Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna 1. vélstjóra vantar á 1 50 tonna netabát, frá Þorlákshöfn. Aðeins vanur maður með full réttindi kemur til greina. Upplýsingar gefur L.Í.Ú. Mælaverkstæði óskar eftir að ráða aðstoðarmann. Umsóknir er greini frá aldri og fyrri störf- um óskast sendar Mbl. fyrir 8. marz n.k. merkt: „M — 942". Starfsfólk óskast Okkur vantar starfsfólk til ýmissa starfa í verzluninni og söluturni. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Kjörbúðin Hólagarði, Breiðholti. Ungur maður sem hefur áhuga að komast út á land óskar eftir atvinnu. Vanur skrifstofu- og verzlunarstörfum. Uppl. í síma 52961. Ráðsmaður óskast að Brekkum í Hvolhreppi, Rang., frá 1. júní n.k. Aðeins kvæntur maður með reynslu í búrekstri kemur til greina. Æskileg en þó ekki nauðsynleg, nokkur reynsla i tamningu hrossa. Mjólkurkýr eru ekki á búinu. Umsækjendur sendi upplýsingar um aldur, fjölskyidustærð og fyrri störf til Ibðasins, merkt: ..Sveit — 4139" fyrir 22. marz n.k. Upplýsingar ekki veittar í síma. Hótelstarfsfólk Við óskum að ráða yfir sumartímann (maí/sept). Yfirkokk, kokka í kalt og heitt /eldhús, eldhússtúlkur og stúlkur í uppþvott. Framleiðslustúlkur. Stofustúlkur. Laun samkvæmt launaákvæðum. Fastur vinnutími. Skriflegar umsóknir sendist: Lindström Turisthotell, 5890 Lærdal, Norge. Stýrimann og háseta vantar á góðan netabát frá Stykkishólmi. Upp- lýsingar í síma 52628. Keflavík — bókari Stórt fyrirtæki í Keflavík óskar eftir að ráða bókara strax. Góð laun, fyrir réttan mann. Skriflegar umsóknir er tilgreini, aldur 'menntun og fyrri störf, sendist afgr. blaðsins fyrir laugardaginn 1 1. marz 1 978 merkt ,,Bókari— 980". Starfskraftur óskast á límingarverkstæði okkar sem fyrst. Pétur Snæland h / f, Vesturgötu 71, sími 24060. Gjaldkeri óskast Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða gjald- kera. Æskilegt væri að viðkomandi hefði verzlunarskóla- eða Samvinnuskólapróf. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum óskast send Mbl. fyrir 8. marz n.k. merkt: G — 998". Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál Óskum að ráða Stórt verzlunarfyrirtæki í borginni óskar eftir að ráða starfskraft í verzlun. Starfssvið: Sjá um hreingerningar, þurrka úr hillum, ryksuga gólf oa afgreiða. Vinnutími 8- 4.30. Umsóknir er greini frá aldri, og fyrri störfum óskast sendar Mbl. fyrir 8. marz merkt: ,,A — 941". Öllum umsóknum verður svarað. Trauast og gróið fyrirtæki á hörfuðborgarsvæðinu vill ráða til starfa einn vanan bifvélavirkja og einn fjölhæfan rennismið nú þegar. — Um- sóknir ásamt meðmælum berist undir- ^rituðum eigi síðar en 15. mars n.k. Nán- ari upplýsingar um ofangreindar stöður verða veittar alla virka daga milli klukkan 9 og 1 1 árdegis á skrifstofu minni Ásmundur Ásmundsson, Bygginga- og stjórnunarverkfræðingur, Hátúni 4a, Reykjavík, sími 28 120 Tónlistarskólinn á Akranesi auglýsir heila kennarastöðu með ársráðn- ingu frá 1 sept n.k. Aðal kennslugreinar: Strokhljóðfæri (fiðla, viola, celló) Aukagreinar: Samspil, tónheyrn og tón- fræði. Búseta á Akranesi áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningum F.I.H. Nánari uppl hjá undirrituðum í síma 93-1098 Skólastjóri. Ferðaskrifstofustarf FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN hefur í hyggju að ráða starfsfólk í eftirtalin störf á næstunni: 1 . Afgreiðslu- skrifstofu- og gjaldkera- störf. 2. Fararstjórastörf erlendis Askilin er góð menntun, aðlaðandi fram- koma, dugnaður og reglusemi. Umsókn með mynd berist fyrir 9. marz merkt: „Atvinnuumsókn" Eyðublöð fást í skrifstofu ÚTSÝNAR, Austurstræti 17, 2. hæð. FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN. Barnafataverzlun í Miðbænum Galla- og flauelsbuxur frá kr. 2.560.- Sparifatnaður á stúlkur og drengi. Hafnarstræti 15, 2. hæð — 150 bílar Framhald af bls. 12 alþjóðletfri sýningu sem þess- ari. I húsnæðinu að Tangarhöfða 8—12 verða sýndir aðallega vörubilar, sendibílar, jeppar, hjólhýsi og stærri verkstæðis- húnaður svo og tengivagnar, en öll sýningin fer fram innan dyra. I Sýningafhöllinni er gólfflötur sýningarsvæðisins tæpir 9000 fermetrar á tveimur hæðum og eru sýningardeildir alls 50. Sögöu nefndarmenn að verðmæti sýningarmuna yrði um 800—1000 milljónir króna. Sérstakt sýningarrit verður gefið út, 164 síður, en það er jafnframt uppsláttarbók fyrir allar bifreiðategundir sem fluttar eru til landsins ásamt öðru efni um bílgreinina. — Einnig hatrið Framhald af bls. 10 á strik í söngatriðum þótt þar hafi hlutur Oldu verið stærri. Alda söng m.a. um Sjóræn- ingja-Jenný, kunnan söng. Knæpu-Jenný lék Kolbrún Hjörleifsdóttir og naut sín vel í því hlutverki. Brown lögreglu- stjóri var leikinn af Þórarni Ingólfssyni og gerður hinn aulalegasti eins og til var ætlast. Þannig mætti halda áfram að telja upp hlutverk og leikendur: hórur, glæpamenn, prest, lírukassasöngvara, betl- ara og fleiri úr undirheimum Lundúnaborgar. Túskildingsóperan er verk um breyskleika manna og gædd þjóðfélagsádeilu sem ekki virðist ætla að verða úrelt í bráð. Háð og ádeila vega salt í verkinu. Boðskap sínum kem- ur Brecht til skila m.a. með söngvunum og á tónlist Weills ríkan þátt í langlífi þeirra. í ljóðinu Til hinna óbornu yrkir Brecht um hina myrku tíma kynslóðar sinnar sem át mat sinn milli tveggja bardaga, lagðS sig til svefns meðal morðingja og leitaði ástar án umhugsunar. Það sem þessi kynslóð lærði segir margt um skáldskap Brechts sjálfs og gildir einnig um Túskildings- óperuna, skýrir það hvers vegna hún höfðar til okkar, í senn sem heimild og merkilegt leikhúsverk: Einnig hatrið á svívirðunni afskræmir andlitið. EinnÍK heiftin vegna óréttiætisins Kerir röddina hása. (Þýðing Sigfús Daðason)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.