Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 Sjómennskan er ekkert grín Það væri kannski ekki úr vegi í þessum fyrsta þætti, að fjalla lítil- lega um hlutverk hins ritaða orðs í tónlistarlífi okkar. Tónlistarskrifum má skipta í þrjá flokka: tónleika- gagnrýni dagblaða. fræðilegar rit- smíðar um afmörkuð sérsvið og loks almenn tónlistarskrif i tímarit Ut- gáfa almennra tónlistartimarita á sér alllanga forsögu á íslandi, enda höfða þau til stærri hóps tónlistar- unnenda en tónlistargagnrýni og fræðimennska Um þetta verður nú fjallað. Á hundrað ára ártíð Péturs Guð- jónssónar, þess merka brautryðj- enda i „söngfræðum”, gerðust þau undur og stórmerki, að hafin var útgáfa tónlistartimaritsins Hljómlist- in. Mig skortir þekkingu til að segja hvort þetta muni vera fyrsta timarit sinnar tegundar á íslandi, enda skiptir það kannski ekki öllu máli í þessu samhengi Hvað um það, Hljómlistin varð fámenninu og perv mgaleysinu að bráð. þó greinilegt sé, að hart hefur verið barist við að halda þvi á floti Þar má finna marg- ar vandaðar, og á stundum. sérstak- lega fróðlegar greinar Eg rak til að mynda augun i „Drög að songsögu að þvi er snertir Húsavik i Suður- Þmgeyjasýslu 1880—1912”. og „Nokkur orð um söng einkum i Hrútafirði” Nú, svo má i Hljómlist inni finna fréttaþætti um það sem „modernistarnir” í Danmörku og í öðrum menningarplássum voru að gera sér til dundurs á þessum árum Þrátt fyrir kjarkinn dó Hljómlistin drottni sinum, sökk með allri áhöfn Og aðrir útgerðarmenn tóku við Hverju skipinu á fætur öðru var siglt i strand Til fróðleiks skulum við nú rifja upp sum þeirra orða er fallið hafa er tónlistartimaritum islenskum hefur verið hleypt af stokkunum Það er holl lesning sem ber vott um dug brautryðjendanna Rifjum upp orð hraustra manna og brennandi menningarvita Hvaða tilgang sáu þeir í útgáfu tónlistartimarita. og við hvaða vandamál áttu þeir að glima? Efni þessu verða að sjálfsögðu ekki gerð full skil að þessu sinni. þvi siður að fjallað verði um alla aðila sem komið hafa við sögu Seglskútur, gufuskip og togarar Gefum Jónasi Jónssyni ritstjóra H Ijómlistarinnar orðið Hahn segir í fyrsta tölublaði timaritsins árið 1912: „Hljómlistin er ætlast til að verði mánaðarblað og komi út til október- mán næsta árs. verði í því myndir islenskra söngfræðinga öðru hvoru, Fastir liðir eins og venjulega TVEIR fastir þættir verða væntanlega i Tónhvísli framtiðar mnar Tónleikar framundan, og Lesendur skrífa. Þeim fyrrnefnda er ætlað það hlutverk. að verða einskonar tónlistar-almanak. eða yfirlit yfir tónleikahald i landinu. jafnt tónleika áhugafólks sem at vinnumanna Því er hér með komið á framfæri við alla „impressarióa sem hlut eiga að máli. t.a.m tónlistarskólastjóra. söngstjóra. hlóðfæraleikara og emsongvara, að senda Morgun- blaðinu upplýsingar um allt tón- leikahalds Heiti hins þáttarins Lesendur skrifa. skýrir sig sjálft Mun rit stjóri Tónhvísls leitast við að birta oll slík skrif, svo fremi þau varða ekki við landsiög! Væri sérdeilis áhugavert að fá fréttir utan af landi. og er hér með heitið á tónnlistarunnendur landsbyggðarinnar að gerast sjálfskipaaðir fréttaritarar síns héraðs Sendið Tónhvíslmu tón- inn Með fyrirfram þokk — G.E. og ef til vill, lög nokkrum sinnum. en þó að likindum oftast útlend Annars verður hún aðallega sundur- lausar hugsanir og greinar sem eiga að vera fræðandi. þó um „músik”. . . Fjarri fer því, að sönglif og söngmennt hjá oss islendingum sé svo langt á leið komin. að slikt blað geti þrifist eða orðið að nokkr- um verulegum notum; til þess þurfa að vera komin á fót fullkomin söng- félög. og meiri framför i hljóðfæra- list, en nú er orðið — . En þeirri töf. sem orðið hefir á framför söng- listarinnar, veldur að mestu leyti efnaleysi og fjarlægð milli þeirra, sem þó hafa áhuga á henni.” stóð fyrir sinu til ársins 1946 í inngangsorðum segir ritstjórn: „I fyrstu var ætlunin að hafa blað ið aðeins félagsblað, þ.e.a.s. blað. sem eingöngu fjallaði um félagsmál. og þá að sjálfsögðu fyrir félagsmenn eina Seinna var svo horfið frá þvi og ákveðið að blaðið skyldi starfrækt á víðari grundvelli. þ e verða al- menningseign, og flytja auk félags- mála greinar og fréttir um tónlistar- mál almennt. Þessu réð aðallega fjárhagshlið málsins og ekki sizt hitt, að nú er ekkert blað útgefið i Reykja- vik, og að likindum á öllu landinu, sem fjallar um tónlistarmál ein- göngu." var svipaðs eðlis Loks skal geta Nemendafélags Tónlistarskólans i Reykjavik, sem hefur staðið að út- gáfu skólarits um tónlist Ýmir hefur dáið drottni sínum og vaknað á vixl eftir atvikum Eru dagar hans nú sennilega taldir þar eð mjólkurfram- leiðendur hafa tekið þetta ágæta heiti, sem Jón tónskáld Þórarinsson á heiður að. traustataki Má segja að alþjóð eti skólarit Tónlistarskólans daglega Og með þeim orðum látum við lokið upptalningu á skipstöpum. Skemmtiferðaskip Alls ekki má gleyma að minnast á tímarit þau sem eingöngu hafa fjall- að um jazz, jass eða djass, og eru þau fjögur Fyrst skal nefna timaritið Jazz sem kom út árið 1947. Ekki kemur þar fram hver. eða hverjir, eru ritstjórar eða útgefendur Jazz-Blaðið hóf göngu sina 1948 undir stjórn Halls Simonarsonar og Svavars Gests, og lifði timaritið hvorki meira né minna en fimm ár. eða til ársins 1953. Jazzklúbbur Reykjavikur hóf útgáfu timaritsins Jazzmál, undir ritstjórn Vernharðar Linnets, árið 1967, en Vernharður hefur nú i seinni tið séð um útgáfu Timaritið Heimir, sem dr. Páll ísólfsson ritstýrði. og gefið var út 1935—39 á vegum Sambands ís- lenskra Karlakóra. litið i broti en fullt af stórhug, varð næsta fórnarlamb á altari tónlistar á íslandi. En nokkru seinna. eða 1 938, hefur göngu sina Timarit tónlistarfólagsins. Þar er Páll enn með í ráðum og segir m.a i inngangsorðum „Þessu blaði mun fyrst og fremst ætlað það hlutverk að berjast fyrir tilgangi Tónlistarfélagsins. sem er sá, að skapa grundvöll að aukinni fræðslu og skilningi manna á góðri tónlist i landinu Kann ég enga ósk betri blaðinu til handa en þá, að þvi megi auðnast að dreifa þoku varv þekkingar og hleypidóma — að það megi verða í senn forvörður og leið- beinandi í tónlistarmálum þjóðarinn- ar " í kjölfar Heimis sigldi Tónlistin, eða árið 1942, en þvi timariti rit- stýrði dr Hallgrinnrur Helgsson, en útgefandi Félag islenzkra tónlistar- manna í fyrsta tölublaði 1 árgangs kemst Hallgrimur svo að orði: „Þá er "Félag islenzkra tónlistar- manna" var stofnað, í marz 1940, vöktu nokkrir félagsmenn máls á því að bráð nauðsyn væri á þvi, að timarit um tónlistarmál hæfi göngu sina Til skamms tima hafði þá kom- ið út tónlistartimarit, en fresta hafði útgáfu þess vegna ýmissa örðug leika, og var þvi ekkert timarit til á landinu. er fjallaði um þessi mál Þetta rit. sem hér kemur fyrir al- mennings sjónir, á að ráða bót á þessan vöntun Það á að birta grem- ar um tónlist til fróðleiks og ánægju fyrir alla hljómelska lesendur; það á að vekja til umhugsunar um þýð ingu tónlistarmnar i mennmgarlegu samfélagi og bæta hag hennar hækka hana í sessi það vill standa á verði gegn skaðlegum áhnfum og stefnum. auka skilning á þjóðlegri tónlist og stuðla að varðveislu og eflmgu þjóðlegra tónlistar- argeymda Tónlistarblaðið, útgefið að Félagi islenzkra hljóðfærale«kara. undir nt stjórn Gunnars Egilssonar Björns R Einarssonar og Vilhjálms Guðjóns sonar, hóf göngu sina 1942, og Næst á eftir Tónlistarblaðinu kom svo Musica, eða árið 1948. Ritstjóri þess, hinn dugmikli Tage Ammendrup, hét á lesendur sina „að leggja sinn skerf til að skapa gott og læsilegt blað,” sem og varð raunin Ekki varð þess þó langt að biða að það færi sömu leið og forverarnir Nú, timaritið Lrf og List, sem kom út 1950—53 „leitaðist við að taka allar Músurnar til yfir- vegunar" sem það gjörði, en tónlist að sjálfsögðu ekki i fyrirrúmi þar. Einnig kom út timaritið Birtingur, er annars timarits er kallast Lystræn inginn þar sem eitthvað hefur verið fjallað um tónlist, jafnvel prentuð frumort lög Lystræninginn hefur þó fremur fjallað um jazztónlist en svokallaða „klassik” Skipastóllinn í dag. í dag eru við liði tvö tónlistartima- rit, OrganistablaðiS og Tónamál. Organistablaðið. er gefið er út af fámennum. en að þvi er virðist dug- miklum samtökum. þ e Félagi ís- Enn um strandhögg víkinga Það er varla mikið púður i brandara sem bera þarf eld að tvisvar. enda segir máltækið: ekki er gaman nema gott sé Eg verð nú engu að siður að láta mér það lynda að þessu smni í pistli minum fyrir um viku, þar sem TónhVislinu var hrundið af stað. vildi ekki betur til en svo. |að efni hans og tilgangur fór fyrir ofan garð og neðan hjá allt of mörgum. Héldu sumir að þar væri ég að veitast að em- hverjum starfsbræðra minna, einhverjum tón-vikingi, og gerð- ist það reyndar oftan en einu sinni á umliðnum dögum. að menn drógu mig afsiðis og vildu ólmir fá vitneskju um hver ófriðarseggurinn væri Til að svara forvitni lesanda skal þess getið. þó það skipti ekki máli að berserkurinn er ég sjálfur' Og nú ncyðist ég tii að bera elda að brandaranum á ný Þó slikt særi óneitanlega stolt mitt í pistlm- um tókust á þrjú ofl Sækjand mn. sem af mannvonsku emm saman yerði aðsúy að voiundai hýsi íslenskra tónmennta og tal aði um leynileg þagnarheit verj andinn sem 'kallaði slik strand hogg terror og landráð, sem likt ust mest nasisma ef ekki oðru enn verra; og loks sáttasemjar- inn, sem lagði til, að siglt væri milli skers og báru; að tónlistar- menn sameinuðust til að vinna i sátt og samlyndi að viðgangi tónlistar i landinu Sáttasemjar- inn benti á nauðsyn raunhæfra úrbótatillagna,’og er tilurð Tón- hvísls bein afleiðing af þvi Hér er nú loks vettvangur i stærsta blaði landsins þar sem hver sem er getur vakið máls á þvi sem ábótavant er i tónlistarlífi okkar Verða dramatiskar útskýringar á leikþættinum Strandhögg vik- inga i landi leynilegra þagnar- heita ekki fleiri að smm Að lokum þetta í einu hinna fjolmoigu tónlistartimanta er lifnað hafa ny dáið fiér á laridf segir á emum stað „Blaðaútgáfa er oft erfiðleikum bunriin ekki sizt fyrir þá menn. sem fremur eru vanir að handleika hljóðfæri sín en penna blaðamannsins Ég leyfi mér að bera þessi orð fyrir höfuð mér, og biðst velvirð ingar ef tilburði til skáldlegs mál- flutnmgs hafa sett menn útaf laginu TÚNHVÍSL eftir GUÐMUND EMILSSON lenskra organleikara Gústaf Jó- hannesson organleikari, sem starfað hefur að útgáfu blaðsins ásamt öðr- um, segir mér að Páll Halldórsson organleikari i Hallgrimssókn, hafi nú um langt skeið verið stoð og stytta blaðsins, og ber að þakka það af alhug Um tilgang ritsins segir Páll ísólfsson i inngangsorðum fyrsta tölublaðs: „Organistablaðið á að sjálfsögðu fyrst og fremst að vera málgagn organista landsins, tengiliður milli þeirra og fólksins i landinu, aðallega þess hluta landsmanna. sem áhuga hefur á tónlist, einkum kirkjutón- list . . . Það er langt siðan til tals kom að stofna hér timarit er helgað væri að miklu leyti orgeltónlist og þvi sem tengdast er henni, en alltaf dregist vegna margvíslegra örðug- leika i fámennum borgum og sveit- um En mér er sönn ánægju að fá nú tækifæri til að fylgja úr hlaði sliku riti” Næst ber að nefna Tónamál, timarit Félags islenskra hljómlistar- manna, sem hóf föngu 1970 undir stjórn Ólafs Gauks Blaðið höfðar fyrst og fremast til félagsmanna. er þarft stéttarbarátturit. enda segir rit- stjórinn í fyrsta tölublaði að höfuðtil- gangur þess sé „að sameina hpana tvo (þ.e virka og óvirka félags- menn), gera úr þeim einn stóran og sterkan hóp, sem stendur saman um félagsmálin ” Blaðið birtir engu að siður tónlistargreinar er erindi eig til almennings, og er sömu sögu að segja um Organistablaðið. Þessi rit, þó ólík séu, eiga annað sameigin- legt En það er, að fámennir og afmarkaðir hópar standa að útgáfu þeirra Og kem ég þá loks að kjarna þessara hugleiðinga um útgáfu tón- listartimarita á íslandi Að sigla í heila höfn? Ég ætla að leyfa mér að koma á framfæri raunhæfri (?) úrbótatillögu hvað útgáfu tónlistartimarita á ís- landi áhrærir En hún er þessi Að öll félagasamtök, er starfa á íslandi í nafni tónlistar, sameinist um að Ijúka loks þvi brautryðjendastarfi er hafið var fyrir meira enhálfri öld við lélegar og raunar engar aðstæður Að sameinast (til tilbreytingar) um útgáfu timarits um tónlistarmál al- mennt. þar sem teknir verði til um- fjöllunar þeir þættir tónlistarmála sem eiga sérstöðu hér vegna legu lands og dreifbýlis. Það að eignast sameiginlegan vettvang, eða fundar- stað, er brýnasta framfaramál tón- mennta — að rjúfa þögnina, að skiptast á skoðunum Þeir eru ekki fáir i dag sem á einn eða annan hátt eru tengdir tónlistarmálum Það er af sem áður var. Við getum nefnt félög hljóðfæraleikara, tónskálda, organista. piano kennara, tón- menntakennara, einsöngvara, eig- endur flutningsréttar (STEF), svo ekki sé talað um karlakórasamtök, krikjukórasamtök, lúðrasveitasam- tök, og tónlistarfélög um land allt. Um daginn var meira að segja stofn- að félag harmónikkuleikara Er hægt að biðja um meira? í þessari upp- talningu á atvinnu- og áhugamönn- um i tónlist var ekki minnst á stærsta hópinn sem gæti lagt okkur lið, en það er hinn almenni tónlistar- unnandi Tónlistarhátíðir og aðrar samkomur hafa sýnt og sannað að hér um ræðir tryggan kjarna sem vel má virkja Okkur hefur vaxið fiskur um hrygg Stuðningsmenn tónlistar skipta ekki hundruðum hér á landi. heldur þúsundum Fæ ég ekki annað séð. en að nú sé staður, stund, og aðstæður til að hrinda timaritsútgáfu i framkvæmt, sem gæti höfðað til alls þessa fólks Dr Róbert A Ottósson heitinn sagði mér einu sinni, að sér fyndist það veita mesta ánægju i starfi hér á landi, hversu fjölbreytt það væri Hann sagði „Hér er ég hljómsveitar- stjóri, tónskáld, organleikari, kenrv ari í tónfræðum, pianóleik. söng og kórstjórn Ur Robert var og er ekki einn á báti i þessum efnum Timarit sem fjallaði um allar hliðar tónlistðr- mála yæti komið að miklum notum hjá” okkur sem erum allt í öllu. Ég leyfi mér að skora á forystumenn hinna ýmsu tónlistarfélaga landsms að taka þessa hugmynd til athugun ar Að lokum get ég ekki stillt mig um að benda á, að til er á íslandi tirnaritið Sementspokmn. oy annað ollu merkilegra sem kallast Sendi sveinablaðið Við verður greinilega að taka okkur á!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.