Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
60 ára í dag Sig-
urður Ólafsson
EINN af helztu máttarstólpum
knattspyrnufélagsins Vals, Sig-
urður Ólafsson, er 60 ára í dag.
Fyrir tæpri hálfri öld var helzta
áhugamál ungra stráka að sparka
fótbolta. Það fór ekki framhjá
Sigurði, sem tók „bakteríuna" og
gekk í Val.
Sigurður hefur verið einn helzti
örlagavaldur félagsins, og starfar
enn fyrir sitt gamla góða félag.
Hann varð snemma snjall knatt-
spyrnumaður, og þegar meistara-
flokkur Vals fór í keppnisferða-
lag til Noregs og Danmerkur 1935
var Sigurður meðal þátttakenda,
aðeins 18 ára. Þessi ferð hefur án
efa átt mikinn þátt 1 að mynda
hinn sterka kjarna, sem var svo
sigursæll á þessum árum, ög sem
síðar varð burðarás uppbyggingar
félagsins. Sigurður lá ekki á liði
sínu, og má segja að hann hafi
verið jafn góður knattspyrnu-
maður sem félagsmálamaður.
Hann varð margfaldur meistari í
íþrótt sinni, og lék með fyrsta
landsliði Islendinga í knatt-
spyrnu.
Upphaf handknattleiks hér á
landi má segja að hafi verið
„hobby“ knattspyrnumanna. I
fyrsta Islandsmótinu, sem Valur
vinnur 1940 er Sigurður meðal
sigurvegara. Þó hann hafi verið
góður handknattleiksmaður átti
knattspyrnan hug hans allan. 1
gamla daga voru góðir knatt-
spyrnumenn landsfrægir og sagt
er að menn hafi tekið ofan ef þeir
mættu slíkum á götu.
Sigurður hefur átt sæti I stjórn
Vals í samfellt 17 ár frá 1936 til
1951, þar af var hann formaður
félagsins 1946. Þó segja megi að
Sigurður hafi víða komið við I
starfi sínu fyrir Val, hafa störf
hans og nokkurra annarra að
framkvæmdum á Hlíðarenda-
svæðinu verið gæfa Vals.
Með útgáfu hlutabréfa var
Hlíðarendi keyptur 1939, og með
tóman kassa var ráðist í fram-
kvæmdar. Þá treystu menn eins
og Sigurður Ólafsson á sjálfa sig,
og það var ekki hugsað um kaup,
allt unnið í sjálfboðaliðsvinnu. Þá
var auglýst „sjálfboðaliðsvinna
fyrir æfingu“ og „sjálfboðaliðs-
vinna eftir æfingu". Þannig
mjakaðist það. Vellir, félags-
heimili og fþróttahús. Ekki nóg
með það, heldur hefur Sigurður
séð um rekstur íþróttahúss Vals
frá byrjun og til dagsins í dag.
Slíkir menn sem hann eru vand-
fundnir, ekki slzt í dag, þegar
allir gera kröfur til allra nema
sjálfra sfn.
Að eðlisfari er Sigurður mjög
hlédrægur maður, fremur fhalds-
samur en samt áhugasamur um
framfarir og framkvæmdir.
Reglusemi hans er annáluð og
kröfuharður er hann gagnvart
öðrum i þvf efni. Hann getur
verið hnyttinn ræðumaður en
samt leiðast honum fundir. Hann
er maður framkvæmda og vinnu.
Þorkell Jóhannesson:
Valíum (R) - Díazepam
1 FORStÐUFRÉTT í dagblaðinu Tímanum 23. 11 1976 er framleiðsla
og sala sérlyfsins Valium (R), er hefur að gryma hið virka efni
díazepam, gerl að umlalsefni, svo og sala og framleiðsla hér á landi á
hliðstæðu Ivfi, sem selt er undir samheitinu dfazepam. Af þessu tilefni
þkir rétt, að eftirfarahdi komi fram:
1. Díazepam var fyrst samtengt stofa í lyfjafræði þess þá á leit við
árið 1959. Lyfjafræðilegum verk- Lyfjaverzlun ríkisins, að keypt
unum þess var ítarlega lýst árið yrði allt að því 1 kg af díazepami
1961. Skömmu seinna var díaze- til þess að kanna, hvort unnt yrði
I 50 ára afmælisblaði Vals, er
eftirfarandi sagt um Sigurð Ólafs-
son. „Sívakandi félagi, skyldu-
rækinn, athugull og athafnasam-
ur. Hefur unnið ómetanlegt starf
i sambandi við Hlíðarenda. Snjall
knattspyrnumaður, landsliðs-
maður, formaður Vals, fulltrúi
Vals víða.“
Knattspyrnufélagið Valur
stendur í mikilli þakkarskuld við
Sigurð, fyrir hans frábæra starf í
þágu félagsins.
Sem þakklætis- og virðingar-
vott, hefur stjórn Knattspyrnu-
félagsins Vals ákveðið að gera
Sigurð að heiðursfélaga sínum.
Valsmenn ára honum heilla f
tilefni afmælisins.
Stjórn
Knattspyrnufélagsins Vals.
pam sett á markað í fyrsta sinn
undir sérlyfjaheitinu Valium (R)
af svissneskum lyfjaframleiðanda
(F. Hoffmann-La Roche & Co.).
Er sérlyfjaheiti þetta séreign
hans og hann á (eða hefur átt)
ennfremur sérleyfi á tilgreindri
aðferð til þess að samtengja hið
virka efni díazepam. Sfðari hluta
árs 1973 hlaut Valium (R) viður-
kenningu bandarískra yfirvalda
og kom einnig á markað hér á
landi f árslok 1963, áður en skrán-
ing sérlyfja hófst f raun. Valium
(R), f töfluformi, var síðan með
fyrstu sérlyfjum, er voru opinber-
lega skráð hér á sérlyfjaskrá árið
1965 (nr. 131).
2. Fljótlega varð ljóst, að
Valaum (R) er kostamikið lyf til
þess að róa sjúklinga eða kalla
fram svefn eða við meðferð á ýms-
um sjúkdómum ásamt öðrum lyfj-
um, m.a. við flogaveiki og geð-
sjúkdómum. Athyglisvert er þó,
hve ýmsir læknar hafa hneigst til
þess að nota lyfið í mun stærri
skömmtum en framleiðandi mælti
með.
3. Árið 1969 var svo komið, að
öðrum hafði tekist að framleiða
díazepam (hið virka efni f Valium
(R)) með aðferðum, er ekki fóru í
bága við sérleyfi hins svissneska
framleiðanda. Fór Rannsókna-
Ævar R. Kvaran skrifar um:
99
Það er svo margt”
- eftir Grétar Fells
Grétar Fells:
ÞAÐ ER SVO MARGT V.
Leifur h/f, Rvk. 1976.
Hér er þá komið út fimmta
bindi af ritum Grétars Fells.
Hvert þeirra hefur verið þeim er
þetta skrifar fagnaðarefni. Aðal-
viðfangsefni Gretars var alla ævi:
Listin að lifa. Og engan mann hef
ég þekkt, sem betur kunni það en
hann. í þessum manni fara saman
gáfur og góðleikur. Já hann er
vitur maður, þvf góðleikur og
vizka eru systkyn. Svo var hann
orðinn andlega þroskaður, þegar
hann fluttist til sinna nýju heim-
kynna, að hann hafði fyrir löngu
hafið sig upp yfir felst það, sem
öðrum þykir hið mikilvægasta,
svo sem frægð og frama, þó hon-
um væri innan handar að öðlast
það. Hefði hann beitt greind sinni
til þess, sem hér er kallað „að
koma sér áfram“, hefði honum
verið það f lófa lagið. Hann var
lögfræðingur að menntun og víð-
lesinn í guðfræði, skáldskap og
bókmenntum. En öll var þekking
hans honum einungis tæki til þess
að geta skilið betur meðbræður
sína og komið þeim til nokkurs
þroska. Hann gegndi alla tíð lágu
starfi hjá því opinbera og lét sér
það vel líka.
Það var unaðslegt að eiga við
hann samræður svo fróður cg góð-
ur sem hann var. Oft lék um and-
lit hans dálftið dularfullt bros og
virtist hann þá vera að hlusta,
eins og maður sem heyrir eitthvað
fagurt sagt við sig. Hann bjó yfir
sjaldgæfri sálarró. Það var sann-
arlega gott að vera í návist hans.
Bræður okkar guðspekisinnar
misstu mikilhæfan leiðtoga þar
sem hann for. Gretar var ekki
einungis allra manna fróðastur f
kenningum guðspekinnar, heldur
var hann allra manna færastur til
þess að túlka þann mikilvæga
boðskap Islendingum og gera
hann ljósan hverjum manni. Til
þess hafði hann að bera mmarga
kosti. Hann var afburða-
íslenzkumaður og ritaði þvf ein-
kar fallegt mál, þar að auki var
hann skáld gott, og þá bætist það
við, að honum var einkar lagið að
gera það sem virtist flókið, ein-
falt, skýrt og skiljanlegt.
Grétar var mildur maður, sök-
um síns ríka skilnings á manns-
sálinni. En það þýddi ekki að
hann gæti ekki brugðið brandi í
ritum sínum, ef honum fannst
þurfa. Hann missti þó aldrei sjón-
ar á sanngirninni.
Það kemur fyrir okkur flest ein-
hvern tíma á ævinni, að það tekur
að vakna hjá okkur þrá eftir and-
legra lffi og auknum þroska. Á
þeim leiðum var enginn betri leið-
beinandi en Grétar Fells. Má jafn-
vel segja, að rit hans falli næstu
eingöngu um það, og hann var
mikill fræðari. Fyrir leitendur
verða rit Grétars síung upp-
spretta fróðleiks og vizku. Og ein-
Grétar Fells
mitt þess fróðleiks, sem veröldin
þarfnast svo sárlega f dag. Rit-
gerðir hans eru svo vel samdar og
snjallar, að það ætti að vera hverj-
um vini íslenzkrar tungu unun að
lesa þær, hvort sem hann er sam-
mála höfundi eða ekki. Utgafa
rita Grétars er því hið mesta
þarfa- og nauðsynjaverk.
Þökk sé Leiftri.
HVÖT
félag sjálfstæðiskvenna
JOLAFUNDUR
©r I kvöld kl. 8:30 í Átthagasal Hótel Sögu.
Jólahugvekja: Séra Jón Auðuns, fyrrv. dómprófastur.
Skemmtiatriði: Ómar Ragnarsson og IViagnús Ingimarsson.
Jólahappdrætti — Kaffiveitingar.
að framleiða hér á landi dfaze-
pamtöflur, er væru jafngildar
hinum innfluttu Valiumtöflum.
Sú var forsenda þessa, að þessar
dfazepamtöflur myndu verða
11—14 sinnum ódýrari en inn-
fluttar Valiumtöflur. Þótti hér
vera um óhæfilegan verðmun að
ræða, enda þótt tekið væri tillit
til mikils kostnaðar hins sviss- .
neska framleiðanda við rannsókn-
ir þær og þróunarvinnu, er voru
undanfari þess, að Valium (R)
var sett á markað.
4. Lyfjaverzlun rfkisins fram-
leiddi þvi næst f tilraunaskyni
díazepamtöflur, er teknar voru til
athugunar í Rannsóknastofu f
Iyfjafræði. Reyndust gæði tafln-
anna slík, að frásog frá meltingar-
vegi hjá mönnum var engu síðra
en í tilraun með Valiumtöflur.
Lyfjaformið sjálft var og rannsak-
að og gaf ekki tilefni til athuga-
semda. Á grundvelli þessa hóf
Lyfjaverzlun rfkisins framleiðslu
á dfazepamtöflum seinni hluta árs
1969.
5. Með stoð f þágildandi 2. gr.
lyfsölulaga nr. 30 1963 hófst lyfja-
skrárnefnd handa á árinu 1971
um stöðlun lyfjaforskrifta, en
nota mætti við lyfjagerð hér á
landi. Var starf þetta einkum fal-
ið Rannsóknastofu í lyfjafræði og
Rannsóknastofu í lyfjafræði Iyf-
sala við Háskóla tslands. Kom þá f
hlut síðarnefndu rannsóknastof-
unnar að prófa til hlítar í lyfja-
gerðarfræðilegu tilliti lyfjaform
fyrir díazepamtöflur þær, er fyrr
ræðir. Var starfi þessu lokið síðla
árs 1972 og heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu sendar
staðlaðar framleiðsluforskriftir
fyrir díazepamtöflur þessar. Eigi
verður séð, svo að undirrituðum
sé kunnugt um, að ráðuneytið
hafi látið uppi álit sitt á þessum
lyfjaforskriftum.
6. Þrátt fyrir tómlæti yfirvalda
um þessi mál, er ekkert áhorfs-
mál, að efla beri innlenda lyfja-
framleiðslu og tryggja, að innlend
lyf séu notuð á kostnað erlendra
lyfja svo fremi, að innlend lyfja-
framleiðsla sé jafngild hinni er-
lendu. Er öruggt, að slfkt gæti
sparað rfkissjóði óhemju fé, enda
þótt innlendir lyfjaframleiðend-
ur fengju meira fyrir sinn snúð
en nú er, en það er raunar sann-
girnismál. Liggur beint við, að
yfirvöld feli Lyfjaverzlun rikis-
ins, sem nú er góðu heilli verið að
reisa úr rústum að heita má, for-
ystu í þessu máli í samvinnu við
lækna, spítala og rannsóknastofn-
anir í landinu. Mikilvægi forystu-
hlutverks yfirvalda ber og að
skoða i því ljósi, að lyfsalar og
samtök þeirra gætu, eins og flest-
ir kaupmanna þessa lands, haft
hagsmuna að gæta f þá veru, að
eigi væri keypt ódýrt í heildsölu.
Skal þessu til stuðnings á það
bent, að smásöluálagning lyfsala,
er selur 100 Valiumtöflur, 5 mg,
er eigi minni en kr. 800,- (heild-
söluverð um kr. 1.100; útsöluverð
um kr. 2.500). Ef sami lyfsali
kaupir af innlendum lyfjafram-
leiðanda 100 diazepamtöflur, 5
mg, og selur i lyfjabúð sinni, er
smásöluálagning eigi um fram kr.
70 (heildsöluverð um kr. 100; út-
söluverð um kr. 340).
Að lokum skal því á það bent,
að eigi er einleikið'á tímum fjár-
hagsörðugleika, lána og skulda-
söfnunar erlendis, hver fjárhags-
sýslumenn, efnahagsstofnunar-
menn, hlutaðeigandi yfirvöld og
aðrir virðulegir landsfeður hafa
verið tómlátir um hlut innlendrar
lyfjaframleiðslu í þjóðarbúskapn-
jjm.
Rannsóknastofu i lyfjafræði
29.11 1976,