Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 39 Minning: Þorsteinn Gíslason vélstjóri Brandsbœ Vigdís Hansdóttir —Minningarorð MIIvað bindur vorn hug við heims- ins Klaum. sem himnaarf skulum .taka? E. Ben. Að hallandi sumri árið 1720, er Jón biskup Vídalín háði helstríð sitt á Kaldadal, beindi hann þeirri spurningu til fylgdar- manns síns hvað hann hyggði um sjúkdóminn. Og hið hreinskilna svar var á þá leið, að hann teldi að biskup ætti skammt eftir ólfað. Þá anzar biskup: „Því er gott að taka. Ég á góða heimvon". Litlu síðar andaðist biskup. Þar féll í valinn einn mætasti sonur þjóðar sinnar, sem á erfiðum tímum hafði verið leiðtogi henn- ar og líknargjafi, einkum bág- staddra og umkomulausra. Merk- ur íslendingur hefur látið svo um mælt, að enginn íslenskur prédik- ari hafi sem hann náð að gera prédikunarstólinn að skjólgarði fyrir munaðarlausa og fátæka. Og nú var skilnaðarstundin komin, öðlingurinn með einlæga eilífðartrú í hjarta kveið engu, og varðveitti staðfastlega vissuna um góða heimvon í næsta áfanga- stað.— - 0 - Þorsteinn Gíslason var fæddur að Brandsbæ í Hafnarfirði hinn 20. apríl 1899, og á þeim stað átti hann heimili alla sína æfi. Foreldrar hans voru Gísli Jens- son og Þorbjörg Jóhannesdóttir. Hann andaðist 25. febrúar 1978. Þorsteinn var því fyrst og fremst Hafnfirðingur, þar var hans lífssvið. Hann hafði á æfiskeiði sínu séð Hafnarfjörð þróast úr litlu fiskiþorpi í stóran og myndarlegan kaupstað með fjöl- þættum umsvifum og atvinnulífi. Á æskuárum sínum lagði Þor- steinn stund á sjómennsku, enda var hann hneigður til þeirra starfa. Þótti rúm hans jafnan vel skipað, handtökin örugg, áhugi og kjarkur fóru saman svo sem best var á kosið. Á uppvaxtarár- um Þorsteins var sjósókn erfið, og ekki nema við hæfi nema hinna röskustu manna. Skipin yfirleitt lítil, og fátt um hjálpar- tæki til að létta störfin og stritið, ef borið er saman við útbúnað fiskiskipa eins og hann tíðkast nú yfirleitt. Lengst af mun Þor- Fæddur 23. desember 1935 Dáinn 25. febrúar 1978. Það er erfið tilhugsun fyrir nemendur Öskjuhlíðarskóla og okkur foreldra þeirra að Ingimar skuli ekki aka þeim lengur úr og í skólann, en það starf hefur Ingimar haft með höndum síðan 1974 og við leyfum okkur að fullyrða að vandfundinn sé maður sem muni rækja þetta starf af slíkri alúð og umhyggju- semi sem hann. Það þurfti enginn að hafa áhyggjur af börnum sínum meðan þau voru í hans umsjá og það sýndi sig oft að umhyggja hans náði langt útyfir skyldur hans sem bifreiðastjóra og erum við óumræðilega þakklát fyrir þéssa miklu aðstoð sem hann hefur veitt okkur. Við viljum einnig minnast á hið létta og hressandi skap hans. Alltaf lá veLá Ingimari og alltaf hafði hann á takteinum skemmti- leg spaugsyrði sem komu öllum í gott skap. Ingimar leysti öll mál án orðalenginga og að því er virtist fyrirhafnarlítið. Hann var allra manna greiðviknastur og í hans höndum varð ekkert að vandamáli. Það er sárt að sjá svo snögg- lega af þeim sem manni þykir steinn hafa átt lítin bát, sem hann notaði í tómstundum sínum til stuttra sjóferða út í Flóann. Mun hann jafnan hafa lagt snemma morguns í þessar stuttu sjóferðir,— - 0 - Ekki hugðist þó Þorsteinn gera sjómennsku og siglingar að starfi sínu til frambúðar, og fyrir um 40 árum réðst hann til starfa hjá fshúsi Hafnarfjarðar, sem Ingólfur Flygenring starfrækti og stjórnaði, en þetta fyrirtæki stofnaði faðir Ingólfs, hinn lands- kunni athafnamaður Augúst Flygenring alþingismaður þegar árið 1908. Er tímar liðu, skipaði Ágúst Flygenring sér við hlið föðurs síns, Ingólfs, og gerðist forstjóri íshúss Hafnarfjarðar hf. — Fyrirtækið dafnaði og þróaðist örugglega undir sam- hentri stjórn þeirra feðga, og er nú einn styrkasti burðarásinn í atvinnulífi Hafnarfjarðar. Allan hinn langa tíma, sem Þorsteinn starfaði þarna, ríkti gagnkvæmt traust og góð vinátta milli hans og stjórnenda fyrirtækisins, sem vel kunnu að virða og meta hollustu Þorsteins og samvisku- semi í störfum sínum öllum.— Þorsteinn var sérstaklega mik- ill og einlægur dýravinur, og bar umhyggju fyrir þeim. Það var eins og hann skildi hið þögla mál þessarra mállausu vina. - 0 - Þannig liðu árin gæfurík og við góðan hag, þar til Þorsteinn veiktist fyrir um tveim árum, og dvaldist eftir það yfirleitt þungt haldinn á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði, þar sem hann naut góðrar hjúkrunar og umönnunar lækna, hjúkrunarliðs og starfs- fólks sjúkrahússins. Þessa góðu hjálp mat Þorsteinn mikils, og þáði með þakklátum huga. - 0 - Um jólin 1940 giftist Þorsteinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Gunnþórunni Víglundsdóttur frá Höfða í Biskupstungum. Var hjónaband þeirra sérstaklega farsælt, enda voru þau samtaka og samhent með að búa sér hlýlegt heimili í Brandsbæ. Þar áttu þeir, sem af margvíslegum vænt um og dáist að. Við biðjum guð að styrkja og styðja eigin- konu hans Rósu Halldórsdóttur í þessari miklu raun og öllgm vandamönnum hans vottum við okkar dýpstu samúð. Foreldrar og nemendur Öskjuhlíðarskóla Hann Ingimar er dáinn. Slík fregn kemur sem reiðarslag. Hann hafði verið þungt haldinn á sjúkrahúsi í vikutíma, þegar kallið kom. Ég kynntist Ingimari fyrir rúmum þremur árum, þegar hann hóf akstur á fötluðum börnum til og frá skólum hér í borg. Sjaldan hittust tvær mæður svo að ekki bærist talið að bílstjórunum okkar, og allar voru sammála, að þeir væru einstakir í sinni röð. Það verður vandfund- inn maður í það skarð sem nú er höggvið. Ingimar var traustvekjandi og 'prúður maður og barngóður með afbrigðum. Börnin virtu hann og dáðu. Aldrei virtist hann vera að flýta sér, en það veit enginn nema ástæðum höfðu við raunir og erfiðleika að stríða skjól og griðarstað. Þess háttar aðstoð veittu þau hjónin af einlægum huga, án nokkurrar hugsunar um endurgjald. Þetta var þeirra afstaða og lífsskoðun, sjálfsögð og sameiginleg.— Hinn langa tíma sem Þorsteinn hlaut að dvelja á sjúkrahúsi, var Gunnþórunn öllum stundum, sem mögulegt var, við hlið hans, hughreysti hann með umhyggju sinni, reyndi að miðla honum af sínum fágæta sálarstyrk og þreki. Verður þetta framlag hennar seint fullþakkað né of- metið. Ég bið henni Guðs blessunar og styrks til að stand- ast óbuguð hverja raun sem hún, og raunar við öll, hljótum æfin- lega að standa frammi fyrir og ganga í gegnum. - 0 - Við, systkinin frá Höfða og fjölskyldur okkar, þökkum Þorsteini langa samfylgd, þökk- um vinarhug og velvild, sem alltaf mátti treysta á. Ættingjar og fjölmargir vinir Þorsteins munu sameinast okkur um þær vinarkveðjur. - 0 - Og nú er þessi vammlausi maður kvaddur hinstu kveðju. Hann verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag. Ég veit, að Þorsteinn hefur ekki óttast umskiptin, hann sem alla vildi hugga og styðja, menn og málleysingja, en varðveitti í hreinu og heitu hjarta trúna á eilíft líf. Hann á góða heimvon, í hans hlut mun falla hinn himneski arfur. Góð minning lifir. Magnús Víglundsson. sá sem til þess þekkir að starf hans var bæði erfitt og erilsamt, sum börnin mikið líkamlega fötluð, og til að standast tíma- áætlun í mörgum skólum og enn fleiri heimilum, reyndi á skupu- lag og samvinnu bílstjóranna. Við hjónin og drengirnir okkar þökkum Ingimari alla hans hjálp og vinsemd á liðnum árum, og biðjum Guð að styrkja eiginkonu hans í hennar miklu sorg. Minningin úm góðan dreng mun lifa. Jóhanna Jóhannesdóttir. í dag 7. marz fer fram frá Fossvogskirkju útför Vigdísar Hansdóttur, húsfreyju að Hraun- tungu 47, Kópavogi, sem lézt hinn 27. febrúar s.l. Vigdís var ættuð frá Hafnar- firði, fædd 3. september 1911 og bjó þar sín unglings- og æskuár, næstelst níu barna þeirra hjóna, Sesselju Helgadóttur og Hans Sigurbjarnarsonar sjómanns. Vigdís giftist föðurbróður mín- um Sigurgesti Guðjónssyni bif- vélavirkja hinn 10. júní 1933. Það varð hamingjudagur í lífi þeirra beggja. Þann dag voru bundin þau bönd, sem reynzt hafa styrk í hart nær 45 ár. Vigdís og Sigurgestur settu saman bú sitt að Bjarnastöðum, Grímsstaða- holti, en bjuggu lengst af að Fossagötu 4, Skerjafirði eða árin 1938—65, en síðan að Hraun- tungu 47, Kópavogi. I upphafi voru efnin smá, svo sem títt var á þeim tíma og andstreymi máttu ungu hjónin reyna við missir tveggja fyrstu barna sinna, en áfram héldu þau samhentari og lífsreyndari. Vigdís Hansdóttir var fíngerð fríðleikskona, hógvær og rólynd. Um hana eigum við í fjölskyldu manns hennar góðar endurminn- ingar. Hún otaði sér ekki fram með hávaða né fyrirferð í þjóðlífinu. Hennar vettvangur var fyrst og fremst heimilið þeirra Sigurgests. Þar var lífs- starfið unnið af alúð og um- hyggju. Til allra lagði hún gott með hug sem fylgdi máli. Börnum sínum móðir og félagi, uppeldi og umgengni við þau var til fyrir- myndar. Samhent eiginmanni sínum og traustur lífsförunautur. Hjá Vigdísi átti öldruð tengda- móðir hennar fagurt ævikvöld. Heimilið hennar Vigdísar var gott heim að sækja, hvort heldur var við gleðilega áfanga í lífi fjölskyldunnar eða aðra daga. .Úr hennar höndum varð hversdags- leg jólakaka með rúsínum að góðgæti, sem ekki var hægt að hafna, þegar bros fylgdi með. Reisn og rausn var henni eðlileg- ur eiginleiki og heimilisbragur allur samkvæmt því, hannyrðir unnar af smekk og næmleik. Ásamt eiginmanni sínurh studdi hún börnin til mennta og vildi þeim það bezta og mesta, kannski líka vegna þess, sem hún sjálf fór á mis við í æsku. En launin voru ríkuleg og gleði hennar þakklát, því út í lífið komust fjögur börnin þeirra Sigurgests, sem öll eru í dag nýtir þjóðfélagsþegnar. Þau eru: Hörð- ur, fæddur 2. júní 1938, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Áslaugu Ottesen bóka- verði. Þau eiga tvö börn, stúlku og dreng; Sigrún, fædd 28. janúar 1941, húsmóðir, Garði, gift Guðlaugi Sumarliðasyni fisk- verkanda. Þau eiga tvo syni; Ásgeir, fæddur 3. maí 1947, sálfræðingur í Reykjavík, býr með danskri stúlku, Joan Jakob- sen sálfræðinema; Ásdís, fædd 29. janúar 1949, kennari í Reykja- vík, gift Þórarni Klemenssyni framkvæmdastjóra. Þau eiga eina dóttur. Og nú, er lífsstarfi er lokið og æviskeiðið á enda, þá er okkur vinum og venzlamönnum Vigdís- ar efst í huga þakklæti. Við kveðjum hana af virðingu og þökkum samfylgdina og trausta vináttu á lífsleiðinni. Sigurgesti og börnum þeirra vottum við samúð okkar og biðjum henni blessunar á þeim leiðum, sem nú eru framundan. Ililmar Pálsson. í dag verður jarðsungin frá Fossvogskirkju Vigdís Hansdótt- ir húsmóðir, Hrauntungu 47, Kópavogi, er hún andaðist í Borgarspítalanum hinn 27. febrú- ar sl. Vigdís var fædd í Hafnarfirði hinn 3. september árið 1911, og var hún næst elst 9 barna hjónanna Sesselju Helgadóttur og Hans Sigurbjarnarsonar sjó- manns þar. Eru nú 5 börn þeirra hjóna á lífi. Rúmlega tvítug giftist Vigdís eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurgesti Guðjónssyni bifvéla- virkja, frá Hólmi á Stokkseyri. Á fyrstu búskaparárum sínum urðu þau hjónin fyrir þeirri sáru sorg að missa tvo bráðgera syni, báða á öðru ári, en gleði þeirra og lífshamingja síðar yfir því að fá að koma 4 mannvænlegum börn- um sínum til þroska var líka metin að verðleikum. Heimilið var vettvangur Vig- dísar. Þar var hún sístarfandi, bráðhög í höndum, og þar vorum við ætíð velkomin, bæði fjöl- skylda og vinir. En einnig studdi hún mann sinn dyggilega, bæði í atvinnu og félagsstörfum hans. Vigdís hafði yndi af því að halda fjöiskyldunni saman, og auk ótal annarra ánægjustunda, er mér t.d. minnisstætt, að lengi vel, þegar einhver úr fjölskyld- unni kom heim úr ferðalagi, komu „allir" saman á heimili þeirra hjónanna, ferðasagan var sögð og bornar saman bækur. Skömmu eftir að elsta barna- barnið fæddist, var um það samið, að það fengi að vera í umsjá Vigdísar ömmu sinnar einn eftirmiðdag í viku, og jafnskjótt og barnið hafði sjálft vit á, urðu þessir dagar að öðrum sunnudögum. Stundum urðu þessir eftirmiðdagar í vikunni líka miklu fleiri. Reyndar lét hún mig alltaf hafa það á tilfinning- unni, að hér værum við sonur hennar að gera henni greiða en ekki öfugt. Þannig kom Vigdís mér fyrir sjónir í athöfnum sínum öllum. Barnabörnin eru nú 5 talsins, hið elsta 7 ara, en hið yngsta aðeins 3 vikna gamalt, og auðnað- ist Vigdísi því miður ekki að sjá það. Veikindum sínum nú síðasta árið tók Vigdís méð þeirri rósemi og æðruleysi, sem henni var eiginleg, og greinilegt var, hvers virði gagnkvæm umhyggja þeirra hjóna var þeim báðúm. Þegar kærir vinir hverfa héðan á brott, er sannarlega tómlegt og kuldalegt um að litast, en megi þó hinar góðu minningar um mæta konu vera vermir og huggun í harmi. Guð blessi minningu hennar. Aslaug Ottesen. Kveðja: Ingimar Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.