Morgunblaðið - 05.06.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1977
21
skan hefur alltaf
drætd en vuuúngs-
minnka nú sífellt”
leita eftir sínum rétti í kjara-
málum. Það er lika kannski
bezt að þeir taki þátt í þeim
hrunadansi sem nú stendur
yfir, því það virðast allir láta
hverjum degi nægja sfna þján-
ingu. Islendingar hafa ekki
sýnt nógu mikla varkárni í sam-
bandi við þennan aðalatvinnu-
veg’ okkar. Of mikillar bjartsýni
hefur gætt hjá ráðamönnum
sem með þessi mál hafa farið.
En samt er það svo, að maður
getur sem stjórnarandstæðing-
ur gegnrýnt alla skapaða hluti,
og hefur síðan engar tillögur til
úrbóta. Ég tel að nú sé barnið
dottið ofan í brunninn og of
seint að byrgja hann.“
— Er fiskiskipaflotinn orð-
inn of stór?
„Það hafa margir sagt að svo
sé og það tel ég rétt vera og það
þarf að minnka flotann hið
bráðasta. Eins og er bólar ekk-
ert á því og allir kaupa skip af
mismunandi gerðum. Fiski-
skipafloti og fiskvinnslustöðvar
hafa risið upp um allt land eins
og gorkúlur á undanförnum ár-
um, og i þessum efnum tel ég að
hið frjálsa framtak eigi ekki
lengur rétt á sér, þó svo að það
sé gott á mörgum sviðum, þvi
með sama áframhaldi fijótum
við að feigðarósi."
— En er það ekki staðreynd
að það er gífurlegur munur á
kaupi sjómanna og fer kaup
þeirra ekki’eftir því á hvernig
skipum þeir eru og hvernig
veiðar þau stunda?
„Að sjálfsögðu má segja sem
svo. að mikill munur sé á kaupi
sjómanna. Fiskveiðar eru og
verða happdrætti. 100 tonna
bátur getur veitt mönnum dá-
góðar tekjur, en síðan getur
maður haft aðeins trygginguna
á 400 tonna skipi. Það er
kannski þetta happdrætti sem
gerði sjómennskuna að þvi að-
dráttarafli sem hún var hér
fyrr á árum, menn vildu taka
þátt í happdrættinu og fóru á
sjó til að gera það gott í stuttan
tima. En gallinn við þetta happ-
drætti er nú sá, að vinningslík-
urnar minnka ár frá ári. Ef á að
lokka unga menn til starfa á sjó
núna, þarf eitthvað annað að
gera en að segja að næsti dagur
sé happdrættisdagurinn, ef svo
má að orði komst.“
— Nú hefur þú aðeins verið
formaður Sjómannasambands-
ins frá þvi í október á siðasta
ári, hvernig er að starfa fyrir
sambandið?
„Það er gott að starfa fyrir
þetta samband, en gallinn er sá
að Sjómannasambandið er fá-
tækt. Til þess að hægt verði að
þjappa sjómannastéttinni sam-
an þarf sambandið að hafa
miklu meira fé, og öðru visi
verður sjómannastéttin ekki
það afl sem hún á að vera í
þjóðfélaginu."
Auk Óskars starfar ein stúlka
hjá Sjómannasambandinu, sem
sinnir daglegum störfum sam-
bandsins. Þá réð sambandið
hagfræðing til starfa nú fyrir
skömmu er fundir hófust vegna
kjaramálanna. Um þetta segir
Óskar:
„Það er lengi búið að vera
nauðsynlegt fyrir sambandið að
ráða hagfræðing til starfa en
það var fyrst núna sem var lagt
út í það. Ég lit á starf þessa
manns sem mjög jákvætt fyrir
okkur. Það er nauðsynlegt að
hafa slíkan mann til að fjalla
um allt er lýtur að tekjumögu-
leikum sjómanna, enda er velt
yfir okkur tölum á tölum ofan
og sagt að svona sé staðan og
viðkomandi geti því ekkert lát-
ið í té. Hins vegar ber ég ekki á
móti því að þessar tölur séu
réttar, en maðr þaaf ekk ðra
sammála forsendunum fyrir
þessum utdreikningum. Það er
þvf oft svo að maður verður að
beita sömu vopnum og and-
stæðingurinn. Það er líka stað-
reynd, að margir reiknings-
glöggir menn hafa verið f for-
ystuliði sjómannasamtakanna,
þó að oft hafi menn orðið að
fara eftir tilfinningum sínum í
samningamálunum og peninga-
buddunni."
— Verða yfirstandandi kjara-
deilur sjómanna langvinnar
eða telur þú að málið leysist á
næstu vikum?
„Ég tel að úrslit kjara-
deilunnar ráðist af þvi hvað
stjórnvöld gera i fisk-
verndunarmálum og við mun-
um taka mið af þvi. Ef stjórn-
völd gera eitthvað sem kemur
til með að skerða hlut
sjómanna, þannig að þeir þurfi
að taka slfkar ráðstafanir á sig
óbættar, er ég hræddur um að
við tökum á málunum eins og
efni standa til.
Að lokum óska ég sjómanna-
stéttinni til hamingju með dag-
inn og vænti þess að hún standi
vörð um sin mál," sagði Öskar
aðlokum.
Þ.Ó.
Flugfélag Norðurlands:
Aukning varð
í öllum þáttum
starfseminnar
AÐALFUNDUR Flugfél-
ags Norðurlands hf. var
haldinn á Akureyri 12. maí
sl. Kom þar meðal a’nnars
fram, að reksturinn árið
1976 hafði gengið vel. Á
því ári keypti félagið eina
19 farþega Twin Otter flug-
vél. Einnig lauk smíði
verkstæðisflugskýlis fél-
agsins og hefur það stór-
bætt alla viðhaldsaðstöðu.
Veruleg aukning varð á
öllum þáttum starfsem-
innar. Farþegar í áætl-
unarflugi voru 10.553, vör-
ur og póstur samtals 318
tonn. Talsvert var um
leiguflug til Grænlands og
Evrópu og hefur slíkt flug
farið árvaxandi.
Stjórn félagsins var endurkjör-
in og er Einar Helgason formaður
hennar. Framkvæmdastjóri er
Sigurður Aðalsteinsson.
Ákveðið er að halda endurnýj-
un flugvéla áfram. Nýlega var
önnur Beechcraft-flugvél félags-
ins seld og mun hin verða seld í
haust. í staðinn mun verða keypt
Piper Chieftain, 10 sæta flugvél
af nýjustu gerð og er hún væntan-
leg í júní.
Hjá F.N. starfa fjórir flugmenn
og þrir flugvirkjar. Flugleióir hf.
annast alla afgreiðslu farþega og
varnings fyrir áætlunarflugið.
í fréttatilkynningu frá Flug-
félagi Norðurlands segir að fél-
agið hafi átt við ýmsa erfiðleika
að stríða. Mætti nefna síaukinn
reksturskostnað og þá sérstaklega
eldsneytiskostnað. Til þess að
mæta þessu er reynt að haga öllu
flugi á sem hagkvæmastan hátt.
T.d. er oftast flogið til tveggja
staða í sama áætlunarfluginu.
Einnig hefur verið ákveðið að
hætta áætlunarflugi milli Akur-
eyrar og Siglufjarðar frá 15. júní
nk. þar sem flutningar á þeirri
leið megna alls ekki að greiða
kostnaðinn af fluginu. Þó mun
verða kannað hvort hægt verði að
hefja flugið að nýju i haust.
tilbob
á framköllun
.1___________
örugglega það bezta
_ .2_______________
y’
Ný litfilma ^ .
INTERCOLOR II: Myndaalbúm
MeS hverri framköllun fái8 þér án nokkurs Og hér er aukabónus: Þér fáiS I hvert sinn
aukagjalds nýju Intercolor II litfilmuna mjög skemmtilegt vasamyndaalbúum án
sem tryggir bjartari og betri litmyndir en. nokkru sinni fyrr. aukagjalds.
L..A
Allar myndir
framkallaðar á
^matt
nýja matta papplrinn sem atvinnuljós-
myndarar nota til a8 tryggja bezta ðrang-
Sjáið verðlistann:
Við bjóBum y8ur örugglega beztu kjörin og
beztu þjónustuna. Og vi8 ábyrgjumst þa8(
Framköllun 20 myndir.
VerBlisti me8 litfilmu og vasamynda-
albúmi innifaliB:
Venjulegt búðarverð:
2.890
0KKAR VERÐ: 2.450
Verzlið hjá okkur, það borgar sig
'OOOy
2*0 •>'
7^0
fuHu
ASTÞÓRÍ
Hafnarstræti 17og Suðuriandsbraut 20