Morgunblaðið - 21.12.1976, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976
11
BYRGJUM BRUNNINN 1. grein
% Hér birtist 1. grein í greinaflokki, sem unninn er
af nefnd á vegum Landsambands íslenzkra barna-
verndarfélaga. — í nefndinni áttu sæti: Guðrún
Ásgrímsdóttir fóstra, Rúna Gfsladóttir kennari og
Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi.
Leikþörf og
þroski barnsins
LITLA barnið í vöggunni
hreyfir I sífellu handleggi og
fætur fram og aftur, upp og
niður. í fyrstu eru hreyfingarn-
ar fálmkenndar og óöruggar, en
þó eru þær góð þjálfun fyrir
smávaxna vöðvana. Siðar verða
hreyfingarnar markvissari,
barnið fer að rannsaka eigin
likama sinn, t.d. með þvi að
stinga fingrum og tám upp í
munninn og sjúga. Það marg-
endurtekur þessar rannsóknir,
og þær verða eins konar ieikur.
Um svipað leyti fer það einnig
að geta gripið utan um og hald-
ið á leikföngum. Smám saman
vex barnið og þroskast, fæturn-
ir fara að bera barnið — og
allan tímann gegna augun og
eyrun mikilvægu hlutverki.
Leikirnir og leiktæknin verð-
ur flóknari, barnið lærir af
reynslunni og teygir sig æ
lengra í athugunum og athöfn-
um sinum. Þegar varnið sjálft
er orðið fært um að ná sér I
hluti og þreifa á þeim, kremja
þá, sleppa, kasta, fikta og
benda, vaknar rannsóknar- og
leikþráin fyrir alvöru.
Leikurinn er líf barnsins.
Barnið leikur sér vegna þess að
það hefur þörf á því, bæði til
þess að þjálfa gróf- og fin-
hreyfingar, til að þroskast til-
finningalega, félagslega og
greindarfarslega. Leikurinn
eykur hugtakaskilning barns-
ins, og hreyfingar við leikinn
þjálfa vöðva barnsins og sam-
æfir þá, þannig að barnið nær
smám saman valdi yfir hreyf-
ingum sínum. Mikilvægt er, að
barnið þjálfi færni sína I að-
stæðum, sem það skapar sjálft.
Endurtekningin er mjög
mikilvæg fyrir barnið. Dr.
Slmon Jóh. Ágústsson segir I
bók sinni Leikir og leikföng:
„Klaufaskapur, fákunnátta og
misheppnun, sem hafa myndu
hættulegar afleiðingar í þjóð-
félagslífinu, hafa engin slík
eftirköst i leikjunum. Þar fær
barnið tækifæri til þess að æfa
sig og gera talraunir, leiðrétta
sig og afla sér nytsamlegrar
lífsreynslu á mörgum sviðum,
án þess að þessi reynsla verði
þvi of dýrkeypt. Leikirnir hafa
aðallega uppeldisgildi vegna
þess, að þeir æfa ýmsa hæfi-
leika. Þeir hafa aðallega
æfingargildi. Aðalatriði leikj-
anna er ekki árangurinn eða
verkið, heldur sú æfing og
færni, sem þeir veita.“
Lítum á litla barnið, sem
reynir að stinga kubbi niður
um gat af sömu stærð. Það snýr
kubbinum og ýtir á eftir
honum, snýr honum aftur, þar
til þvl tekst að koma honum
rétt i gegn. En það lætur ekki
við svo búið standa. Það hafði
gaman af, og þess vegna endur-
rekur það leikinn, enn og aftur.
Þegar hingað er komið þarf
Ifkast til ekki að nota sterk orð
um það, hvert gildi leikfangið
hefur. 1 stuttu máli. Það er til
þess ætlað að mæta athafna- og
rannsóknarþrá barnsins. Það er
eins konar hjálpargagn í ómeð-
vitaðri eftirsókn barnsins eftir
þroska og þjálfun, Og ekki að-
eins hjálpargagn, heldur snar
þáttur I heimi barnsins. Þess
vegna er að sjálfsögðu mikil-
vægt, að leikföng barnsins séu
valin af kostgæfni en ekki af
handahófi.
Næstu greinar í þessum
flokki munu fjalla um leikföng
og leikþörf barna i hverjum
aldursflokki, og þá hvaða leik-
föng henta á hinum ýmsu
þroskaskeiðum.
Höfum hugfast: Leikur er
nám með jákvæðu móti. Barnið
lærir með leiknum að þekkja
sjálft sig, umheiminn, bæði
menn, hluti og aðstæður úr dag-
lega lífinu. Barnið er óþreyt-
andi við að setja á svið atvik og
Framhald á bls. 30
I Foreldrar og uppalendur: Klippið út greinarnar í
þessum flokki og lesið þær vandlega.
Níirqit fxxk.t*tol'n
VIÐ BLEIKAN
AKUR
u -
Hafði Madelein eitrað matinn,
eða hafði spennan sem ríkti á
óðalinu eftir árásirnar aukið á
grupsemdir Falcons? Theresa
Charles fer hér á kostum, þessi
bók hennar er ein sú mest spenn-
andi sem við höfum gefið út.
GartJand
Férnfíis
mi
Örlögin börðu vissulega að dyr-
um, þegar Shefford læknir flutti
sjúklinginn dularfulla heim á
heimili sitt. Og það voru margar
spurningar sem leituðu á huga
Önnu Shefford: Hvers vegna
hafði Sir John einmitt valið hana?
Hvers vegna vildi hann einmitt
kvænast henni,fátækri, umkomu-
lausri læknisdóttur, forsjá þriggja
yngri systkina?
Rauðu ástarsögumar
Hugljúf og fögur, en um fram allt
spennandi ástarsaga bóndans
unga, hans Andrésar, barátta
milli heitrar og æsandi ástar hinn-
ar tælandi Margrétar og dýpri en
svalari ástar Hildar,hinnarlyndis-
föstu og ljúfu heimasætu stór-
býlisins. - Heillandi sænsk herra-
garðssaga.
Nunnan unga var hin eina, sem
möguleika hafði á að bjarga lífi
særða flugmannsins, sem svo
óvænt hafnaði í vörzlu systranna.
En slíkt var dauðasök, því ungi
flugmaðurinn var úr óvinahern-
um og þjóðverjarnir voru strangir.
Óvenjuleg og æsispennandi
ástarsaga.
Sex ungar stúlkur, sem eiga það
sameiginlegt að hafa orðið fyrir
vonbrigðum í ástamálum og eru
fullar haturs í garð karlmanna
almennt, taka eyðibýli á leigu og
stofna Karlhataraklúbbinn. ...En
þær fengu fljótlega ástæðu til að
sjá eftir að hafa tekið þessa
ákvörðun....
SIGGE STARK
Enair karímenn.
takk