Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 Frumvarp um búnaðarfræðslu: Frumv arpið í samræmi við framvindu í búnaðarmálum sagði Ingólfur Jónsson á þingi Horft um öxl Halldór E. Sigurðsson, landbún- aðarráðherra, mælti nýverið fyrir stjórnarfrv. um búnaðarfræðsiu. Vék ráðherra nokkuð að upphafi slíkrar fræðslu hérlendi's. Sagði hann Jón Espólín á Frostastöðums í Skagafirði hafa fyrstan Islend- inga hafið búnaðarfræðslu árið 1852. Búfræðikennsla hefði einnig farið fram í Flatey 1857 til 1858. Jón Sigurðsson, forseti, hefði þegar árið 1849 ritað um nauðsyn búnaðarskóla á Islandi. Fyrsti búnaðarskólinn hefur þó ekki störf fyrr en 1880, skóli Torfa Bjarna- Brosað í gróandanum sonar á Hólastað í Dalasýslu. Næstur í röð búnaðarskóla er svo bændaskólinn á Hólum í Hjalta- dal, sem stofnaður var 1882 og verður 100 ára að fjórum árum liðnum. Skóli í búnaðarfræðum var stofnaður á Eiðum 1883 og á Hvanneyri 1889. Hólastaðaskóli hætti störfum 1907 og skólinn á Eiðum varð héraðsskóli 1918. Síðan hafa bændaskólar verið tveir í landinu, heima á Hólum og á Hvanne.vri. Síðan 1950 hefur staðið í lögum, að bændaskólar skuli vera þrír, þó ekki hafi enn orðið af b.vggingu þriöja skólans á Suðurlandi. Bændaskólaarnir tveir hafa að jafnaði brautskráð um 50 búfræð- inga fram til 1970 og nokkru fleiri síðan. 2ja ára búfræðinám I frumvarþi því, sem nú er til umræðu, er gert ráð fyrir því að búfræðinám verði tveggja vetra nám á ný. Jafnframt verður aukin verkleg kennsla og verkþjálfun. Um 60% starfandi bænda eiga að baki búfræðinám. Ætlað er að eðlileg endurnýjun í bændastétt sé allt að 150—200 og er þá miðað við 25 ára meðalstarfsævi og 5000 bændur í landinu, sem er að vísu heldur hærri tala en nú er. Miðað við það að helmingur bænda hafi búfræðimenntun í næstu framtíð er talið að útskrifa þurfi allt að 150 búfræðinga á ári. Til þess að svo megi verða þarf að vera rými fyrir allt að 240 nemendur í búfræðiskólum en skólarnir tveir hafa nú rými fyrir 120 nemendur. Auka þarf því rými í skólum þeim, sem'fyrir eru, einkum á Hólum, og þriðji búnaðarskólinn að koma til. Ekki er talið æskilegt að bænda- skólar séu mjög stórir. 60—90 nemenda skólar eru taldir hæfileg- ir, m.a. með tilliti til verknámsað- stöðu. Búfræðigreinin er fjölþætt og spannar margbreytilegar náms- greinar. Hún er og einn sá þáttir í námskerfi okkar sem beinlínis er sniðin að þörfum atvinnuveganna. Nýjungar í frumvarpinu I fyrsta lagi eru felld í eina löggjöf ákvæði um alla búnaðar- fræðslu í landinu. í öðru lagi eru ákvæði um búnaðarfræðslu á háskólastigi. Sú kennsla verður í tengslum við Háskóla Islands og samvinna verður milli búvísinda- deildar á Hvanneyri og Háskólans. Nytu nemendur búvísindadeildar kennslu við Háskólann í ákveðnum undirstöðugreinum. Ymsum ákvæðum í frv.-kaflanum um búvísindadeild svipar til hlið- stæðra ákvæða í lögum um Kenn- araháskóla. Nám við búvísinda- deild- verður hliðstætt að tíma- lengd og námskröfum og nám að BS-prófi við líffræði, verkfræði- og raunvísindadeildir Háskólans. Þá er það nýmæli í frv. að skipa skal búfræðslunefnd, sem marka á stefnu í búfræöslumálum og sam- ræma störf á þeim vettvangi. Auk' almenns búfræðináms er gert ráð fyrir því að búnaðarskólarnir annist námskeiðahald fyrir bænd- ur og aðra starfsmenn landbúnað- ar — sem og nokkra fullorðins- fræðslu. Þá er heimildarákvæði í Ingúlfur Jónsson Friðjón Þórðarson frv. um framhaldsnám, þ.e. bú- tækninám, búnaðarhagfræði og bústjórn. Æskilegt væri að koma slíku námi á við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Framhaldsdeildin á Hvanneyri Ingólfur Jónsson (S) ræddi í löngu og ítarlegu máli aðdraganda að þessu frumvarpi til búnaðar- fræðslu. Taldi hann eðlilegt að breyta löggjöf hér um til samræm- is við þá þróun, sem orðin væri eða í augsýn. Frumyarpið fæli að vísu ekki í sér neinar stórbreytingar, nánast eðlilega þróun og fram- vindu í búnaðarfræðum, og því fylgdi ekki umtalsverður kostnað- arauki. Ingólfur ræddi m.a. um fram- haldsdeildina við bændaskólann á Hvanneyri. Taldi hann deildina hafa starfað nánast á háskólastigi um mörg undanfarin ár. Það væri m.a. vottur um ágæti hennar að nemendur frá henni hefðu átt greiðan aðgang að framhaldsnámi við búnaðarháskóla erlendis. Þar hefði menntazt hópur manna, sem komið hefði landbúnaðinum að góðu gagni. Deildin hefði sparað mikinn kostnað miðað við það að þurft hefði að sækja allt þetta nám, menntun og starfsþekkingu út. Ingólfur Jónsson gerði síðan grein fyrir þeim kostnaðarauka, sem frv. leiddi af sér, tengslum búvísindadeildar á Hvanneyri og Háskóla íslands. Þau tengsl væru hyggileg og gerðu nýtingu bæði fjármagns og kennslukrafta meiri en ella. Reynslan verður síðan að þróa þetta samstarf, sagði þing- maðurinn. Lýsti Ingólfur yfir stuðningi við frumvarpið. Staðfesting á þróun sem orðið hefur Friðjón Þórðarson (s) taldi frv. ekki fela í sér umtalsverða stökk- breytingu. Það fæli fremur í sér staðfestingu á þróun, sem orðið hefði. Rætt væri um búvísinda- deild en ekki háskóladeild, en sá orðaleikur segði smátt. Ætlazt væri til að deildin veitti umfangs- mikla menntun og til hennar væru gerðar ströngustu kröfur. Búnað- arnám á háskólastigi myndi því fara fram á Hvanneyri, ef frv. yrði samþykkt, þó eðlileg tengsl yrðu við Háskóla íslands í vissum greinum. Friðjón lýsti yfir stuðn- ingi við frumvarpið og skoraði á Alþingi að veita því brautargengi og lagagildi. Oddur Ólafsson, alþingismaður: Fatlað fólk og byggðarlög Ilér fer á eftir ræða. sem Oddur Ólafsson, alþingismaður. ílutti, er frumvarp að byggingarlögum var til umræðu í efri deild Alþingis. í fjórðu grein byggingarlaga er málsliður sem hljóðar svo: „í byggingarreglugerð skal setja ákvæði varðandi umbúnað bygg- inga til þess að auðvelda ellihrumu og fötluðu fólki að komast léiðar sinnar." Þessi málsliður er til orðinn vegna þingsályktunartillögu, sem samþykkt var á Alþingi 1972 og hljóðar þannig: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórn að skipa nefnd er kanni leiðir sem tryggi, að byggingar og umferðaræðar framtíðarinnar, er njóta fjárhagslegrar fyrirgreiðslu opinberra aðila, verði hannaðar þannig, að fatlað fólk geti komist sem greiðlegast um þær.“ Það, sem hér er um að ræða, er mjög mikilvægt fyrir vissan hóp í þjóðfélaginu og svo sem við vitum, þá þarf þessi hópur að komast um margs konar byggingar, svo sem ráðhús, skrifstofur, heilbrigðis- stofnanir, kirkjur, söfn, skóla, verzlunarhús, kvikmyndahús, leik- hús, vinnustaði, sýningarsali, sundlaugar, íþróttahús, almenn- ingssalerni, símaklefa, sjálfsala og ýmislegt annað húsnæði. En til þess að svo geti orðið, þarf að uppfylla viss skilyrði og því er það tekið fram að í byggingarreglu- gerð skuli taka fram ýmis ákvæði, sem gera það að verkum, að fatlaðir eigi auðveldara með að komast um. T.d. skal þar segja, að fólk í hjólastól komist án aðstoðar inn og út um dyr, er séu í grennd við bílastæði, sem ætluð séu fötluðum og bílastæði ætluð fötl- uðum eiga að vera a.m.k. 3.30 metrar á breidd eða um það bil, a.m.k. metra breiðari en venjuleg bílastæði. Allar dyr innanhúss þurfa að vera a.m.k. 80 sm. á breidd og gjarnan aðaldyr ennþá breiðari, Lyftur, sem eru í sam- ræmi við þarfir fatlaðra, þurfa að vera af ákveðinni stærð og enn- fremur, að takkarnir, sem á er stutt, mega ekki vera nema í ákveðinni hæð, sem er um það bil 1—1.20 m. Ennfremur er nauðsyn, Oddur Ólafsson. alþingismaður að gerð og lega snyrtiherbergja sé hönnuð með sérstöku sniði og þannig að t.d. hjólastólafólk geti athafnað sig á þessum snyrtiher- bergjum og það er ætlast til þess, að a.m.k. eitt slíkt sé á hverri hæð í þeim þjónustustofnunum, þar sem gerðar eru ráðstafanir til þess að auðvelda umferð fatlaðra. Og þar sem tröppu er þörf, skulu einnig vera skábrautir með viður- kenndum halla og við tröppur og skábrautir eiga að vera handrið eins og 80—90 sm. á hæð með réttu gripi. Hurðarhúnar og lyftuhnapp- ar eiga að vera um það bil 105—110 sm. hæð frá gólfi. Þessi ákvæði og ótal margt fleira er ætlast til í samræmi við þessi ákvæði í byggingarlögum, að komi inn í byggingarsamþykktir. Ef þetta verður að lögum og bygging- arsamþykktir verði í samræmi við það sem til er ætlast af nefnd þeirri, sem fjallaði um þetta mál, þá á ég von á því, að við verðum betur settir varðandi þessi atriði, varðandi nýbyggingar heldur en flestar aðrar þjóðir og þá í hópi með okkar nágrönnum, sem eru komnir hvað lengst í þessum efnum. Eftir er þá fyrst og fremst að finna leiðir til þess að breyta og endurbæta byggingar, sem eru í notkun þannig, að þær séu auðveldar til umferðar fötluðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.