Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 13 Sunnudagskóli KFUM 75 ára 8. mars n.k. á lítil starfsgrein merkilegt afmæli. Sunnudaga- skóli K.F.U.M. er 75 ára. Hann var stofnaður í Melsteðs- húsi við Lækjartorg 8. mars 1903 af Knud Zimsen verkfræðingi, sem síðar varð borgarstjóri í Reykjavík. Knud Zimsen veitti síðan sunnudagaskólanum for- stöðu í nærri 40 ár. Er K.F.U.M. seldi Melsteðshús og byggði á Amtmannsstíg flutt- ist sunnudagaskólinn þangað og hefur starfað þar fram á þennan dag. Starf sunnudagaskólans var um margra ára skeið mjög blómlegt enda var það brautryðj- endastarf og áratugum saman einu barnaguðsþjónusturnar, sem haldnar voru innan þjóð- kirkjunnar. Á þeim árum sótti mikill fjöldi barna sunnudaga- skóla K.F.U.M. Muna menn eftir því að um 700 börn eru talin út úr K.F.U.M. húsinu á einum sunnudegi og voru þá notaðir 3 salir fyrir fundina. Það liggur því í augum uppi, að mikill fjöldi bæjarbúa hefur á þessum árum komið í sunnudagaskólann og margir hafa látið í ljós, að þeir eiga þaðan góðar minningar. Er bærinn óx og farið var að skipta honum í fleiri sóknir, var nauðsynlegt að taka upp barna- guðsþjónustur á fleiri stöðum. Þannig hefur barnastarfið dreifst út um allan bæinn og er blómleg- ast í nýjustu verfunum þar sem barnafjöldinn er mestur. Ekki er Á 60 ára afmæli Sunnudagaskóla KFUM. — við háborðiðt sr. Sigurbjörn Ástvaldur Gfsiason. lengi kcnnari við skólann. sr. Bjarni og frú Áslaug, þá formenn KFUM & K. frú Zimsen. ekkja Knud Zimsen, stofnanda skólans og fv. borgarstjóra og Ástráður Sigursteindórsson. sem um langt árabil hefur verið skólastjóri sunnudagaskólans. Aðrir á myndinni eru kennarar og starfsmenn við skólann — fyrr og síðar. Bamakór Ökiu- túnsskóla á kirkjukvöldi í Laugarnesi NÆSTKOMANDI miðvikudag 8. marz kl. 20.30 verður kirkjukvöld í Laugarneskirkju. Að þessu sinni mun Barnakór Öldutúnsskólans í Hafnarfirði syngja nokkur 'lög undir stjórn Egils R. Friðleifsson- ar. En eins og kunnugt er þá hefur þessi kór tekið þátt í norrænum söngkeppnum og staðið sig með afbrigðum vel. Ræðumaður á kirkjukvöldinu verður Guðmundur Ingi Leifsson námsstjóri. Fjallar hann um efnið: Neyð náungans. Guðmundur Ingi hefur sérmenntun í uppeldisfræð- um og hefur starfað að skólarann- sóknum. Einnig hefur hann unnið mikið að kristilegum æskulýðsmál- um bæði í KFUM og á vegum Þjóðkirkjunnar. Organisti kirkjunnar, Gústaf Jóhannesson, mun einnig leika á orgel kirkjunnar verk eftir Joh. Seb. Bach. Kirkjukvöld sem þessi hafa verið mjög vel sótt og væntum við þess að svo verði einnig nú. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur. vitað með vissu á hve mörgum stöðum barnaguðsþjónustur eru nú haldnar í Reykjavík en vart munu þær vera færri en 15. Börnin í Sunnudagaskóla KFUM fyrir 15 árum, er skólinn hélt upp á 60 ára afmælið.— Sunnudagaskóli K.F.U.M., sem Knud Zimsen stofnaði fyrir 75 árum, má teljast upphaf þessa fjölþætta barnastarfs. Á þessum tímum, eins og ávallt, er mikil nauðsyn að leggja rækt við barnastarfið. „Fræð þann unga um veginn, sem hann á að halda og á gamals aldri mun ekki af honum víkja,“ segir heilagt orð. Allir, sem láta sér annt um kristilegt uppeldi þjóð- arinnar, hljóta að gleðjast yfir hverju því verki, sem miðar að því að sá hinu góða sæði í hjörtu barnanna. Megi Drottinn blessa hinn margvíslega ávöxt starfs Sunnu- dagaskóla K.F.U.M. á 75 árum. (Frá K.F.U.M.). Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR Sörlaskjól Lynghagi AUSTURBÆR Ingólfsstræti, Lindargata, Hverfisgata 63— 1 25 Hverfisgata 4—62 Upplýsingar í síma 35408. Stjórnunarfélag Islands ENSK VIÐSKIPTABRÉF Stjórnunarfélag Islands gengst fyrir námskeiði í enskum við- skiptabréfum dagana 13.. 14 og 1 5 marz n.k. Á námskeiðinu verður farið í form inntak og helztu hugtök i viðskiptabréfum, megináherzla er lögð á að gefa fólki ramma. sem það getur unn- ið út frá. Námskeiðið er ekki eiginlegt tungumálanámskeið. Námskeiði er einkum ætlað þeim. sem vinna að enskum við- skiptabréfum. Bæði þeir, sem gott vald hafa á ensku svo og þeir, sem minna kunna geta haft mikið gagn af námskeiðinu. Leiðbeinandi verður Pétur Snæland viðskiptafræðingur, lög- giltur skjalaþýðandi og dómtúlkur. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu SFÍ í síma 82930. \&entanlegir vinnimshafar 3. flokkur Vinsamlega athugið að Happdrætti Háskólans greiðir ekki vinninga á þá miða, sem ekki hafa verið endurnýjaðir. Látið ekki dragast að hafa samband við umboðsmanninn og endurnýja í tæka tíð. Dregið verður föstudaginn 10. mars. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinningshlutfall í heimi! 18 @ 1.000.000- 18.000.000,- 18 — 500.000,- 9.000.000,- 207 — 100.000- 20.700.000,- • 306 — 50.000.- 15.300.000.- 8.163 — 15.000.- 122.445.000.- 8.712 185.445.000.- 36 — 75.000,- 2.700.000,- 8.748 188.145.000.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.