Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 Birgir ísleifur Gunnarsson: „Allar skýringar til rétt- lætingar hinna ólöglegu adgerða standast ekki” Borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins Sigurjón Pétursson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi borgarstjórnar 2. marz. Sigurjón sagði tilefnið vera grein sem birtist í Morgunblað- inu varðandi bréf frá vinnu- málastjóra Reykjavíkurborgar vegna boðaðra vinnustöðvana 1. og 2. marz. Sigurjón sagðist ekki draga í efa, að rétt væri vitnað í lagagreinar af hálfu vinnumálastjóra en hins vegar væri vafasamt, að í bréfinu væri túlkaður vilji borgaryfirvalda þ.e. kjörinna borgarfulltrúa. Tvö dæmi væru til þar sem lögð var niður vinna á svipaðan hátt og nú; þ.e. þegar konur lögðu niður vinnu á kvennafrídaginn og hins vegar þegar sjúkraþjálfarar lögðu niður vinnu í febrúar 1975 í mótmælaskyni þegar heilbrigð- ismálaráðherra hafði veitt til- teknum einstaklingi leyfi að jstunda sjúkraþjálfun. Þá voru igreidd laun hjá ríkinu en nokkur tími leið þar til borgarráð samþykkti að greiða sjúkraþjálf- urum kaupið en það var staðfest í borgarstjórn með 8 atkvæðum gegn 4. Sigurjón sagði, að ríkisvaldið hefði með lagaboði ógilt þá samninga, sem það sjálft stóð að fyrir nokkrum mánuðum. Þess vegna vekti það spurningu hjá launþegum nú, hvort samningar, loforð eða fyrirheit þessarar ríkisstjórnar hefðu yfir höfuð nokkurt gildi. Það sem launþegar hefðu unnið í fórnfrekri baráttu hefðu 40 alþingismenn kjaftað af þeim á einni yiku. í augum flestra launþega hefðu þetta verið ólög, en ekki lög sem samþykkt voru, þess vegna hefði borið að mæta þeim eins og til var stofnað. Til væri máltak, sem segði „með lögum skal land byggj a en með ólögum eyða“. Þeir stjórnarherrar, sem beitt hefðu ólögum uppskæru eins og þeir sáðu. I stað þess að sameina þjóðina sundruðu þeir henni. Þjóðfélagið væri í upplausn og hótunarbréf væru ekki líkleg til að lægja öldur. Sigurjón lagði síðan fram svohljóðandi tillögu; „Vegna bréfs þess sem vinnumálastjóri Reykjavíkurborgar hefur sent forstöðumönnum borgarstofnana vegna verkfallsaðgerða launþega- samtakanna dagana 1. og 2. marz samþykkir borgarstjórn, að ekki skuli gripið til neinna hefndar- ráðstafana gegn þeim einstakl- ingum, sem orðið hafa við áskor- un launþegasamtakanna." Borgarstjóri Birgir ísieifur Gunnarsson (S) tók næst til máls. Hann sagði, að umrætt bréf hefði verið sent í samráði við sig. Borgarstjóri sagðist hafa talið það rétt vegna villandi upplýs- inga sem fram hefðu komið að gera starfsmönnum fulla grein fyrir málinu. í því væri engin hótun fólgin heldur einungis skýrt frá réttum staðreyndum. „Engum blandast hugur um, að hér er um að ræða ólögleg vferkföll og allar skýringar til að réttlæta lögmæti þessara aðgerða falla um sjálft sig og standast á engan hátt.“ Umrædd tvö tilvik, sem hér væru sérstaklega nefnd sem dæmi um það þegar frá- dráttarreglunni hefur ekki verið beitt, sagðist borgarstjóri ekki líta á sem neitt fordæmi í þessum efnum, enda væru þau mjög afmörkuð og sérstök tilvik. Þess- ari reglu hefði að öðru leyti verið beitt, þegar það hefði átt við. í annað skiptið þegar reglunni hefði ekki verið beitt, hefði verið um kvennafrídaginn og þá hefðu borgarfulltrúar verið sammála um að greiða kaup. Þetta hefði verið sérstakt dæmi, segja mætti, að þetta hefði verið framlag borgarstjórnar til málsins. Sjúkraþjálfaramálið hefði líka verið sérstakt, af einhverjum ástæðum hefði ríkið ekki beitt þessum reglum. Borgarstjóri sagði, að þó Sigurjón talaði um þjóðarvakningu í þessu sambandi og upplausn í þjóðfélaginu þá væru það sárafáir borgarstarfs- menn, sem lagt hefðu niður vinnu. Rekstur Reykjavíkurborg- ar hefði gengið nær eðlilega. „Þátttökuleysi í þessum að- gerðum virðist hafa valdið for- ystumönnum opinberra starfs- manna vonbrigðum," sagði borg- arstjóri. Hinn almenni félags- maður margur hver hefði ekki viljað láta að vilja forystunnar og taka þátt í ólöglegum aðgerðum. ' Birgir ísleifur Gunnarsson sagðist telja það einsýnt, að borgin beitti þeirri reglu, sem gilti um réttindi og skyldur starfsmanna borgarinnar í slík- um tilvikum sem þessum þó ekki nema væri vegna hins mikla fjölda starfsmanna, sem hefði mætt samvizkusamlega til vinnu og ekki látið á sig fá köll forystumanna BSRB um ólögleg- ar aðgerðir. Umræddum reglum ætti að fylgja alla jafna, það þyrftu að vera alveg sérstakar undantekningar til þess, að svo yrði ekki gert og slíkt ætti alls ekki við í þessu tilviki. Borgar- stjóri sagðist ekki ætla hefja hér umræður um almenn efnahags- mál, en kvaðst vilja minna á, að árið 1974 hefði vinstri stjórnin beitt aðgerðum, sem voru mun harðari gagnvart launþegum og voru meiri kjaraskerðing en nú, en þá hefði Sigurjón Pétursson setið og þagað þunnu hljóði í borgarstjórn. Borgarstjóri flutti síðan eftir- farandi tillögu; „Borgarstjórn telur rétt, að um frádrátt frá launum þeirra starfsmanna, sem lagt hafa niður vinnu 1. og 2. marz vegna hvetningar BSRB um ólöglegt verkfall, skuli gilda 35. gr. reglugerðar um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavík- urborgar." Tillögu Sigurjóns Pét- urssonar væri því vísað frá. Albert Guðmundsson (S) tók næst til máls og sagði það sláandi, að ræða Sigurjóns Pét- urssonar væri eingöngu flutt í áróðursskyni til birtingar í Þjóð- viljanum. Albert sagði, að hverj- um og einum væri frjálst að mynda sér skoðun á efnahagsráð- stöfunum. Alþýðubandalagið teldi sig vera talsmenn fólksins án nokkurs umboðs. Þeir fulltrú- ar Alþýðubandalagsins hefðu talað á Alþingi og hér í borgar- stjórn án umboðs frá hinum breiða hópi sem skipaði íslenzka verkalýðshreyfingu. Albert sagði það hafa verið eftirtektarvert á Alþingi, að boðuð hefði verið óhlýðni fólksins við lögin. Stað- reyndin væri hins vegar sú, að fólkið væri löghlýðnara en verk- fallsboðendur hefðu gert ráð fyrir. Þessar byltingartilraunir, sem kjörnir fulltrúar hefðu Askorunartillaga Magnúsar L. Sveinssonar: Ellilífeyrisþegar undanþegnir göngu- deildargjaldi og greiðslu fyrir röntgen- greiningu á göngudeildum sjúkrastofnana MAGNÚS L. Sveinsson (S) borgarfulltrúi flutti eftirfarandi tillögu á síðasta fundi borgar- stjórnar. „Borgarstjórn sam- þykkir að skora á Alþingi, að við breytingar á lögum nr. 67 20. apríl 1971 um almannatryggingar verði kveðið á um, að elliíifeyris- þegar skuli undanþegnir göngu- deildargjaldi og greiðslu fyrir röntgengreiningu á göngudeild- um sjúkrastofnana.“ Magnús sagði, að málefni ellilífeyrisþega hefðu verið mjög i brennidepli í borgarstjórn á undanförnum árum. Ástæðan væri, að um 10% Reykvíkinga hefðu náð þessu aldursmarki og væri það tveimur af hundraði hærra en landshlutfallið. I Reykjavík væri að gerast sama þróun og átt hefði sér stað í ýmsum stærstu borgum nágrannalandanna, að þeim eldri fjölgaði meira en þeim yngri, og í vissum yngri aldurshópum hefði beinlínis verið um fækkun að ræða í borginni á undanförnum árum. Magnús sagði, að mönnum blandaðist ekki hugur um, að þjónusta við þá hálft annað þúsund lífeyrisþega, sem hér byggju umfram landshlutfallið legði þungar byrðar á borgarsjóð. Nýlega hefðu verið lagðar fram ýmsar skýrslur varðandi ástand á höfuðborgarsvæðinu, sem sýndu að það væri nokkuð ískyggilegt. Bæri þar til að nefna þær upplýsingar sem nýlega hafa komið fram um mörg hundruð milljón króna umframfjárveit- ingar úr borgarsjóði til heil- brigðisstofnana á undanförnum árum. Þá magtti benda á og minnast þeirrar mismununar, sem Reykjavík þarf að búa við í sambandi við lánafyrirgreiðslu stofnfjársjóða atvinnuveganna og byggðasjóðs. Varðandi tillögu sína sagði Magnús, að gert væri þar ráð fyrir, að heimiluð yrði niðurfelling göngudeildargjalds á slysavarðstofu og göngudeildum spítalanna. Þetta atriði mundi koma reykvískum ellilífeyrisþeg- um sérlega vel, enda er það ljóst, að þeir verða fyrir útgjöldum fremur en ellilifeyrisþegar ann- ars staðar á landinu sökum uppbyggingar og skipulags læknisþjónustunnar hér í Reykjavík. Það væri kunnugt, að ellilífeyrisþegar úti um land, jafnt sem aðrir, fengju úrlausn fjölmargra erinda í heilsugæzlu- skyni hjá heimilislæknum eða heilsugæzlustöðvum, sem reyk- vískir ellilífeyrisþegar þyrftu að sækja til slysadeildar eða göngu- deilda. Fróðustu menn fullyrtu, að verulegur hluti þeirrar þjón- ustu, sem slysavarðstofan veitti, væri tilkomin vegna lélegrar heimilislæknaþjónustu. Þar þurfi að greiða verulega hærri upphæð fyrir hverja heimsókn en hjá heimilislækni á heilsugæzlustöð og gæti hér verið um umtalsverð- ar fjárhæðir að ræða fyrir þá sem lentu í slysi eða þyrftu að koma til skoðunar á göngudeild- um með reglulegu millibili. Með þeirri breytingu á almannatrygg- ingalögum, sem tillagan gerði ráð fyrir, yrði mismunun þeirri sem af þessu leiddi aflétt. Magnús sagði, að í þessu sambandi mætti hafa í huga, að kjör og aðbúnaður ellilífeyrisþega hér í Reykjavík væri á ýmsan hátt erfiðari en annars staðar. Lífið hér í borg- inni bæri að ýmsu ieyti svip af aðstæðum í stórborg, hættara væri við einangrun, sérstaklega gamla fólksins hér en i öðrum kaupstöðum og kauptúnum um landið. I fjölbýlinu hætti fjöl- skyldutengslum mun frekar til að rofna og erfiðara væri að halda uppi sambandi við vini og kunn- ingja þó ekki væri nema af þeim vandkvæðum sem fjarlægðirnar sköpuðu. í samfélagi þar sem hin mannlegu samskipti hefðu orðið að líða vegna borgarskipulagsins eins og telja yrði, að átt hafi sér stað hér í Reykjavík komi fram óhugnanlega mörg dæmi þess, að gamalmenni byggju ein og að því er virtist vegalaus án tengsla við umheiminn, aðstandendur eða vini og því enginn til að hlaupa undir bagga þegar eitthvað bját- aði á. Borgarfulltrúinn sagði vitneskju um félagsaðstæður eldri borgaranna ekki nægjanleg- ar en tæpast myndi ofætlað að í Reykjavík byggi nokkur fjöldi gamalmenna, við álíka kjör og þau sem hér var lýst. Ætti vitneskja um slíkt að verða öllum hvatning til að koma til móts við þarfir þess fólks, sem lagði grundvöllinn undir þá lífskjara- þyltingu sem átt hefði sér stað undanfarna áratugi. Magnús sagði, að nýlega hefði verið lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til breytinga á lögum um al- mannatryggingar þar sem tillög- ur væru um lagfæringar. Frum- varpið gerði ekki ráð fyrir að ellilifeyrisþegar yrðu undanþegn- ir göngudeildargjaldi. Þetta gjald væri í dag 600 krónur fyrir hverja heimsókn og auk þess 600 krónur fyrir röntgenmyndatöku. Tillaga væri um að hækka þetta í 1.500 krónur. Eflaust væri hluti ellilíf- eyrisþega, sem hefði efni á að greiða þetta gjald, en hann vildi fullyrða, að fjölmargir ellilíf- eyrisþegar yrðu að horfa í hvern eyri áður en honum væri eytt og gæti þetta gjald því verið til- finnanlegt fyrir þá.“ Magnús L. Sve'insson sagði, að þær raddir heyrðust stundum, að gamla fólkið væri búið að fá meira en nóg af þessu sérstaka undan- þágukerfi, sem búið vaéri að setja upp vegna þess. Með því sé það flokkað sérstaklega frá öðrum þjóðfélagsþegnum sem sé óæski- legt. Bent væri á, að það vildi gjarnan greiða fyrir þá þjónustu sem það fengi. Það væri alkunna, að eldra fólk legði metnað sinn í að greiða allt það sem því væri skylt að greiða. Það sæist bezt af skilvísi þess í greiðslu húsaleigu hjá Reykjavíkurborg miðað við marga yngri leigjendur þó marg- falt meiri tekjur hafi. Magnús sagði, að auðvitað hefðu margir ellilífeyrisþegar vel efni á að greiða það gjald sem um væri að ræða. Það væri hins vegar sín skoðun sagði Magnús, að við mættum ekki láta afkomu þeirra ellilífeyrisþega, sem betur mættu sín, loka augum okkar fyrir því, að fjölmargir ellilífeyrisþegar yrðu að horfa í hvern eyri áður en honum væri eytt og byggju að ýmsu leyti við mjög þröng kjör. „Sex hundruð krónur eru vissu- lega óveruleg upphæð í dag, en hún getur verið stór í augum gamalmennis sem vantar þær.“ Víst væri hægt að komast hjá að gefa ellilífeyrisþegum afslátt eða ókeypis þjónustu sem nú væri veitt á ýmsum sviðum og að mörgu leyti væri æskilegra að hækka ellilífeyrinn frá því sem nú væri, en Magnús kvaðst ekki trúaður á að það væri mjög auðveld leið eins og ástandið væri í efnahagsmálum í dag. Hann vonaðist þess vegna til að tillag-, an fengi góðar undirtektir. Þor- björn Broddason (Abl) tók næst til máls og sagði tillöguna að mörgu leyti góða og tímabæra en hann vildi leggja fram breyt- ingartillögu um, að allir yrðu Framhald á bls. 31 Frá Borgar- stjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.