Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978
31
- Fjársvikamálið
Framhald af bls. 48
spurningunni neitandi.
Loks segir í úrskutðinum, að
mál þetta hafi reynzt mjög
viðamikið í rannsókn. Fullnaðar-
skýrslur hafi ekki verið teknar af
öllum þeim aðilum, sem kærði
hafi haft viðskipti við í sambandi
við brotastarfsemi sína. Þá hafi
samprófun vitna enn ekki farið
fram. Með hliðsjón af ofan-
greindu og með tilvísun til laga
þyki nauðsynlegt að framlengja
gæzluvarðhaldsvist kærða,
Hauks Heiðars, til að koma í veg
fyrir að hann geti spillt sakar-
gögnum og haft áhrif á vitni
og/eða hugsanlega samseka eða
nái að skjóta undan fjármunum,
sem aflað hefur verið með
brotum hans.
— Lokar RARIK
á Eyjar?
Framhald af bls. 48
eða um 14—15 milljónir vegna
janúarmánaðar, sem átt hefði að
greiðast í síðasta mánuði.
Grindavíkur- og Njarðvíkurveit-
an væru hálfdrættingar á við
Eyjaveituna hvað skuldir snerti
en hjá hinum veitunum væri um
lægri upphæðir að ræða eða um
hálfa aðra til tvær milljónir
króna. Gylfi sagði, að nauðsyn-
legt hefði þótt að grípa til
þessara hörðu aðgerða svo að
sagan frá síðasta ári endurtæki
sig ekki enda þyrfti Rarik að
standa í skilum við þriðja aðil-
ann, þar sem væri Landsvirkjun.
Garðar Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri Rafveitunnar í
Vestmannaeyjum, vildi lítið um
málið segja en staðfesti að
rafveitan hefði skömmu áður
sent tilkynningu til helztu
skuldunauta sinna í Vestmanna-
eyjum um það hvernig komið
væri, en sagði að þarna væri fyrst
og fremst um frystihúsin að
ræða.
Þá náði Morgunblaðið einnig
tali af Guðmundi Karlssyni,
framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar,
og innti hann eftir viðbrögðum
frystihúsanna vegna tilkynning-
ar rafveitunnar. Guðmundur
kvaðst lítið geta sagt á þessu
stigi, þar sem hann hefði þá rétt
nýlega haft spurnir af til-
kynningunni en hins vegar lægi
það fyrir að frystihúsin gætu
ekki greitt þessa skuld fremur en
aðrar skuldir og gjöld sem á þeim
hvíldu, svo að ekki væri útlit
fyrir annað en lokað yrði fyrir
rafmagn til þeirra.
— Kína
Framhald af bls. 46.
styðja hugmyndir um að gera
Indlandshaf og Suður-Asíu að
kjarnorkuvopnalausu svæði.
Kínverjar fögnuðu í dag og í
gær lokum þingsins. Mikill fjöldi
fólks kom saman á torgi friðarins
og var þar mikið um dýrðir. Teng
var í forsetastól þíngsins á
síðasta degi þess. Sleit hann
þinginu með því að segja, að það
hefði verið árangursríkt og skilað
hlutverki sínu eins og væpst hefði
verið. „Við höfum haldið þing
sameiningar og sigurs," sagði
Teng í lokaorðum sínum.
1 » » ■»
— Frá
Borgarstjórn
Framhald af bls. 36.
undanþegnir gjaldinu. Magnús L.
Sveinsson þakkaði góðar undir-
tektir en sagðist óttast, að ef
Lllaga Þorbjörns" næði fram að
ganga ylli það því, að gjaldið félli
®kki niður. Þó í hópi ellilífeyris-
Pega væri fólk, sem hefði góðar
fekjur væri stærri hópur er
einungis lifði á ellilífeyrinum
einum. Gamla fólkið hefði nokkra
sérstöðu, það hefði skilað okkur
góðu þjóðfélagi og ætti safinar-
jega þökk fyrir. Tillaga Magnúsar
Sveinssonar var síðan sam-
Pykkt.
Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra:
„Veigamiklar reglur um
meðferð mála í stiórnsýslu”
Upplýsingaskylda stjórn-
valda gagnvart almenningi
Sniðið að
norrænni
fyrirmynd.
Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráö-
herra, mælti nýveriö fýrir stjórnar-
frumvarpi um upplýsingar hjá
almannastofnunum. Hann minnti á
þingsályktun frá árinu 1972, sem
fjallað hefði um frumvarpsgerð að
lögum um upplýsingaskyldu stjórn-
vaída, og frumvarp í kjölfar þeirrar
tillögu, er lagt var fram 1973.
Það frv. hafði mætt nokkrum and-
byr, sem að hans mati hafi stafað af
misskilningi, m.a. vegna þess, að
upptalning undantekninga hafi verið
nokkuð fyrirferðarmikil.
Fyrir rúmu ári var 'síðan skipuð
nefnd, undir forsæti Baldurs Möllers,
ráðuneytisstjóra, til að endurskoða
fyrrgreint frv. eða semja nýtt. Með
ráðuneytisstjóranum í nefndinni vóru
Sigurður Líndal, prófessor, og Einar
Karl Haraldsson þáv. form. Blaða-
mannafélags íslands. Ritari nefndar-
innar var Eiríkur TómaSson, lög-
fræðingur. Nefndin samdi nýtt frum-
varp, sem hér er til umræðu. Dóms-
málaráðherra sagði frv. sniðið eftir
hliðstæðum nýlegum lögum í Dan-
mörku og Noregi. Einkum taki frv. mið
FRAM hefur verið lagt á Alþingi
stjórnarfrumvarp til breytinga á
lögum um meðferð einkamála í
héraði, þar sem m.a. kemur fram
að nokkrir sérdómstólar og sátta-
nefndir verði lagðar niður, sem
og ýmsar tillögur, er miða að því
að hraða meðferð dómsmála.
Vorið 1976 voru lögð fyrir
Alþingi 5 frumvörp, sem réttar-
farsnefnd hafði samið. Þrjú
þeirra voru um opinber mál, þ.e.
um rannsóknarlögreglu ríkisins,
um breyting á lögum nr. 74/1974
um meðferð opinberra mála og á
lögum nr. 74/1972 um skipan
dómsvalds o.fl. Þessi 3 frumvörp
leiddu til þess, að sett voru lög nr.
23/1976, nr. 107/1976 og nr.
109/1976. Hin frumvörpin tvö,
frv. til lögréttulaga og frv. til
laga um breyting á lögum nr.
85/1936 um meðferð einkamála í
héraði, hafa ekki verið afgreidd.
Þau er að finna á þingskjölum nr.
660 og 747 frá 97. löggjafarþingi.
Bæði frumvörpin voru endurflutt
á næsta þingi án breytinga, og
eru á þingskjölum nr 287 og 288
af dönsku upplýsingalögunum, þó þar
gæti jafnframt norskra og sænskra
áhrifa.
Meðferð mála
í stjórnsýslu.
Ráðherra sagði að finna í frv.
veigamiklar reglur um meðferð mála í
stjórnsýslunni. Við hæfi sé að lögfesta
reglur um aðgang að upplýsingum hjá
stofnunum og fyrirtækjum í almanna-
eigu, þ.e. ríkiseign. Forsenda þess að
hægt sé að tala um lýðræðislega
stjórnarhætti sé sú, að borgurunum sé
opnuð leið til þess að fylgjast með
athöfnum og vinnubrögðum þeirra,
sem vinna að hvers konar stjórnsýslu.
Öðru vísi geti þeir naumast dæmt um
ágæti þeirra eða veitt nauðsynlegt
almannaaðhald. í íslenzkri löggjöf er
ekki að finna almenn ákvæði um
aðgang fólks eða málsaðila að upplýs-
ingum hjá opinberum stofnunum.
Stjórnarskráin kveður hins vegar svo á,
að fundir Alþingis skuli haldnir í
heyranda hljóði og sama á við um
þinghald dómstóla skv. réttarfarslög-
um. Víða sé að finna í lögum ákvæði
um þagnarskyldu opinberra starfs-
manna. Með frv. því, sem nú er fram
lagt, er almenningi og aðilum máls
frá 98. löggjafarþingi 1976—77.
Frumvörpin voru aldrei tekin til
umræðu hið fyrra sinnið, en 1.
umræða um þau fór fram 31.
janúar 1977, sbr. Alþingistíðindi
1976—77, umræður, d. 1713 —
1721. Hvorugt frumvarpanna var
tekið aftur á dagskrá á því þingi.
Sumarið 1977 beindi dóms-
málaráðherra því til réttarfars-
nefndar, að hún endurskoðaði
frv. til lögréttulaga og frv. um
breyting á einkamálalögunum.
Endurskoðun síðara frumvarps-
ins hefur verið allviðamikil, þó að
því fari fjarri, að gerðar séu
tillögur um fullnægjandi endur-
skoðun Iaganna. Frv. ber þess
enn merki, að það er samið sem
fylgifrv. með lögréttutillögunum,
en mörg atriði, sem kanna þarf
nánar, eru látin liggja milli
hluta. Engu að síður er frum-
varpið nú í þeim búningi, að
réttarfarsnefnd telur, að það
megi samþykkja, þó að lögréttu-
frumvarpið sé ekki afgreitt sam-
tímis. Nefndin telur, áð veruleg
réttarbót yrði, ! ef fruínvarpið
ólafur Jóhannesson
veitt skýlaus réttur til þess að krefjast
upplýsinga úr hendi stjórnsýsluhafa og
víkur sá réttur aðeins fyrir almennum
hagsmunum og einkahagsmunum, sem
í hverju tilviki verða að teljast ríkari
en hagsmunir þeir, sem lúta að því að
tilteknar upplýsingar verði veittar.
Svonefnd þagnarskylduákvæði tak-
marka ekki þennan rétt til upplýsinga.
Stjórnsýsluhöfum er hins vegar í
sjalfsvald sett, hvort þeir ganga lengra
en þeim er skylt að gera skv. frv.
fengist samþykkt. Jafnframt
ítrekar nefndin þá tillögu sína, að
sett verði lögréttulög.
í frumvarpi þessu felst aðal-
lega þessi nýmælii
- 1) Sáttanefndir verði lagðar
niður, en sáttastörf falin dómur-
um einum.
- 2) Tekin verði upp aðal-
flutningur mála, þar sem fram
komi þær skýrslur, sem gefa á
munnlega, og síðan fari munnleg-
ur flutningur fram í beinu
framhaldi af því.
- 3) Úrskurðir verði að jafnaði án
forsendna og dómar verði styttir.
- 4) Nokkrir sérdómstólar verði
lagðir niður: sjó- og verslunar-
dómur, merkjadómur í Reykjavík
og á Akureyri og aðrir fasteigna-
dómstólar.
- 5) Þá eru í frumvarpinu tillögur
um einstök atriði, sem eiga að
stuðla að hraðari meðferð dóms-
mála og ótvíræðari reglum en nú
gilda. Er þar um sumt stuðst við
venjur, sem myndast hafa t.d. um
skriflegar greinargerðir og aðila-
skýrslur.
Undantekn-
ingarákvæði
Ráðherra sagði það reginfirru, sem
fram hefði verið haldið um frv. frá
1973, að það hefði þrengt rétt al-
mennings til upplýsinga. Eg geri
naumast ráð fyrir, sagði hann, að slík
fullyrðing komi fram um þetta frv.
Meginhugsun þessa frv. er, að öllum
skuldi heimilt að kynna sér skjöl og
önnur gögn í málum, sem eru eða hafa
verið til meðferðar hjá opinberum
stofnunum eða fyrirtækjum. Ráðherr-
ann rakti einstök efnisatriði í frv,-
greinum. Undantekninar, sem er að
finna í frv., sagði hann allar gerðar
með það í huga að vernda hagsmuni
einstaklinga eða þjóðfélagsins í heild,
og eru þær ítarlega taldar upp í frv.
Með upptalningu undantekninga er því
fylgt þvi fordæmi, sem var í fyrra frv.
og hlaut þá nokkra gagnrýni. En með
þessu móti er reynt að girða fyrir það
að stjórnsýsluhafar reyni að skjóta sér
undan því að veita skyldar upplýsingar
með því að bera fyrir sig eðli máls,
ef undantekningar hefðu verið byggðar
i slíkri tilvísun en ekki skýlausri
upptalningu.
Sum undantekningaratriðin varða
aðeins ráðstafanir, sem fyrirhugaðar
eru af hálfu almannavaldsins. Þau
eiga hins vegar ekki við eftir að þessar
ráðstafanir hafa verið gerðar. Ráð-
herra kvað líklegt að tvö undan-
tekningarákvæði sættu gagnrýni. Hið
fyrra fæli í sér heimild til að halda
leyndum upplýsingum í máli, sem væri
til ránnsóknar, þar sem ælta mætti að
lögbrot hefði verið framið, ef mikilvæg-
ir almannahagsmunir krefjast slíkrar
leyndar. Þá geti verið nauðsynlegt að
skýra ekki alla málavexti, meðan mál
er á frumstigi rannsóknar, bæði í þágu
þess, er rannsóknin beinist að og til
þess að rannsókn beri meiri árangur.
Síðara ákvæðið veitir heimild til að
halda leyndum vinnuskjölum starfs-
manna stofnana og fyrirtækja, svo sem
minnisgreinum í frásögnum, skýrslum,
uppfærslum, tillögum og áætlunum.
Þetta þýðir, sagði ráðherra, að
almenningur á ekki aðgang að skjölum,
sem einungis eru ætluð til afnota við
afgreiðslu máls innan stofnunar eða
fyrirtækis, nema sá forstöðumaður, er
í hlut á, samþykki það. Nauðsynlegt
væri, stjórnsýslulega, að forstöðumenn
geti sett fram sjónarmið sín skriflega
án þess að eiga það á hættu, að þau
berist út.
Sá, sem einhverra hagsmuna hefur
að gæta, getur skotið ákvörðun
stofnunar beint til sveitarstjórnar eða
ráðherra, sem hún heyrir undir.
Urskurði sveitarstjórna má skjóta til
félagsmálaráðherra. Sérstök nefnd
verður til taks til að láta í té umsögn
um málsatvik, áður en viðkomandi
ráðherra kveður upp endanlegan úr-
skurð sinn. Hæstiréttur skipar for-
mann nefndarinnar en þingið kýs fjóra
nefndarmenn að auki. Aðeins þrír
nefndarmenn taka þátt í umsögn
hverju sinni: oddamaður frá hæstarétti
og 2 aðrir úr nefndinni, er hann kveður
sér til ráðuneytis hverju sinni. Álit
nefndarinnar er ekki bindandi fyrir
ráðherra, heldur til leiðbeiningar
honum.
Ræða ráðherra var mun lengri og
ítarlegri og kom inn á fleiri efnisatriði,
en hér hafa verið lauslega rakin.
Meðferð einkamála í héraði:
Sérdómstólar lagðir niður og
meðferð dómsmála hraðað
samkvæmt framlögðu stjórnarfrumvarpi
Hafnarfjördur frædsluumdæmi:
Nafnakall á Alþingi um, hvort
málið fengi framhaldsmeðferd
FUNDUR var í báðum þing-
deildum í gær. í efri deild
mælti Ólafur Jóhannesson,
dómsmálaráðherra, fyrir
stjórnarfrumvarpi að
iögréttulögum. Framsögu
hans verða gerð skil á þingsíðu
síðar í vikunni. í neðri deild
mælti Vilhjálmur Hjálmars-
son, menntamálaráðherra,
fyrir stjórnarfrumvarpi um
embættisgengi kennara og
skolastjóra. Efnisatriði úr
ræðu hans verða rakin síðar
hér á þingsíðu Mbl.
Frv. um grunnskóla var
afgreitt til 3ju umræðu í neðri
deild, þ.e. um heimild til
stofnunar sérstaks fræðsluum-
dæmis í sveitarfélagi með yfir
10.000 íbúa, flutt að beiðni
bæjarstjórnar í Hafnarfirði.
Frv.gr. var samþykkt, að við-
höfðu nafnakalli, með 20 atkv.
gegn 6. Þá þurfti og nafnakall
um, hvort vísa skyldi frv. til 2.
umræðu, sem er mjög óvenju-
legt. Var það samþykkt með 21
atkv. gegn 9. Riðluðust flestir
þingflokkar í þeirri atkvæða-
greiðslu.
Frv. um fiskveiðar í land-
helgi var afgr. til 2. umræðu og
sjávarútvegsnefndar, frumv.
um fuglaveiðar og fuglafríðun
til 2. umræðu og menntamála-
nefndar, frv. um sölu eyði-
jarðanna Kroppsstaða og
Efstabóls fór til 2. umræðu og
landbúnaðarnefndar. Þá urðu
miklar umræður um frv. þing-
manna Alþýðuflokksins um
framleiðsluráð landbúnaðar-
ins. Sighvatur Björgvinsson
(A) mælti fyrir frv. en Pálmi
Jónsson (S) og Páll Pétursson
(F) gegn því. Umræðunni lauk
ekki.