Morgunblaðið - 14.02.1978, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978
Járnblendiverksmiðjan
við Grundartanga heimsótt:
„Þriðjungi
framkvæmda
þegarlokið”
Morgunhlaðinu gafst í s.l. viku tækifæri til að
kynnast þeim framkvæmdum sem nú fara fram við
járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga í Hvalfirði,
en um þessar mundir er um þriðjungi framkvæmda
þar lokið. Við þefta tækifæri kynnti Jón Sigurðsson
framkvæmdastjóri verksmiðjunnar nokkuð ýmsa
þætti svo sem aðdraganda að stofnun verksmiðjunnar,
aðstöðu ísiands sem framleiðanda á járnblendi, stað-
arval verksmiðjunnar, Grundartangahöfn, fjármögn-
un og ýmsa aðra þætti.
Þá sagði Jón Sigurðsson m.a.:
Upphaflega var ætlunin að
reisa kísiljárnverksmiðjuna í
samvinnu við bandaríska fyrir-
tækið Union Carbide
Corporation. Er undirbúningur
að þeirri byggingu var nokkuð
á veg kominn, dró þetta fyrir-
tæki sig hins vegar í hlé. ts-
lenska járnblendifélagið hafði
þá þegar verið stofnað sam-
kvæmt sérstökum heimildar-
lögum þar um, en Union
Carbide hvarf frá aðild að þvi
og greiddi skaðabætur vegna
þeirrar riftunar á samningum
til bótagreiðslna vegna riftunar
ásamningum félagsins við
Landsvirkjun um orkusölu.
Það var síðan vorið la76, að
hafnar voru viðræður við
norska fyrirtækið Elkem-
Spigerverket a/s um þátttöku
þess í íslenska járnblendifélag-
inu hf. sem hluthafa á móti
ríkinu og var samningum um
slíka samvinnu lokið að áskildu
samþykki Alþingis í árslok
1976. Heimildarlögin, sem stað-
festa aðalsamning ríkisstjórn-
arinnar og Elkem-Spigerverket
voru síðan samþykkt á Alþingi
vorð 1977.
Elkem-Spigerverket a/s var
stofnað árið 1972 með samruna
tveggja gamalla og gróinna
fyrirtækja, Kristiania Spiger-
verk, sem stofnað var 1853 og
Elkem a/s, sem stofnað var
1904. Hið sameinaða fyrirtæki
er hlutafélag með hlutabréf að
nafnverði 195 milljónir norskra
króna. Hlutafjáreign í félaginu
er mjög dreifð, hluthafar eru
um 15000 talsins. Nær allir
hluthafar eru norskir og er tal-
ið að um 9% hlutafjárins sé í
eigu aðila, að mestum hluta
fyrirtækja, sem skrásett eru í
Noregi, en að nokkru leyti í
eigu útlendra aðila.
Elkem-Spigerverket fæst við
fjölbreyttan atvinnurekstur, að
verulegu leyti í járn- og stáliðn-
aði, en einnig við álframleiðslu,
framleiðslu ýmissa neytenda-
vara eins og verkfæra, lása og
annarra járnvara, einangrunar-
efnis, trefjaglervara o.fl., auk
þess sem fyrirtækið rekur
nokkurn námugröft og fram-
leiðslu og sölu á bræðsluofnum
Unnið að framkvæmdum við Járnblendivcrksmiðjuna á Grundartanga.
í þungaiðnaði. Arssala fyrir-
tækisins er hálfur þriðji mill-
jarður norskra króna og hefur
málmablendi af ýmsu tagi
lengst af verið stærsti þáttur
þeirrar sölu. Hjá félaginu
starfa rúmlega 9000 manns á 30
verksmiðjustöðum.
Hlutafé Islenska járnblendi-
félagsins hf. er ákveðið jafn-
virói 24 milljóna bandaríkja-
dollara og er eignarhluti ís-
lenska ríkisins 55% af því, en
hluti Elkem-Spigerverket 45%.
Járnbelndifélaginu er ætlað
að hafa með höndum fram-
leiðslu á kísíljárni og tengdan
atvinnurekstur. Kísiljárn er ein
af mörgum tegundum málm-
blendis, sem notað er í alls kyns
málmiðnaði til framleiðslu á
mismunandi málmblöndum til
ýmissa nota. Járnblendi- er
mjög orkufrekt í framleiðslu og
þarf 9—10 þúsund kílówatt-
stundir af raforku til að fram-
leiða hvert tonn af kísiljárni.
Raforka á tiltölulega hagstæðu
verði er því forsenda fyrir kísil-
járniðnaði. Kísiljárn er meðal
tiltölulega fárra efna, sem eru
svo orkufrek í framleiðslu og
koma þess vegna til álita, þegar
sú stefna verður uppi hér í
landinu að nýta orkulinir þess
til framleiðslu útflutningsvara.
í rauninni er framleiðsla og út-
flutningur kfsiljárns þannig
fyrst og fremst aðferð til að
flytja út orku.
Til þessarar framleiðslu hef-
ur ísland i rauninni ekki upp á
neitt annað áð bjóða en orkuna.
Orkuverðið verður þar á ofan
að vera lægra en gerist i ná-
grannalöndunum til að bera
uppi það óhagræði og kostnað,
sem stafar af fjarlægð landsins
frá hráefnalindum og markaðs-
svæðum þessarar vöru.
i greinargerð með frumvarpi
til Iaga um járnblendiverk-
smiðju í Hvalfirði, sem var til
meðferðar 1974/75 kemur
fram, að ein af ástæðunum til
þess að kísiljárn var valið sem
aðferð til að flytja út orku var á
þeim tíma sú, að álverið í
Straumsvík var þegar til í land-
inu og þótti æskílegt, að orku-
frekur útflutningsiðnaður sé af'
fleiri en einni tegung. Annað
mikilvægt atriði, þegar járn-
blendiiðnaður var á þessum
tíma tekinn fram yfir frekari
áliðnað var sú staðreynd, að
orkueftirspurnarkröfur járn-
blendiiðnaðar eru ekki eins
strangar og áliðnaðar. Þannig
getur járnblendi að talsverðu
leyti nýtt afgangsorku, sem á
hverjum tíma er fyrir hendi í
orkuveitukerfinu. Því er orku-
sala raforkukerfisins til beggja
þessara framleiðslugreina sam-
hliða talin hagstæð.
Járnblendifélagið hefur gert
samning við Landsvirkjun um
kaup á raforku. Gert er ráð
fyrir 68 MW afli að meðaltali,
þegar verksmiðjan er komin að
fullu í rekstur og 550 GWst
orku á ári. Af þessari orku er
gert ráð fyrir 306GW st af-
gangsorku, en 244 GWst grunn-
orku. Til samanburðar tekur ál-
verið í Straumsvík 140 MW og
um 1100 GWst á ári, allt grunn-
orku.
í greinargerð með upphaf-
lega frumvarpinu um þessa
verksmiðju var við staðarval
hennar gengið út frá þeirri for-
sendu, að orkufrekur iðnaður,
sem nýtti orku frá Sigöldu,
hlyti að verða suðvestanlands.
Síðan voru gerðar samanburð-
arathuganir á fjórum stöðum
Framhald á bls. 33.
Starfsmenn ánægðir
með vinnuaðstöðuna
A VINNUSVÆÐINU við járn-
blendiverksmiðjuna hitti
Morgunblaðið fyrir þrjá unga
menn. Sigurð Arnar Sigurðs-
son, Guðmund Inga Gunnars-
son og Sverrir Valsson og innti
þá eftir þ\ í hvernig háttað væri
vinnuaðstöðu og vinnu almennt
þar. Voru þeir félagarnir sam-
mála um að vinnuaðstaða væri
öll með ágætasta möti, þó segja
mætti að meira af vcrkfærum
og tækjum mætti vera, því
stundum kæmi sú slaða upp t.d.
hjá þeim, að þcir þyrftu að bíða
þö nokkurn tíma eftir þ\í að
geta haldið áfram. Þá sögðu
þeir félagar jafnframt að
starfsmannaskálar væru ágadir
svo og mötunevtið á staðnum.
- Það eina seni félagarnir
kvörtuðu yfir var það að æði olt
væru þarna á vinnusvæðinu
mjög leiðinlegt veður, kuldi og
há\ aðarok.
Félagarnir Sigurður Arnar Sigurðsson, Guðmundur Ingi Gunnars-
son og Sverrir Valsson.
Allt ad 20000 tonna skip munu
geta lagzt ad í Grundartangahöfn
Hér munu geta lagzt að allt að 20000 tonna skip.
t SAMBANDI við bygg-
ingu verksmiðjunnar er
stöðugt unnið að hafnar-
framkvæmdum á vegum
Hafnarmálastofnunar á
Grundartanga sjálfum, en
Grundartangahöfn er þó
álveg sjálfstætt fvrirtæki
sem á engan hátt tengist
framkvæmdum við Járn-
blendiverksmiðjuna
sjálfa. Þar hittum við fyrir
Jön Guðmundsson frá
Hafnarmálastjórn og báð-
um hann að lýsa þessum
framkvæmdum.
„Hafnarbakkar verða
tveir, einn 120 metra lang-
ur bakki móti norð-austri,
þar sem dýpi verður 7.5
metrar, miðað við meðal
stórstraumsfjöru og 55
metra langur bakki mót
suðaustri þar sem dýpi
verður 10 metrar. Við
norðaustur-bakkann geta
lagzt skip að stærð allt að
6000 DWT, en að hinum
skip allt að 20000 DWT, þó
er gert ráð fyrir að lengja
megi SA-bakkann um allt
að 200 metrum og hafa
dýpi fyrir skip allt að
40000 DWT, ef þörf yrði
fyrir slíkt. Aætlað er að
þessum framkvæmdum
l.júki i lok þessa árs,“ sagði
Jón.
Hafnarbakkarnir eru
stálþilsbakkar og fara um
þaö bil 1000 tonn af stáli i
þá. Ofan á stálþilið veröur
steyptur kantur og undir-
staða fyrir spor hafnar-
krana. Ergert ráð fyrir að í
það fari um 1400 rúmmetr-
ar af steypu og um 70 tonn
af steypustyrktarstáli.
Magn fyllingarefnis i hafn-
argarðinum er um 120000
rúmmetrar af möl og um
18000 rúmmetrar af
sprengdu grjóti.
Byggt verður hafnarhús
um 150 fermetrar að flatar-
máli, þar sem hafnarstarfs-
menn munu hafa aðstöðu.
Þar verður einnig aðstaða
fyrir toll og lögreglu.
Heildarkostnaður við
hafnarmannvirkin var
áætlaður um 600 milljónir
króna þegar framkvæmdir
hófust í maí 1977, en í dag
hljóðar áætlunin upp á 700
milljónir króna á verðlagi
miðað við janúar 1978.