Morgunblaðið - 05.06.1977, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1977
15
tekið við skipsstjórninni þegar
ég veiktist. É er nú alveg búinn
að fá mig góðan af liðagigtinni.
LANGMEST VERIÐ
Á NÓTAVEIÐUM
— Það iná eiginlega segja að
ég hafi alla mína skipstjórnar-
tíð verið með nótaveiðiskip.
Það hefur orðið mikil breyting
á þessu sfðan ég byrjaði og
mesta breytingin varð auðvitað
þegar síldin hvarf. Þetta
snerist allt um sfldina hérna
áður fyrr. Á gömlu góðu sfldar-
árunum var auðvelt við þetta að
eiga þegar sfldin var uppi við
landið en svo fór hún að fjar-
lægjast og árin 1966 og ’67 man
ég að við vorum á síldveiðum
rétt við Færeyjar. Vegna veik-
indanna var ég ekkert á veiðum
þau sumur þegar elta varð sfld-
ina sem lengst norður í höf og
hún var söltuð um borð. Þegar
ég var að byrja að leysa af
sumarið 1970 fór ég á sfldveið-
ar í Norðursjó, íslenzku bátarn-
ir voru þá að byrja að veiða þar
sfld. Síðan hef ég farið á hverju
sumri f Norðursjóinn þar til
núna f sumar að Norðursjórinn
er okkur alveg lokaður. Við
gerðum það oft gott f Norður-
sjónum, Ifka í fyrrasuntar, þótt
kvótinn væri Iftill. Ég var hepp-
inn að þvf leyti að ég fékk yfir-
leytt hátt verð fyrir aflann. Það
var auðvitað fyrst og fremst að
þakka mannskapnum, strákun-
um, sem sáu um að ganga frá
síldinni. Velgengni við fisk-
veiðar byggist ekki sfzt á góð-
um mannskap, mönnum, sem
maður hefur hjá sér ár eftir ár.
Nú svo gerðust þau ánægjulegu
tíðindi f fyrra, að við niáttum
byrja að veiða síld að nýju fyrir
Suðurlandi. Það verður hins
vegar engin sfldveiði hjá okkur
í haust, þvf stóru bátarnir fá
vfst ekki úthlutað neinum
kvóta í þetta sinn.
GÓÐ ÚTKOMA
Á LOÐNUNNI
— Loðnuveiðarnar eru alltaf
að verða mikilvægari fyrir
nótaskipin. Ég hef auðvitað
verið á loðnuveiðum undan-
farna vetur og í fyrrasumar
byrjuðum við á Súlunni á
loðnuveiðum fyrir Norðurlandi
ásamt Sigurði RE og Guðmundi
RE og sfðar bættust við fleiri
bátar. Það varð mjög góð út-
koma á þessu hjá okkur í fyrra.
Við héldum áfram alveg fram f
desember og urðum aflahæstir.
Í vetur varð útkoman einnig
mjög góð á loðnuveiðunum og
þann tíma sem ég var um borð,
frá áramótum til marzloka,
fiskuðum við t.d. fyrir 89 millj-
ónir. Framundan er sumar-
loðnuvertfð og ég hef þá trú að
hún gangi enn betur en í fyrra,
en þá komu f ljós ýmsir byrjun-
arörðugleikar, sem væntanlega
tekst að ráða bót á. Vinnslan
gekk þá hægt fyrir sig og lönd-
Framhald á bls. 33
Silfri hafsins landað úr Snæfellinu EA. Snæfellið var landsþekkt
aflaskip, en þvf hefur nú verið lagt.
skuli hafa mennina heima, en
þegar maður fer að tala við þær
snýst dæmið oft við. Þær eiga
svo óskaplega bágt, maðurinn
vinnur hálfan sólarhringinn og
er svo þreyttur þegar hann
kemur heim að það er ekki við
hann mælandi.
— Ertu ekki stundum hrædd
um manninn þinn á sjónum?
— Ég hef þann sið í byrjun
vertíðar að kveðja hvern ein-
asta skipverja og biðja Guð að
fylgja honum. Þá eldri fæ ég að
kyssa en hinir rétta mér hönd-
ina. Síðan „sleppi” ég, óska
skipi og skipshöfn gæfu og
gengis. Óttann verðum við að
geyma innst inni og sjómanns-
konur eru kjarkmiklar og dug-
legar.
Björg fluttis til Akureyrar 10
ára gömul. Þar kynntist hún
Baldvin og þau giftu sig árið
1952. Þau eiga þrjú börn, Þor-
stein Má, Margréti og Finnboga
Alfreð. — Ég hcf alltaf haft
mikinn félagsskap af börnun-
um og það er ekki svo litið
atriði fyrir sjómannskonu, seg-
ir Björg. Við fórum til dæmis
upp á Fjall á skíði hvenær sem
við gátum og öll eru börnin
leikin á skíðum, þótt Margrét
hafi nú náð lengst. Þorsteinn
lærir nú skipaverkfræði í Nor-
egi, Margrét lýkur stúdents-
prófi í vor og Finnbogi Alfreð
byrjar i Menntaskóla í haust.
Björg segist fara í sund á hverj-
um morgni, badminton eitt
kvöld í viku, saumaklúbb sömu-
leiðis eitt kvöld f viku og svo
vinnur hún hálfan daginn á
skrifstofunni hjá Frystihúsi
KEA, með indælu fólki eins og
hún segir. Það er því ekki yfir
neinu að kvarta.
— Ég vil nota tækifærið og
senda öllum sjómönnum og
fjölskyldum þeirra kærar
kveðjur með ósk um farsæld og
fengsæld á komandi árum. Til
hamingju með daginn, sagði
Björg að lokum.
—SS.
FRÁ LEHBEININGASTÖfl HÚSMÆflRA
Vöruurvalið á áningarstöð-
um ferðamanna-sjoppurnar
Viða á helztu ferðamanna-
leiðum eru sjoppur meðfram
vegunum þar sem ferðamenn
geta fengið eitthvað að borða á
fljótlegan og auðveldan hátt án
þess að þurfa að kosta til þess
stórum fjárfúlgum. Timinn er
verðmætur nú til dags,
ferðamenn vilja ekki verja
nema sem stytztum tíma i að
matast og haga sjoppurnar
rekstri sínum í samræmi við
þær kröfur. Söluvarningurinn
er þannig úr garði gerður að
mjög auðvelt er að afgreiða
hann, húsbúnaður og tækja-
kostur er einfaldur svo að
reksturskostnaðinum virðist í
alla staði vera í hóf stillt.
Fæðan sem á boðstólum er,
likar vel, enda er mikið keypt.
En hún er hins vegar ekki sam-
sett í samræmi við kenningar
manneldisfræðinga og lækna,
sem segja, að við þurfum að
draga úr neyzlu fiturikra fæðu-
teguhda og takmarka ' sykur-
neyzluna. Rannsóknir hjá
Hjartavernd hafa leitt í ljós, að
íslenzkir karlmenn eru að jafn-
aði 10 kilóum of þungir. Það er
mjög auðvelt að bæta við sig
nokkrum kílóum af líkamsfitu,
ef menn fara að lifa á sjoppu-
mat dögum saman, enda er í
honum mikil fita og mikill
sykur.
Sjoppueigendur telja það
góða fjárfestingu að eiga mikið
og fjölbreytt úrval af sælgæti,
enda er álagningin 40%. Sæl-
gætið er þvi sá varningur sem
mest fer fyrir í sjoppunum.
Sælgæti hefur einnig þann
kost, að auðvelt er að geyma
það, það skemmist ekki þótt
það sé geymt i stofuhita
mánuðum saman og það er
hreinlegur og þægilegur sölu-
varningur, sem auðvelt er að
ganga frá í umbúðum. Sjaldan
sjást nýir ávextir í sjoppunum.
Sá sem borðar eina súkkulaði-
plötu (100 g) fær rúmlega 500
hitaeiningar og geta margir þar
með fullnægt 'A af orkuþörf
dagsins, en ferðalangar sem
sitja í upphituðum bifreiðum
þurfa ekki á svo mikilli orku að
halda. Með þvi að borða eitt
epli eða eina appelsínu fást
hins vegar ekki nema um 50
hitaeiningar. En epli og
appelsinur hafa ekki eins gott
geymsluþol og súkkulaði og
álagningin er 41 %, en rýrnunin
getur orðið allmikil, langtum
meiri en í sælgætinu.
Með kaffinu eru kökur á boð-
stólum, um orkumagn þeirra
skal ekki fjölyrt að sinni, en
það væri hollara að borða gróft
brauð i staðinn. En sá sem
kaupir smurt brauð með
kaffinu kemst varla hjá því að
kaupa dágóðan skammt af
majones. Ofan á hangikjöts-
sneiðinni er ítalskt salat, ofan á
„róastbeefið” remúlaði og
hinar ágætu rækjur er því
miður útflúraðar með majones
i skrautrendum og toppum. Ur
því að likamsþungi okkar er í
rífara lagi mættum við tak-
marka majonesnotkunina ofur-
lítið. Ur einni matskeið af
majones fást um 100 hita-
einingar. Sjaldan eru gúrkur og
tómatar á boðstólum i sjoppum
sem þó er tilvalið að nota sem
álegg ofan á brauð, en það er
mjög orkusnautt álegg.
Pylsurnar eru að sjálfsögðu
mjög vinsælar hjá viðskipta-
vinum, en þvi ekki hafa pylsu-
brauðin helmingi stærri? Þá
yrði hlutdeild fitunnar í pylsu-
máltíðinni minni. Það er að
sjálfsögðu ekkert vit i því að
láta feita remúlaðisósu ofan á
pylsurnar, enda ætti sinnep,
tómatsósa og laukur að nægja
til bragðbætis.
Loks skal hér minnzt á gros-
drykkina sem mikið eru seldir í
öllum sjoppum, en i þeim er
mikill sykur. Áður fyrr notuðu
Islendingar mysu sem svala-
drykk. Hún var vinsæl hjá fólki
í heyyinnu. í mjólkurbúum
landsins er mestallri mysu hent
nú á dögum. Væri ekki unnt að
hafa hana á boðstólum í
sjoppunum? 1 mysu er mikið af
kalki og B-vitaminum, hún er
því hollari en gosdrykkirnir
sem við nú leggjum okkur til
munns i allt of rikum mæli.
Urvalið af mjólkurafurðum i
sjoppum er yfirleitt fátæklegt.
Helzt er til is sem er með fitu-
ríkari mjólkurvörum. Það væri
ekki úr vegi að hafa þar jógúrt
og skyr og fleiri mjólkur-
afurðir.
En sennilega er ekki unnt að
ætlast til að sjoppueigendur
fari að breyta söluvarningnum,
þegar reksturinn gengur að
óskum hjá þeim. Tilraunir með
breyttan söluvarning geta verið
Framhald á bls. 33