Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 15 Hannes Friðriksson (standandi) og Sævar Guðjónsson. Jón Ingimarsson formaður Leikfélagsins Baldurs á Bíldudal bograr yfir kolavélinni gömlu sem fannst á öskuhaugunum og þótti tilvalin sem einn af leikmunum. staðar gamlar buxur sem gætu verið frá árinu 1943 og þannig er tínt til það sem þarf unz allt er komið. En hvernig finnst leik- stjóranum að æfa með fólki úti á landsbyggðinni: * Getur varla verið betra „Þetta getur varla verið betra, hér er alveg úrvalsfólk og sérlega ósérhlífið. Þetta fólk hér þarf sko ekki að sækja alla menningu til Reykjavíkur. Þeir sem taka þátt í þessari sýningu vinna fulla vinnu fram á kvöld og þá taka við æfingarnar hérna fram á nætur. Ég held líka að fólk úti á landi sé hætt að láta mata sig á öllum hlutum, það er mjög víða sem er að færast líf í leiklistarstarfsemi, svo dæmi sé tekið og það hefur verið mjög ánægjulegt að vera hérna“. Kristín Anna Þórarinsdóttir segist snemma byrja á því að setja verkin á svið, þó að leiktjöldin vanti að miklu leyti. „Nú eru t.d. leikararnir að æfa staðsetningar og hreyfingar þótt þeir séu ekki alveg búnir að læra rulluna sjálfa. Ég reyni yfirleitt að sviðsetja-sem mest um leið og finnst mér það ganga betur þannig. Við ráðgerum að verkið verði tilbúið til sýningar snemma í marz. Hléið er yfirstaðið og mál að hefja æfinguna aftur. Hver maður fer á sinn stað og Jón hverfur aftur niður til að halda áfram smíðum. Hann segist lítið hafa leikið sjálfur, verið með í einu eða tveim verkum, en sér frekar um smíðahliðina, enda er hann handavinnukennari. Hann upplýsir að lokum að þessi starfsemi standi og falli með fáeinum félagsmönnum, þeim sem alltaf væru tilbúnir til að gera það sem þyrfti og sagði hann að fólkið vildi helzt æfa nýtt verk á hverjum vetri. OECD Dr. Magni Guðmundsson: Sérfræðingar Stutt athugasemd Hinn 17. febr. sl. mátti lesa á forsiðum blaða þá frétt, að sér- fræðingar OECD telji þörf að hækka vexti hérlendis til að minnka eftirspurn eftir lánum og draga úr verðbólgu. Þessir sérfræðingar, sem koma hingað í stuttar heimsóknir með löngu millibili, þekkja að sjálfsögðu lítið sem ekkert til efnahags- mála okkar, nema að því leyti sem þeir eru „mataðir" af ís- lenzkum embættismönnum. Skýrsla OECD um ísland er uppskrift úr kokkabúkum þess- ara embættismanna. Að vaxta- hækkun sé nauðsynleg til að takmarka útlán er villandi fyrir þá sök, að hér á landi er lána- skömmtun (credit rationing). Nægir i þvi sambandi að minna á svokallað útlánaþak. Þegar útlán eru skömmtuð, þarf vissu- lega ekki að hækka vexti til að minnka þau. En hugsum okkur, að vextir séu notaðir sem hagstjórnar- tæki. Mun djörf vaxtahækkun þá leiða til þess, að menn kjósi fremur að leggja fé sitt á bankar'eikning en „fjárfesta i steinsteypu", eins og sagt er? Ekkert bendir til slíks við rikj- andi aðstæður hérlendis. Athuga ber, að vextir koma til frádráttar tekjum á framtali. Lántakendur borga því sjálfir aðeins nál. helming hverrar vaxtahækkunar, hinn helm- ingurinn lendir á rikissjóði. Það er útflutningsframleiðslan, sem þolir sizt aukinn lánskostnað, því að hún er háð erlendu markaðsverði. Hið sígilda svar við erfiðleikum hennar á landi hér er gengislækkun, en gengislækkun þynnir lika út skuldir þeirra, sem fengu lán til að fjárfesta (i steinsteypu). Útkoman er þvi ævinlega hin sama, að braskararnir hrósa sigri eftir hverja kollsteypu í verðlagsmálum. Rikissjóður hefir greitt niður vextina fyrir þá og gengislækkunin létt skuldabyrðina. Hins vegar rýrnar verðgildi sparifjár og kaupmáttur launa. Hrikaleg hækkun láns- kostnaðar fyrir útveg og fisk- vinnslu síðan í júlí ‘77 hefir átt drjúgan þátt í nýafstaðinni gengisfellingu og Iíklega riðið baggamuninn, Rýrnun krón- unnar af völdum gengisfell- ingarinnar er að hundraðshluta hin sama og „vaxtaaukinn", sem sparifjáreigendum var boðinn sl. ár (15%). Hann er þannig allur af þeim tekinn með einu pennastriki. Sýnir þetta flestum rökræðum betur, hvert er eðli vaxta- og verðlags- skrúfu I opnu hagkerfi. Sem betur fer, eru ótal leiðir til að verðtryggja sparifé — án þess að kyrkja þurfi atvinnufyrir- tækin með vaxtaokri. Næsta grein mun fjalla um tvö frumvörp til nýrra banka- laga sem lögð hafa verið fram á Alþingi. Hún mun að forfalla- lausu birtast laugardag 11. marz. Deild SINE í Lundi: Framfærslu- eyrir náms- manna minnkar um fimmtung FUNDUR í SÍNE-deild í Lundi hefur sent frá sér mótmæli vegna gengislækkunar krónunnar og segir að hún bitni sérstaklega á námsmönnum því námslánum og ferðastyrkjum sé úthlutað 1. marz skv. meðalgengi í janúar. Með þessum reglum rýrni fram- færlsueyrir námsmanna um lið- lega fimmtung. Krefst fundurinn þess að meðal ráðstafana er gerðar verði vegna gengisfellingarinnar sé að taka tillit til þessarar rýrnunar og verði námslán miðuð við fram- færlsukostnað í gjaldeyri á gengi úthlutunardags. Þessar tvær ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu að Rauðalæk 47 og færðu Styrktarfélagi vangefinna ágóðann, sem var kr. 9.500,—. Þær heita Anna Sigríður Örlygsdóttir og Gréta Björk Guðmundsdóttir. TORGRIP múrboltinn er YNGSTI MEÐLIMUR FJÖLSKYLDUNNAR og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann margt fram yfir aðra múrbolta. 1. Tvær hulsur. Meira dragþol. Færrl boltar. Tímasparnaður. 2. Fyrlr innanhússnotkun rafgalvanhúðaðir með 10 pm Zn. Fyrir utanhússnotkun heltgalvanhúðaðir 60 pm Zn. Fæst í flestum byggingavöruverzlunum 3. Þvermál boltans ákveður þvermál borslns, þ.e.a.s. hægt er að bora beint í gegnum þann hlut sem festa á. i I Umboösaðilar HF. 51 Sundaborg Siml: 84000 - Rayfc|avfk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.