Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 47. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 99 99 Landið hefur ekki ráð á að bíða lengur - sagði Carter þegar hann frestaði kolaverkfallinu WashinKton — 6. marz. AP. CARTER Bandaríkjaforseti skýrði írá þeirri ákvörðun sinni í dag að binda enda á verkfall kolanámamanna í samræmi við Taft-Hartley lögin, sem svo eru nefnd. Sagði forsetinn að „landið hefði ekki ráð á að bíða lengur", um leið og hann kyaðst vænta þess að námamenn tækju aftur upp störf sín, en verkfall þeirra hefur nú staðið í þrjá mánuði. Samkvæmt lagabálki þeim, sem hér um ræðir, er verkfalli frestað um 80 daga samkvæmt úrskurði alríkisdómstóls, en í gær felldu námamenn samkomulag það, sem leiðtogar þeirra gerðu fyrir síðustu helgi, með miklum meirihluta atkvæða. „Mér ber að standa vörð um velferð og öryggi almennings í Bandaríkjunum," sagði forsetinn þegar hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni, „og ég hef í hyggjii að gera það." Um leið kvaðst Carter þeirrar skoðunar að námamenn ættu að fá greidd hærri Iaun en samningar kveða á um meðan 80 daga tímabilið væri að líða. Arnold Miller, stjórnarformað- ur UMW-kolavinnslufyrirtæk- isins, lýsti því yfir áður en forsetinn skýrði frá ákvörðun sinni að námaeigendur mundu hlíta Taft-Hartley-íögunum enda þótt þeir væru því andvígir að þeim yrði beitt. Carter sagði í ræðu sinni í dag, að stjórnin mundi sjá til þess að lögunum yrði framfylgt um leið og hann fór þess á leit við ríkisstjóra þar sem umræddar kolanámur eru að þeir sæju til þess að menn færu að lögum, forðuðust ofbeldi og að líf manna og eignir væru verndaðar. For- setinn minntist ekki á að ríkið kynni að taka stjórn námanna í sínar hendur, en sú kynni að Framhald á bls. 30. Ljubojevic er efstur BuKojno. JÚKÓKlavíu — B. marz — AP Júgóslavneski stórmeistarinn Ljubojevic er efstur eftir átta umferðir á alþjóðlega skákmót- inu í Júgóslavíu með 5lÆ vinning, en hann sigraði Ðanann Bent Larsen í kvökL Öðrum skákum lauk með jafntefli, skákum Ivkovs og Spasskys, Karpovs og Tals, Balashovs og Húbners, Timmans og Gligorics, en skák Miles og Byrnes fór í bið. Hua Kuo-feng. Fimmta þjóðþingi Kína lokið: Hua endurkjörinn -Teng f orseti Ráð- gjafarráðstefnunnar Sji rinnÍK a bls. 46 AP-símamynd Námaverkamenn sýna andúð sína á samkomulagsdrögunum að lokinni atkvæðagreiðslu á sunnudaginn með því að rífa þau í tætlur. TUGÞÚSUNDIR Kínverja gengu í dag fagnandi um götur Peking berandi spjöld og hróp- andi slagorð í tilefni þess að fimmta þjóðþinginu lauk í gær. Hua Kuo-feng, formaður kommúnistaflokksins, var endurkjörinn forsætisráðherra, en Tanjug-fréttastofan í Belgrad hermdi í dag, að Teng Hsiao- ping. hinn endurreisti varafor- sætisráðherra, yrði kjörinn for- seti Ráðgjafarráðstefnu hinnar sameinuðu lýðræðísfylkingar, sem svo er nefnd. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta skipti eftir að menningar- byitingunni í Kína lauk, og er búizt við því að henni ljúki eftir einn eða tvo daga. Fyrsti forseti hennar var Mao Tse-tung, en Framhald ábls. 30. Ogaden-styrjöldin: Barizt grimmt um Jijiga, en Sómalir segjast hafa borgina Mogadishu — 6. marz — AP. A 1)1)1 Nasir Aden, einn helzti. leiðtogi Frelsishreyfingar Vest- ur-Sómala, vísaði því algjörlega á bug í kvöld að borgin Jijiga í Ogaden hefði fallið í hendur stjórnarhersins í Eþíópíu. Ljóst er að miklir bardagar geisa enn umhverfis borgina, en Aden sagði að uppreisnarmenn hefðu hana enn á valdi sínu þrátt fyrir stiiðugar sprengjuárásir. Aden sagði að síðasta sólar- hring hefði samband við borgina verið rofið, en áreiðanlegar upp- lýsingar af þessum slóðum bentu til að herjir Eþíópíustjórnar væru í 15 kílómetra fjarlægð frá borginni. í gær skýrði Eþíópíu- stjórn frá því að stjórnarhernum Miðausturlönd: Minni ágreiningur um hernumin svæði Kaíró — B. marz — AP. ALFRED Atherton, sérlegur sendimaður Bandaríkjaforseta, vildi fátt eitt segja að loknum viðræðum sínum við Sadat Egyptalandsforseta í Kaíró í dag. annað en að forsetinn hefði hvatt sig til að halda áfram friðarumleitunum með sama hætti og að undanförnu, en Atherton hefur nú verið á ferð og flugi um Miðausturlönd í hálfan mánuð. Aðrir fulltrúar Bandaríkjastjórnar í Kaíró full- yrtu þó að varðandi brottflutn- ing Israelsmanna frá hernumdu svæðunum hefði dregið úr Framhald á bls. 30. hefði tekizt að ná Jijiga á sitt vald og að sómalski innrásarher- inn væri nú á undanhaldi eftir ósigur í einni afdrifaríkustu orrustu, sem háð hefði verið í Ogadenstríðinu, en það hefur Framhald á bls. 30. Lömb í rauð- um regnkápum Lanxar. EnKlandi — fi. marz AP LÖMBIN bóndans Ernest Silby í Nottinghamskíri hafa vakið athygli vegfarenda þar scm þau spranga nm á rauð- um regnkápum. Ástæðan er einskær umhyggja bóndans fyrir ungviðinu, en veturinn í Englandi hefur verið óvenju harður að þessu sinni. eins og kunnugt er. Litlu, rauðu regnkápurnar eru að sjálfsögðu sérsaumað- ar, og telur Silby þeim til kosta að þær veiti lömbunum skjól fyrir frosti og raka, auk þess sem þær geri að verkum að gott sé að koma auga á þau í snjónum. „Næturfrostið hefur að undanförnu farið allt niður í 10 gráður undir frost- marki, en lömbunum verður ekki misdægurt. Þau koma Framhald á bls. 30. Ródesíumálið rætt í Öryggisráði SÞ Sómalskar konur með vélbyss- urnar sínar ganga fylktu liði á heræfingu í Mogadishu. Sameinuðu þjóðunum. Lundúnum. 6. marz — Reuter — AP. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna var í kvöld boðað til f undar um Rhódesíumálið í Ijósi breyttra viðhorfa eftir undirrit- un samkomulags minnihluta- stjórnar Ians Smiths og þriggja hófsamra blökkumannaleiðtoga, sem gert var fyrir helgi. Búizt er við að blökkumanna- leiðtogarnir Nkomo og Mugabe verði viðstaddir umræður örygg- isráðsins um málið síðar i þessari viku, en áreiðanlegar heimildir úr hópi afrískra sendi- manna hjá Sameinuðu þjóðun- um telja horfur á, að andstaða i verði við því að blökkumanna- leiðtogarnír, sem cru aðilar að samkomulaginu við Smith, taki þátt í þessum umræðum. David Owen utanríkisráðherra Breta lýsti því yfir í dag að Sovétríkin sæju skæruliðum í Rhódesíu fyrir þjálfun og vopn- um, en hann sagði um leið, að þetta þýddi þó ekki endilega að hinir herskáu leiðtogar blökku- manna í landinu væru á valdi Moskvustjórnarinnar eða marx- ista. Owen sagði þetta í ræðu í Neðri. málstofu brezka þingsins, um leið og hann kvað það skoðun sína að þingmenn þyrftu að gera Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.