Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 47 Belgrað-ráðstefnan; Malta neitar að skrifa undir BelKrað 6. marz AP. MALTA neitaði í dag að skrifa undir lokayfirlýsingu AFMÆLI STALÍNS HUNZAÐ Moskva 5. marz AP ÆTTINGJUM Jósefhs Stalíns var í dag veitt leyfi til að leggja blómsveig á leiði hans á Rauða torginu, en ekkert var minnzt á 25 ára dánarafmæli þessa fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna í fjölmiðl- um. Allur sá fjöldi manna sem streymdi til grafhýsis Leníns, sá ekki heldur ástæðu til þess að staldra við leiði Stalíns og votta honum virðingu sína. Belgrað-ráðstefnunnar, og full- trúar Möltu sögðu. að þeir myndu ekki iáta undan þrýst- ingi stórveldanna. Fulltrúar austurs og vestur gáfu til kynna, að þeir hefðu engan hug á að láta undan kröfum Möltu um að haldin yrði sérstök ráðstefna er fjallaði um deilur er upp kynnu að koma milli landanna við Miðjarðarhaf. Fulltrúarnir sögðu að þeir óttuð- ust að einnig yrði fjallað um málefni Mið-Austurlanda, og að það gæti spillt fyrir öryggismál- um Evrópu og samvinnu landa álfunnar. Malta er eina landið af hinum 35, sem fulltrúa eiga á ráðstefn- unni, sem ekki hefur viljað skrifa undir lokayfirlýsinguna, en sam- kvæmt reglum verða öll löndin að samþykkja hana. Milljónir án dagblaða í Vestur-Þýzkalandi Bonn. 6. marz. AP MILLJÓNIR Vestur-Þjóðverja fengu ekki blöðin sín í morgun vegna verkfalla prentara og gagnaðgerða blaðaútgefenda. Deilurnar ná til um 70% blað- anna. Prentarar hófu aðgerðir sínar í síðustu viku og stöðvuðust 5 dagblöð í Múnchen í fyrstu. Aðgerðirnar breiddust síðan út og í dag komu út aðeins um 6 milljónir eintaka í stað tuttugu. Prentarar gera þær kröfur til útgefenda að þeir missi ekki atvinnu sína þótt farið verði að tölvusetja blöðin. Vegna aðgerða prentara efndu sumir útgefendur til gagnaðgerða og stöðvuðu útgáfu blaða sinna til stuðnings öðrum útgefendum. Útgefendurnir segjast ekki láta af gagnaðgerðum fyrr en samtök prentara afturkalli verkföll sín. Prenturum hefur verið lofað með fyrirvara þó, að þeir fái haldið vinnu sinni að einhverju leyti, en útgefendur segja nauðsynlegt að taka í notkun tölvusetningu. Sú látna sagði til morðingjans ChicaKo 6. marz AP LÆKNIR, sem sagði lögreglu að hann hefði heyrt „rödd að handan" tala í gegnum konu sina. hjálpaði >til við að leysa morðgátu, að sögn lögreglu- manns í morðdeild lögreglunnar í Chicago. Læknirinn benti lögreglunni á mann, sem síðan hefur verið ákærður um að hafa myrt konuna sem „kom í gegn“. „Hún sagði til morðingjans," sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Lee Epplen. Samkvæmt réttarskýrslum eiga læknishjónin að hafa setið inni í stofu hjá sér kvöld eitt í ágúst, er frúin stóð skyndilega á fætur og gekk inn í hjónaher- bergið. Þar lagðist hún niður á rúm og tók að lýsa því hvernig hún hefði verið svipt lífi. Læknir- inn og hin myrta spjölluðu saman í hálfa klukkustund og sagði hún nákvæmlega frá því hvernig dauða hennar hefði borið að. Eftir á mundi frúin ekki eftir neinu. Lögreglan var í fyrstu mjög treg til að trúa sögu læknisins, en vegna þess að engin eðlileg skýring var til á því hvernig læknisfrúin gat vitað jafn mikið um morðið og hún vissi, ákvað lögreglan að lokum að handtaka þann sem „röddin að handan“ hafði bent á sem morðingja. Veöur víöa um heim Amsterdam 12 sólskin AÞens 21 bjarf Bsrlin 5 skýjað Brussel 8 skýjað Chicago +5 snjókoma Frankfurt 7 rigning Qanf 8 skýjað Helsinki 2 snjókoma Jóhannesarb. 23 sólskin Kaupmannah. 6 sólskin Lissabon 18 sólskin London 10 sólskin Los Angeles 18 bjart Madrid 14 sólskin Malaga 19 heióríkja Miami 20 skýjaó Moskva 2 skýjaó Mew York +2 bjart Osló 3 sólskin Palma 10 skýjaó París 8 sólskin Róm 11 bjart Stokkhólmur 2 skýjaó Tel Aviv 19 sóskin Tókýó 13 bjart Vancouver 12 skýjaó Vfnarborg 10 rigning Verðhækkanir í Sovétríkjunum; Kaffíduftið kostar 22000 krónur kílóið og brennt kaffi 7 þúsund krónur hvert kíló MIKLAR verðhækkanir urðu á ýmsum vörutegundum í Sovétríkjunum um síðustu mánaðamót. Eru þetta einkum vörur sem opinberlega eru skilgreindar „lúxusvörur“ þar í Iandi. Meðal þess sem hækkaði var kaffi, benzín, súkkulaði, vín, koníak, o.fl. Opinberlega var skýrt svo frá, að flestar hækkanirnar væru tilkomnar vegna hækkaðs heimsmarkaðsverðs á innfluttum vörum. Sagt var að benzín yrði hækkað í verði vegna aukins vinnslukostnaðar. Kaffi kíló kostar nú rúmar sjö þúsund krónur í verzlunum í Sovétríkjunum. Á síðasta hausti varð kaffiþurrð í verzlunum og hefur svo verið fram í síðustu viku, er hið nýja verð var tilkynnt. Áður en kaffið hvarf úr verzlununum kostaði kílóið af því 1600 krónur. Hækkunin var því rúmlega fjórföld. Verð á svo- nefndu „instant“-kaffi eða kaffidufti fjórfaldaðist einnig, hækkaði í krónur 21.971 kílóið. Verð á benzíni tvöfaldaðist og kostar lítrinn af venjulegu benzíni nú 46 krónur, en benzín með háu oktangildi kostar 62 krónur hver lítri. Auk benzín- hækkunarinnar hækkaði verð varahluta og verkstæðisþjón- ustu um 35%. Erlendar frétta- stofur segja hinn almenna borgara una illa hækkuninni á benzíninu „þar sem nú muni benzín á Zhiguli kosta um 10 þúsund krónur á mánuði". Zhiguli er nafnið á sovézku gerðinni af Fiat. Kostar bíllinn um 2,5 milljónir króna, en engu að síður er eftirspurnin svo mikil að bíða verður eftir þeim í eitt ár. Ymsar vinsælar vörutegund- ir svo sem súkkulaði, kakó, koníak, vín og snyrtivörur, hækkuðu um 10—60%. Hækk- uðu gull- og platínumunir um 6o%. Þau sem opinbera trúlof- un verða að borga um 100.000 kr. fyrir hringana, en að lokinni athöfn er þó send endurgreiðsla sem nemur um 10% af verði hringanna. Meðaltekjur sovézkra borgara er um 56 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt heimildum fer meiri hluti þeirra tekna í fæðiskostnað. Lægstu laun sem greidd eru í Sovétríkjunum eru um 25.000 kr. á mánuði, eða sem svarar verði eins kílós af „instand"- kaffi. Lágmarks-eftirlaun í landinu eru tæpar 20.000 krón- ur, en það nægir fyrir tveimur pörum af kvenskóm í betri gæðaflokki. Nikolai T. Glushkov for- maður verðlagsnefndar Sovét- ríkjanna, tjáði fréttamönnum upphaflega að sovézkir öku- menn hefðu kvartað yfir því að verð á benzíni væri miklu lægra en í öðrum iöndum. Síðar sagði Glushkov, þó, að benzínhækkunin væri tilkomin vegna aukins kostnaðar við leit, vinnslu og dreifingu á olíu. Glushkov sagði að heims- markaðsverð væri ástæðan fyrir hækkununum á „lúxús“-vörunum. Hann sagði ennfremur að Sovétmenn yrðu að flytja inn allt kaffi og kakó, og hefur það verið selt langt fyrir neðan innkaupsverð að sögn Glushkovs. ViðskÍDta- jöfnuður hefur verið óhagstæð- ur hin síðari ár. Skulda þeir nú vestrænum löndum um 3500 milljarða Bandaríkjadala fyrir vörur. Sovézkar konur hafa ekki tekið verðhækkununum vel. Hækkanirnar voru tilkynntar viku fyrir sovézka kvennadag- inn, sem er einn af meiri háttar hátíðisdögum Sovétríkjanna. Á þeim degi efna fjölskyldur til veizlu og boðið er upp á kaffi og kampavín og dýrindis terta er venjulega á borðum. Konur fá gjafir þennan dag, oftast konfekt eða snyrtivörur. Um leið og tilkynnt var um verðhækkanirnar á „lúxus“-vörunum lækkaði verð á fatnaði úr gerviefnum, hrein- lætisvörum, litlum ísskápum og svart-hvítum sjónvarps- tækjum. Svart-hvítu Gorizont sjónvarpstækin kosta nú um 105 þúsund krónur, en kostuðu tæpar 140 þúsund krónur. Engin verðbreyting varð á litatækjum, en eftirspurn er mikil eftir þeim í Sovétríkjun- um. Þótt verðhækkanirnar væru ekki tilkynntar opinberlega fyrr en 1. marz, höfðu fregirn- ar kvisazt út því tveimur dögum áður mynduðust langar biðraðir við verzlanir sem seldu kaffi og súkkulaði svo og við benzínstöðvar. Flokkur kanzlarans tapaði fylgi í Miinchen MUnchen 6. marz AP. FLOKKUR Helmuts Schmidts kanzlara, sósíaldemókratar SPD, tapaði meirihluta sínum í borgarstjórn Miinchen í fyrsta skipti í 30 ár, en vann á í norðurhéruðunum, Slésvík — Iloltsetalandi. í konsingum um helgina. Erich Kiesel, sem bauð sig fram fyrir Kristilega demókrata- flokkinn í Bæjarlandi, var kjör- inn borgarstjóri Múnchenar, en hann hlaut 51.5%. Sósíaldemó- kratinn Max von Heckel hlaut 38%, en borgarstjórinn fráfar- andi, Geörg Kronawitter, gaf ekki kost á sér til endurkjörs vegna deila innan Sósíaldemókrataflokksins. í Slésvík-Holtsetalandi jókst fylgi SPD úr 35.6% í 40.5% og fékk flokkurinn meirihluta í borgarstjórn Kielar og styrkti stöðu sína í Flensborg, Lúbeck og Neumúnster. Kristilegi demókrataflokkur- inn tapaði nokkru fylgi í Slés- vík-Holtsetalandi, og halut nú 49.2%, en fékk í kosningunum 1974 53.1%. Frjálsi demókrataflokkurinn, sem er ásamt SPD í stjórn landsins, tapaði 1,7% í norður- héruðunum og hlaut 7.3%, en jók fylgi sitt úr 4.7-*- í 5.7% í Múnchen. Þá vakti töluverða athygli að umhverfisverndarmenn fengu 6.0% í Slésvík-Holtsetalandi, en nú er þar unnið að byggingu kjarnorkuvers, í Brokdorf, og hefur bygging þess sætt nokkrum deilum. Öfgaflokkar til hægri og vinstri hlutu lítið fylgi í kosningunum um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.