Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 fltripmMWiib Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi GarSar Kristinsson. ASalstræti 6. simi 10100 Aðalstræti 6. simi 22480. Hætta á atvinnuleysi — skerðing vísitölu TTmdeildasti þátturinn í efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnar og Alþingis er tvímælalaust skerðing kaupgjaldsvísitölu um allt að helming hjá þeim, sem fyrir mestri skerðingu verða, en ástæða er til að undirstrika, að þeir sem við lægri laun búa verða að þola mun minni skerðingu vísitölu en þessu nemur. Skiljanlegt er, að þetta ákvæði hafi sætt gagnrýni. Aðilar vinnumarkaðar höfðu gert með sér samninga um kaup og kjör og launþegar hafa gengið út frá þeim samningum í fjárhagslegum ráðstöfunum sínum og áætlunum undanfarna mánuði. Slík breyting á gerðum kjarasamningum er því‘ neyðarbrauð og engin ríkis- stjórn leikur sér að því að beita sér fyrir slíkum ráðstöfunum, allra sízt ríkisstjórn, sem sjálf undirrit- aði kaupgjaldssamninga við sína starfsmenn fyrir nokkrum mánuðum, sem voru mun hærri en kjarasamn- ingar þeir, sem ASÍ gerði á sl. sumri. En ríkisstjórnin átti ekki margra góðra kosta völ. Ef hún hefði setið aðgerðalaus hjá hefðu kauptaxtar hækkað að meðaltali um 53% á þessu ári og verðbólgan hefði aukizt úr 26% á miðju sl. ári í 40% á þessu ári. Afleiðingar slíkrar verðbólgu og þess konar krónutölu- hækkunar launa hefðu orðið mun alvarlegri fyrir launþega en skerðing kaupgjaldsvísitölu um helming. Vafalaust á yngra fólk bágt með að trúa því, að atvinnuleysi geti verið framundan. Það er gjarnan svo, að hver kynslóð verður að reyna til þess að trúa. Og þeir sem nú eru um og yfir tvítugt voru aðeins um og innan við tíu ára aldur, þegar atvinnuleysistímabil stóð síðast yfir hér á íslandi. Það var á árunum 1968 og 1969 þegar þúsundir manna gengu atvinnulausar hluta úr ári vegna þeirra miklu efnahagserfiðleika, sem þá steðjuðu að. Þeir sem eru nú á miðjum aldri muna vel þetta atvinnuleysistímabil og eldri kynslóðirnar minnast hins alvarlega atvinnuleysis, sem hér herjaði fyrir stríð. í raun og veru er ekki hægt að bera saman atvinnuleysið þá og síðar vegna þess, að atvinnuleysisbætur eru þó með þeim hætti nú, að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að svelta. Engu að síður er það staðreynd, sem horfast verður í augu við, að ef verðbólgan hefði verið áfram á þessu ári óhindruð og kaupgjald farið stöðugt hækkandi hefði það óhjákvæmilega að lokum leitt til stöðvunar atvinnufyrirtækja og atvinnuleysis. Vel má vera, að hjá þeirri ógæfu verði ekki komizt þrátt fyrir þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir, vegna staðbundinna vandamála undirstöðuatvinnuvega t.d. á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Það er þessi yfirvofandi hætta á atvinnuleysi, sem réð mestu um það, að ríkisstjórnin ákvað að skerða kaupgjaldsvísitölu um helming. Viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar eru kunn og þá ekki síður viðbrögð almennings við áformum verkalýðsforingjanna um ólöglegar verkfallsaðgerðir. En hvað svo sem verkalýðsleiðtogar segja í orði var þeim jafn ljóst og ráðherrum í ríkisstjórn, hver hætta er á atvinnuleysi í landinu á þessu ári. Það hefði verið ófyrirgefanlegt, ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið til allra þeirra ráða, sem tiltæk voru til þess að koma í veg fyrir, að slíkt hörmungarástand skapaðist eins og atvinnuleysi er. Frammi fyrir tveimur slæmum kostum, atvinnuleysi eða nokkurri skerðingu kaupgjaldsvísitölu, valdi ríkisstjórnin þann síðari. Allir ábyrgir menn hljóta að viðurkenna, að það var rétt ákvörðun og óhjákvæmileg. Þá fyrst hefði ríkisstjórnin verið gagnrýnisverð, ef hún hefði látið fljóta sofandi að feigðarósi. Mikíð starf að standa vörð nm norræn sjónar- mið á (slandi FYRIR skömmu lauk þingi Norðurlandaráðs, sem haldið var í Ósló, og var þar f jallað um ólíkustu mál svo sem um sam- norrænan gervihnött, aðild Fær- eyinga að ráðinu, jafnrétti kynj- anna, heilsuvernd fyrir þá sem vinna að landbúnaðarstörfum og umhverfismál. Trygve Bratteli var kjörinn forseti Norðurlandaráðs til næstu tveggja ára og Bjartmar Gjerde formaður ráðherranefndarinn- ar. Ragnhildur Helgadóttir al- þingismaður var einn af fulltrú- um íslands á þinginu og ræddi Mbl. stuttlega við hana fyrir nokkru. Hún var fyrst spurð um hvaða mál hefðu náð fram að ganga á þinginui — Það voru gerðar ýmsar samþykktir um viðamikil mál og mál sem eru minniháttar, en engu síður merkileg. Var til dæmis samþykkt verkefnaáætlun um að tryggja ðrugga atvinnu ungs fólks og menntun á aldrin- um 16—19 ára og almenn verk- efnaáætlun ráðherranefndar þar sem m.a. er fjallað um að tryggja eigi öllum örugga atvinnu og atvinnu sem hefur tilgang. Sam- þykkt var að Norðurlöndin ynnu að því að gerður yrði Evrópusátt- máli um umhverfismál, sam- þykkt að samræma stefnu í ferðamálum, fjallað var um tillögu sem miðar að því að fötluðum verði gert kleift að ferðast í almenningsfarartækjum og komast leiðar sinnar, og samþykkt tillaga um kennslu fyrir blinda og heyrnarlausa. Þá var samþykkt tillaga um nýtingu fiskafurða til fullnustu er koma mætti þrónarlöndunum að gagni og samþykkt var tiilaga um nýtingu úrgangsefna og endur- nýtingu á hráefnum. Sú sam- þykkt sem e.t.v. snertir okkur hvað mest er að flýta skuli framkvæmd áætiana um skipa- samgöngur milli íslands, Fær- eyja og Norðurlandanna. Nokkuð var fjallað um jafn- rétti kynjanna og samþykkt verkefnaáætlun um þau mál. Skyldi ráðherranefndin gera yfir- lit yfir raunhæfar leiðir til að koma markmiðum hennar í fram- kvæmd. Ein þeirra leiða sem ráðherranefndin telur að til athugunar komi er viss mismun- un eða jákvæð mismunun, eins og sumir nefna það, sem er fólgin í því að sæki t.d. jafnhæfir um- sækjendur um sama starf, karl og kona, skal ráða konuna fremur. Eg andmælti hugmynd- um um að slíkt yrði gert að reglu og svo gerðu fleiri. Með þessu væri ekki einungis verið að láta af mismunun gagnvart kvenþjóð- inni heldur gripið til e.k. hefndar, þ.e. mismununar gagnvart köri- um. Þetta væri að mínum dómi ekki jafnrétti og getur verkað Prófkjöri sjálfstæðis- manna á Höfn lýkur í dag Nú stendur yfir prófkjör á vegum sjáifstæðismanna á Höfn f Hornafirði vegna komandi hreppsnefndarkosninga í vor. Prófkjörið hófst á fimmtudag í síðustu viku og því lýkur í dag. I framboði eru 14 manns og eru það eftirtaldir: Albert Eymundsson, skóla- stjóri, Anna Marteinsdóttir, hús- móðir, Árni Stefánsson, hótel- stjóri, Björn L. Jónsson, skip- stjóri, Elías Jónsson, löggæslu- maður, Eymundur Sigurðsson, hafsögumaður, Guðrún Jónas- dóttir, húsmóðir, Gunnlaugur Þ. Höskuldsson, kennari, Ingólfur Waage, verkamaður, Kristján Ragnarsson, verkamaður, Marteinn Einarsson, verkamað- ur, Sveinbjörn Sverrisson, vél* smiður, Unnsteinn Guðmunds- son, skrifstofumaður, Valborg Einarsdóttir, afgreiðslustúlka, Vignir Þorbjörnsson, umdæmis- stjóri. Drengur fyrir bíl DRENGUR varð fyrir bfl á Seljabraut austan Engjasels á sunnudagskvöldið. Drengurinn kom hlaupandi frá strætis- vagnabiðstöð og út á götuna, þar sem hann varð fyrir bifreið- inni. Drengurinn marðist og hruflaðist en slapp við alvarleg meiðsli og fékk hann að fara heim eftir aðgerð á slysavarð- stofunni. Umferðin um helgina gekk að öðru leyti slysalaust fyrir sig og óhöpp voru með færra móti, en á föstudaginn urðu fleíri umferðar- óhöpp í Reykjavík en dæmi eru til um áður, en þá urðu þar 52 árekstrar. Helfried Weyer við sýningarvélar sfnar í Laugarásbíói í gær. „ísland er engu líkt,“ sagði hann. Sýnir landslagsmynd- ir með nýrri tækni UNDANFARIÐ hefur þýzki ljósmyndarinn Hel- fried Weyer vakið athygli í heimalandi sínu fyrir sýningu landslagsmynda fró íslandi og fleiri lönd- um en hann er staddur hér um þessar mundir og sýndi gestum myndirnar í Laugarásbíói í gær. Helfried Weyer hefur í sam- vinnu við þýzka fyrirtækið Leitz, framleiðanda Leica-myndavél- anna, og í samvinnu við Ferða- skrifstofu Úlafars Jacobsens skipulagt ferðir ljósmyndara um ísland undanfarin sumur. Sýnig sú sem Helfried Weyer hélt í Laugarásbíói í gær var fyrir tilstilli Ferðamálaráðs, Flugleiða og Ferðaskrifstofu Úlafs Jakobsens og vildu áður- nefnd fyrirtæki gefa þeim sem standa að islenzkri landkynningu kost á að sjá og kynnast þeirri nýju tækni, sem Weyer notar. Hann sýnir myndirnar með svo- nefndri Leica-Vision tækni, sem m.a. þýðir að sýnt er með sex ljósvörpum samtímis á tjaldi sem er 12 metra breitt — eða 48 fermetrar — og.mun það vera stærsta tjald sem notað er til slíkra sýninga. Myndirnar sem Weyer sýndi tók hann víða hér á landi, Surtsey og Heimaey árið 1973. Auk þess að sýna myndirnar í Þýzkalandi á undanförnum árum hefur Weyer ferðast með mynda- sýningarnar víða um Evrópu, Armeríku, Afríku, Asíu og Ástralíu og samanlagt munu þeir sem komið hafa á myndasýningar hans nema um hálfri milljón manna. Sýningarnar hafa að sögn vakið athygli fyrir frumlegar fyrirmyndir og myndgæði. Margt hefur verið ritað um myndir Weyers í blöð og hann hvarvetna hlotið góða dóma. Hér er hann mörgum að góðu kunnur, m.a. fyrir myndabók u'm Island, sem Almenna bókafélagið gaf út árið 1974. Segja má að Weyef hafi ferðast um gjöfvallt ísland og tekið myndir, að undanteknum Vest- fjörðum en þangað hyggst hann halda í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.