Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978
DC-10 þotan á flugvellinum í Los Angeles, er lokið var við að slökkva eldinn í henni. Þeir tveir sem
fórust gerðu tilraun til að komast í gegnum neyðarútgang yfir hægra vængi vélarinnar, en sú tilraun
mistókst. Hvíta slæðan sem liggur á flugbrautinni er ekki snjór, eins og margur kynni að halda,
heldur íroða sem sprautað var á vélina.
Tveir fórust í flugslysi:
Hæfni flugstj óranskom
í veg fyrir að verr færi
IIINN fyrsta þessa mánaðar
hlekktist DC-10 breiðþotu frá
Continentai Airlines flugfélag-
inu á í flugtaki frá Los Angel-
es-flugvelli. Um borð í þotunni
voru 180 farþegar og 14 manna
áhöfn og fórust tveir en 50
slösuðust. Þótti mesta mildi að
ekki skyldi verr fara, því þotan
varð alelda á svipstundu, og
segja flugvallaryfirvöld, að það
sé aðeins að þakka hæfni flug-
stjórans, en honum tókst að
koma í veg fyrir að þotan rækist
á eldsneytisgeyma við flugbraut-
ina. Slæmt veður var þegar
slysið varð, rok og rigning.
Þotan, sem var á leið til
Honululu, var nærri komin út á
enda flugbrautarinnar, er tveir
hjólbarðar hennar sprungu og
hún hallaðist til vinstri. Rétt á
eftir brotnaði hjólastellið vinstra
megin undan vélinni, og vinstri
vængur hennar rakst í flugbraut-
ina. Eldsneytisgeymarnir á
vinstri vængnum sprungu, er
vængurinn rakst í brautina, og
fyrr en varði skíðlogaði þotan.
Þegar í stað var hafist handa
við að bjarga farþegum þotunnar
út úr vélinni og gekk það
greiðlega. Áhöfnin gekk rösklega
fram við björgunina, og sögðu
farþegarnir að flestir hefðu verið
rólegir, lítil hræðsla hefði gripið
um sig. Einn þeirra, Peter Wood,
sagðist hafa setið aftarlega í
þotunni þegar slysið varð. „Ég
heyrði háan hvell og hátt ískur og
allt í einu staðnæmdist þotan.
Það var mjög hvasst og vindurinn
Gene Hersche, flugstjóri breið-
þotunnar, gekk vasklega fram
við björgun farþeganna úr
vélinni.
Þella gerðist
Þetta gerðist í dag sjöunda
marz.
1976 — Marokkó slítur stjón-
málasambandi við Alsír vegna
deiiu ríkjanna um spánsku
Sahara.
1975 — Tilraunír til að opna
aftur mikiivægar aðflutningsleiðir
til Phnom Phen fara út um þúfur,
þegar stjórnarherinn í Kambódíu
verður að hörfa frá neðri hiuta
Mekong-fljóts.
1956 — Óeirðir studdar af
stalínistum brjótast út í sovétlýð-
veldínu Georgíu
1951 — Forsætisráðherra írans
er myrtur.
1876 — Aiexander Graham Bell
(ær einkaleyfi á taisíma sínum.
1793 — Frakkland lýsir stríðí á
hendur Spáni. Spánskur her ræðst
inn í Roussiilon og Navarre.
1714 — Friður er saminn í
Rasatt á milli Frakklands og hins
heilaga rómverska keisaradæmis.
Frakkiand viðurkennir eignir
Habsborgara í Ítalíu, kjörfursta-
dæmin í Bavaríu og Köln eru
endurreist og keisaradæmið slær
eignarétt sínnum á iðnd Spán-
verja í Niðurlöndum.
gerði mjög erfitt fyrir um notkun
neyðarútganganna, en þeir sem
sátu rétt hjá mér komust þó
frekar auðveldlega út. Það voru
farþegarnir sem sátu í miðri
vélinni sem áttu í mestum
erfiðleikum.“
Flestir farþeganna komust út
um neyðarútgang hægra megin á
vélinni, rétt við stélið. Itrekaðar
tilraunir voru gerðar til að nota
neyðarútganga framarlega á þot-
unni, en það tókst ekki sakir hins
mikla hita sem þar var.
Flúgstjórinn, Gene Hersche,
var að fljúga þotu í síðasta sinn
áður en hann færi á eftirlaun og
sögðu flugvallaryfirvöld að það
væri honum að þakka að einungis
tveir skyldu hafa farist. Allt
gerðist á um það bil tveimur
sekúndum og hafi Gene brugðist
hárrétt við slysinu. John S.
Smith, einn af starfsmönnum
flugvallarins, sagði að miðað við
að þotan væri 250 tonn að þyngd,
hefði flugstjórinn staðið sig
frábærlega vel við að stöðva
hana. Slysið varð hið fyrsta í
sögu flugvallarins en hann var
opnaður fyrir 50 árum.
„Náttúrlega var dálítil heppni
með í spilinu líka,“ sagði Smith.
„Vegna hvassviðrisins var ákveð-
ið að láta þotuna taka sig á loft
frá þeim flugbrautarenda, sem
flugvélar hefja venjulega flugtak
á. Ef því hefði ekki verið breytt,
hefði ekki verið eins mikið pláss
til að stöðva þotuna á og hún
runnið út af flugbrautinni og
niður slakka við brautarendann."
1573 — Friður er saminn í
Konstantínópel á milii Tyrklands
og Feneyja.
f dag eiga afmæli. Ewald
Christian von Kleist, þýzkt skáld
(1705 — 1759), Andre Michauz,
franskur grasafræðingur (1756 —
1802), Alessandro Manoni, ítalsk-
ur rithöfundur (1785 - 1873),
Thomas Masaryk, tékkneskur
stjórnmálamaður (1850 — 1937),
Maurice Ravel, franskt tónskáld
(1875 - 1937), Luther Burbank,
bandarískur ræktunarfræðingur
(1849 - 1926).
Ilugleiðing dagsinsi
„Fallegustu lög okkar eru þau sem
fjaila um dapurlegt efni“, Percy
Shelley, enskt skáld (1792 — 1822).
Kína:
Hua Kuo-feng áfram
forsætisráðherra, en
líkur taldar á valda-
ágreiningi von bráðar
Pekinvr. Taipei. Tokyo,
6. marz. AP — Reuter.
HUA Kuo-feng flokksformaður
var endurkjörinn forsætisráð-
herra Kína á þingi landsins sem
lauk um helgina. Festi Hua sig
þar með í sessi sem æðsti maður
landsins. Sérfræðingar í alþjóða-
málum líta þó á kjör Hua sem
tákn um að jafnvægi riki milli
valdahópa innan kommúnista-
flokks Kfna, en búist er við að
þeir eigi eftir að takast á um
völdin, Hua Kuo-feng og Tengs
HsiaoPing varaforsætisráð-
herra. Ekki urðu miklar
breytingar á stjórn Hua, nema
hvað hann stokkaði talsvert upp
í ráðuneyti sem fer með smfði og
framleiðslu véla. Þingið, sem
sfðast var háð 1975, samþykkti
hugmyndir Hua f landbúnaðar-
málum, iðnaði, landvörnum,
vfsindum og tækni auk þess sem
það breytti stjórnarskránni,
samþykkti 10 ára efnahagsáætl-
un og gerði orðalagsbreytingar
á þjóðsöng landsins.
Tsai Wei-Ping forstöðurmaður
alþjóðamálástofnunar Formósu
sagðist í dag álíta, að ekki liði
langur tími þar til valdaátök
kæmi upp á yfirborðið í Kína.
Hann sagði kjör Hua á þinginu
einungis benda til nokkurs jafn-
vægis í kommúnistaflokknum, en
var vantrúr á, að jafnvægið
héldist lengi. Nokkrir nánir vinir
Tengs Hsiao-pings voru skipaðir
í há embætti í kjölfar þingsins og
telur Tsai Wei-ping að ólíklegt sé
að Hua og Teng geti lengi unnið
saman í sátt og samlyndi.
Tsai Wei-ping benti á, að
venjulega ríkti logn næsta ár á
eftir Kínaþingi, en síðan tækju
við 2—3 ár valdabaráttu. Hann
sagði að hver sem útkoman yrði
væri lítilla breytinga að vænta út
á við, því afstaða Tengs og Hua
í alþjóðamálum væri keimlík.
Tsai sagði, að nokkurs konar
þriðji hópur mundi á næstunni
hafa mikilvægu sáttahlutverki að
gegna í valdakerfi Kína. Átti
hann hér við hinn aldna hers-
höfðingja Yeh Chien-yng fyrrver-
andi varnarmálaráðherra og
eftirmann hans, Hsu Hsiang-
Chien hershöfðingja. Eru tví-
menningarnir fyrir hópi innan
valdakerfisins sem fyrrum var
hliðhollur Teng og hefur nú tekið
upp samband við Hua.
Fréttaskýrendur segja að nýaf-
staðið þing í Kína hafi fest Hua
mjög í sessi, en völd hans hafa
þótt nokkuð óljós að undanförnu.
Þó segja fréttaskýrendurnir að
Teng hafi enn sem fyrr mjög
mikil völd og áhrif í Peking.
Nefna þeir t.d. að hann sé
formaður hernaðarnefndar
flokksins og hafi þar fleiri
stuðningsmenn en Hua.
I stefnuræðu á þinginu sagði
Hua að Sovétmenn þættust vilja
frið við Kínverja, en í reynd væru
þeir fullir andúðar í garð Kína.
Skoraði Hua á Sovétmenn að
gera samning við Kínverja um að
binda enda á átök á landamærun-
um og draga hersveitir frá
landamærum landanna. Að því
loknu geta löndin ræðst við um
lausn á ágreiningi þeirra um
Iandamæri ríkjanna.
Hua Kuo-feng sagði, að Moskva
og Peking hlytu og nánast yrðu
að halda áfram hugmyndafræði-
legum ágreiningu. „En slíkt á þó
ekki að koma í veg fyrir friðsam-
lega og eðlilega sambúð land-
anna,“ sagði Hua.
Hvað önnur alþjóðamálefni
snertir sagði Hua, að engin
breyting yrði á tengslum og
samskiptum landsins við Banda-
ríkin fyrr en Bandaríkjamenn
hefðu bundið enda á öll tengsl sín
við Formósu. Þá sagði Hua, að
Japanir og Kínverjar ættu sem
fyrst að gera með sér samning
um frið og vináttu. Sagði Hua að
Kínverjar stæðu með Japönum í
baráttu þeirra við að endur-
heimta norðlægar eyjar í Japans-
eyjaklasanum sem Sovétmenn
hernámu 1945.
Hua sagði það von Kínverja, að
Evrópa yrði brátt sameinuð og
sterk eining á alþjóðavettvangi.
Hann sagði ennfremur að þjóðir
Afríku ættu sjálfar að koma friði
á hjá sér og koma í veg fyrir
erlend áhrif í álfunni. Þá sagði
Hua að Kínverjar stæðu með
Aröbum og Palestínumönnum í
viðleitni þeirra við að endur-
heimta hernumin landsvæði.
Hvað snertir Suðaustur-Asíu
sagði Hua, að það væri sameigin-
leg ósk íbúa Indlands og Kína að
vinátta og tengsl landanna yrðu
aukin. Hann sagði að Kínverjar
vildu hafa stjórnmálasamband
við öll lönd heimshlutans, sam-
vinnu í efnahagsmálum og taka
þátt í leit þeirra að vai^anlegum
friði. Loks sagði Hua Kínverja
Framhald á bls. 31
Kínverjar fagna lokum fimmta þjóðarþings landsins og stíga
drekadans á Tienanmen-torgi í Peking. Þinginu lauk á
sunnudagskvöld með því að Hua Kuofeng var endurkjörinn
forsætisráðherra landsins.