Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 23 Björn Christiansen var drjúgur f leik Armenninga og stúdenta, ner labbar hann milli Jóns Hédinssonar og Guðna Kolbeinssonar, og bætir tveimur stigum í safnið. Ljósmynd. GG. Leikleysa er ÍS vann Ármann ÞAD VAR ekki burðugur körfuknattleikur, sem framreiddur var í Ibróttahúsí Hagaskólans á sunnudaginn er ÍS-menn og Ármann áttust við í íslandsmótinu í körfuknattleik. Allt frá upphafi til enda var leikur liöanna í molum og hver einstakur leikmaður virtist vart vita af pví aö hann hefði samherja til að gefa á. ÍS-menn voru pó allan tímann sterkari aðilinn og munaði e.t.v. mest um stig Dirk Dunbars, en úrslitin voru ÍS 88 — Ármann 79. Stúdentar léku án Kolbeins Krist- inssonar og virtist þaö setja þá út af laginu í sóknaleiknum, en Kolbeinn hefur veriö einn af bestu leikmönnum ÍS í síöustu leikjum liösins. Á fyrstu mínútum leiksins komst ÍS í 18—11 og var munurinn á liöunum út fyrri hálfleikinn 9—15 stig. Staðan í hálfleik var 44—29 ÍS í vil. Ármenningar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og tókst þeim strax að minnka muninn nokkuð. Mátti sjá að meðan Ármenningar léku af skynsemi og yfirvegun, þá gekk þeim best, en Ármenningar létu stúdenta æsa sig upp og keyrðu upp hraöa, sem þeir réðu ekki við. Þannig skoruöu liðin jafnt á báöa bóga út leikinn og urðu lokatölur 88—79, ÍS í vil. Bestir stúdenta voru Dirk Dunbar, Steinn Sveinsson og Bjarni Gunnar. Ármenningar töpuðu nú enn einu sinni og eru fallnir úr deildinni, þ.e. fá ekki sæti í úrvalsdeildinni næsta ár. Þeir voru þó skárri aðilinn gegn stúdentum hvaö baráttu og samleik snerti, en þaö dugöi þeim ekki til sigurs. í staö Mike Woods hafa þeir nú fengiö mann að nafni Rick Morel og styrkir hann liðið mikiö og var hann bestur Ármenninga ásamt Atla Arasyni, Jóni Björgvinssyni og Jóni Steingrímssyni, en sá síðastnefndi gæti náð góðum árangri með viðeig- andi þjálfun. Stig Ármanns skoruðu: Atli 19, Jón B. 17, Morel 13, Jón Steingrímsson og Björn Christiansen 10 stig hvor, Guömundur Sigurðsson 6 stig og Hallgrímur Gunnarsson 2 stig. Stig stúdenta skoruðu: Dunbar 32, Bjarni Gunnar 18, Steinn 14, Ingi Stefánssgn 12, Jón Héðinsson 9 stig og Jón Óskarsson 4 stig. Dómarar voru þeir Kristbjörn Albertsson og Jón Ótti Ólafsson og dæmdu þeir leiöinlegan leik vel og létu nöldur og kvartanir leikmanna sem vind um eyröu þjóta.GG ÍR-ingar sprungu ÁN ÞORSTEINS Hallgrímssonar héldu ÍR-ingar til Njarðvíkur og virtust lengi vel ætla að veröa priðja liðið, sem leggði heimamenn að velli í vetur. En skortur á fekiptimönnum og úthaldsleysi varö peim að falli og Njarðvíkingar tóku seinni hálfleikinn ÍR-inga með 114 stigum gegn 89. ÍR-ingar byrjuðu leikinn nokkuð vel, en Njarðvíkingar höfðu þó ávallt forystuna þó að munurinn væri aldrei mikill. ÍR-ingar komust loks yfir undir lok fyrri hálfleiks og var þá staðan 44—43. Með yfirvegun juku þeir muninn fyrir lok hálfleiksins og var þá staðan 55—49. Byrjun seinni hálfleiks lofaði einnig góðu fyrir ÍR-inga og áttu þeir alls kostar við heimamenn. En á 6. mínútu seinni hálfleiks fór Þorsteinn Bjarnason í gang og þar með var draumur ÍR-inga úti. Njarðvíkingar skoruðu nú hverja körfuna á fætur annarri og lauk þeirri hrinu þannig að Njarðvíkingar höfðu skorað 27 stig gegn 4 stigum ÍR-inga. Varð nú fátt um varnir hjá ÍR-ingum það semeftir var leiksins og lauk leiknum, sem fyrr sínar hendur og hreinlega „jöröuðu" sagði, með sigri UMFN, 114 gegn 89. Þorsteinn Bjarnason átti nú aftur stórleik með UMFN eftir að hafa „dalað“ og er óhætt að fullyrða aö þegar Þorsteinn er í stuði þarf meira en meöal-mann til að stöðva hann. Þá var Geir Þorsteinsson einnig góður auk Brynjars Sigmundssonar. Hjá ÍR-ingum var Kristinn Jörunds- son bestur og sýndi hann alla sína gömlu takta á ný. Þá kom Kristján Sigurðsson nokkuö á óvart með mjög góðum leik sínum og á hann vafalaust eftir að ná langt í íþróttinni. Stigahæstir Njarðvíkinga voru: Þorsteinn með 38 stig, Geir með 21 stig og Brynjar meö 16 stig. Flest stig ÍR-inga gerðu: Kristinn 25, Jón Jör. 18, Kristján 17 stig og Agnar Friðriksson 16 stig. GG KR NÆR TITLINUM KR-INGAR færöust skrefi nær ís- landsmeistaratítlinum, er peir sigr- uðu Þór í 1. deíldinni á sunnudag með 102 stigum gegn 81, eftir að hafa haft yfir í leikhléi 47:39. KR-ingar virtust ennpá vera i sigurvímu eftir leikinn gegn Val, og‘ voru seinir í gang. Þórsarar voru t.d. yfir 21:18 um miðjan fyrri hálfleik, en pá vöknuöu KR-ingar aðeins til lífsins og náðu yfirhöndinni og héldu forystu til leiksloka. Sigruðu Þeir sem fyrr sagöi 102:81, og var sá sigur aldrei í hættu. Stigin fyrir KR: Einar Bollason 30, Andrew Piazza 25, Jón Sigurðsson 12, Gunnar Jóakimsson og Þröstur Guðmundsson 10 hvor, Bjarni Jó- hannesson 9, Ágúst Líndal 4 og Kristínn Stefánsson 2. Stigin fyrir Þór: Mark Christensen 30, Eiríkur Sigurðsson 14, Jón B. Indriðason 12, Jóhannes Magnús- son 10, Hjörtur Einarsson 9, Olafur Gunnarsson og Ómar Gunnarsson 2 hvor. Dómarar voru Erlendur Eysteins- son og Þráinn Skúlason. ÁG 35 keppendur á Islandsmótinu í júdó: Halldór meistari í fjórða sinn eft- ir baráttuglímur Meistaramót íslands í júdó fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans sl. sunnudag. Var þá keppt í sjii þyngdarflokkum karla. og keppt var um farandbikar í hverjum flokki. Keppendur voru alls 35 frá fimm íélögum. Ármanni. Júdófélagi Reykjavíkur. Ungmennafélagi Keflavíkur. Ungmennaíélagi Grindavíkur. og Reyni í Hnífsdal. Keppnin á sunnudaginn hófst kl. 2 en lauk ekki fyrr en klukkan var langt gengin sjö. Er það dálítið vandamál hve mikið hún dróst á langinn, og kemur það ekki síst niður á keppendum sjálfum. Æskilegt væri að keppnin færi fram á tveimur völlum samtímis, og vonandi verður það hægt í framtíðinni. Það kom greinilega fram á meistaramótinu að mikl- ar framfarir hafa orðið í júdó- íþróttinni. Glímurnar voru margar mjög jafnar og hart var barist, kom í ljós að menn eru almennt orðnir hreyfanlegri og keppnisvanari en hér áður. I 60 kg flokki sigraði Þórarinn Ólafsson, aðeins 16 ára gamall, mjög efnilegur og upprennandi júdómaður, sem sýndi lagleg brögð í glímum sínum. Sigurður Pálsson Júdófélagi Reykjavíkur sigraði í 65 kg flokki eftir harða og spennandi glímu við Jóhann- - es Haraldsson, vann hann sér til eignar farandbikar þann sem keppt var um, og var vel að sigrinum koniinn. I þyngdarflokknum 71 kg var mikil og hörð barátta milli þriggja keppnismanna, þeirra Halldórs Guðbjörnssonar JFR, Ómars Sigurðssonar, og Gunn- ars Guðmundssonar UMl’K, en þeir eru allir þekktir fvrir mikla bardagagleði og keppnishörku. Ómari var dæmdur sigur í glímu sinni við Gunnar en hún var mjög tvísýn allan tímann og mikið um sviptingar á báða bóga. Halldór lagði einnig Gunnar, glíma þeirra var frekar stutt og glínidi Halldór mjög vel og sótti stíft allan .tímann. Sigraði Halldór á mjög fall- ega útfæröu bragði sem kallast TAI-O-TOSHI. Urslitaglíman í þessum flokki var því á milli Ómars og Halldörs, og þar var svo sannarlega ekkert gefið eftir. Ekki tókst Ómari þó að leggja Halldór þrátt fyrir að hann veitti honum harða keppni. Glímdu báðir varlega og af öryggi og frekar lítið var um hrein brögð, en það vill brenna við þegar andstæðingarnir þekkja hvor annan vel og hafa glímt oft saman. Halldór sigraði og hlaut sinn fjóröa íslands- meistarátitil. Að mati dómara hafði Halldór hvað jafnasta tækni keppenda mótsins. Kári Jakobsson varði titil sinn í 78 kg flokknum. Erdiann mjög kröftugur júdómaður, en rnætti tileinka sér meiri mýkt. Garðar Skaftason júdómaður, kom rnjög vel frá glimum sínum í mótinu en hann glímdi við Kára í úrslitum þessa flokks. Kári var honum allan tímann sterkari og sigraði örugglega. Tveir mjög skemmtilegir júdómenn glímdu til úrslita í flokknum 86 kg, þeir Bjarni Friðriksson og Guðmundur Rögnvaldsson, sem kominn er nálægt fertugu, en hann sýndi mjög gott júdó á mótinu, hrein- an stíl og skemmtileg brögð. Var glíma hans við Bjarna hörð og spennandi og það var ekki fyrr en í lok úrslitaglím- unnar að Bjarna tókst að sigra. Var hann vel að Islandsmeist- aratitlinum kominn og á tví- mælalaust eftir að ná langt í íþróttinni. Gísli Þorsteinsson var hinn flokknuni, lagði hann Benedikt Pálsson í úrslitaglímunni. Greinilegt ef að Gísli þarf að giíma við sterkari menn til aö há .enn lengra. í júdóíþróttinni, og fá fjöl,þreyttari keppepdur. Gísli. mun taka þátt í Norðp^ landamóti lögreglumanna í júdó 1.^6. ‘ apríl. . og Norðurlandameistaramótinu í Finnlandi 8.-9. apríl en síðan mun hann halda til Bandaríkj- anna, þar sem hann mun starfa við löggæslu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, og þar ætlar hann að æfa og keppa af krafti. Ekki er að efa að það mun verða honum til góðs. Svavar Carlsen gat ekki keppt í þyngsta flokki og varið titil sinn þar sem hann hlaut meiðsli á æfingu fyrir skömmu, en væntanlega veröur hann með á opna meistaramótinu sem Jóhannsson sigraði i þyngsta flokki. Sigurður varð íslands- meis.tari síðast 1971, hann hlaut ýslæm meiðsli árið 1975 og hefur lí.tiö keppt að undanförnu en hann var hér áður ein styrkasta .stoð íslenska landsliðsins, mjög mruggur keppnismaður. Sigurð- |ir þurfti svo sannarlega að hafa Tyrir sigri sínum og glíma hans viö Hákon Halldórsson var mjpg tvísýn allan tímann, og féll Ilákon á því að sækja ekki nægilega mikiö. Þegar á heild meistaramóts- ins er litið er ekki hægt aö segja annað en að mótið hafi tekist vel, og var dómgæsla og móts- stjórn til fyrirmyndar. Að viku liðinni verður ís- landsmótinu haldið áfram og þá keppt í opnum flokki karla og kvenna, ásamt unglingaflokk- um. ^ — þr. Halidór Guðbjörnsson leggur Ömar í úrslitaglímunni í 71 kg þyngdarflokki og tryggir sér sinn fjórða Islandsmeistaratitil. Guðmundur Kögnvaldsson, JFR, í hörkubaráttu eins og sjá má á myndinni. öruggi sígurvegari í 95 kg veröur um næstu helgi. Sigurður 1 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.