Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 29 alveg öfugt. Verði eitthvað slíkt samþykkt þá gæti það leitt til bakslags á sviði jafnréttismála, að farið yrði að líta á málin þannig að kona hafi fengið tiltekið starf vegna þess eins að hún var kona, en ekki vegna hæfni til starfsins, Þetta er að mínu viti stórpólitískt mál, sem vel þarf að átta sig á. Til að ná jafnréttinu skulum við láta okkur nægja að afnema misrétti en ekki að innleiða nýtt misrétti. Fyrstu tvo daga þingsins voru hinar almennu stjórnmálaum- ræður og taldi Ragnhildur að slíkar umræður væru mjög gagn- legar, þar væri skipzt á upplýs- ingum um það sem efst væri á baugi í hverju landi og rætt um Rætt við Ragnhildi Helgadóttur sameiginleg vandamál sem fyrir væru, t.d. atvinnuleysi og verðr bólgu. — Það liggja til þess gildar ástæður að Norðurlöndin ræði um efnahagsmál sín á sameigin- legum grundvelli. Því er ég mjög fylgjandi þeirri hugmynd sem fram hefur komið að efnt verði til sameiginlegrar norrænnar ráð- stefnu um verðbólgu og atvinnu- leysi. Vel má búast við jákvæðum árangri af því að beita norrænni sérþekkingu og reynslu á slíkum vettvangi. Það er ölium Norður- landaþjóðunum til gagns að samræma aðgerðir sínar á sviði efnahagsmála. Gæta þarf þess að stuðningsaðgerðir eins ríkis við sitt atvinnulíf verði ekki um leið til tjóns samkeppnisgrein í öðru norrænu ríki. Ragnhildur sagði að ráðstefnu- hald væri orðinn fastur liður í starfi ráðsins en gat þess að sú hætta væri fyrir hendi að þess væri ekki gætt að nýta nægilega vel það sem f ram kæmi á ráðstefnunum. Það væri verkefni stjórnmálamannanna að vera á verði að þessu leyti. í ræðu Ragnhildar Helgadóttur er hún flutti í almennu stjórnmálaum- ræðunum, sagði hún m.a.: „Þá vil ég jarnan minnast á sjónvarps- gervihnöttinn. Um leið og tæknin þróast á þessu sviði og fleiri fá tækifæri til að notfæra sér hana verður æ þýðingarmeira þetta samnorræna verkefni. Þetta mun hafa viss menningaráhrif á Is- landi, hægt verður að velja á milli efnis víðar að úr heiminum. Má segja að sjónvarpsefni frá norrænum gervihnetti styrki Island sem hluta hins norræna menningarsvæðis. Þá ræddi ég örlítið um sérstöðu íslands og vanda í norrænu samstarfi, sagði Ragnhildur. Sú hætta er fyrir hendi vegna hnattstöðu okkar og tungumáls að fólk efist stundum um gildi norrænnar samvinnu. Þessi efasemd kemur helzt upp hjá ungu fólki sem t.d. er að læra dönsku í skólum og ýmsir hafa þá skoðun að heldur eigi að læra mál sem fleiri skilja á aiþjóðlegum vettvangi. Dönskukennslan, þótt tímafrek sé, eða kennsla í öðru Norðurlandamáli, skiptir þó meginmáli sem lykill að áfram- haldi hins norræna samstarfs. Ljóst er, að það kostar mikið starf að standa vörð um norræn sjónarmið á íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks og það er ekki nóg að norrænt samstarf sé fyrir hendi í dag, heldur er það íslandi brýn nauðsyn, eitt hið brýnasta í utanríkismálum þjóðarinnar, sagði Ragnhildur Helgadóttir að lokum. Efnahags- og félagsmálanefnd EFTA: „Rannsakað verði hvaða áhrif opinberir styrkir hafi samkeppni þjóða” á frjálsa EFNAHAGS- og félagsmála- nefnd Fnverzlunarbandalags Evrópu, EFTA, samþykkti á fundi sínum s.l. föstudag ályktun þess efnis, að kannað yrði hvort og í hve ríkum mæli opinberar styrktar- aðgerðir aðildarríkjanna við atvinnuvegi hefðu áhrif á og trufluðu frjálsa samkeppni og væru þannig í andstöðu við anda Stokkhólmssamkomu- lagsins svonefnda, sem lagði grundvöllinn að EFTA. Að þessu tilefni boðaði Félag íslenzkra iðnrekenda frétta- menn til fundar, þar sem mættur var Davíð Scheving Thorsteinsson formaður félagsins, en hann var eini fulltrúi íslands á nefndar- fundinum í Genf. Davíð Scheving Thorsteins- son sagði, að mikill hiti hefði verið í fulltrúum, sérstaklega fulltrúa Svía á fundinum, sem lýsti mikilli óánægju með tillögur íslendinga. Astæðán fyrir því að efnahags- og félagsmálanefnd EFTA fékk þetta mál til umfjöllunar er að á fundi ráðgjafanefndar bandalagsins í nóvember s.l. flutti Davíð Scheving Thor- steinsson tillögu um að rann- sókn sem þessi færi fram á vegum bandalagsins. Var þetta að sögn Davíðs m.a. til að freista þess að fá samræmda stefnu í öllum þessum ríkjum í aðbúnaðar- málum iðnaðar. Samþykkt efnahags- og félagsmálanefndar EFTA fer hér í heild á eftir: Nefndin lýsir áhyggjum sín- um yfir því að hið alvarlega efnahagsástand í heiminum skuli í síauknum mæli leiða tl ýmiss konar verndaraðgerða, þar á meðal styrkja og niður- greiðslna til iðnaðar. Þessi þróun á sér ekki einungis stað í EFTA-löndunum, heldur einnig í þeim ríkjum, sem mynda fríverslunarsvæði Evrópu og að auki í ýmsum öðrum ríkjum heims. Nefndin leggur til við Ráð- gjafanefnd EFTA, að hún mæli með því við EFTA ráðið að safnað verði saman upplýs- ingum um ríkisaðstoð og ann- an opinberar stuðning innan EFTA. Rannsóknin skal bein- ast að öllum tegundum opin- berra styrkja og stuðningsað- gerða til sérstakra greina iðnaðar, svo og til útflutnings- iðnaðar og skulu starfsmenn EFTA framkvæma rannsókn- ina. Forðast skal tvíverknað og Davíð Scheving Thorsteinsson formaður Félags fslenzkra iðn- rekenda, fulltrúi íslands á fundi nefndarinnar. leitað upplýsinga um þessi mál hjá öðrum samtökum, svo sem OECD og Norræna ráðinu. Við öflun upplýsinga í EFTA löndunum skal þess gætt að fá álit allra þeirra aðila, sem sæti eiga í ráðgjafa- nefndinni. Á grundvelli þess efnis, sem safnað verði á þennan hátt, ber að rannsaka hvort og í hve miklum mæli þessar styrktar- aðgerðir hafa áhrif á og trufla frjálsa samkeppni og séu þannig í andstöðu við anda Stokkhólmssamningsins, sem lagði grundvöllinn að EFTA. Þá sagði Davíð, að þar sem stuðningsaðgerðir sem þessar stefndu framtíð íslenzks iðnaðar í voða, hefði Félag íslenzkra iðnrekenda reynt að vekja athygli á máli þessu, og lagt í því sambandi fram í nóvember s.l. tillögur fyrir ríkisstjórnina um iðnþróunar- aðgerðir, þar sem m.a. er lögð til tímabundin einhliða frest- un tollalækkunar samkvæmt samningum við EFTA og EBE, sem mundi skapa aukið svig- rúm til jöfnunar samkeppnis- aðstöðu iðnaðarins. Þessar aðgerðir var auðvelt að rétt- læta gagnvart samstarfsaðil- um okkar í EFTA og EBE með því að vísa í geysiöflugar stuðningsaðgerðir, sem ekki fyrirfinnast á íslandi. Ennfremur sagði Davíð, að með samanburði á aðstöðu iðnaðar á íslandi og í helztu samkeppnislöndum okkar kæmi í ljós að opinberar aðgerðir til stuðnngs iðnaði í flestum eða öllum bandalags- Framhald i bls. 37. Munar um 170% hér og í Bretlandi í LJÓSI þess að forsvarsmenn Landssambands ísl. útvegs- manna vænta þess að íslenzk skip muni fá um 240—250 krónur brúttó fyrir hvert kíló á brezka fiskmarkaðinum, þá afl- aði Morgunblaðið sér upplýs- inga um annað verð til saman- burðar. 1 fyrsta lagi er heildarverðið fyrir kílóið af venjulegum botn- fiski — slægðum með haus — nú um 93 krónur eða um 169% lægra verð en þá er hins vegar þess að gæta, að verulegur kostnaður er því samfara að sigla héðan til Bretlands, svo og er löndunar- kostnaður nokkur. í öðru lagi má nefna, að verðið á fiskblokkinni á Bandaríkjamarkað er nú 1 dollari og 5 cent miðað við hvert enskt pund en það þýðir um 2.31 dollar fyrir hvert kíló eða 585 króna cif-verð. í þessu tilliti er þess þó að gæta aö nýtingin í blokk er aðeins um 37%. Búnaðarþing: Ríkið haldi uppi aðalvarnarlínum sauðf j ár var na BÚNAÐARÞING hefur sam- þykkt tvær ályktanir um málefni sauðfjárveikivarna. ítrekar þingið þar fyrri ályktanir sínar um nauðsyn þess, að sauðfjárveikivörn- um sé haldið við. Telur þingið að þær breytingar, sem gerðar voru á árinu 1976 á stærð varnarhólfa, hafi verið eftir atvikum eðlilegar en hins vegar sé ótímabært að gera frekari tilslakanir að sinni og kref j- ast verði þess að aðalvarnar- línum milli landshluta verði varanlega haldið uppi á kostnað ríkisins. Þá er bent á að enn leiki nokkrir búfjársjúkdómar lausum hala í ýmsum varnarhólfum, en auk þess verði jafnan fyrir hendi hætta á því, að til landsins berist aðrar og skæðari pestir. I annarri ályktun er minnt á að gert sé ráð fyrir að flestar markaskrár komi út á árinu 1979 og verður það fyrsta samstillta útgáfan skv. lögum um afréttarmálefni og fjallskil. Er skorað á land- búnaðarráðherra að skipa nefnd til að hafa yfirumsjón með þessari útgáfu og leitast við að samræma hana. Þá er hvatt til þess að kannað verði, hvort ekki sé tiltækilegt að láta færa öll mörk í landinu í tölvu. Iðnskólinn í Stykkishólmi starfaði 1. og 2. marz Stykkishólmi, 6. marz. VEGNA fréttar um vinnu- stöðvanir á Stykkishólmi 1. og 2. marz sl. leiðréttist hér með að Iðnskólinnstarfaði með fullri kennslu báða dagana og þótt grunnskólinn væri lokaður fór þar fram handavinnukennsla drengja. Fréttaritari. Færð á vegum að fær- ast í eðlilegt horf FÆRÐ Á vegum iandsins er nú óðum að færast í eðlilegt horf aftur eftir ofanburðinn í síðustu viku. Að sögn vegaeftirlits Vegagerðar ríkisins er nú fært allt frá Reykjavík norður á Húsavík. Á Snæfellsnesi eru allir vegir færir nema fjallveg- irnir sem enn hafa ekki verið ruddir og eru aðeins færir fyrir stóra bfla og jeppa. Á austurleiðinni að Vík er mjög góð færð, en á Mýrdalssandi er aðeins fært fyrir stóra bíla og jeppa. Þá er fært allt austur í Suðursveit, en þar hefur hláka og vatnavextir nokkuð spillt færð á Breiðamerkursandi, sérstaklega við Grænumýrarkvísl þar sem áin flæðir yfir veginn. Þaðan er fært allar götur austur á Reyðar- fjörð. Uppsveitir Árnessýslu eru all- ar færar, en Hellisheiði var ekki mokuð vegna smábilunar í blás- ara í gær en húri verður rudd í dag. Sigurður Öli Brynjólfs- son varð í efsta sæti hjá Framsókn á Akureyri Akureyri, 6. iqatz. SKOÐÁNAKONNUN framsókn- armanna á Akureyri vegna bæjarstjórnarkosninga í vor fór fram nú um heigina og lauk í gærkvöldi. Alls greiddu atkvæði 830 eða tæp 50% miðað við atkvæðatölu Framsóknarflokks- ins við síðustu bæjarstjórnar- kosningar, en þá fékk listi hans 1.708 atkvæði. Þessir hlutu flest atkvæði í skoðanakönnuninni nú: Sigurður Óli Brynjólfsson 348 atkvæði í 1. sæti og alls 658 eða 79%, Tryggvi Gíslason 228 atkvæði í 1. og 2. sæti, alls 564 atkvæði eða 68%, Sigurður Jóhannesson 320 at- kvæði í 1. til 3. sætis, alls 476 atkvæði eða 57%, Jóhannes Sig- valdason 250 atkvæði í 1. til 4. sætis, alls 370 atkvæði eða 45%, Ingimar Eydal 294 atkvæði í 1. til 5. sætis, alls 362 atkvæði eða 44%, Pétur Pálmason 336 at- kvæði í 1. til 6. sætis eða 40%. Aðeins var kosið um 6 fyrstu sætin á framboðslistanum og framboðsnefnd flokksins leggur til að úrslit skoðanakönnunarinn- ar séu bindandi. Nú eru þrír framsóknarmenn í bæjarstjórn Akureyrar og er Sigurður Óli Brynjólfsson einn þeirra Hinir tveir, Stefán Reykjalín og Valur Arnþórsson, gáfu ekki kost á sér til framboðs að þessu sinni. — Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.