Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 11 Nlyndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON átt sér stað eftir list hans og nefndar eru öllum mögulegum nöfnum, Conceptionalismi, og nú til dæmis þetta, sem ég held, að sé nefnt Suspicious art (því enska skal það vera, heillin) Pop pop pop. En satt að segja hélt ég, að allar þessar eftirhermur eftir Dadaisma og öðrum væru komnar út úr hringiðunni eins og stendur og dreggjarnar að- eins eftir. Þá gerist það, að slíkt er innflutt frá Suðurlöndum til að fríska heilann í íslenskum nemendum í myndlist. Eg ætla ekki að leggja nokkurn dóm á þessar aðferðir, en ég hef fullt leyfi í fávisku minni að spyrja, er hér rétt að farið? Það er að mínum dómi ekkert áhlaupaverk að gera tilraun til að kynna þessi verk, eða réttara sagt þetta verk. En ég verð að minnast á flösku með sjampói til heilaþvottar, en verkið er mislukkað, því að áletrunin á flöskunni er ekki einu sinni á rússnesku. Þetta var ef til vill skemmtilegasta uppátækið á þessari sýningu. Aðgangur að þessari sýningu var enginn, enda mun allt þetta fyrirtæki færast á útgjaldalið við upp- fræðslu íslenskrar æsku, og segi svo hver sem vill, að ekkert sé gert fyrir þá unglinga, sem snúa vilja sér að listum í þessu landi. Ljúkum þessum línum með að hrópa Húrra og aftur Húrra fyrir því, sem er og verður, var og kemur. Húrra fyrir Suspicious art. Hin eina sanna tólg, eins og Kjarval hefði sagt. sýnd er list frá París, eru lista- mennirnir fæddir út um allar trissur, á Spáni, í Portúgal, Argentínu, Belgíu, Hússlandi og víðar. Þetta sannar okkur, hver miðdepill París er í myndlist, og afurðir þessara listamanna ganga undir eitt flagg, það franska. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri, miklu fremur gömul hefð, og mætti til dæmis nefna, að einn af frægustu impressionistunum, Pissarco, var fæddur f dönsku nýlendunni St. Tomas, Van Gogh i Hollandi, Erro (Guðmundur Guðmundsson) i Ólafsvík. Þannig mætti lengi halda áfram, en eins og ég hef áður sagt hér í þessu blaði, gengur sá hópur listamanna, sem býr og vinnur í París undir nafnir^u Parísarskól- inn, og finnst mér raunar óþarfi að endurtaka þetta atriði hér. Sýning sú, sem ég er að skrifa um, er einmitt gott dæmi um Parísarskól- ann á vissu tímabili. Elstur þess- ara listamanna er Miro, fæddur 1893, og Benjaminið í hópnum er G. TitusCamel, fæddur 1942. Áf þessu má sjá, að sýningin spannar nokkuð langt tímabil og er því fjölbreytt og sýnir vissa þróun, sem átt hefur sér stað á þessum árum. Það væri ósvinna að nefna í þessum línum hvern og einn. Fimmtíu nöfn yrðu strembin lésn- ing fyrir almenning. Ég læt það þvi lönd og leið, en minnist aðeins á örfá verk, er mér urðu minnis- stæðust af þessu úrvali. Ef ég veit rétt, eru aðeins þrír látnir af þess- um listamönnum og einn þeirra er myndhöggvarinn H.G. ADAM, en hann á þarna mynd No. 1, og er hún mjög i anda þeirra teppa, er gerð hafa verið eftir teikningum hans. J.Lurcat er einnig látinn, en hann var einn af þeim, er endur- nýjuðu teppagerð i Frakklandi, mjög merkur myndlistarmaður J. DEWASNE á þarna sérlega vel byggða abstraktion. LE MOAL er léttur og lipur að vanda. J. DUBUFFET nefnir sitt verk frá- sagnir og er sjálfum sér líkur. Daninn MORTENSEN stendur sig með ágætum, sama er að segja um PIGNON, CLAVÉ, REBEROLLIE og TAL COAT. G. SINGIER á verk Framhald á bls. 37. Naumari gat sigur Svíanna ekki orðið Evrópumeistararnir frð Svípjóð, Anders Morath og Hans Göthe, urðu sigurvegarar í stórmóti Bridgefélags Reykjavíkur sem haldið var um helgina á Hótel Loftleiðum. Sigur peirra gat að vísu ekki naumari verið, pví að peir hlutu aðeins einu stigi meira en parið í öðru sæti, Skúli Einars- son og Sigurður Sverrisson. í priðja verðlaunasætinu urðu Jón Baldursson og Sverrir Ármanns- son. Keppnin hófst á laugardag klukk- an 13.30 með því að borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir ísleifur Gunnars- son, hélt raeöu. Rakti hann sögu bridgeíþróttarinnar hér á landi í stuttu máli, bauð sænsku gestina velkomna og sagöi síðan mótiö sett. Þá sagöi hann fyrstu sögnina fyrir Hans Göthe. Að því búnu hófst keppnin. Það má segja að Svíarnir hafi þjófstartaö, því strax í fyrstu umferð fengu þeir 38 yfir meðalskor og tóku forystu í mótinu. Hún stóð þó ekki nema í eina umferð og náðu Svíarnir ekki forystu á ný fyrr en í 23. umferö. Eftir fimm umferðir voru pör efst sem ekki áttu eftir aö blanda sér í toppbaráttuna: Guðmundur Pálsson — Sigmundur Stefánss. 62 Björn Eysteinsson — Magnús Jóhannss. 52 Hannes Jónsson — Ágúst Helgason 50 Jón Baldursson — Sverrir Ármannsson 49 Það fór lítið fyrir Svíunum, þeir voru einhvers staöar í miðjum hópnum. Að tólf umferðum loknum voru Jón Baldursson og Sverrir Ár- mannsson orðnir efstir með 74 stig. í öðru sæti voru Jakob Möller og Jón Hjaltason með 71 stig en þeir áttu eftir að komast í efsta sætiö. Björn Eysteinsson og Magnús Jóhannsson voru í þriðja sæti með 58 stig. Fyrri daginn voru spilaöar 18 umferöir af 27 og aö honum loknum var staöa eftu para þessi.f Jakob R. Möller — Jón Hjaltason 83 Guölaugur R. Jóhannss. — Örn Arnþórsson 81 Björn Eysteinsson — Magnús Jóhannsson 73 Guðmundur Pálsson — Sigmundur Stefánss. 58 Séó yfir salinn í upphafi mótsins. Vel má sjá af áhorfendaskaranum hvar Svíarnir sitja. Allan tímann sem mótiö stóö yfir var borðið umkringt af áhorfendum. Gísli Torfason (fyrir miðri mynd) upplýsir fyrir Evrópumeisturunum sagnvenjuur meðspiiara síns sem var Karl Hermannsson. Bridge eftir ARNÓR RAGNARSSON Anders Morath — Hans Göthe 58 Svíarnir fylgja efstu pörunum eins og skuggi, en röðin átti eftir að breytast mikiö. Er skemmst frá því aö segja aö á sunnudeginum skoruöu Göthe og Morath látlaust. Þá veittu menn því eftirtekt að Páll Bergsson og Jakob Ármannsson voru farnir aö síga upp stigatöfluna. Siguröur Sverrisson og Skúli Einarsson létu ekki mikið á sér bera og voru í 6.—8. sæti. Eftir 22 umferðir voru Jón og Sverrir aftur orðnir efstir en Jakob og Jón í ööru sæti. Staöan var þessi: Jón B. — Sverrir Á. 118 Jakob M. — Jón H. 98 Morath — Göthe 98 Jakob Á. — Páll B. 95 Jón Á. — Símon S. 90 Þorlákur — Haukur 81 Siguröur S. — Skúli E. 65 Eins og áöur sagöi tóku svo Svíarnir forystu í 23. umferð og héldu henni til loka. Lokasprettur Borgarstjórinn í Rvík, Birgir Isleifur Gunnarsson, segir fyrstu sögnina, 1 hjarta, fyrir Hans Göthe. Siguröar og Skúla var glæsilegur og máttu Svíarnir þakka sínum sæla fyrir að fara með sigur af hólmi. Sverrir og Jón urðu hins vegar að láta sér nægja þriðja sætið. Lokastaöan hjá efstu pörunum: Anders Morath — Hans Göthe 149 Skúli Einarsson — Sigurður Sverriss. 148 Jón Baldursson — Sverrir Ármannss. 137 Jakob Ármannsson — PálJ Bergsson 119 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonars. 101 Guölaugur Jóhannsson — Örn Arnþórss. 80 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartars. 74 Jakob Möller — Jón Hjaltas. 71 Þorlákur Jónsson — Haukur Ingason 70 Þorlákur og Haukur voru yngstu keppendurnir og er árangur þeirra mjög athyglisverður. Sigurvegararnir eru mjög hæglátir og geðþekkir menn og heyrðist aldrei frá þeim styggðaryrði, hvorki þeirra í milli né til andstæöinganna. Sigurður og Skúli voru aö mínu mati menn mótsins. Þeir byrjuðu að spila saman í haust. Jón og Sverrir eru líka nýbyrjaðir að spila saman og hafa náð ágætum árangri. Eins og áður sagöi voru verðlaun þrenn. Fyrstu verðlaun kr. 100 þúsund, önnur verölaun 75 þúsund og þriöju verölaun kr. 50 þúsund. Keppnisstjóri var Vilhjálmur Sigurösson en Baldur Kristjánsson var mótsstjóri. Þorfinnur Karlsson hafði yfirumsjón með reikningnum, en honum til aðstoöar voru Jón Hilmarsson og Ólafur Lárusson. Mjög mikil aðsókn var að mótinu og sérstaklega á sunnudaginn. Trúlega hafa þá verið yfir 100 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.