Morgunblaðið - 28.05.1977, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977
35
— Helena
fagra
Framhald af bls. 14
síðustu verka hans var óper-
an Ævintýri Hoffmanns,
sem sýnd var hér í Þjóðleik-
húsinu árið 1966.
Frumsýning á Helenu
fögru er sem fyrr segir á
föstudagskvöld, 2. sýning er
að kvöldi annars dags hvíta-
sunnu og 3. sýning 1. júní.
Helena fagra verður sýnd til
loka leikárs, út júnímánuð.
— á.j.
— Kolmunni
Framhald af bls. 13
hverju leyti viö aðrar þjóðir. Ég
er sannfærður um, að bæði skip
og verksmiðjur eiga eftir að njóta
mjög góðs af þessum veiðum,"
segir Viðar.
Þá sagði hann, að það hlyti vera
hægt að stunda þessar veiðar i
framtíðinni í maí við Færeyjar og
frá júli fram í september úti fyrir
Austfjörðum. Þau vandamál sem
nú væru, yrðu örugglega hægt að
leysa, aðrar þjóðir og þá ekki sist
Danir legðu nú gífurlega áherzlu
á kolmunnaveiðarnar, en svo virt-
ist sem þeir gætu samt ekki
stundað þær jafn lengi á ári
hverju og íslendingar.
Verðið olli mestum
vonbrigðum
„Ef ég hef orðið fyrir regluleg-
um vonbrigðum með eitthvað, þá
er það með verðlagninguna á kol-
munnanum á Islandi. Maður átti
von á því að það yrði eins hátt og
mögulegt væri til að örva menn til
veiðanna fyrst i stað á meðan
menn eru að átta sig á hlut-
unum,“ sagði hann ennfremur.
Það kom í ljós, að annar vængur
vörpunnar hafði rifnað litillega,
þótt ekki væri meira i en rösklega
100 tonn eins og fyrr gétur. Menn
voru fljótir að gera við, og innan
stundar var varpan komin í sjóinn
á ný. í næsta holi fengust hins
vegar ekki nema 20—30 tonn, en
þá voru lóðningar fremur litlar.
Nú var tekið við að leita að betri
ióðningum og fundust þær
nokkru norðar undir kvöldið.
Varpan var aftur komin í sjóinn
rúmlega fimm og byrjað var að
hífa eftir kvöldmat. Að þessu
sinni voru einnig rösklega 100
tonn í og uppskera dagsins um
240 lestir. Má segja að útkoman
hafi því ekki verið sem verst, en
miðað við það verð sem fæst fyrir
kolmunnann á íslandi þurfa að
fiskast um 300 lestir á dag að
jafnaði til að bæði útgerð og sjó-
menn geti verið ánægðir með sinn
hlut. Margir færeysku bátanna
hafa náð þessum árangri í vor og
vel það. Ur því að Færeyingar
geta veitt þennan fisk, eiga
Íslendingar að geta það líka. Að
minnsta kosti var það máltæki í
Færeyjum fyrr á árum, „íslend-
ingar geta allt“. Hins vegar hefur
þróunin orðið sú á síðustu árum,
að Færeyingar hafa algjörlega
skotið okkur ref fyrir rass i út-
gerðarmálum.
— Þ.Ó.
— Helmingur
Framhald af bls. 34
milli sveitarfélaga aldrei niður
fyrir 7.900 manns á ári (1966)
en fer yfir 9.300 manns árið
1972, 9.400 manns 1973, 10.700
manns 1974, þegar hann er
mestur, en lækkar lftillega aft-
ur árið 1975. Búferlaflutningur
milli landshluta er og minnstur
á þessum áratug árið 1966,
4.990 manns, en mestur árið
1972 og 1973, 6.200 manns fyrra
árið og 6.500 manns siðara árið.
Á þessum áratug var flutn-
ingsjöfnuður neikvæður gagn-
vart útlöndum (flutt utan
umfram innflutning) um 3.395
manns.
Flutningsjöfnuður á Reykja-
víkursvæðin var jákvæður
þennan áratug en þó aðeins um
271 mann. Reykjanessvæðið
eitt virðist sitja uppi með um-
talsverðan ávinning af búferla-
flutningunum, en þar er flutn-
ingsjöfnuður jákvæður um
3.396 manns (svipuð tala og ut-
an fer). Flutningsjöfnuður er
neikvæður í öllum öðrum lands-
hlutum á þessu tímabili sem
hér segir: Mínus manns
Vestfirðir 1953
Norðurland vestra ... 1512
Suðurland 1022
Vesturland 1016
Norðurland eystra ... 804
Austurland 603
I þessum tölum felst ein-
vörðungu fólksflutningur
(flutningsjöfnuður) milli
landshluta, ekki eðlileg mann-
aukning innan tilgreindra
byggðasvæða. (Heimild: Árs-
skýrsla Framkvæmdastofnunar
1976).
— Vestfirðir
Framhald af bls. 34
stéttarbræður þeirra annars
staðar á landinu. Vegna jafnrar
afladreifingar allan ársins
hring er yfirvinna í fiskiðnaði á
Vestfjörðum mjög mikil. Árið
1974 eru meðalbrúttótekjur
framteljanda á landinu 1974
taldar 856.772 krónur. Reykja-
vik er aðeins undir þessu
meðaltali með 856.121 krónu.
Kaupstaðir utan Reykjavíkur
eru með 920.829 en Isafjörður
einn sér með 945.845 krónur.
Vestfirðir eru því ekki, hvorki
íbúum sinum né landinu í
heild, siður gjöfulir en aðrir
landshlutar. (Tölulegar heim-
ildir sóttar í Vestfjarðaráætlun,
Almenna haglýsingu, apríl
1977).
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
\t GLYSINGA
SÍMINN KR:
22480
ienn:
SKAGFJORÐ HF
Hólmsgata 4, Box 906.
sími 24120. Reykjavik
heimasimi sötumanns 11387.
~
mr. . : >
MOSFELUNGAR
Kjörverð íKjörvali
KAFFI KAABER 1.P.
. kr. 634 - NAUTAHAKK KR . 770 -
KR. 247.- NAUTAGRILLSTEIK KR . 730 -
KR. 216- NAUTABÓGSTEIK .. KR.730 -
KR. 150- NAUTAGULLASH KR. 1.530 -
KR. 96- NAUTABUFF KR. 1.650 -
KR. 370,- NAUTA T-BEIN ... KR. 1.242 -
KR. 144- NAUTALUNDIR KR. 2.050 -
Gerið verðsamanburð