Morgunblaðið - 21.12.1976, Page 16

Morgunblaðið - 21.12.1976, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 ®MenN Hvert á að veita fénu - og hvað á að spara í staðinn ? FJÁRLÖG komanda árs verða va-nlanlega affireidd á Alþingi I dag. F’járveilinsanefnd þingsins hefur setið að störfum allt frá þingbyrjun og yfirfarið fjárlagafrumvarp- ið. Tillögur hennar um breytingar á gjaldaliðum frum- varpsins komu að hluta fram við aðra umræðu um fjárlög- in I sfðustu viku en að iiðru leyti í gær. Einstakir þing- menn fluttu þá einnig brevtingartillögur. lVIeð fjárlögum hvers árs er settur rammi. sem öðru fremur setur fjölmörgunt framkvæindum og margháttaðri starfsemi um land allt skorður. t fjárlögum er ákveðið að hvaða hafnarmannvirkjum, skólamannv irkjum og sjúkra- húsum o.s.frv. eigi að vinna á árinu. Umfang þessara framkvæmda og annarrar starfsemi hins opinbera kann að hafa afgerandi áhrif á afkomu íbúa einstakra bvggðalaga auk landsmanna allra. Á þingmönnum mæðir sú skylda að brúa bilið milli útgjalda og tekna. Þeir verða að ákveða til hvaða verkefna fó verði varið og með hvaða hætti fó verður aflað. Þeir þingmenn sem styðja ríkisstjórnina á hverjum tlma eru þó þeir sem mestu ráða I þessum efnum. Samkvæmt ákvörðun ritstjóra Morgunblaösins leituðum við fyrir nokkru eftir svörum allra þingmanna á Alþingi. 60 að tölu. við eftirfarandi spurningum: 1) Til hvaða tveggja mála telduö þér brýnt að veita fé á fjárlögum næsta árs. sem ekki er getið þar? 2) Ilver er áætlaður kostnaður við þessi tvii mál? 3) Ilvaöa liði fjárlagafrumvarusins teljið þér að ma-tti lækka til að mæta útgjöldum þessara tveggja mála? Svör við þessum þremur spurningum hafa aðeins bori/.t frá sjii þingmönnum. og sá áttundi skilaði svari þar sem tekið var fram að spurningum blaðsins va'ri „ósvarandi". Heilir þingflokkar hafa jafnvel rætt um það á fundum sínum aðspurningum þessum ba-ri að látaósvaraö. Sjálfsagt má lengi deila um það hvort spurningarnar séu rétt orðaðar. en þegar spurt er. þá er óskað svars. Spurn- íngunum sem beint var til þingmannanna i ar tilraun blaðsins til að kalla fram skoðanir þingmanna á þvl til hvaöa mála brýnast væri að veita fé á fjárlögum næsta árs, og ekki var getið í frumvarpi. En hversu fáir þingmenn hafa svarað spurningum blaðsins vekur vissulega upp spurningar. Mbl. gekk það helzt til með spurningum sínum að fá fram. hvað þingmenn teldu aö spara mætti á fjárlögum með tilliti, til erfðar fjárhagsstöðu rfkisins Ósjaldan heyrist að fjölmiðlar gefi stjórnmálamönnum um of tækifa-ri til að fjalla um málin án þess að nálgast hin eiginlegu viðfangsefni. En hvernig eru stjórnmála- menn í stakk búnir til að fjalla um viðfangsefnin. I viðtölum við þingmenn um þessar spurningar féllu þau orð a*ði oft. að ógerlegt va*ri að ra*ða um fjárliigin. í hlöðum þvf að haki þeirra la*gi vfirgripsmikil vinna. og að afgreiðslufyrirkomulag þeirra byggðist á flokksstyrk og málamiðlun. Væru þvl tiilögur um einstiik málefni iðulega bornar upp innan flokks, og því væri ekki rétt að „stilla einstokum þingmönnum upp við vegg". með þvf að ætlasl til að þeir ra*ddu sfnar einkaskoðanir framnti fyrir alþjóö. Þá töldu sumir þingmenn ekki rétt að opinbera hugsanleg- ar breytingartillögur sfnar við fjárlagafrumvarpið. Sum svörin bera þess merki að þau eru framkomin áður en afgreiðslu fjárlaga var komin svo langt, sem nú er. Það er ekki a*tlun okkar að leggja út af svörum þeirra þingmanna sem svöruðu, en afstiiðu þeirra, sem ekki svöruðu, eigum við erfitt með að vega og meta, því að meðan sumir þingmenn töldu þessa umleitan okkar algera frekju og firru af blaðamönnum, þá tiiluðu aðrír þing- menn um að umleitan okkar bæri merki um fagleg en sjaldgæf vinnubriigðog ætti fyllilega rétt á sér. Rétl er að geta þess að nokkrir þingmenn. er ekki svoruðu, létu I Ijós áhuga á því að svara spurningum okkar, en töldu sér það ekki kleift t.d. vegna skorts á aðstöðu til útreikninga. annars annríkis o.fl. Agúst Asgeirsson. Tryggvi (.unnarsson! „Beðið verði átekta með framkvæmdir við Borgarfjarðarbrú og Kröflu” Eg er efnislega samþykkUr yfir- lýstri stefnu ríkisstjórnarinnar i efnahagsmálum, svo sem hún setti sér fyrr á þessu ári: 1) að draga úr viðskiptahallan- um við útlönd. 2) að hægja mikið á verðbólgu- hraðanum. 3) að tryggja áfram fulla at- vinnu. Engum blöðum er um það að fletta, að verulegur efnahagsbati hefir orðið í ár, en mér sýnist, að hann hafi komið vegna batnandi viðskiptakjara og markaðshækk- ana á vörum okkar fyrst og fremst, en í hverfandi mæli vegna ráðdeildarstjórnar ríkisvaldsins, meir að segja tel ég fullljóst, að fjármál ríkísins væru gjörsam- lega komin undir kvið, ef afli og verð hans hefði ekki orðið drjúg- um betra en a*tlað var í upphafi árs. Að minni hyggju er ríkisstjórn- in allt of ókærin gagnvart er- lendri skuldasöfnun, svo að þjóð- inni stafi verulegur efnahags- háski af. Ég er þeirrar skoðunar, að næg atvinna hefði haldist þótt faríð hefði verið hægar í ýmsar ríkisframkvæmdir, sem í venju- legu árferði eiga að minni skoðan að vera drjúgar og jafnar, en ekki sveiflukenndar, og allra síst í vandaárum, sem árin í fyrra og í ár vissulega eru, þar sem jafna þurfti umtalsverðan halla af. Ég tel að ríkisstjórnin hafi átt að halda að sér höndum um tvær stórframkvæmdir í ár: Borgar- fjarðarbrú og Kröfluvirkjun, og svo beri að gera enn á komandi ári: hið fyrra af því að 2—3 ára dráttur skiptir engum sköpum þar, en gæti verið liður í minnkun ríkisskulda, hið síðara nú og fyrr vegna ónógs undirbúnings og al- gerrar óvissu um gagnsemi, og óverjandi er að kasta fé í þá fram- kvæmd við núverandi aðstæður ög upplýsingar, sem fyrir liggja. Við þær framkvæmdir ber nú að bíða átekta í 2—3 ár, meðan mál skýrast, en verja hiuta fjármagns þess, sem þangað er ætlað, í 20 m stíflu i Laxárgljúfrum við Brúar i Aðaldal, svo fullljúka megi Laxár- virkjun III, öllum Norðlending- um til hagræðis og öryggis. Eg þykist hafa séð, að á fjárlög- um skortir nægilegt framlag til fræðslustofa þeirra, sem nú er verið að koma á fót i kjördæmum. Þær eru nauðsynlegar, en van- megnugar fjársveltar. Ég legg til að útflutningsba'tur á landbúnaðarvörur verði lækkað- ar, t.d. um 800—1000 m.kr., þar eð útflutningsbæturnar orka auðsæi- lega sem stjórnlitill framleiðslu- hvati á offramleiðslu vissra bú--~ vara. Loks get ég þess sem almennrar athugasemdar, að rikisvaldið veröi að gæta þess mjög vel, að fjárlög séu virt, ekki farið fram úr fjárveitingum, nema mjög brýnar ástæður krefji þess. Bragi Sigurjónsson. „Framlag til íþróttamála smánarlegt” Þegar menn hafa afskipti af djórnmálum og þjóðmálum að at- /innu er þeim fátt óviðkomandi, og sannleikurinn er sá, að fyrir alþingismönnum blasa hin óleystu verkefni hvarvetna við. Engir yrðu glaðari ef fé fengist til allra þeirra ótal málefna, sem berjast í bökkum vegna fjár- skorts. I hverri viku berst fjöldi erinda á borð þingmanna, og satt að segja rennur mér til rifja, að ekki skuli unnt að sinna hverju og einu þeirra. En þetta er vist vandinn við að taka á sig ábyrgð: að vega og meta, velja og hafna. Fjárþörf er knýjandi á flestum, ef ekki öllum sviðum: trygginga- málum, uppbyggingu dag- og elli- heimila, atvinnumálum, mennta- málum, dómsmálum og svo fram- vegis endalaust. Ef breytingar á fjárveitingum til slíkra málefna ættu að eiga sér stað svo einhverju máli skípti, þyrfti meira til að koma en til- færsla í tveim málum á útgjalda- liðum fjárlagafrumvarpsins. Ég lít því sv'o á, að spurningar Mbl. beinist að einhverjum tílteknum ákveðnum málum, frekar en heil- um málaflokkum. Með þetta í huga hef ég freist- ingu til að líta til þeirra mála, sem næst mér standa vegna áhuga og hagsmuna: íþróttamála og hags- muna Reykvíkinga. Fjárveitingar til ISÍ og UMFÍ, þ.e. til allrar hinnar íslenzku íþróttahreyfingar, nema kr. 32 millj. i fjárlagafrumvarpinu. Þessi upphæð er smánarlega lág, og hún þyrfti að tifaldast til að vera sambærileg við fjárveitingar tii íþrótta á Norðurlöndum. Ég vildi tvöfalda þá fjárveitingu sem frv. gerir ráð fyrir. Þá vildi ég að hækkuð yrði fjár- veiting til byggingar langlegu- deildar Borgarspítalans, en hún er skv. fjárlagafrv. kr. 10 millj. Hér er ekki aðeins um að ræða brýnt mál fyrir þá sjúklinga sem hlut eiga að máli, heldur störkost- legt rekstrarlegt hagsmunamál í heilbrigðiskerfinu. Fjárveiting til þessa máls þyrfti að hækka mjög verulega, svo eitthvað gagn verði af. Ég læt það liggja milli hluta, hvaða liði skuli lækka á móti til að mæta útgjaldaaukningunni, en ekki trúi ég öðru en byggðasjóður eða bætur til útflutnings land- búnaðarvara gætu séð af slíkum smáupphæðum, ef til kæmi. Ellert B. Sehram. „Greiðslur til aldraðs fólks og öryrkja smán- arblettur á ís- lensku þjóðfélagi” 1) Fjárlagafrumvarp næsta árs er 225 síður, þéttprentaðar. Ég hef ekki farað í lúsaleit um þetta mikla plagg til þess að finna mál „sem ekki er getið þar“, enda er „getið" þar margra málefna þótt i smáu sé. Eigi ég að nefna tvö málefni sem hvað brýnast er að auka fjárveitingar til nefni ég fyrst greiðslur til aldraðs fólks og öryrkja. Þessar greiðslur eru smánarblettur á íslensku þjóð- félagi, þær ná ekki að kaupmætti helmingi þess sem tíðkast ann- arstaðar á Norðurlöndum. Ég nefni einnig framlög til heil- brigðismála; það sem af er þessu ári hafa framkvæmdir við Geð- deild Landspítalans t.d. verað stöðvaðar að verulegu leyti og svipað er að segja um fleiri brýn- ar framkvæmdir á þeim sviðum. 2) Kostnaðurinn við hæfilegar umbætur I þessum málaflokkum er meiri en svo, að ég geti nefnt tölur. En ég gæti t.a.m. hugsað mér að ná þeim áfanga á næsta ári að verja þremur milljörðum króna I viðbót til þessara mála- flokka. Það tekur því miður lengri tíma en eitt ár að ná þeim markmiðum sem viðunandi geta talist, og tek ég þá aðeins til samanburðar ástandið í öðrum Norðurlandaríkjum. 3) Það mætti lækka ýmsa liði fjárlaga, einkanlega skriffinnsku- liði og skera niður framlög til NATO, svo að ég nefni dæmi. En ég vil ekki aðeins jafna metin með niðurskurði, heldur með því að auka eðlilegar tekjur ríkissjóðs án nýrra skattstofna. Skattarnir í sumar sönnuðu þjóðinni ljóslega hvernig stórgróðafyrirtæki og stórgróðamenn losna við að greiða fé í sameiginlegan sjóð þegnanna. Nýlega hafa verið rakin dæmi um það hvernig innflytjendur ná hrikalegum upphæðum til sín með beinum lögbrotum. Þjófnað- ur af söluskatti einum saman nemur hærri upphæðum en ég nefndi í öðrum lið. I heild er samneyslan í íslensku þjóðfélagi aðeins um þriðjungur þjóðar- tekna, en um helmingur þjóðar- tekna annarstaðar á Norðurlönd- um, og eru einkatekjur þegnanna þó að jafnaði mun hærri þar en hér. Borgaraflokkar tóku nýlega við stjórn í Svíþjóð, og þeim kem- ur ekki i hug að skera niður sam- neyslu, þótt forsætisráðherra ís- lands telji það æðstu „hugsjón" sina um þessar mundir. Ef tekst til frambúðar að skerða sam- neyslu á Islandi, t.a.m. fjárveit- ingar til aldraðra, fatlaðra og sjúkra, og hefta félagshyggju eins og gert hefur verið síðustu tvö ár, er verið að færa þjóðfélag okkar áratugi aftur í tímann. Magnús Kjartansson. „Ekki viðeigandi að þingmenn viðri hugsanlegar breyt- ingartillögur fyrir fram í blöðum” Spurningum Morgunblaðsins er ósvarandi, þó ekki kæmi annað til en að fjárveitingar til fram- kva*mda eru yfirleitt ekki sundurliðaðar í fjárlagafrum- varpi og tillögur um fé til ein- jstakra verkefna sjást ekki fyrr en yfirlit um skiptingu fjár á fram- kvæmdaliðum koma frá fjár-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.