Morgunblaðið - 07.03.1978, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978
í heimsókn í Bíldudal _____
----- ------------------——v, i
Sórt yfir Bíldudal. Fjærst er nýja íbúðarhverfið sem Theódór minnist á.
M jög brýnt að fá
hingað skuttogara
segir sveit-
arstjórinn
Sveitarstjórinn á Bildudal
heitir Theódór Bjarnason. Hefur
hann gengt þvi' starfi frá því á
miðju ári 1974 og er starfssvið
hans að vera almennur fram-
kvæmdastjóri fyrir Suður-
fjarðarhrepp. Hjá Theódór var
fræðst um helztu framkvæmdir
á vegum hreppsins.
— Fyrst ber að nefna þær
hafnarframkvæmdir sem hafa
verið hér á vegum hreppsins og
ríkið hefur einnig tekið þátt í
þeim. Er hér um að ræða dýpkun
hafnarinnar og lengingu þils og
viðlegukants um 40 metra. Þess-
um framkvæmdum er senn lokið
og verður höfnin tilbúin að öðru
leyti en því að eftir á að steypa
þekjuna. Alls hafa þessar fram-
kvæmdir kostað um 60 milljónir
króna og greiðum við fjórðung en
ríkið þrjá fjórðu. Að þessum
framkvæmdum hafa unnið menn
héðan undir verkstjórn manna
frá Vita- og hafnamálaskrifstof-
unni.
— Þá er verið að reisa fyrsta
fjölbýlishúsið hér á Bíldudal, en
það er reist samkvæmt lögum um
leigu- og söluíbúðir sveitarfélaga
og er það hús staðsett í svonefndu
Grænabakkahverfi. Á s.l. tveim-
ur árum hefur verið að rísa upp
nýtt íbúðarhverfi á því svæði.
Hafizt var handa um byggingu
Theódór Bjarnason sveitarstjóri
Suðurfjarðarhrepps.
fjölbýlishússins fyrir um tveim
árum og er gert ráð fyrir að
smíðinni ljúki innan tíðar. Verða
7 íbúðir í fyrsta áfanga og í síðari
áfanga er gert ráð fyrir að bæta
3 íbúðum við.
Tryggð er
vinna við
sjávarútveg
Hvernig hefur atvinnuástand
verið hér að undanförnu?
— Árið 1976 kom hér upp
nokkurt atvinnuleysi og þá flutti
burt stór hluti af þorpsbúum eða
um 60 manns sem var nálægt
17% íbúafjöldans. Um þessar
mundir er að nást fyrri tala, um
350 íbúar, sumir hafa flutzt
hingað aftur og nýjar fjölskyldur
hafa einnig komið. Frystihúsið
hér er stærsti atvinnuveitandinn
og nú hefur verið unnið að því að
gera rekstur þess tryggari þannig
að við gerum fastlega ráð fyrir að
íbúum hér fari fjölgandi. Það má
líka gefa gaum að því að hér er
mikið af ungu fólki, á aldrinum
20—40 ára, og er þetta fólk að
koma sér fyrir hér, byggja yfir
sig og þess háttar. Rækjuverk-
smiðjan veitir allmörgum at-
vinnu, en það sem helzt skortir
hér er að tryggja hráefnisöflun
til frystihússins þannig að
tryggja megi rekstur þess sem
bezt.
— Áhugi er fyrir að fá hingað
skuttogara, en það tel ég mjög
brýnt. Að því þurfa allir að
standa saman hér á Bíldudal og
held ég að margir séu bjartsýnir
á að með skuttogara megi renna
styrkari stoðum undir atvinnulíf
hér. Má t.d. nefna að bátsstrand-
ið á dögunum setti verulega strik
i reikninginn, það tók tíma að
útvega annan bát til að stunda
veiðar héðan og það er dýrt að fá
bát leigðan þannig.
— Ég geri því ráð fyrir að enn
verði reynt að tryggja atvinnu við
sjávarútveg áðúr en farið er út í
aðra atvinnuvegi, en hér eru um
10 manns í byggingarvinnu, einir
4 starfa í járnsmíði þannig að
fleira er hér að gera en stunda
Framhald á bls. 37.
Frá hafnarframkvæmdunum. Kraninn er á nýjasta hluta bryggjunnar en kanturinn var lengdur
um 10 metra.
Ekkert nýtt
að leikið sé
í Arnarfirði
— segir formaður Leikfélagsins Baldurs
ÞEGAR Bflddælingar hafa lokið
sínum daglegu störfum hafa
þeir að ýmsu að hverfa eins og
gengur og gerist og sinna þeir
ýmsum tómstundastörfum. Ný-
kominn er þangað tónlistar-
kennari og hefur hann safnað að
sér fólki fkirkjukór og blandað-
an kór. Þá hefur um árabil
starfað á Bfldudal Leikfélagið
Baldur. Félagar þess eru um
þessar mundir að Ijúka æfingum
á Ieikriti Jónasar Árnasonar,
Skjaldhömrum. Leit blm. við í
félagsheimilinu Baldurshaga
þar sem æfingar fara fram.
Fyrst var haldið í kjallara
hússins, en þar var Jón Ingi-
marsson formaður félagsins að
undirbúa leiktjöldin.
Ilafði einhver komið auga á
gamla eldavél á öskuhaugunum
og var Jón nú að „fríska hana
upp", en slíka kolavél þarf
einmitt á léiksviðið.
„Leikfélagið Baldur hefúr nú
starfað á annan áratug", segir
formaðurinn, „en segja má að það
byggi á mjög gömlum merg og
það er ekkert nýtt að leikið sé í
Arnarfirði. Á árum áður var efnt
til leiksýninga úti í Ketildal og
var jafnvel farið í leikferðir með
verk um Vestfirðingafjórðung.
Kom þá fyrir að notið var
aðstoðar varðskipa, þar sem
samgöngur hafa oft verið erfiðar
hér um slóðir. Hefur leikfélagið
sér vegna þess að honum hefur
verið boðið betra syðra“.
Löngu
landsfrægir
„Annars eru Vestfirðingar
löngu landsfrægir leikarar og má
t.d. nefna þá Brynjólf Jóhannes-
son og Gísla Halldórsson svo að
hér er sjálfsagt mikill efniviður
í leikara".
Sjálfsagt er það rétt hjá Jóni
leikfélagsformanni og þar sem
við erum staddir nánast undir
leiksviðinu berast til okkar radd-
ir leikaranna: En hvernig gengur
að afla leikmuna og smíöa
leiktjöldin?
„Það gengur sæmilega, við
fundum þessa kolavél t.d. á
öskuhaugunum. Félagar í leik-
félaginu útvega þá búninga sem
þeir þurfa og við auglýsum í
búðargluggum eftir leikmunum.
Það leit út fyrir að við værum í
vandræðum með einkennisbún-
inga, en haft var samband við
Þjóðleikhúsið, sem mun lögum
samkvæmt eiga að aðstoða leikfé-
lög úti á landi við útvegun
búninga o.þ.h., en þá voru allir
einkennisbúningar þar ónýtir.
Við fengum svo gefna gamla
einkennisbúninga af strætis-
vagnabílstjórum í Reykjavík og
henta þeir okkur ágætlega. Við
gætum þess vegna lánað Þjóð-
Kristín Anna Þórarinsdóttir og hvíslarinn fylgjast með.
farið í einar sjö leikferðir síðustu
árin“.
Hvaða verkefni hafið þið verið
með að undanförnu?
„Við höfum t.d. sýnt Ég vil
auðga mitt land eftir Þórð
Breiðfjörð, en það var sýnt hér
við miklar vinsældir þorpsbúa og
einnig var farið með það í eina
stytztu leikför sem farin hefur
verið eða til Flateyrar og að
Núpsskóla".
Hvert farið þið helzt með
verkin til sýninga?
„Við reynum alltaf að fara
eitthvað og það hefur t.d. verið
farið á Snæfellsnesið og við
sýndum í Tjarnarbíói í Reykjavík
fyrir nokkrum árum“.
Eru leikstjórar úr ykkar hópi,
eða fáið þið fólk lengra að?
„I flestum tilfellum hefur verið
fenginn hingað, leikstjóri að
sunnan en það hefur ekki alltaf
verið hægt. Það er erfitt að fá
hingað fólk, það er eins og
leikarar vilji heldur starfa í
þéttbýlinu og hefur það komið
fyrir að við höfum verið búnir að
fá einhvern sem síðan ekki skilar
leikhúsinu ef það vantar ein-
kennisbúninga".
Hvað tekur langan tíma að æfa
Skjaldhamra?
„Leikstjórinn, Kristín Anna
Þórarinsdóttir er ráðin í sex
vikur. Hún hefur æfingar 6 daga
í viku og er það augljóst að
gífurlega mikil vinna er í þessu
fólgin. Fólk kemur hingað sumt
beint úr vinnu, hefur kannski rétt
skroppið heim og gleypt í sig bita,
því hér standa æfingarnar yfir
frá kl. 8—12 á kvöldin. Áður en
leikstjórinn kom hingað var
aðeins byrjað á að lesa saman, en
aðalæfingarnar taka sem sagt
um það bil 6 vikur. Þegar nær
dregur sýningum er æft meira
stundum langt fram yfir mið-
nætti“.
í hléi lítum við upp á efri
hæðina. Þar er boðið upp á kaffi
og meðlæti sem leikfélagsmenn
hafa komið með heiman frá sér
og Kristín Anna notar tækifærið
til að inna leikendur eftir því
hvað hvert getur útvegað. Einn
segist geta leitað heima hjá sér
eftir skóm, annar á einhvers