Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 21 Samfellt lífeyriskerfi nái til allra landsmanna 1 ALYKTUN ASl-þingsins I síó- ustu viku um lífeyrismál segir ( upphafi að meðal mikilvægustu réttinda, sem verkalýðshreyfing- in hafi áunnið sér á slðustu árum séu lffeyrisréttindin. Þrátt fyrir mikilsverðan áfanga skorti þó enn mikið á að lffeyrisréttindi hins almenna tryggingakerfis veiti viðunandi elli- og örorkulff- eyri. Þvf sé þörf skjótra breyt- inga. Þingið telur að eftirfarandi atriði séu meginmarkmið endur- skipulagningarinnar: Að samfellt lífeyriskerfi taki til allra landsmanna. Að stefna beri að því að lifeyris- þegar fái sem jafnastar greiðslur. Að verkafólk öðlist rétt til verð- tryggðs lifeyris, er fullnægi þörf- um lífeyrisþega á hverjum tíma. Að full eftirlaun og ellilífeyrir miðist við 65 ára aldur. Að hlutur einhleypinga I hinu almenna tryggingakerfi verði bættur sérstaklega frá þvi sem nú er, svo og að hlutur eftirlifandi maka látinna félagsmanna i stéttarfélögum er létust fyrir 1970, verði bættur sérstaklega. Að skerðingarákvæði verðaekki beitt á tekjutryggingu vegna þeirra lifeyrisgreiðslna, sem eftir- laun aldraðra og lifeyrissjóðir verkalýðsfélaganna greiða. Eðvarð Sigurðsson hafði fram- sögu um lífeyrissjóðamál og sagði meðal annars að lífeyrissjóða- kerfið, sem samið hefði verið um 1969, stæðist ekka i þeirri óða- verðbólgu, sem væri í þjóðfélag- inu. Sjóðirnir hreinlegu brynnu upp. Eðvarð sagði það sina skoðun að allir lifeyrisþegar ættu að vera i einum lifeyrissjóði, en mörg Ijón væru á veginum, áður en að hægt væri að taka upp slíkt kerfi. „Auðlindir hafsins munu um langa framtíð verða undirstaða velmegunar” Úr ályktun um atvinnumál Að hluta til hefur verið greint frá ályktun um atvinnumál, sem sam- þykkt var á ASl-þinginu. Hér fer á eftir sá kafli ályktunarinnar þar sem fjallað er um höfuðat- vinnuvegina: „Sjávarútvegur og fiskvinnsla eru meginstoðir atvinnu í mörg- um byggðarlögum og hinar gjöf- ulu auðlindir hafsins munu enn um langa framtið verða undir- staða velmegunar á Islandi. Þess- ar auðlindir eru nú I hættu vegna ofveiði og þar með afkomugrund- völlur margra byggðarlaga og þjóðarinnar í heild. Þvi telur þingið eitt brýnasta verkefni hag- stjórnar á Islandi að skipuleggja nýtingu miðanna þannig, að af- rakstur þeirra sé tryggður til Frá ASÍ- þingi frambúðar. Stjórnvöld hafa ekki gegnt þeirri skyldu sinni að gera þær ráðstafanir til verndar fiski- stofnunum, sem öll þjóðin veit, að óhjákvæmilegar eru. 33. þing ASÍ lýsir yfir þeim eindregna vilja sinum að eiga fullan hlut að sínu leyti I þeim ráðstöfunum, sem gera þarf til þess að framtíðar- hagsmunir fiskvinnslufólks um hinar dreifðu byggðir landsins verði tryggðir og er reiðubúið til samstarfs um þetta vandasama mál og krefst þess, að nú þegar verði gengið frá lausn á því máli. Jafnframt þarf að skipuleggja uppbyggingu fiskiflotans og fisk- vinnslunnar I samræmi við sóknarþol fiskistofna, atvinnu- þörf byggðarlaga og afkastagetu og verkefnaþörf innlendra skipa- smiðastöðva. Þingið telur, að átaks sé þörf í þessum efnum og verulegum árangri verði ekki náð nema á grundvelli skipulags áætl- unarbúskapar. Landbúnaður gegnir mikilvægu hlutverki I efnahagslífi Islend- inga. Hann sér ýmsum iðngrein- Bráðabirgðalögum og frumvarpi um vinnu- löggjöfina mótmælt Dagvistunarheimili þarfnast aukins fjár FRUMVARPI þvf til laga um stéttarfélög og vinnudeilur, sem leggja átti fvrir alþingi í vetur var harðlega mótmælt á ASI- þingi f sfðustu viku. Ef það yrði að lögum myndi það þrengja mjög athafnafrelsi verkalýðssam- takanna. segir f ályktun þingsins. Þingið lýsir þvf yfir I ályktun, sem það samþykkti, að verkalýðs- samtökin muni berjast af alefli, gegn hverri þeirri breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur, sem áformuð væri án fulls samráðs og samþykkis þeirra. Stjórn Sjómannasambands Is- lands bar upp tillögu á þinginu, sem samþykkt var. Eru bráða- birgðalögin frá 6. september s.l. um kaup og kjör sjómanna harð- lega fordæmd. Segir í ályktuninni að lögin séu ómakleg og siðlaus árás pólitisks valds á sjómanna- stéttina án allra ástæðna. Þingið skoraði á alla vinnandi menn inn- an heildarsamtakanna að standa vörð um stéttarfélög sin til að verja rétt þeirra og standa móti að svona nokkuð verði nokkurn timann reynt til að óvirða Is- lenzka launþega á sjó eða landi, eins og segir í ályktun þingsins. Þingið beindi þvi til alþingis, ríkisstjórnar og byggðastjórna að hækka framlög til dagvistunar- heimila verulega og fól miðstjórn ASl að knýja á hið opinbera um úrbætur I þessum efnum. Segir I ályktun þangsins að hið opinbera, riki og sveitarfélög hafi ekki stað- ið við þau fyrirheit, sem gefin hafi verið I þessum efnum. Þingið beindi þvi til stjórna líf- eyrissjóðanna að þær athugi hvort ekki komi til greina að sjóð- irnir láni það fjármagn, er á skortir til að fullnægja brýnni þörf fyrir dagvistunarheimili. um fyrir hráefni og tryggir þörf innanlands fyrir Islenskar land- búnaðarvörur. öryggis- og byggðasjónarmið réttlæta, að nokkru sé kostað til að ná þessum markmiðum. A hinn bóginn telur þingið að endurskipuleggja verði aðferðir til stuðnings Iandbúnaði til þess að hafa stjórn á heildar- magninu og beina framleiðslunni á hagkvæmar brautir. Iðnaðurinn hlýtur á komandi árum að veita sifellt fleirum at- vinnu og verða æ veigameiri þátt- ur i atvinnulifinu. Með eflingu iðnaðar má renna fleiri stoðum undir islenskt efnahagslíf. Að frá- töldum fiskimiðunum er hin mikla vatns- og varmaorka i fall- vötnum og jarðhita aðalauðlind tslands. Þá auðlind verður að beisla til framdráttar innlendri iðnaðaruppbyggingu. Það er álit þingsins, að íslensk- ur iðnaður búi ekki við hliðstæð skilyrði varðandi tollamál og að- gang að fjármagni eins og hinar meginatvinnugreinarnar, sjávar- útvegur og landbúnaóur. Þessu telur þingið að verði að breyta og skapa verði iðnaðinum góð vaxtarskilyrði. Þá er það eindregin krafa að hætt verði nú þegar þeirri gegndarlausu sóun gjaldeyris, sem nú á sér stað með innflutn- ingi tilbúinna húsa, húsgagna og innréttinga. Jafnframt hvetur þingið landsmenn til þess að kaupa islenskar iðnaðarvörur að öðru jöfnu. Verslun og þjónusta eru mikil- vægir þættir í nútimaþjóðfélagi. Þingið itrekar hins vegar nauðsyn þess, að öllum millíliðakostnaði sé haldið í skefjum, þannig að gróða- hagsmunir og skipulagsleysi spenni ekki upp verðlag i land- inu. Atvinnuþátttaka giftra kvenna Framhald á bls. 28 Asmundur Stefánsson hagfræðingur sambandsins bera saman bækur sínar. Ljósm. Ól. K. Mag. ASl og Björn Jónsson forseti Bæði við launþega og vinnuveitendur að sak- ast um ónóga vinnuvernd Vinnuverndarmál voru til umræðu á Alþýðusambandsþinginu og var samþykkt ályktun, þar sem fjallað er í 16 liðum um úrbætur f þessum efnum Hermann Guðmundsson for- maður Hlífar I Hafnarfirði fjallaði um þessi mál og sagði hann m.a. að alltof oft væri þvi þannig farið að þegar verkamaður seldi vinnu sína, þá væri hann um leið að selja heilsu sína. Á þessu yrði að verða breyting, en ekki væri við atvinnurekendur eina að sakast. Verkalýðsfélög og verkafólk bæri einnig sök á því ástandi, sem nú ríkti í þessum efn- um. Verkalýðshreyfingin yrði að breyta hinu almenna rótgróna, við- horfi að vinnuumhverfið sé óum- breytanlegt frá því ástandi sem ríkir og ríkt hefur. Verkalýðshreyfingin setur sér það mark að vinna að eftirfarandi. Að við kjarasamninga verði vinnuverndar- sjónarmiðið að meginatriði og eigi látið víkja fyrir sérstökum greiðslum fyrir hættuleg og heilsuspillandi störf. Að verkafólk öðlist til fulls á við atvinnurekendur rétt til ákvörð- unar um tilhögun á vinnuumhverf- inu. Verkalýðshreyfingin fái beina aðild að eftirliti með vinnuverndar- málum vinnustaða. í lög um vinnu- vernd komi ákvæði um starfsað- stöðu trúnaðarmanns, sem gæta skal þess að vinnuverndarlögunum sé framfylgt. Trúnaðarmaður hafi vald til að stöðva vinnu, sem að hans mati felur f sér slysahættu og/eða heilsuspillandi áhrif. Verkafólki skuli vera heimilt að leggja niður vinnu, atvinnurekandi framkvæmi ekki samningsákvæði um aðbúnað og hollustuhætti. Heil- brigðisyf irvöld sjái til þess að greinargóðar upplýsingar liggi fyrir um fjölda vinnuslysa og orsakir heilsutjóns á vinnustað. Verkalýðshreyfingin tryggi með samningum enn frekar en nú er að á vinnustöðum sé allur tiltækur hlffð- ar- og öryggisútbúnaður fyrir verka fólk og það noti þennan búning undanbragðalaust. Þar sem óhjá- kvæmilegt er að vinna með skaðleg- um efnum eða undir óeðlilegu vinnu- álagi skuli vinnutfmi styttur. Þar sem myndast skaðleg úrgangsefni á vinnustöðum við framleiðsluna skuli vera fullnægjandi útbúnaður, sem komi í veg fyrir spillingu umhverfis- ins. Stofnanir þær sem fjalla um öryggis- og heilbrigðismál verkafólks á vinnustöðum verða sameinaðir í eina stofnun. Upp verði teknar á kerfisbundinn hátt rannsóknir vara- samra efna í samvinnu við hin Norðurlöndin og að launþegasam- tökin fái að fylgjaast með og taka Framhald á bls. 28 . * V y ‘Y-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.