Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.03.1978, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 viw <c?w' u ** MORö’dKí-./v._____ KATtlNU A ' Hann er ekki eins dýr og uppmælingarmennirnir. skal ég segja þér! 1BER- Ilaltu andanum niðri í þér! Brostnar vonir? „Ég hef oft furðað mig á þvi að þessi söguþjóð skuli vera jafn fá- fróð um stjórnaraðferðir i kommúnistaríkjunum og raun ber virni. Alls staðar í hinum frjálsa heimi eru bækur beztu skálda Rússlands þýddar undir- eins, daginn sem þeim hefur verið smyglað út úr landinu. Hér er þetta með allt öðrum hætti. Leikrit Solzenitsyns kom út I Englandi 1969. Leikritið „Myrkur um miðjan dag“ lá í mörg herrans ár í leiklistardeild útvarpsins og var ekki flutt. ríkisverzlunina og kynntist kjör- um fólksins eins vel og hægt var. Maður hennar var svo sóttur einn góðan veðurdag og ást auðvitað ekki meir. Hún fór heim tii sin og skrifaði um það sem á daga henn- ar og almennings dreif þá og bók- in heitir auðvitað „Brostnar von- ir“ og er það sannnefni. Samyrkjubúin komu ekki fyrr en 1929; þá lét Stalin myrða i massavís smábændur og sú slátr- un yfirgengur allt sem áður hafði gerzt í veraldarsögunni en hungursneyð fylgdi í kjölfarið. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Eins og oft áður reynum við þriðjudagsþraut. Þú, lesandi góður, ert sagnhafi í sex spöð- um. spiluðum í suður. Anzi harður samningur en þó hafa þeir sést verri. Gjafari norður, allir utan hættu. S. 32 H. KDG72 T. 73 L. D872 Suður S. ÁKDG105 H. - T. ÁK82 L. Á96 Austur og vestur sögðu alltaf pass en vestur spilar út spaðaníu. Hvernig á nú að vinna spilið? í fyrstu virðist spilið vonlaust. Og þó — ekki alveg. Hugsanlega getur legan reynst nógu hagstæð. Austur verður að eiga hjartaás en fjögur tígulspil og laufkóngur þurfa að vera á sömu hendi. Við vonum því að allt spilið sé þessu líkt. Norður S. 32 H. KDG72 T. 73 L. D872 ©PIB „ COPIIMUII I COSPER. Blessuð vertu ekki að brjótast heim í þessu óveðri þú gistir hér hjá okkur! Bókin „Valdið og þjóðin" eftir Arnór Hannibalsson sem er hin bezta lýsing á stjórnarfarinu í Rússlandi fannst ekki i Borgar- bókasafninu i fyrra og lítið þýðir fyrir sjúklinga á sjúkrahúsum borgarinnar að spyrja eftir henni. Ég er að lesa bók sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1949. Hana skrifar hálærð kona Freda Utley sem alin var upp í trú á kommún- ismann og var í fremstu röð enskra kommúnita og barðist ötullega fyrir hugsjón sína. Hún dvaldi í nokkur ár í Rússlandi og giftist Rússa sem vann við utan- ‘-jolFíSBr. • v »V'J Þetta er byrjunin á iðnvæðingu Rússlands. Þá var flokksmönnum refsað ef upp komst að einhver hefði gefið betlandi barni brauð. Arið 1934 voru helmingi færri hross í Rússlandi en 1929 og sauð- fé og svín meira en helmingi færri. Arið 1930 var hér stofnaður Kommúnistaflokkur tslands og skyldi hann frelsa þjóðina undan kúgun kapítalismans og helzt með byltingu, þvf þess blóðugri sem byltingin er þvf betri er hún í augum kommúnista og þegar allt er í rúst þá þykjast þeir betur geta bætt líf almennings, en Vestur S. 987 H. 9854 T. D109 L. G43 Austur S. 64 H. Á1063 T. G654 L. K105 Suður S. ÁKDG105 H. - T. ÁK82 L. Á96 Eftir að hafa tekið fyrsta slag spilum við tígulás og kóng, trompum tígul og síðan hjarta- kóngur frá blindum. Austur leggur ásinn væntanlega á (ann- ars látum við síðasta tígulinn) og við trompum. Síðan spilum við öllum trompunum og eigum þá eftir fjögur spil á hendi, einn tígul og laufin þrjú. Og næsta slag fær austur á tígul. Nú er sama hvort hann spilar hjarta eða laufi frá kóngnum. í báðum tilfellum gefur hann okkur tólfta slaginn og þann sem máli skiptir. HÚS MALVERKANNA 80 33. kafli Þau biðu. Sátu teinrétt á óþægilegum stólunum og horfðu á gulan veginn á móti. Milli þeirra var borð og Carl Hendberg studdi olnbogunum andartak á boróið og hvíldi höfuðið f höndum sér. Emma Dahlgren tók af sér gleraugun og pússaði þau. Smá- von höfðu læknarnir sagt. Mjög veik von. en Dorrit hafði verið með Iffsmarki, þegar þau komu með hana. Og svo hafði læknirinn komið og spurt hvernig þetta hefði viljað til. Hann hafði spurt og spurt og þau gátu aðeins svarað þvf til að Dorrit hlyti að hafa hrasað. Pn Dorrit hafði ekki hrasað. Hún hafði fengið þungt högg á höfuðið. — Susie dáin... og Dorrit slegin niður. Emma Dahlgren rauf þögn- ina og horfði á Carl. — Þú hlýtur að skilja að þetta stendur f sambandi við fjárkúgunarmálið. Við verðum að filkynna lögreglunni um Morten Fris Christenssen jafn- skjótt ... og við höfum fengið að vita hvernig Dorrit reiðir af. Hún horfði f áttina að dyrun- um. Hann lyfti höfði. — Susie. Það hljóta að hafa verið einhverjir kumpánar sem þekktu hana þegar hún var f dópinu, en Dorrit... ég skil þetta ekki. Eg á við að enda þótt Dorrit hafi farið til Mort- ens og sagt að hún vissi að hann væri fjárkúgarinn. þá gat hann bara afgreitt hana með þvf að neita. Hann þurfti engan veg- inn að sýna nein viðbrögð og allra sfzt að slá hana f rot. — Það er eítthvað sem kem- ur ekki heim. Emma renndi fingrunum eft- ir skoru í borðplötunni. — Þú hefur auðvitað rétt fyr- ir þér. Hvers vegna skyldi Morten að hafa neitt að óttast. Hann gat bara neitað. Neitað að hann vissi nokkurn skapaðan hlut um þetta. Neita að hann þekkti ykkur. — Enda þekktum við hann ekki. Við höfðum aldrei séð hann fyrr en f kvöldverðarboð- inu þegar við vorum að reyna að komast að því hvort eitt- hvert þeirra þekkti til málsins. — Og hvaðan hefði hann átt að fá vitneskjuna. — Ja, ég geri nú ráð fyrir að það megi grafa slfkt upp. Slfkir menn — sem leggja fyrir sig fjárkúgun hafa sjálfsagt úti all- ar klær. Emma leit á hann. — Þetta var leyndarmál, sem aðeins mátti ganga að á einum stað. — Hann gæti hafa átt vini f Vfetnam. — Það hljómar ótrúlega. Augu Emmu voru full af tor- tryggni. — Það hljómar ótrúlega, en jafnvel þótt hann hefði átt vini þar þá hefðu þeir tæplega farið að skrifa honum upp úr þurru að Björn væri hér. Þeir vissu það ekki. Þeir myndu f mesta lagi hafa skrifað að hann væri dáinn. Það var enginn þar sem vissi að hann hafði stungið af. Félagar hans þar vissu það ekki einusinni. ____________ Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi — Þá hlýtur hann að hafa heyrt að hann væri dáinn, sfðan séð hann hér og lagt saman tvo og tvo. — Og hvaðan átti hann að þekkja Björn. Ekki kannaðist Björn við Morten og þá er ein- kennilegt að hinn skyldi kann- ast við hann. — Það sem er einkennilegt er að hann skyldi líka hafa svona mikia vitneskju um fjöl- skyldumál okkar, svo að hann gat verið alveg víss um að ég myndi borga ... að það riði á því að ná peningunum frá mér... áður en Björn yrði sendur til Suður-Amerfku. Hefði hann bara beðið í viku... Emma rétti sig upp. — Hann vissi svona mikið af því að hann gat lesið allar hugs- anir ykkar og fylgst með gerð- um ykkar ... og enginn gat vit- að slfkt nema þeir tveir sem voru við málið riðnir ... og þeir tveir voru þú og Björn ... Þú trúir þó væntanlega ekki að ég hafi kúgað penlnga af sjálfum mér. Og Björn hefði verið sfðasti maðurinn til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.