Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 17 Ferðamál: Nýir staðir sækia á Nú er sól fer að hækka á lofti er ekki úr vegi að f jalla um málefni ferðaiðnaðarins, þ.e. ferðalög íslendinga erlendis og eins fjölda ferðamanna hingað og helstu vandamál í þessu sambandi. Til að afla nánari vitneskju um þessa atvinnugrein ræddi Viðskiptasíðan við þá Ingólf Guðbrandsson forstjóra ferðaskrifstofunnar Útsýn, Eystein Helgason framkvæmdastjóra ferðaskrifstofanna Samvinnuferða og Landsýnar og Stein Lárusson framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Úrvals en hann er jafnframt formaður Félags ísl. er ferðaskrifstofa Er við spurðum Ingólf um þróunina hin siðari ár sagði hann að aukning hefði orðið á sölu úti á landi og á sumum stöðum mikil eins og á Akur- eyri og Snæfellsnesi. Einnig benti Ingólfur á að 6 meðmæl- endabréf í nýútkominni sumar- áætlun Útsýnar væru frá fólki utan Reykjavíkur. Því má bæta hér við að allar myndir í þessa sumaráætlun tók Ingólfur sjálfur. Hann sagði að Costa del Sol væri enn vinsælasti ferðamannastaðurinn meðal íslendinga og væri það m.a. vegna langrar og góðrar reynslu Útsýnarfarþega frá þeim stað. Þá hefði verið mikil aukning í Ítalíuferðir og það sama mætti reyndar segja um skrá Útsýnar um ö ára skeið fyrst í formi sjálfstæðra fastra ferða en þá starfsemi varð að fella niður fyrir 2 árum vegna óhagstæðrar vérðþróunar inn- anlands. Að lokum sagði Ing- ólfur að hann teldi helztu annmarkana við móttöku er- lendra ferðamanna vera tak- markaða og ófullkomna að- stöðu úti á landi og eins væri nauðsynlegt að hóteleigendur tækju á sig meiri áhættu og gæfu upp verð fyrr en áður hefði tíðkast því nóg væri að glíma við þau neikvæðu áhrif sem skæruhernaður inn á vinnumarkaðinum hefði valdið ferðamannaiðnaðinum á síð- ustu árum. Eysteinn sagði að áþreifan- augljóst að sala úti á landi hefði aukist og mætti þar greina á milli nokkuð jafnrar aukningar eins og á Akureyri og hins vegar meiri sveiflna eins og í minni sjávarþorpun- um. Steinn sagði að ferðir til Norðurlandanna væru nokkuð þekkt stærð en sér virtist sem ferðir til meginlandsins að öðru leyti (fyrir utan sólar- landaferðir) hefðu dregist sam- an. Orsök þess taldi Steinn vera hin miklu lífsgæði sem þekktust þar en okkar kaup- máttur réði hins vegar ekki við. Um sólarlandaferðirnar sagði hann að þær næðu nú yfir lengri tíma en áður og væru Mallorca og Ibiza vinsælustu staðirnir að sumrinu en Kan- aríeyjarnar í vetur ogJ)róunin til nýrri staða eins og Italíu og Grikklands væri einkar athygl- isverð. Er við spurðum Stein um móttöku erlendra ferða- manna kom fram að helstu erfiðleikarnir væru í sambandi við hið stutta ferðamanna- tímabil. í þessu sambandi mætti benda á að þegar allt væri fullt í Reykjavík t.d. vegna 4ra daga ráðstefnuhalds þá þýddi þetta um xk mánaðar daufan tíma fyrir hótel úti á landsbyggðinni. Ef lengja ætti ferðamannatímabilið hér þá þarf til að koma sameiginlegt Ingólfur Guðbrandsson forstjóri. Júgóslavíu og Grikklandsferð- ir. Nú væri svo komið að boðið væri upp á vikulegar ferðir til Ítalíu og Spánar um háanná- tímann. In^ólfur taldi vafa- samt að frekari útvíkkun gæti átt sér stað varðandi þá staði sem boðið væri upp á og kæmi þar aðallega annað hvort til of mikil fjarlægð og/ eða ekki nægilega góðir greiðsluskil- málar fyrir íslenska ferða- langa. Er Ingólfur var spurður um framtíðarhorfurnar þá sagði hann að þær væru frekar bjartar og benti í þessu sam- bandi á að undirbúningur af hálfu Útsýnar væri slíkur að ekki væri raunhæft að áætla annað. Sem dæmi nefðdi hann að til að tryggja Islendingum beztu gististaðina væru nokkr- ir þeirra bókaðir allt árið, í sumar hefði verið samið um 38 bein leiguflugmeð Flugleiðum þar af langflest með DC-8 flugvélum og í þriðja lagi væri mikill fjöldi íslendinga starfandi fyrir Útsýn eriendis allt frá ræstingarkonum til fararstjóra. Allt hefði því verið gert til að tryggja rétt staðar- val, á sem beztum kjörum við sem beztar aðstæður. Ingólfur benti hins vegar á að þegar meta ætti heildarmyndina væri nauðsynlegt að taka hið ótryga ástand á vinnu- markaðinum á síðustu árum með í dæmið. Móttaka erlendra ferða- manna hefur verið á stefnu- Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri legustu dæmin um þróunina á seinni tímum væri annars vegar mikil aukning á sölu miða utan Reykjavíkursvæðis- ins og hins vegar hversu vel hefði verið tekið í þá nýbreytni er hafin var sala hópferða til írlands. Um framtíðina sagði Eysteinn að mestu möguleik- arnir lægju í hinu nána sam- starfi er nú væri hafið milli ferðaskrifstofanna Landsýnar og Samvinnuferða og mætti í því sambandi nefna Júgóslavíu en þangað hefur Landsýn skipulagt ferðir í fjölda ára. í dag væri hins vegar eftirspurn- in mest til Costa del Sol að sumrinu en til Kanaríeyja nú í vetur og taldi Eysteinn að bókanir væru nú gerðar fyrr en áður. Þjónusta við erlenda ferða- menn er liður sem ávallt er að aukast og nefndi hann sem dæmi að nú í maí og aftur í haust kæmu tæplega tvö þús- und manns frá meginlandinu í hvort skipti og er þetta verk- efni sem Samvinnuferðir hafa skipulagt í samvinnu við Arn- arflug. Eysteinn sagði að lok- um að nauðsynlegt væri að lengja ferðamannatímabilið þar sem sér virtist að um háannatímann væri allt yfir- fullt í Reykjavík en það væri því miður ekki alltaf raunin um hótelin úti á landsbyggð- inni. Steinn Lárusson fram- kvæmdastjóri Úrvals kvað það VIÐSKIPTl VIÐSKIPTI — EFNAHAGSIVlAL — ATHAFN ALlF. Norræni fjár- féstingab ankinn Norræni fjárfestingarbank- inn hóf starfsemi sína 1976 og hefur hann nýlega sent frá Sér sína fyrstu ársskýrslu. Þar kemur m.a. fram að bankinn hefur veitt 15 fjárfestingalán að upphæð samtals 773 millj- ónir danskra króna. Lang- stærsta lánið var veitt til íslenska járnblendifélagsins vegna byggingar járnblendi- verksmiðju á Grundartanga og var það upp á 270 milljónir danskra króna. Þess má geta að framlag íslendinga til sjóðs- ins í upphafi var 1% meðan Svíþjóð lagði fram 45%, Dan- mörk 22% og Noregur og Finnland 16% hvor þjóð. Af öðrum lánum má nefna lán til endiruppbyggingar Gautaborg- arhafnar en þær framkvæmdir komu til umræðu á Norður- landaráðsþingi nú fyrir skömmu. Því má bæta við að bankinn veitti einnig styttri tíma lánfyrirgreiðslu til fyrir- tækja þegar um útflutningsvöruframleiðslu var að ræða og nam sú upphæð 675 milljónum d. kr. Aukin aðstoð við norsk iðnfyrirtæki EINS og fyrr hefur verið frá greint hér á síðunni er fyrir- greiðsla erlendra stjórnvalda við atvinnufyrirtæki allmikil og voru dæmi tekin frá Svíþjóð. Nú nýlega hafa borist fréttir frá Ósló um að norska ríkis- stjórnin hafi lagt fram frum- varp í Stórþinginu þar sem lagt er til hvernig eigi að skipu- leggja aðstoð norskra stjórn- valda við lítil og millistór iðnfyrirtæki. Sú aðstoð sem lagt er til að komi fyrst til framkvæmda er t.d. upplýs- inga- og leiðbeiningaþjónusta, aðstoð við aukna menntun og ýmis ráðgjafaþjónusta. Auk þessa eru framlög til lána- stofnana iðnaðarins aukin verulega og að lokum er gert ráð fyrir að hafin verði bygg- ing iðnaðarhúsnæðis sem síðan verði leigt út til iðnfyrirtækja á hagstæðum kjörum. E vrópsk bólga Steinn Lárusson, framkvæmdastjóri. átak allra þjónustuaðila innan greinarinnar til lækkunar verðlags fyrir utan háannatím- ann, þar nægði ekki að einung- is flugfélögin byðu upp á þessa þjónustu. Að lokum spurðum við Stein hvort rekstrarskilyrði ferðaskrifstofa væru góð þar sem tvær nýjar hefðu nýlega hafið starfsemi sína? Hann kvað svo ekki vera heldur væri hér um óeðlilega samkeppni að ræða sem síðar ætti eftir að segja til sín og það á neikvæð- an hátt fyrir kaupendur. Steinn sagði að hann áætlaði fjölda sólarlandafarþega á ári liggja milli 20 til 25 þús. en það væru milli 150 til 185 ferðir og sæju allir að sú kaka væri síst of stór fyrir þá er fyrir voru á markaðinum. Að lokum birtist hér yfirlit yfir þróunina um fjölda ferða- manna til íslands frá því 1970 og eins er lítillega greint frá fjölda ferðamanna yfir há- annatímann. Upplýsingarnar eru fengnar frá skrifstofu Ferðamáíaráðs. 1970 52908 ferðamenn 1971 60.719 1972 68.026 1973 74019 1974 68.435 og þar af í júlí 15.788 eða 23% 1975 71676 1976 70.180 og þar af í júlí 17270 eða um 25% 1977 72.690 NÝLEGA kom út í Danmörku skýrsla þar sem fjallað er um verðbólgu innan Efnahags- bandalagsins næstu þrjú árin og eru helstu niðurstöður þær að hún muni liggja á milli 7—10% pr. ár. Verðbólgustigið verði um 8% í ár og lækki í um 7% á því næsta ef miðað er við hinar bjartsýnni spár en hækki milli 1—2% ef miðað sé við neikvæðu spárnar. Þess má geta að frá miðju ári 1976 til sama tímabils 1977 nam verð- bólgan í Vestur-Þýzkalandi 3.8% en á Italíu varð hún 18.4% og varð það jafnframt hæsta talan innan Efnahags- bandalagsins á fyrrgreindu tímabili. Þær fréttir hafa borist frá London að verðbólgan hafi þar minnkað úr 18.2% síðustu 6 mánuði ársins 1976 í 6% á sama tímabili ársins 1977. Útflutningur NÚ á næstunni mun koma út í Japan bók sem inniheldur skrá yfir 5000 vörutegundir um það bil 500 fyrirtæki eru tilbúin til að hefja innflutning á til Japans. Bók þessi er gefin út af Jetro eða Japan External Trade Organisation og nefnist Export Opportunities to Japan. I bókinni kemur fram að flest séu fyrirtæki þessi af minni gerðinni en þó munu þarna vera nöfn um 30 stórfyrirtækja þ.e.a.s. fyrirtækja með meira en 1000 starfsmenn. Þess má að lokum geta að fyrirtækið Jetro mun hafa skrifstofur víða um Evrópu, m.a. í Kaup- mannahöfn. Samdráttur hiá Svíum VÍÐA sjást þess merki að samdráttur er í efnahagslífi Svía. Síðasta dæmið sem frétt- ir fara af er að bílasala í janúar 1978 hefur dregist saman um 36% sé miðað við sama tímabil í fyrra. Einna athyglisverðast við þessar fréttir er það, að einungis ein bifreiðategund af þeim 10 mest seldu hefur aukist í sölu og það um hvorki meira né minna en 60% . Enn merkilegra er sjálf- sagt að sú bifreiðategund sem í hlut á er Volvo 343 en hann hefur stundum verið nefndur vandræðabarnið innan Volvo. Virðist því sem bíllinn hafi því loks slegið í gegn í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.