Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 Sýningarnefnd Bíljfreina.samhandsins sem sér um framkvæmd og skipulag bílasýningarinnar í vor. talið frá vinstri. Örn Guðmundsson skrifstofustj. Bílgreinasambandsins, Sigfús Sigfússon frá P. Stefánsson. Ragnar Ragnarsson frá Jöfri og Þórir Jensson frá Bílaborg. Ljósm. Kristján. Alþjóðleg bílasýning í apríl: 150 bílar frá yfír 20 umboðum Dagana 14. —23. apríl í vor verður haldin fyrsta alþjóð- lega bílasýningin á íslandi. sem jafnframt er stærsta viirusýning sem haldin hefur verið innan húss hérlendis að siign sýningarnefndarinnar, er sér um framkva'md hennar. Verður þessi sýning auglýst undir nafninu „Auto 78“ og verður hún í húsi Sýningar- hallarinnar við Bíldshiifða 20 svo og að Tangarhöfða 8 — 12 sem er rétt við Sýningarhöll- ina. Þetta er fyrsta sýning sem haldin er í húsnæði Sýningar- hallarinnar, sem er sérhannað sýningarhúsnæði og sögðu sýn- ingarnefndarmenn að aðstæð- ur þar væru hinar beztu fyrir svona sýningu. Þátttakendur eru öll bifreiðaujnboðin hér- lendis nema éitt, en einnig hefur sýningin verið auglýst erlendis undir nafninu „Reykjavík Motor Show“ og hefur borizt nokkuð af fyrjr- spurnum og erlendir -•"gestir hafa boð«0 kómu sína. Aður hafa verið haldnar tvær bílasýningar á vegum Bilgreinasambandsins, hin sið- ari árið 1970 og töldu forráða- menn sýningarinnar nú að það væri of langur tími, ekki mættu líða nema 2—3 ár milli sýninga og stefnt yrði að því að haida því á næstu árum ef aðstæður í þjóðfélaginu leyfðu. Með því að gera sýninguna alþjóðlega er hægt að fá meiri þátttöku framleiðendanna sjálfra og sögðu þeir að það Bíiar Umsjón: Jóhannes Tómasson og Agúst Ásgeirsson væri mikilvægt, framleiðendur tækju yfirleitt ekki þátt í minni sýningum í hverju landi, en á alþjóðlegum sýningum eru gerðar. meiri kröfur og hafa þeir vissum skyldum að gegna við þær. Það kom fram á fundi með blaðamönnum nýlega að mikill áhugi er meðal bílaumboðanna hér á þessari sýningu og stefndu þau að því að gera hana sem veglegasta og að vanda til hennar eftir föngum. Munu ýmsir umboðsmenn hafa í huga að sýna þarna bíla sem venjulega er ekki að fá hér á landi, t.d. sérstakar sportgerð- ir, eða lúxusbíla, en að öðru leyti er þarna hægt að kynna sér flest það sem viðkomandi umboð hafa upp á að bjóða og töldu sýningarnefndarmenn það vera mikinn kost að gefa fólki tækifæri til að kynnast á einum og sama staðnum því, sem er á boðstólum af nýjum bílum, með því gæti sparazt mikill tími sem færi annars í ráp á milli umboðanna og menn fengju betra tækifæri til að gera samanburð á bílunum. Saga bflsins í anddyri Sýningarhallar- innar verður happdrættisbíll en hver aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Þar verður einnig yfirlit yfir sögu bíla og nokkrir gamlir bílar verða einnig sýndir. Auk bílanna verða sýndir varahlutir og verkfæri svo að jafnframt er um nokkurs konar vörusýnigu að ræða og þarna má sjá ýmsa sýningarmuni sem ekki er tækifæri til að sjá nema á Framhald á bls. 32. Merki alþjóðlegu bilasýnmgarinnar. Japanskir bílar á undan- haldi í Bandaríkjunum Japanskir bílaframleiðendur hafa ákveðið að beina fram- leiðslu sinni meira á heima- markað á þessu ári en verið hefur og er það einkum vegna versnandi stöðu yensins gagn- vart Bandaríkjadollar. Á árinu 1977 voru fluttar inn 1,7 milljónir japanskra bíla til Bandaríkjanna og í ár er gert ráð fyrir að sú tala kunni að lækka eitthvað, jafnvel allt að 10%. Þrjár stærstu bílaverksmiðj- urnar í Japan, Toyota, Datsun, og Mazda, gera ráð fyrir minnkandi sölu á Bandaríkja- markaði, en Honda, sem hefur aukið framleiðslu sína mest á undanförnum tveimur árum, gerir ráð fyrir að salan í Bandaríkjunum aukist. Tals- menn Honda-verksmiðjanna hafa sagt að vandamál þeirra sé að geta ekki framleitt nóg til útflutnings. Hins vegar gera allar verk- smiðjurnar ráð fyrir að sala í Bretlandi aukizt eitthvað á yfirstandandi ári, misjafnlega mikið þó. Ný frímerki 8. marz nk. Póst- og símamálastjórnin eða Póst- og símamálastofnunin, eins og hún heitir nú eftir nafnbreytingu samkv. lögum frá Alþingi á síðasta ári, hefur auglýst útkomu fyrstu frímerkja sinna á þessu ári hinn 8 marz n.k. Eru það tvö frímerki í framhaldi af flokki þeim, sem kom fyrst út 1. ágúst 1975 og nefnist Merkir íslendingar. Svo sein menn muna, komu þá út fjögur merki með myndum af kunnum íslendingum frá liðnum öldum og fram á þessa. Að þessu sinnl hafa þau Þorvaldur Thoroddsen prófessor og Bríet Bjarnhéðinsdóttir verið valin í þennan flokk, og líklega ræöur fæölngarár, hvort þeirra kemur á fyrra eða lægra verðgildi, svo sem var einnig 1975. Þannig verður mynd Þorvalds á 50 króna merkl, en Bríetar á 60 króna merkinu, en rúmt ár var á milli þeirra. í tilkynningu Póst- og símamála- stofnunarinnar eru æviatriöi þessara merku íslendinga rakin í aðalatriðum og auk þess á fjórum erlendum tungumálum. Þorvaldur Thoroddsen var fæddur í Flatey á Breiðafiröi, og voru foreldrar hans sýslumannshjónin í Baröa- strandarsýslu Kristín Þorvaldsdóttir frá Hrappsey og Jón Thoroddsen (Þórðarson) frá Reykhólum, sem alþjóð þekkir bezt fyrir sögur hans og kvæöi. Aö Þorvaldi stóöu þannig gagnmerkar breiðfirzkar ættir. Bræður átti hann þrjá, sem voru yngri, en urðu allir þjóðkunnir menn, hver á sínu sviði. Þorvaldur lagði stund á náttúrufræöi viö Hafnarháskóla að loknu stúdentsprófl frá Latínuskóian- um í Reykjavík 1875, en lauk ekki prófi, og mun fjárskortur hafa valdið þar mestu um. Gerðist hann kennari hér heima frá 1880 og var þaö um allmörg ár. Kunnastur varð hann þó fljótt fyrir rannsóknarferðir sínar um allt ísland á árunum 1882 — 1898, enda ritaði hann fjölmargar greinar um þær rannsóknir í ísienzk og erlend rit. Varð hann einnig mikilsvirtur fræöimaöur og heimskunnur i sinni grein. Kunnust verka hans hér heima eru Ferðabók hans hin mikla í fjórum bindum og Lýsing íslands í jafnmörg- um bindum. Þorvaldur átti heima í Kaupmannahöfn frá 1895 og til dauöadags, 30. sept. 1921. Hann gekk að eiga Þóru Pétursdóttur biskups Péturssonar og fékk með henni geysimikil efni. Gat hann því helgað sig vísindagrein sinni alveg óskiptur, enda gerðist hann mikilvirk- ur rithöfundur, bæöi á íslenzku og erlendum málum, og hlaut margvís- legan frama víða um heim. Enga afkomendur eiga þau hjón, og eigur þeirra gaf Þorvaldur mestallar eftir sinn dag til góðgerða- og nytsemdar- fyrirtækja á íslandi. Allir, sem til þekkja, hijóta aö fagna því, að hans er nú minnzt ! frímerkja- flokki þessum Þar sem 60 kr. er nú almennt buröargjald hér innanlands og til Norðurlanda, fer ekki hjá því, að mynd frú Bríetar Bjarnhéðinsdóttur á hinu nýja frímerki verði víða kunn. Fer vissulega vel á því aö velja þannig Frimerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON brautryöjanda í íslenzkum kvenrétt- indamálum til þess að veröa fyrstu nafnkenndu konuna, sem birtist á íslenzkú frímerki. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fædd á Haukagili í Vatnsdal 27. sept. 1856 og var Húnvetningur að uppruna. Snemma lét hún kvenréttindamál til sín taka og ritaði fyrstu grein sína um þau efni í blaðið Fjallkonuna 1885. Ritstjóri og eigandi blaösins var Valdimar Ásmundarson, landsþekktur maður og ritfær í bezta lagi. Varö hann nokkrum árum síðar maður Bríetar, en lézt á bezta aldri. Frú Bríet stóð að stofnun Hins íslenzka kven- félags 1984, og ári síðar stofnaði hún Kvennablaðiö og gaf út í 25 ár. Bæjarfulltrúi varð hún í Reykjavík 1908, þegar konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna og buðu sérstakan lista frarti. Fékk listinn flest atkvæöi, og komust allar þær fjórar konur, sem hann skipuöu, í bæjar- stjórn, en í henni sátu 15 fulltrúar, svo sem enn er. Varaþingmaöur varð hún árið 1916, en sat aldrei á Alþingi. Hún baröist alla tíð og langa ævi ótrauð fyrir réttindum kvenna í öllum grein- um. Börn hennar og Valdimars voru tvö, Laufey og Héðinn, en þau urðu einnig svipmikil í íslenzkum menning- ar- og stjórnmálum á fyrri hluta þessarar aldar, svo sem alkunna er. Hin nýju frímerki eru djúpprentuö í prentsmiöju frönsku póststjórnarinn- ar, svo sem einnig var gert 1975, og hygg ég, að safnarar fagni því almennt. Hækkun burðargjalda 1. febr. síðastliðinn Síöasta burðargjaldshækkun hefur það í för með sér, að sum þau verögildi, sem áður sáust lítt á almennum pósti, koma nú fram í sviösljósiö. Hins vegar er hætt við, að sum þeirra hverfi fljótt, svo sem 60 króna Sambandsmerkiö frá síðasta ári og eins 80 króna merkið úr afmælisflokkinum frá 1973. Nú kostar einmitt 60 kr. undir almennt bréf innanlands og til Noröurlanda og 80 kr. til annarra Evrópulanda. Þetta skyldu þeir athuga í tíma, sem vilja eignast eitthvað af þessum merkjum óstimpluöum, svo aö ekki fari fyrir þeim, eins og geröist fyrir fáum vikum, er 45 króna Ferðafélagsmerkið frá 12. des. s.l. seldist gersamlega upp. Sat þá margur safnarinn eftir með sárt ennið. Var það næstum að vonum, því aö enginn uggði að sér um svo nýlegt merki. En upplag þess var fremur l/tiö eða ein milljón. Póststjórnin vissi einnig vel, að þörfin fyrir þetta verögildi, sem kom út á elleftu stund fyrir jólapóstinn, hlaut að veröa skammæ. Af þeim sökum hefur hún ekki talið ástæöu til að hafa upplagiö stærra. Fyrir bragöiö má svo búast við, að þetta merki verði ágætt með tíð og tíma og þá ekki sízt ónotaö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.