Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 35 r Jón Þ. Arnason „Aðvaranir vísindamannanna virðast haía við rök að styðjast. Heimurinn stendur andspænis viðíangsefnum, sem honum hafa verið algerlega ókunn hingað til. Takist ekki að leysa þau, yrðu afleiðingarnar í bezta falli óþægilegar, í versta falli gjöreyðileggjandi. Hvað er til ráða?“ - Gordon Rattray Taylor. — Lífríki og lífshættir VIII Afrek „Framfara- mannsins“ Með ólíkindum hlyti að telj- ast, ef síendurteknar viðvaran- ir þeirra fjölmörgu og færu vísindamanna, er bezt skilyrði hafa til að vega og meta, hvað framtíðin ber í skauti sér, hefðu farið fram hjá mörgum, sem álíta sig kunna fótum sínum forráð. Aðvaranir þær, sem hér er átt við, beinast nær eirtróma að einni örlagastað- reynd: Aldrei fyrr hefir mannkyn- ið horfizt í augu við jafn margar og miklar tortím- ingarógnir og einmitt nú. Um orsakir ýfirvofandi ógna virðast hrópendur og í að- alatriðum sammála. Núríkj- andi lífshættir eru að þeirra áliti sá Níðhöggur, sem naga hljóti rætur lífríkis á jörðinni unz yfir ljúki, ef mannkynið sjái ekki að sér fyrr en síðar, umfram allt þó fyrr. „Skaðaverk þau, sem maðurinn hefir unnið, valda öngþveiti í náttúruríkinu og raksa því jafn- vægi, er náttúran hefir komið á ...; og nú hefnir hún sjálf fyrir sig á speilvirkjanum með því að gefa eyðileggingarafli hans lausan tauminn ... Jörðin er á góðri leið með að verða virðulegasta ábúanda sínum óbyggileg; eitt tímaskeið mannlegra glæpaverka og skamm- sýni til — og hún myndi endanlega verða vettvangur hrakandi af- raksturs, vaxandi auðnar, stór- felidra verðurfarssviptinga, þannig að afleiðingarnar yrðu allsherjar- eymd og villimennska, ef ekki beinlínis útþurrkun mannkynsins sem lífverutegundar". Þessi orð voru ekki sögð eða færð í letur nákvæmlega svona árið 1977 eða 1978. Þau skrifaði Bandaríkjamaðurinn George Perkins March fyrir röskri öld. March var nægilega glögg- skyggn til að sjá fyrir, „að maðurinn megnar að koma af stað orsaka- og afleiðinga- skriðu, sem misþyrmir ásjónu jarðar svo mjög, að hún minnti á tunglið". Samtíðarmaður hans, franski landafræðingur- inn, Elisée Jteclus, taldi einnig ábyrðarleysi manneskjunnar gagnvart náttúrunni vera ástæðuna fyrir endalokum menningarríkja. Þýzki heimspekingurinn Ludwig Klages lét svo um mælt í fyrirlestri þegar fyrir rúmum sjö áratugum, að þjóðfélags- þróunin æddi „eins og eldur í sinu“ um jörðina, „og þar sem hann hefir sviðið allt rækilega niður í rót, getur ekkert þrifizt framar svo lengi sem menn eigra um jörð“. Hann taldi ennfremur (í „Mensch und Erde. Zehn Abhandlugen", Stuttgard 1956), að „framfara- maðurínn" hefði „lýst stríði á hendur hnettinum, sem ól hann og nærir“; í móðurmyrðandi ofstækisæði gengi hann af lífríkinu dauðu og nagaði þannig undirstöðu eigin tilveru niður á klöpp. Klages stað- hæfði og (í „Der Geist als Widersacher der Seele“, Bonn 1972), að hin hrokafulla nafn- gift „veraldarsaga" væri aöeins heiti á stuttum „milliþætti alheimstímarásar" og myndi brátt renna skeið sitt á enda: „Oss virðist, að sjálfstor- tímingin sé hafin með svo hrikalegum átökum, að erfitt hljóti að reynast að skera úr um, hvort fyrr verði: manneskjan sem dauð maskína eða mannlaus jörð“, „endalok allra eða vélhönnun allra". Þessi dæmi eru einungis tekin hér til að vekja athygli á, að uppi voru framsýnismenn í lífríkismálum, fáir að vísu, áður en kröfuframleiðendur og „lífsgæða" kaupmenn náðu kverkatökum á menningar- þjóðum Vesturlanda. Fyrir- sjáanlegt var því, að hvaða afleiðingar sáttfýsi og undan- látssemi við heilaspunann um, að „allir eiga að hafa nóg af öllu“ hlaut að hafa í för með sér. Töfraþulan „réttlát tekju- skipting“, „mannsæmandi lífs- kjör“ og „aukin hagvöxtur", gátu aldrei hnikað staðreynd gnægtatakmarkana náttúru- ríkisins, lögmáli minnkandi afraksturs og Járnharða laun- lögmálinu nema um stundar- sakir. „Velferðarríkið", er reist var á fyrirgreiðslutilburðum í anda þessara bellibragða hlaut því að afhjúpa sig, fyrr en varði, í ásköpuðu eðli: sem skinin beinagrind. Þetta sýnist hafa mátt vera sérhverri vitiborin i mann- eskju auðvelt frádráttardæmi, en reyndin varð eigi að síður sú, að allar götur seint fram í 7. áratug líðandi aldar voru flestir þeir, er létu uppi ugg og efa um ágæti „framfaranna", brennimerktir menningar- fjandsamlegir afturhaldsskarf- ar, ef ekki eitthvað ennþá verra. 1960 .1965 Á meðan lífrikið sligast undir fargi hagvaxtar. iðkar „velferðar“ flónið verkalýðshreyfingar — og glottir. Á syndagjöldum fæst enginn gjaldfrestur Níðhöggur leynist ekki — 291.430.000 bílar handa Indverjum — Vopnum heilsað 3.043.900.000 símar March, Reclus og Klages höfðu vitanlega ekki nema örfá sýnileg og áþreifanleg dæmi framsýni sinni til stuðnings. Þeir mýndu þó ugglaust hafa átt auðvelt með að reikna út fyrir okkur, að ef fullnægja ætti kröfunni, „allir eiga að hafa nóg af öllu“, auðlegð Bandaríkjamanna notuð til viðmiðunar, eins og sjálfsagt þykir, og síminn valinn sem sakleysislegasta dæmi, þá væru ekki færri en 3.043.900.000 símar í notkun í heiminum í stað þeirra 398.000.000, er nú þjóna tjáningarþörf mannkynsins. Ekki hefði þeim'reynzt erfið- ara að komast að raun um, að ef t.d. Indverjar þyrftu endi- lega að nota „rétt“ sinn sam- kvæmt sömu formúlu til að eignast jafnmarga bíla og Bandaríkjamenn, þá myndu þeir bruna um land sitt á nálægt 291.430.000 í stað um 600.000 bílum nú; og myndu þannig — miðað við álíka notkun og „þróað “ samgöngu- kerfi að öðru leyti — „auðga“ andrúmsloftið ár hvert um að minnsta kosti 140.000 t af blýi (í föstu, fínryksbundnu ástandi), 30.000.000 t af sóti og Allar þjóðir vilja auka og stækkai Aðeins 50% sólarljóssins ná að brjótast í gegnum eiturskýjaYkknið. sem í logni liggur eins og mara yfir iðnaðarhéruðum við Ruhr og Rín. ryki, 30.000.000 t af köfnunar- efnisildi (NO), sem einkum drepur jurtagróður, 36.000.000 t af kolvatnsefni, þ.m.t. krabbameinsvaldurinn benzpyrin, 60.000.000 t af brennisteinstvíildi (S02), sem er ógnvaldur gróðurríkisins, og 84.000.000 t af kolsýringi/ hinu alræmda „bílskúraeitri", sem er bráðdrepandi innan 10 mínútna, þó að magn þess í andrúmsloftinu nemi ekki yfir 0,5%. Af þessum lista ætti að geta orðið sæmilega ljóst, hvernig fara myndi, ef „réttur“ allra til að „njóta" bílsins, „velferðar" plágu nr. 1, eftir reglum hinnar siðsnauðu jöfnunarstefnu, yrði staðreynd um allan heim. ' Að sjálfsögðu vitum við nauðafátt með fullri vissu um framtíðina. Af sennilegum lík- um, og ef breytingar verða ekki tiltakanlegar á næstunni, má þó leiða alltraustar getur að rás atburða í nánustu framtíð. Á þessum og öðrum gefnum forsendum er engin ofdirfska að telja m.a. víst: Að í árslok 1978 verði allt að 80.000.000 fleiri kroppa til að fæða og klæða á jörðinni en í ársbyrjun. Til jafnlengdar næsta ár mun mannkynið hafa brennt upp nálægt 3.000.000.000 t af jarðolíu, eða svipuðu magni og náttúruríkið skapaði á nálega 3.000.000 árum. Hagvaxtarsnillin mun koma járn- og stálframleiðsl- unni dálítið yfir 700.000.000 t. Heimshöfin verða enn fáeinum milljónum tonna snauðari af fiski í árslok en í ársbyrjun. Fleiri skógar og skóglendi munu skrælna niður og falla í sókn eyðimerkurinnar, og mun stærri flæmi frjósamra ræktunarreita munu hverfa undir steinsteypu. Atómvopn handa öllum! Eftirfarandi vitum við ekki og getum ekki heldur gizkað á: Hversu margir og öflugir jarðskjálftar, flóð og stórviðri munu skella yfir, hversu mörg olíuflutninga-risaskip muni stranda, brotna, sökkva, brenna eða springa í loft upp, og hversu stórfellt tjón, mælt í mannslífum, lífríkisspjöllum og peningalegum verðmætum muni af hljótast. Sama gildir um sambærilegar hörmungar á landi (á la Seveso); hryðju- verkaöldur, borgarastyrjaldir og stríð. Við vitum ekki, og getum ekki heldur vitað neitt um, hvort mannkynið allt eða mikill meirihluti þess muni laust, hvenær sem er, en til þess eru átakanlega áþreifan- leg skilyrði fyrir hendi. Innan fyrirsjánalega skamms tíma mun útbúnaður til kjarnorkustríðs verða í vopnabúrum um allar jarðir. Allar þjóðir, „án tillits til litarháttar, stjórnmálaskoðana og trúarbragða", eins og rétt- lætiskennd jöfnunarstefnunn- ar býður, munu kaupa eða framleiða kjarnorkuvopn, og ekki alveg allar í varnarskyni eingöngu. Við það munu líkur fyrir því, að neistinn, sem kveikir heimsbálið fyrr eða síðar, annaðhvort vegna slysni eða „samkvæmt áætlun“, að sjálfsögðu vaxa hlutfallslega: og þegar tímar líða fram, nálgast tölfræðilega vissu, að því er Arthur Koestler telur mjög sennilegt (í ritgerð sinni í „Der Spiegel", nr 5/30 jan.). Þjóðir heims leggja enn sem áður ofurkapp á að auka og stækka allt mögulegt og ómögulegt: vopnabúnað sinn, framleiðslu („þjóðarkökuna"), neyzluna, eyðsluna, bruðlið og — þess vegna óhjákvæmilega Framhald á bls. 37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.