Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 t Elskuleg eiginkona min ZANNY CLAUSEN lést á heimili sinu laugardaginn 4 marz. jarðarförin auglýst siðar Fyrir hönd barna tengdabarna og barnabarna. . Magnús Steingrímsson t HELGA SIGTRYGGSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Viðivöllum, lézt 1 marz s I Kveðjuathöfn verður i Fossvogskirkju miðvikudaginn 8 marz kl 1 3 30 Björn Sigtryggsson t Eiginmaður minn JÚLÍUS RÓSINKRANSSON, f.v. fulltrúi, Eskihlið 12 B. andaðist að heimili sínu laugardaginn 4 marz Sigriður Jónatansdóttir. t Sonur okkar GESTUR RÚNAR GUÐMUNDSSON léstá Barnaspítala Hringsins aðfaranótt 5 marz Ásta Björnsdóttir Guðmundur Gestsson. t Maðurinn minn og faðir okkar THEÓDÓR ÞORLÁKSSON frá Laugalandi Reykhólasveit lést i Landakotsspítala 3 marz Helga lllugadóttir og synir. t Hjartkær eiginkona min SIGURÁST GUÐVAROSDÓTTIR lést i Borgarspitalanum aðfaranótt 6 þ.m Þorvaldur Brynjólfsson. t Föðursystir mín, HERDÍS JÓHANNESDÓTTIR, Brávallagötu 44, lézt að heimili sinu, föstudaginn 3 marz Baldur Leópoldsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAFSTEIN LINNET, Svöluhrauni 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði miðvikudaginn 8 marz Kristin Linnet Þórður Einarsson Hans Linnet Málfriður Linnet og barnabörn. t Bálför móður okkar og fósturmóður KRISTÍNAR VILHJÁLMSDÓTTUR sem lést 1 marz fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 8 marz kl 3 Fyrir hönd annarra vandamanna Guðrun S. Jóhannsdóttir Benedikt B. Blöndal Jóhann Pétursson. Þórey Stefánsdóttir Reyðarfírði — Minning Fædd 14.7. 1898. Dáin 20.2. 1978 Bak við rökkvað tímans tjald tínist fólk af sviði. Dylst oss hvergi dauðans vald, döggvað líkn og friði. Enn hefur einn sveitungi minn kvatt, eftir langa og góða lífs- göngu. Og eftirsjáin leitar á. Þó koma mér fyrst í huga léttur hlátur og grómlaus gleði, er ég minnist Þóreyjar. Þannig var hún ævi sína alla, æðrulaus og glaðsinna, smitandi lífsgleði og ljúflyndi einkenndu hana allt til hins síðasta. Er þá nema von þó hgurinn hverfi til þess höfuðein- kennis, sem þessa ágætu konu prýddi? En alla söguna segir það ekki, heldur ekki fá og fátækleg kveðjuorð mín hripuð í hvers- dagsins önn. Já hversdagsins önn var ærin um ævidaga Þóreyjar, og þar var hvergi á liði legið. Því Þórey var einstök eljukona, vakti á sér athygli í iðjusömu samfélagi sínu fyrir óvenjulegan röskleika, táp og þrek, sem langtum framar var því sem talizt gat venjulegt. Lífssaga hennar var ekki marg- þætt eða fjölbreytt, ekki skreytt neinum ytri stöðutáknum eða heiðursmerkjum. En virðingu samferðafólksins átti hún án alls efa og hlýhugurinn og góðvildin mtinu geymast í minningu henn- ar og merla þar skærar en öll ytri hefðartákn. Hún var alþýðukona í þess orðs góðu merkingu, basl og strit voru æði rík í ævikjörum hennar, en hvergi smækkaði það hana, heldur hið gagnstæða. Mér þótti ætíð sem frá henni geislaði sjálf lífshamingjan, lífsfyllingin, sem við leitum svo ákaft að og fór þó fjarri að lífið færi um hana einhverjum silkihönzkum. Slíkri konu er gott að hafa kynnzt, en um tíma leigði hún hjá mér herbergi og það varð til þess m.a. að ég kynntist henni betur og við tókum ævinlega tal saman, þegar við hittumst. Fáein atriði úr lífssögu hennar skulu dregin fram hér. Þórey var fædd að Núpshjáleigu í Berunes- hreppi S—Múlasýslu 14. júlí 1898. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Jónsdóttir, Núpshjáleigu og Stefán Ólafsson frá Kömbum í Stöðvarfirði. Þau hjón eignuðust 17 börn og af þeim komust aðeins sjö til fullorðinsára. Lætur að líkum, miklir erfiðleikar og þungar raunir hafi steðjað að fátæku barnaheimilinu, enda fór Þórey 5 ára úr foreldrahúsum til hjónanna Einars Jósefssonar og Þóreyjar Þórðardóttur Tóarseli í Breiðdal. Þar var Þórey fram yfir fermingu eða þar til hún fór að sjá fyrir sér sjálf. Manni sínum Guttormi Einars- syni búfræðingi frá Arnheiðar- stöðum í Fljótsdal kynntist hún á Höskuldsstöðum í Breiðdal, en þar voru þau bæði í vinnu- mennsku. Þau giftu sig í Heydalakirkju árið 1917. Til Reyðarfjarðar fluttu þau í kring- um 1920 og þar bjuggu þau til dauðadags, en Guttormur lézt árið 1957. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið en þau eru: Stefán framkvæmdastjóri, kona hans er Dagmar Stefánsdóttir frá Eskifirði; Sigurður bifreiða- stjóri, kona hans er Helga Sveinsdóttir frá Borgarfirði eystra og Elínbjörg húsmóðir, en maður hennar er Einar Sigurðs- son brúarsmiður frá Borgarfirði eystra. Öll búa þau á Reyðarfirði. Guttormur var tvíkvæntur og þau Þórey ólu upp sonardóttur Guttorms, Þóreyju Sigfúsdóttur sem eigið barn í raun. Þórey er húsmóðir á Reyðarfirði, maður hennar var Bjarni Hannesson, en hann lézt fyrir nokkrum árum aðeins 28 ára að aldri. Aldursmunur var mikill á þeim hjónum eða 25 ár og af sjálfu leiddi að Þórey fór snemma að vinna fyrir heimilinu vegna heilsuleysis Guttorms. Hún stundaði hverja þá vinnu er bauðst, var dugleg með afbrigð- um og ósérhlífin við öll störf. Verða þau ekki tíunduð hér, en þar ríkti samvizkusemi og alúð að hverju sem gengið var. Og nú er ganga hennar á enda, og aðeins að kveðja og þakka. Þórey var kona, sem öllum var hollt að kynnast, óbilandi dugnaður og trú á lífið og tilgang þess að skila þar sem beztu dagsverki voru aðalsmerki henn- ar. Með lífsgleði sinni og glað- værð lýsti hún upp umhverfi sitt og skildi eftir sig lífssögu iðju- semi og atorku, sem vissulega er allrar eftirbreytni verð. Það er sannarlega ylur og hlýja um- hverfis mynd mína af Þóreyju Stefánsdóttur. Við í Sandhólum þökkum ágæt kynni og kveðjum hana með virðingu og þökk. Astvinum hennar vottum við einlæga samúð. Blessuð sé hennar bjarta minning. Helgi Seljan Minning: Elín borg Elísabe t Benedik tsdóttir Hinn 15. febrúar s.l. andaðist Elínborg Benediktsdóttir hér í borg, 82 ára að aldri. Hún var fædd hinn 28. febrúar 1895. Foreldrar hennar voru hjónin Asa Halldóra Guðmundsdóttir og Benedikt Armannsson. Attu þau ellefu börn og var Elínborg hin áttunda í röðinni. Elínborg ól allan sinn aldur hér í Reykjavík, gekk í Kvennaskólann og síðan í Danska listiðnaðarskólann (Dans Kunstflidsforenings Skole) þar sem hún lauk prófi árið 1922 með fyrstu einkunn. Elínborg giftist ekki en lagði einkum stund á hannyrðastörf og lagði við þau mikla alúð, enda léku þau í höndum hennar þar sem hún átti bæði kunnáttu og listfengi í ríkum mæli svo að hiklaust má telja hana meðal fremstu hann- yrðakvenna landsins á sínum tíma, þótt hún reyndi aldrei að halda verkum sínum á loft. En Elínborg var gædd fleiri hæfileikum en listfengi. Hún var hógvær en hjartahlý manneskja sem öllum vildi liðsinna. Hún ól upp bróðurdóttur sína, Sigríði Kristjánsdóttur, móður mína, og síðar fékk ég að njóta umhyggju hennar þar sem hún tók við mig slíku ástfóstri, að ég leit á hana sem aðra móður. Ég var aðeins 6 ára þegar hún kenndi mér fyrstu sporin í saumaskap, og óteljandi Innllegar þakkir fyrir auðsýnda safnúð og vinarhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÖRNÓLFS SVEINSSONAR, Aðstandendur Lokað í dag vegna jarðarfarar Þorsteins Gíslasonar, Brandsbæ, Hafnarfirði. Magnús Víglundsson h/f. Austurstræti 1 7. eru þær ánægjustundir er við áttum saman yfir hannyrðum. Hún kunni að taka þátt í gleði annarra og gaman var að heyra hana segja frá uppvaxtarárum sínum og lífinu hér í borg á fyrstu áratugum aldarinnar. En hún kunni engu síður að taka þátt í erfiðleikum og sorgum annarra og létta byrðar þeirra. Það fengu vinir hennar oft að reyna. I erfiðri sjúkdómslegu föður míns fyrir einu ári reyndist hún okkur mæðgunum frábær hjálp. Og þannig var það ætíð ef rétta þurfti hjálparhönd. Sú hjálp var jafnan veitt af þeirri hógværð og lítillæti sem einkenn- ir göfugar manneskjur. Éftir að ég gifti mig og stofnaði heimili var Elínborg þar tíður gestur og alltaf til gleði og hjálpar. Litlu drengirnir mínir elskuðu hana og dáðu engu síður en við og segir það sína sögu. Elínborg var fríð kona, grann- vaxin, létt í spori og björt yfirlitum. Hún hélt heilsu og kröftum til hins síðasta. Hún hneig út af þar sem hún sat við hannyrðir sínar og fáum klukku- stundum síðar var hún látin. Með þessum fáu kveðjuorðum vil ég þakka elskulegri frænku minni allt hið góða og hugljúfa er hún veitti mér og fjölskyldu minni. Þegar ég horfi á listræna muni er hún skildi okkur eftir minnist ég þess hve allt var gott og fagurt sem hún gerði. Minn- ingin um hana mun jafnan varpa birtu á veg okkar og ég bið henm Guðs blessunar. Ása Sæmundsdóttir Bjarklind.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.