Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977
Kleppsspítalinn 70 ára;
Endumýjuð borð-
stofa í gamla spítal-
anum tekin í notkun
Á 70 ÁRA afmæli Kleppsspítalans,
sem var haldiS hátíðlegt í gær var
ýmsum gestum boðiS til að skoða
spitalann og við athöfn þar sem
starfsfólk spltalans og gestir sátu
fluttu ræður prófessor Tómas
Helgason yfirlæknir, Matthías
Bjarnason heilbrigðisráðherra og
Eyjólfur Sigurðsson. umdæmis-
stjóri Kiwanis-hreyfingarinnar. Þá
mælti Jósteinn Kristjánsson nokk-
ur orð fyrir hönd starfsmannaráðs
Kleppsspítalans og sagði að
ákveðið hefði verið aS færa spítal-
Tómas Helga-
son prófessor.
yfirlæknir spft-
alans, greindi i
ræðu sinni frá
helztu atriSum
úr sögu Klepps-
spitalans.
anum að gjöf myndasafn er hafi
aS geyma heimildarmyndir úr
sögu spitalans. Tómas Helgason
yfirlæknir tók viS gjöfinni og siSan
var gestum boSiS til kaffidrykkju
og á eftor gafst þeim tækifæri til
aS skoða spitalann.
Tekin var i notkun ný borSstofa
og eldhúsaSstaða, en það er I þvi
húsnæði gamla spftalans sem hef-
ur verið endumýjaS nú á siSustu
10 mánuSum.
í ræðu sinni rakti prófessor Tóm-
as Helgason helztu atriði úr sögu
spltalans, m.a að árið 1871 hefði
Þorgrlmur Johnsen héraðslæknir rit-
að I ársskýrslu slna lýsingu á aðbún-
aði og meðferð geðveikra I landinu
Heilbrigðisráðið I Kaupmannahöfn
taldi þá brýna nauðsyn bera til þess
að bæta úr þvl ástandi. sem Þor-
grlmur lýsti I skýrslu sinni, en mál
þetta lá óhreyft að mestu allt til
ársins 1901 er danskur læknir
Christian Schierbeck og fjölskylda
Starfsfólk Kleppsspftala og gestir hlýSa á ræSu Tómasar Helgasonar yfirlæknis. Fremst sitja Matthfas
Bjarnason heilbrigðisráðherra og Páll SigurSsson ráSuneytisstjóri ásamt konum sinum. Ljósm. RAX.
hans buðust til að leggja fram fé til
byggingar geðveikraspitala fyrír
14—16 manns. Sagði Tómas að
Schierbeck hefði fundist fátt um
meðferð málsins og tekið aftur til-
boð sitt Alþingi skipaði nefnd til að
gera tillögur um frumvarp að stofn-
un geðveikrahælis og eftir nokkra
meðferð I Alþingi var samþykkt að
hefjast handa um byggingu sjúkra-
húss er rúmaði 50 sjúklinga Árið
1906 var ráðgert að verja 90 þús
kr. til byggingarinnar en það voru
um 7 5% af heildarfjárlögum þess
árs og til samanburðar gat Tómas
Helgason þess að I ár væri varið um
1,8% af fjárlögum ársins 1977 Að
lokum færði Tómas Helgason starfs-
fólki árnaðaróskir og þakkaði fyrir
samstarf og sérstaklega þakkaði
hann framlag Kiwanisfélaganna og
Hvitabandskvenna
Matthias Bjarnason heilbrigðis-
ráðherra sagði að nokkuð hefði
áunnizt i málefnum geðsjúkra hér á
landi og sagði að ekki væri þess nú
langt að biða að áfanga yrði náð i
nýbyggingunni sem væri að rFsa við
Landspitalann. Hann færði siðan
læknum og starfsfólki árnaðaróskir í
tilefni afmælisins Eyjólfur Sigurðs-
son, umdæmisstjóri Kiwanisklúbb-
anna, sagði i ávarpi sinu að ákveðið
hefði verið að Kiwanis-klúbbarnir
ynnu áfram að fjáröflun fyrir málefni
geðsjúkra og hefði næsti söfnunar-
dagur verið ákveðinn i október i
haust
Afgreiðslubann sett á
m.s. Laxá
AFGREIÐSLUBANN var sett á m.s.
Laxá i Akraneshöfn fyrri part dags i
gær. þar sem Verkalýðsfélagið á
staðnum taldi að farið hefSi veriS inn
á sitt verksviS þegar skipið var bund-
iS viS bryggju klukkan 18.30 I fyrra-
kvöld, en þá var I gildi yfirvinnubann
á svæSi félagsins. Klukkan þrjú igær
heimilaSi VerkalýSsfélagiS aS af-
greiSsla hæfist viS skipi, en þá lágu
fyrir afsökunarbeiSnir frá Hafskip
hf., sem á skipiS og skipstjóra þess.
Þetta er i annaS skiptiS, sem til
átaka kemur viS höfnina á Akranesi
eftir aS yfirvinnubann var sett á. i
fyrra skiptiS var um aS ræSa lýsis
skip frá Kýpur, sem landfestar voru
leystar á eftir klukkan 1 7.
Bjarnfríður Leósdóttir á skrifstofu
Verkalýðsfélagsins tjáði Morgunblað-
inu í gær að Laxá hefði komið að
bryggjunni klukkan 1 8 30 á fimmtu-
dagskvöldið. „Við i stjórn og trúnaðar-
mannaráði Verkalýðsfélagsins stóðum
á bryggjunni og mótmæltum þvi að
skipið legðist þannig að bryggju i um-
sjá yfirhafnsögumannsins i yfirvinnu-
banni félagsins," sagði Bjarnfriður.
Skipstjórinn á m s. Laxá hafði sent
skipverja með lóðsbátnum i landi til
þess að taka á móti skipinu og binda
= = =
í einn dag
það, en þegar skipverjanum var bent á,
að hann væri að fara inn á verksvið
félagsins, hafðist hann ekki frekar að
þegar skipið kom að bryggju. En þá fór
yfirhafnsögumaðurinn frá borði og batt
skipið gegn mótmælim trúnaðarráðs-
ins og sýndi ofbeldi við framkvæmd
þess verknaðar. Síðan tilkynntum við
þeim, sem hlut áttu að máli að skipið
yrði ekki afgreitt ef komið yrði með það
að bryggju Síðan tilkynntun við þeim
aðilum, sem ætluðu að taka vörur úr
skipinu að boðað yrði verkfall hjá þeim
með löglegum fyrirvara ef þeir tækju
við vörum úr því. Skipstjórinn kom
síðan á fund og baðst afsökunar. Haf-
skip sendi einnig afsökunarbeiðni
undirskrifaða af framkvæmdastjóra og
skipstjóra og einnig hélt bæjarráð fund
í dag, þar sem bæjarráð baðst afsök-
unar á verki starfsmanns síns og hét
því að þetta kæmi ekki fyrir aftur.
Þegar afsökunarbeiðnir lágu fyrir,
leystist skipið út þessu banni klukkan
þrjú í dag. Að öðru leyti hefur yfir-
vinnubannið gengið vel," sagði Bjarn-
fríður. . „
Kvikuhlaupin
í Kröflu skoð-
uð í Esjunni
í DAG gefst kostur á að skoða í fylgd
með Ingvari Birgi Friðleifssyni, sem
er einn fróðastur jarðfræðinga um
Esjuna, þær jarðmyndanir í fjallinu,
sem talið er að séu svipaðar því sem
er I Kröflu á 1 — 2ja km dýpi. Ferða-
félag íslands efndi til þeirrar göngu-
ferðar, auk hinnar föstu Esjugöngu,
og hefst hún kl. 1. Farið er upp frá
Skrauthólum á Kjalarnesi, hjá
Lauganfpu og upp á Kerhólakamb.
Ingvar sagði okkur, að á þessari.leið
væri mikið af skrautsteinum. Ætlunin
væri að skoða þarna innviði gamallar
megineldstöðvar, sem lá yfir sundin til
Reykjavlkur. Ofan af fjallinu væri auð-
velt að skýra út hvernig fjallið varð til.
Hann sagði að aðstæður væru þarna
svipaðar og neðanjarðar við Kröflu,
mörg kvikuinnskot, og hægt að skoða
ofanjarðar þær myndanir, sem menn
halda að séu að gerast í ólíkum kviku-
hlaupum. Farið verður niður hjá Esju-
bergi, nálægt leiðinni sem Esjugangan
fer og fá menn líka Esjugönguviður-
kenningu
Árblik og fleiri
troða upp á
tónleikum í dag
i Hafnarfirði
í DAG, laugardag. kl. 4 verSa haldnir
„Rokk og Ról tónleikar" i Bæjarbfó i
HafnarfirSi. Fram koma fjórar hljóm-
sveitir: ÁRBLIK. SONIC úr Hafnar-
firSi og Alexia og EXIT úr Reykjavik.
Framhald á bls. 26
• •
Oryggi og dnægja
í Útsýnarferðum
Pantið áður en þærseljast upp
Verðið hvergi hagstœðara.
AUSTURSTRÆTI 17, SIMI 26611