað er þá samtal?
Það er þegar fólk talar sam-
an.
Járnsmiðurinn: Þetta eru
Ijótu tímarnir. Fyrst koma
bölvaðir bflarnir ,og taka frá
manni atvinnuna, og svo kemur
tannlæknirinn og sezt hér að og
tekur frá manni alla auka-
vinnu.
— Góðan daginn, Hansen. En
hvað þú hefur breytzt við að
safna alskeggi. Eg ætlaði varla
að þekkja þig.
— Ég heiti ekki Ilansen.
— Hver skrattinn — hefurðu
Ifka fengið þér nýtt ættarnafn?
— Hafið þér fegurðarlyf I
öskjum?
— Já, hve margar öskjur vill
frúin fá? Tíu?
Ort í tilefni
stofnunar lýðveldis
„Velvakandi góður.
Að gefnu tilefni langar mig að
biðja þig að birta í dálkum þínum.
smá athugasemd frá mér. Frá því
er að segja að ég skrifaði smá-
grein í Velvakanda þriðjudaginn
23. fyrra mánaðar. Segir í þeirri
grein frá heimsókn á áheyranda-
palla Alþingis. I greinarlok eru
tilfærðar þessar ljóðlínur:
„Litla þjóð sem átt f vök að verj-
ast,
vertu ei við sjálfa þig að berjast."
Þakkir hafa borizt til mín vegna
þessarar frásagnar í Velvakanda
jafnframt hefur verið óskað eftir
að það kæmi fram hver væri höf-
undur ljóðsins.
Ég taldi mig muna það rétt, að
höfundur Ijóðsins væri úr Borgar-
firði syðra enda reyndist svo vera.
Með aðstoð góðra manna fékk ég
upplýst hvaða skáld væri hér á
ferð. Höfundur Ijóðsins er borg-
firska skáldið Jón Magnússon.
Ljóðið heitir Frelsi og er prentað
í kvæðum Jóns, Bláskógar, Ljóða-
safn III 1945. Kvæðið ber með sér
að vera ort stuttu eftir að lýðveldi
var stofnað en eins og öll þjóðin
veit fór sú athöfn fram á hinum
fornhelga stað Þingvöllum við
Öxará 17. júní 1944. Alls eru er-
indi Ijóðsins fimm og hér er
þriðja erindið:
„Reynslan sára veri okkur vígi.
Vandinn fram til nýrra dáða
knýi.
Einni fylking tengist sál við sál.
Sverfi hvasst til eggjar viljans
stál.
Litla þjóð sem átt í vök að verjast,
vertu ei við sjálfa þig að berjast.
Stattu saman heil um heilög
mál.“
Og bréfið skrifar Þorkell
Hjaltason.
0 íslendingur
á Galapagos.
ÖM. skrifar: „I bók, sem ég
hef nýlega lesið er sagt frá því að
Istendingur hafi dvalizt á
Galapagoseyjum fyrir allmörgum
árum. Frá þessu segir í bók, sem
nefnist Ferðin til Galapagos eftir
William Albert Roginson og kom
bókin fyrst út í New York 1936.
Robinsen þessi var á könnunar-
ferð suður í höfum á árunum
1933—34 og fór hann mjög víða
um, kannaði lönd og hafstrauma.
Hann segir frá því í bókinni þegar
hann kom til Galapagos að þar
hafi verið fyrir nokkrir menn og
meðal annars frá Norðurlöndun-
um. Hann nefnir nokkra Norð-
menn, Danann Rader og Islend-
inginn Finnsen. Það kemur
BRIDGE
í UMSJA PÁLS
BERGSSONAR
Að fela langlit í sögnum getur
haft hin furðulegustu áhrif. t
spili dagsins gerði suður það og
vann sitt spil á skemmtilegan
hátt. Vestur gefur, allir á hættu.
Norður
S. 72
H.AK9864
T. 2
L. 10952
Vestur
S. KDG853
II.5
T. D63
L.A73
Austur
S. 64
H.DG1072
T. 84
L.K86
Suður
S. A109
H.3
T. AKG10975
L.DG4
Sú hugsun sækir oft að mér, að ég hafi í æðiskasti gengið að eiga
þessa konu, læknir?
Maigret og þrjózka stúlkan
Framhaldssaga oftir Georges
Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
Spilararnir sögðu þannig:
Vestur Norður Austur
1 spaði 2 hjörtu pass
pass 3 hjörtu dobl
dobl pass pass
Suður
2 grönd
3 grönd
pass
Vestur spilaði út spaðakóng.
Hverjir voru nú möguleikarnir
á að fá nægilega marga tígulslagi
áður en austur-vestur tækju
spaðaslagi sína. Var rétt að taka á
tigulás og kóng eða spila hjarta á
blindan og svína tígli.
Sagnhafa þótti líklegt, að vestur
doblaði ekki án þess að stöðva
báða láglitina. Hann gat jú búist
við tveim fyrirstöðum í spaða hjá
suðri. Þegar sagnhafi hafði gert
sér þetta ljóst tók hann 1. slag
með ás og spilaði tígulgosa. Vest-
ur hikaði en lét síðan lágt. Sagn-
hafi tók nú sína tíu upplögðu
slagi. 3 grönd unnin með yfirslag.
Ekki datt austri í hug að ásaka
félaga sinn, þó hann gæfi tígul-
gosann. Eflaust hefðu fleiri fallið
í þessa gildru.
28
— Við förum heim til
Jeanneville núna, er það ekki?
Hún hefur gripið I hönd hans
og virðist f geðshræringu.
— Ég er svo þreytt. ... Allt
sem á mig hefur verið lagt síð-
ustu klukkutfmana....
Hún fyilist óþolinmæði þegar
hann stendur hreyfingarlaus á
gangstéttirini eins og hann viti
ekki gjörla hvaða ákvörðun
hann eigi að taka.
— l,m hvað eruð þér að
hugsa? Hvers vegna komið þér
ekki?
Það fer lest eftir hálftfma ...
Hún er ólýsanlega hrædd.
Hönd hennar sem hvflir enn á
handlegg Maigret skelfur og
hann verður gripinn löngun til
að sefa hana. Hann ypptir öxl-
um.
— Jæja, allt f lagi þá ... til
Gare Saint Lazare, bflstjóri....
Frá hvaða hræðslu hefur
hann forðað henni? t bflnum
verður hún allt f einu gripin
þörf til að tala og tala og tala.
— Þér sögðuð að þér mynduð
ekki yfirgefa mig.... Þér sögð-
uð það ábyggilega, er það ekki?
Eruð þér ekki hræddir við að
lenda f þrasi út af mér. ... Þér
eruð kannski ekki giftir. Jú,
hvaða bjálfi er ég ... þér eruð
með hring og allt það.
Hann sezt við hlið hennar f
lestinni og finnur til nokkurs
samvizkubits. Þó veit hann að
hann getur alltaf haft upp á
manninum númer þrettán
seinna. Lestin skrfður af stað
og Felicie virðist létta ósegjan-
lega þegar þau eru lögð af stað.
t f’oissy ganga þau saman fram-
hjá kránni og vertinn stendur
úti, þekkir Maigret og deplar
til hans augunum.
Lögregluforinginn getur
ekki á sér setið að strfða Felicie
ofurlftið.
— Vitið þér hvað, mig langar
til að spyrja hann hvort Staur-
fótur gamli hafi aidrei komið
og njósnað um yður á sunnu-
dagskvöldum....
Hún grfpur um hönd hans og
herðir gönguna.
— Það er óþarfi... hann kom
mörgum sinnum.
— Þarna sjáið þér hvort hann
hefur ekki verið afbrýðissam-
ur....
Þau ganga upp bratta brekk-
una. Nú fara þau framhjá búð-
inni hennar Melanie Choichoi
og Maigret heldur áfram f
strfðnistón:
— Ætti ég að fara inn og
spyrja hana hvað hún hafi oft
séð yður úti að rússa með
Jacques Petillon?
— Hún hafur aldrei séð okk-
ur!
Að þessu sinni er hún viss f
sinni sök!
— Þið hafið svei mér farið
dult með þetta.
Þau koma auga á húsið og
hann sér að stór bfll tækni-
manna er að aka frá húsinu og
I.ucas stendur einn eftir.
— Hvaða menn voru f bfln-
um?
— Vmsir tæknimenn og sér-
fræðingar....
— Auðvitað ... fingraförin.
Ilún er vel heima. Enda hef-
ur hún lesið fjölmargar saka-
málasögur.
— Jæja, Lucas minn góður?
— Það er fátt að frétta hús-
bóndi góður ... maðnrinn hef-
ur verið með hanzka eins og þér
höfðuð reyndar sagt fyrir....
Þeir náðu fari af skónum
hans ... splunkunýir skór sem
hann gæti ekki hafa verið bú-
inn að nota meira en tvo eða
þrjá daga.
Felicie hefur farið til her-
bergis síns að taka af sér slörið
og hafa fataskipti.
— Ekkert nýtt, húsbóndi ...
Mér finnst eins og þér...
Harin þekkír húsbónda sinn
vel! Maigret hefur þann eigin-
leika að hann getur breitt úr
sér og sogað að sér Iffið. Hann
Iftur f kringum sig og horfir á
húsið sem hann þekkir orðið
svo vel.
— Hvernig væri að fá sér
hressingu.
Þeir fara niður f kjallarann
og hann tappar vfni á flösku og
þeir standa við dyrnar út f garð-
inn og dreypa á vfninu.
— Þfna skál Lucas....
Felicie er komin niður aftur
og hefur sett upp svuntu og nú
athugar hún hvort aðkomu-
mennirnir hafi rótað í eldhús-
inu.
P.B.